Lögberg


Lögberg - 20.06.1957, Qupperneq 4

Lögberg - 20.06.1957, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JÚNI 1957 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KEKNEDY STREET, WXNNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9931 / ÁVARP Dr. Valdimars J. Eylands í heiðurssamsæti íyrir Dr. Richard Beck 17. júní 1957 Dónarfregn Sigurjón Sigmar, búsettur í Vancouverborg andaðist þar 7. maí, hátt á áttræðisaldri. Hann var jarðsunginn frá Mount Pleasant útfararstof- unni í Vancouver 11. maí, af heimaprestinum þar, séra E. S. Brynjólfssyni og bróður hins látna, séra Haraldi, sem þar var þá staddur. Við út- förina voru líka lesin kveðju- skeyti frá nánum ættingjum hins látna. Líkmenn við út- förina voru nánir ættingjar Sigurjóns og konu hans. Sigurjón Sigmar fæddist á Hólum í S.-Þingeyjarsýslu, en fluttist þaðan barn að aldri til Canada og bjó þar ávalt síðan. Fyrst í Argyle-bygð og Glen- boro og seinna í Winnipeg í Manitoba. En síðustu tólf árin bjó hann og fjölskyldan í Vancouver, B.C. Sigurjón sál. lætur eftir sig konu sína, Louise G. (John- stone), sem hann kvæntist í Wynyard, Sask., í júní 1915, dóttur þeirra Margaret Louise, ásamt eiginmanni hennar Wm. Davidson og ungri dóttur þeirra, Sigrid Louise. Einnig Það eru nú bráðum liðin fjörutíu ár síðan ég fyrst heyrði getið um þennan mann, sem nú er heiðursgestur stjórnar-, nefndar Þjóðræknisfélagsins í tilefni af nýafstöðnu sextíu ára afmæli sínu. Það var frostaveturinn 1918 að ég labbaði úr heimahögum mínum í Húnavatnssýslunni norður á Akureyri, og settist sem óreglulegur nemandi í 3. bekk Gagnfræða- skólans þar, og tók ég gagnfræðapróf utanskóla þá um vorið. Heyrði ég þá piltana þar tala um námsgarp einn mikinn, austan af Reyðarfirði, sem hafði lokið sams konar prófi vorinu áður, með miklu lofi. Var hann þá kominn til Reykja- víkur til framhaldsnáms við Hinn Almenna Menníaskóla. Þessi maður bar hið útlendingslega nafn, Richard Beck, en þrátt fyrir nafnið var mér sagt að góðar íslenzkar ættir stæðu að honum báðum megin. Var þessi ungi maður dáður mjög af námssveinum, töldu þeir hann hamhleypu til allra verka, og afburða námsmann, jafnvígan á allar greinar skóla- námsins. Þegar ég kom til Reykjavíkur haustið næsta á eftir, heyrði ég nemendur Menntaskólans þar, einnig tala um þennan mann, og var sami frægðarljóminn yfir nafni hans þar. Töldu menn hánn líklegan til stórra hluta, sakir gáfna og atorku. í Menntaskólanum dvaldi hann aðeins einn vetur við nám, las allt námsefni 5. og 6. bekkjar utanskóla, og tók stúdentspróf með hárri einkunn árið 1920. Þótti slíkt próf þá hið mesta afrek, og þykir reyndar enn. Þá innritaðist hann í lagadeild Háskóla íslands um haustið, og eru á þeirri inn- ritunarskrá nöfn annara manna, sem síðar eru frægir orðnir í sögu íslands, svo sem Hermann Jónasson, forsætisráðherra; Jón Hallvarðsson, hæstaréttardómari; Kristinn Guðmundsson, sendiherra; og Stefán Pétursson ritstjóri. Urðu um þetta bil skyndileg straumhvörf í ævisögu Becks, svo að í stað þess að gerast íslenzkur lagamaður, tók hann sig nú upp og fór vestur um haf. Eftir nokkra viðdvöl hér í Winnipeg hóf hann nám á ný, og í þetta sinn við hinn fræga Cornell háskóla, tók hann þar meistarapróf árið 1924, og doktorspróf í heimspeki tveim árum