Lögberg


Lögberg - 20.06.1957, Qupperneq 5

Lögberg - 20.06.1957, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JÚNI 1957 $ ▼ V « V w WINNIPEQ. 10. iúní 1957 AHIJGAMAL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Enn um þraelkunarvinnu rússneskra kvenna Blaðamenn frá Canada og Bandaríkjunum hafa allmarg- ir ferðast til Sovétríkjanna á síðari árum og hefir þeim fiestum orðið starsýnt á kven- fólkið, sem þrælar við að hreinsa göturnar í bæjunum; moka kolum í námunum; moka flóra á búunum; gatna- gerð og ýms önnur erfiðis- störf, sem talin eru eingöngu á meðfæri efldra karlmanna óg konum er hlíft við meðal siðmenntaðra þjóða. Að sjálf- sögðu hefir þessi ósómi hneikslað blaðamennina, og hafa margir þeirra ritað grein- ar um þetta fyrirbæri, þar á meðal Dorothy Thompson; Bruce og Beatrice Gould, aðal ritstjórar Ladies’ Home Journal, og hafa kaflar úr greinum þeirra birzt í þess- um dálkum. — Blair Fraser, stjórnmálaritstjóri canadíska tímaritsins, MacLeans, er ný- lega koipainn heim úr ferðalagi til Rússlands og Austurlanda og varð honum og tíðrætt um götusóparana í Moskvu og fanst honum þessar vesalings konur sem afkynjaðar mann- verur, sljóar á svip, þung- lamalegar í hreyfingum, dúð- aðar lörfum, sneiddar öllum kvenlegum þokka. Þeir eru nú orðnir svo margir, sem vitnað hafa um þessa þrælkun kvenna í Sovétríkjunum, að ekki er unnt að ganga fram hjá þess- ari staðreynd og segja að þessar frásagnir séu uppspuni kapítalista. Svo sem kunnugt er, hefir heimboðum frá Sovétríkjun- um rignt yfír fólk á Islandi á síðari árum, bæði kommún- ista þar í landi og aðra sem ekki fylgja þeim flokki, og hafa margir þegið þau boð. Er ekkert við það að athuga, ef boðsgestirnir láta ekki slá ryki í augu sér varðandi skipulagið þar, eða forðast, þegar heim kemur, að skýra frá því, er þeim ekki geðjaðist að, vegna þess að með því sýni þeir vanþakklæti fyrir boðið og viðtökurnar. Engin ástæða er þó til, að þeir láti þakk- lætistilfinningu múlbinda sig. Þvert á móti virðist það skylda gagnvart þeirra eigin þjóð að þeir segi sem sannast frá því, sem fyrir augu og eyru bar og leggi í það réttan skilning, því til þessara heim- boða mun ekki aðallega vera stofnað af ást og virðingu rússneskra valdhafa fyrir ís- lenzku þjóðinni, heldur mun það þáttur í áróðursstarfsemi þeirra, er miðar í þá átt a$ reyna að veikja íslenzka hlekkinn í varnarkeðju lýð- ræðisþjóðanna gegn yfirgangi Sovétríkjanna. ~ Ég hefi oft leitað í blöðum frá Islandi eftir frásögnum Rússlandsfara um þá hlið þjóðlífsins, sem að ofan er vikið að, en árangurslaust, þar til ég rakst á ferðasögu bónda nokkurs í nýkomnu Þjóð- viljablaði (Kommúnistablað- inu). Var hann í hópi bænda, er þegið höfðu heimboð frá landbúnaðarráðuneyti Sovét- ríkjanna. Segir hann svo frá: Störf konunnar í þjóðfélaginu „En í þessu sambandi verður að minnast á þátt konunnar í Sovétríkjunum í því starfi öllu, sem þar er unnið. Áreið- anlega myndi uppbyggingar- starfið eftir styrjöldina hafa gengið miklum mun seinna, ef kvenfólkið hefði ekki lágt sinn skerf fram svo sem það hefir gert. Auk þeirra kvenna, sem við sáum afgreiða í búðum, vinna á veitingahúsum og annað sem hér þykir sjálfsagt að konur vinni, þá sáum við þær einnig sópa göturnar, gera við járn- brautarteina, stjórna vélum í verksmiðjju og starfa að málm steypu, að ógleymdri vinnu á búunum. Heyrt hef ég kastað hér fram þeim athugasemd- um, þar sem þessi mál hefir borið á góma, að ekki myndi þurfa að bjóða íslenzkum stúlkum að vinna slíka vinnu. Má vera, þótt slíkt sé alger- lega ósannað, en bezt gæti ég trúað, að sovétkonurnar telji það sinn rétt að vinna hvaða störf sem er, og fá fyrir það sömu laun og karlmennirnir fá, miðað við sömu afköst. Enda hefir það fyllilega kom- ið fram, að margar konur setja sinn metnað í að setja met í afköstum. Og ekki þykir mér ólíklegt að sumar af þeim konum sem við sáum við vinnuna, höfum við aftur séð á götunum í frí- tímum þeirra, komnar í betri fötin.