síðar. Undirbúningsárin voru nú liðin, og nú hófst lífsstarfið. Öllum Islendingum er starfs- og framaferill hans kunnur síðan. Hann hefir áratugum saman verið pró- fessor í Norðurlandamálum og bókmenntum við ríkisháskól- ann í Norður Dakota, íslenzkur ræðismaður í N. Dakota, og forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Islend- ingar. báðum megin hafsins standa í mikilli þakkarskuld við hann fyrir frábær þjóðræknis og kynningarstörf, enda hefir hann fyrir löngu hlotið viðurkenningu góðra manna austan hafs og vestan fyrir frábæra elju, dugnað og drengskap í störfum sínum og lífi. Ég hafði hugsað mér að flytja alllanga og ítarlega ræðu um heiðursgestinn við þetta tækifæri. Fyrirsögnin á ræðunni myndi að sjálfsögðu verða Dr. Richard Beck, prófessor, ræðis- maður, Stórriddari, etc.^ en undirtitlar myndu verða: Lær- dómsmaðurinn, fræðimaðurinn, skáldið, rithöfundurinn, ræðusnillingurinn, forsetinn, drengskaparmaðurinn. Margt mætti með sönnu segja um hvert þessara atriða, en tíðræddast mundi mér verða um hann sem drengskaparmanninn, hinn trausta og falslausa vin, manninn, sem vill öllum hjálpa og alls staðar koma fram til góðs. Það er sízt að undra að hann er manna vinsælastur, enda er hann elskaður og virtur af lærisveinum sínum, og allri hinni stóru samferðasveit. Hefir þetta komið í ljós aftur og aftur, og einkum nú, í sambandi við þetta merkisafmæli. En þessi langa ræða mín varð aldrei til. Mínar beztu ræður verða líklega aldrei skrifaðar. Þegar ég var að hugsa um þetta mikla og hugþekka efni, hina margbrotnu persónu og afrek Dr. Beck’s, símaði veizlustjóri mér og bað mig að segja aðeins fáein orð. Steingrímur Jónsson biskup var talinn einhver mesti ágætismaður á sinni tíð. Um hann sagði Grímur Thomsen skáld einhverju sinni: „Það hefir hlotið að liggja vel á Guði almáttugum, þegar hánn bjó til Steingrím.“ Ég leyfi mér að viðhafa sömu ummæli í sambandi við ÁVARP Próf. Haralds Bessasonar í afmælishófi Dr. Richards Beck íjað er löngu alkunna, að heiðursgestur okkar hér í dag er með mikilvirkari Islendingum, sem lagt hafa leið sína í „Vesturveg.“ „Snemma beygist krókurinn,“ segir máltækið. Það varð snemma ljóst, að Richard Beck væri enginn meðal- maður. Námsframi hans varð mikill. Ævistarfið hefir verið í samræmi við það. Nú þegar maðurinn stendur á sextugu, er svo komið, að ekki er unnt að gera störfum hans skil í langri ræðu, hvað þá stuttu ávarpi. Ég ætla, að þar myndi ekki minna duga en heil bók. Það er okkur gleðiefni, að engin þreytumerki skuli sjást á þeim manni, sem þegar hefir afkastað margföldu ævistarfi. Segja má, að Arngrímur lærði hæfi fyrst að marki að kynna íslenzka menningu erlendum þjóðum. Slík kynningar- starfsemi hefir orðið Islendingum haldbezta vopnið 1 við- skiptum út á við, og því vopni hefir einmitt Richard Beck brugðið svo eftirminnilega, að nafn hans mun ávalt ofarlega á blaði, þegar um getur þá Islendinga, sem bezt hafa reynzt fósturjörðinni á erlendri grund. 1 nafni Austur-íslendinga vil ég flytja honum þakkir fyrir öll landkynningar- og þjóð- ræknisstörfin. Við þökkum störfin, og við þökkum það hugarþel, sem að baki býr. Það vill stundum brenna við, að norrænir fræðimenn séu eins konar fornmenn, sem lifi löngu liðnum tímum og hirði minna um samtíðina. Fornmennska af því tagi er víðsfjarri heiðursgesti okkar. Ég hygg það sannmæli, að Richard Beck sé fyrst og fremst nútíðarmaður. Má í því sambandi minnast þess, að hann hefir helgað sig íslenzkum bókmenntum síðari alda og unnið gagnmerkt brautryðjendastarf á því sviði. Þeir, sem hyggjast bæta heiminn og vilja leggja nokkuð til málanna sjálfir, skipast mjög í tvo hópa og fara tvenns konar leiðir. Margir eru þeir, sem sjá (eða réttara sagt leitast við að sjá) umhverfið með augum hins miskunnarlausa gagnrýnanda og klifa á því eingöngu, sem miður fer. Slík starfsaðferð er fremur í því fólgin að rífa niður í stað þess að byggja upp og sú leið er oft háskaleg vegna þess, að hún á ósjaldan rætur sínar í „neikvæði“ gagnrýanandans, sem beitir henni. Hin leiðin er erfiðari, þegar málshefjandi gefur sjálfur fordæmið með jákvæðu starfi og leitar hins sanna í fari annarra. Þá leið hefir dr. Richard Beck valið í einu og öllu. Þrátt fyrir eigin styrkleika hefir þessi vammlausi maður aldrei vegið að öðrum. Mannkærleikur hefir verið honum leiðarljós og kjarninn í öllum hans verkum. Um leið og ég óska dr. Beck til hamingju með sextugs- afmælið vil ég árna honum og fjarstaddri konu hans allra heilla í framtíðinni. Dr. Beck. Enginn maður hefir neitt hrósunarefni í sjálfum sér, enginn máður er neitt, eða getur neitt, nema fyrir Guðs náð. Þetta veit ég að dr. Beck viðurkennir fúslega, og mun hann því ekki hafa neina tilhneigingu til. ofmetnaðar. En hann hefir hlotið mikla hæfileika í vöggugjöf, og hann hefir þroskað þessa hæfileika með kostgæfni. Hann hefir fundið köllun sína í lífinu, valið sér það hlutverk, sem er vafalaust göfugast allra: að sá frækornum þekkingar og mann- dóms í hjörtu æskunnar, og að bera út hróður ættlands síns og þjóðar, enda mun hann jafnan talinn einn af mætustu sonum Islands. Við þökkum forsjóninni fyrir þennan góðá vin okkar allra. Við þökkum störfin, sem hann hefir unnið, og við óskum konu hans, fjölskyldu og honum sjálfum allra heilla og blessunar á þessum merku tímamótum ævi hans. lifa hann tvær systur of fimm bræður. Þessi ástvina- og ætt- ingjahópur syrgir nú kæran ástvin. Auk þess syrgja hann ýmsir vinir og starfsbræður, sem mátu hann og vinsemd hans mikils, um margra ára skeið. Meðan kraftar entust til var hann mikill starfsmaður, og starfaði, meðal annars, vel og samvizkusamlega í þeim söfn- uðum, sem hann tilheyrði á hinum ýmsu stöðum þar sem hann bjó. Er Sigurjón andað- ist var hann og fjölskyldan í íslenzka-lúterska söfnuðinum í Vancouver, þar sem hann og þau höfðu starfað vel og mikið meðan ástæður leyfðu. Hinn kæra vin, sem nú hefir verið kallaður heim til föður- húsanna, kveðjum við nú með fögrum og hlýjum orðum séra Valdimars Briem, sem sungin voru yið útför hans: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alt og alt. Gekst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýKarhnoss þú hljóta skalt. —H. S. ADDITIONS to Betel Building Fund Mr. & Mrs. Kristinn Oliver Whittier Fur Farms, Kirkfield Park, Man. $100.00 -----------0--- Proceeds from film cencert at Selkirk, Manitoba, June 12, 1957. — Films by Mrs. H. Josephson $22.75 "Bef-el" $180,000.00 Building Campaign Fund —160 ——$147,395.00 —J20 —100 —80 —60 —40 -20 Make your donations lo the "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.