“ * * * Bóndinn segir rétt frá því, er hann sá, en því leitast hann við að réttlæta að konunum sé beitt við erfiðustu og ó- þrifalegustu störfin? Það voru fleiri lönd en Rússland, sem biðu stórtjón í styrjöldinni, en gripu samt ekki til þess úrræðis að kúga konur við erfiðustu vinnuna. Ólíklegt þykir mér að konurnar á Rúss landi séu það ólíkar konum annars staðar, að þær kapp- kosti að mega moka göturnar, jafnvel þó það sé fyrir sömu KVEÐJUORÐ Kæri herra rilsljóri Lögbergs: Bið þig góðfúslega um rúm í blaðinu fyrir fáein kveðju- orð frá mér til landanna hér vestan hafs: Þegar ég er að kveðja Canada eftir 9 mánaða dvöl á meðal ættingja og vina hér, frá Quebec eystra til Van- couver vestra, þá koma marg- ar góðar minningar fram í hugann. Svipmyndir úr lífi og landslagi. Frá fyrstu kynnum, minnist ég heilagra, kyrrlátra stunda, er ég var á morgun- göngu fram með St. Lawrence firðinum í september s.l. og naut í fullum mæli áhrifanna frá fegurð sjós og lands, þar sem hinn fjölskrúðugi gróður ilmar og prýðir hæðir og hjalla. Ég sé enn fyrir mér fallegu börnin, sem mættu mér þegar ég var að fara á pósthúsið í litla frumbyggja- bænum, síðar um daginn. Þau brostu svo kunnuglega og sögðu heilmikið á frönsku, þótt þau fengju ekki önnur svör en vinarbros og höfuð- hneigingar. Aldrei mun ég gleyma litlu svissnesku stúlk- unni, sem lagði hendurnar um hálsinn á mér og hló yndisleg- um barnahlátri, er hún heyrði að ég kunni að syngja: Jesus loves me this I know. — Eða svo hugurinn hverfi vestur á Kyrrahafsströnd á jólasam- komu í ísjenzku kirkjunni í Vancouver. Hvað það var fallegt að heyra Sunnudaga- skólabörnin syngja: Heims um ból svo vel að það hefði getað verið heima á Islandi. En fegurstu blómin í marg- þættum kranzi minninganna verða þó samfundirnir við hina lífsreyndu landa, — Is- lendinga, sem eftir fjölmargra ára starf og líf í þessu mikla landi, varðveita ennþá ósvik- in einkenni, já, séreinkenni íslenzks þjóðlífs og bera enn- þá heita ættjarðarást í barmi sér. Margt of þessu fólki mætti hér á frumbyggjaárun- laun og karlmennirnir fá. — Ferðafólk hefir margtoft sagt frá því, að það séu konur aðal- lega, sem vinni við að hreinsa göturnar, en karlar aki vögn- unum og sitji sem fastast meðan konurnar hlaði vagn- ana, svo ekki virðist neitt kapp milli kynjanna um moksturinn, sem er sagður illa launaður. Ekki tel ég heldur líklegt, að konur, sem búnar eru að þræla á götunum allan daginn og þurfa að því loknu að sinna heimilisverkum, hafi þrótt eða löngun til þess að klæða sig upp og fara út að skemmta sér. Myndi þessi íslenzki bóndi sætta sig við að sjá móður sína, eiginkonu eða dóttur bundna við þessi erfiðisstörf, sem rússneska konan er nauð- beygð til að inna af hendi? um erfiðleikum, sem mann- legum kröftum sýndust of- vaxnir, en dýrstu sigrarnir unnust fyrir íslenzka þraut- seigju og trú Hallgríms Pét- urssonar. Ennþá muna þessir íslendingar bænarvers eins og: Vertu Guð Faðir, faðir minn í Frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Þannig hafa þeir beðið og biðja enn. Drottinn blessir ykkur, vinir, og gefi jafnframt börnum ykkar náð til þess að glata ekki þessum dýrmæta arfi, er þið vísast öllu öðru fremur hafið viljað gefa þeim að vegarnesti. Þið syngið líka: Ó, það slys því hnossi að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. Eins og Matthías Jochums- son segir í þýðingu sinni á What a Friend We have in Jesus. Mér finnst þýðingin betri og fyllri að innihaldi. Þegar ég minnist á sálma- þýðingar kemur mér í hug, að eitt sinn sneri ég úr norsku sálmaerindum á íslenzku, sem eru líklega upprunalega ensk, og ég hefi rekist á þennan sálm í söngbókum hérna. Þar byrjar hann svona: “Brightly beams our Fathers mercy from his lighthouse ever more,” Og þótt þýðingu minni á þessum sálmi sé vissulega ábótavant svo mikið skorti á að komast til jafns við Matt- hías, ætla ég samt vegna inni- haldsins að ljúka þessum fáu orðum með honum, — það verður þá hvorttveggja í senn, kveðja og líka dálítil hvatning frá mér til ykkar elskuðu landanna minna hér í Canada, með hjartans þökk fyrir sam- veruna: Ljóssins faðir lýðnum gefur ljós frá himins dýrðargeim. Og hann boðið okkur hefur öðrum lýsa á veginn heim. Viðlag: Tendra lampann. Láttu betur loga trúarinnar bál. Við þá birtu verið getur veginn finni einhver s^l. Syndanótt með neyð og harmi nístir marga dauðans til. Þá er oft að brýst úr barmi bæn um hjálp og ljós og yl. Bróðir, systir betur mega brenna ljósin þín um heim. Margir villast, myrkur geiga. Mildi Jesús bjarga þeim. Tendra lampann o. s. frv. Kristín Sæmunds, Hverfisgötu 44, Reykjavík. „Að lokum hefi ég fundið réttu konuna,“ sagði hinn 105 ára gamli yngissveinn, John Henry King í Johannesburg, Suður-Afríku, þegar hann fékk jáyrði 87 ára gamallar ekkju, Fannie Excell í sömu borg. I BETEL On May 31st 1957 the Betel books were ruled off to add another year to its long and successful history, and when the figures were compiled they told an old familiar story—that the maintenance of the residents in Betel was again made possible by the benevolence of their fellow men. Operating loss for the year was $3084.04. The loss was partly offset by public dona- tions amounting to $1078.50 the balance being paid out of the Pathfinders’ Memorial Fund. Donations, though at a five year low, were surprisingly high, when we look at the huge sum donated to the Building Fund during the same period. Bequests on the other hand were at a five year high, amounting'to the grand sum of $5065.71 which enabled the Home to meet its commit- ments and contingencies al- most in full. Cash on hand and in Bank increased by $2008.28, being $106.72 short of paying all expenses, contingencies and covering the $2115.00 donated for the purchase of new furni- ture. Bequests were as follows: Olafur Gunnarsson estate, Betel $ 799.95 Jónína Waugh estate, Winnipeg 250.00 Thora S. Anderson estate, Edmonton 1769.83 D. Wm. Morrell estate, Winnipeg 2495.93 Total $5315.71 Less costs 250.00 Net. $5065.71 To all those who con- tributed to the maintenance and welfare of the Home, the Board extends its heartfelt thanks. So many, many con- tributions go unannounced: the words of gratitude and en- couragement to the Matron and her assistants; the gifts of food, sweets and clothing; the tender handshake and kind word that momentarily quickens an aged pulse, the afterglow of which lingers for hours, perhaps days. Thank you, S. M. Bachman. Treasurer Rithöfundurinn hafði lokið við að skrifa bók, og útgefandi hans var mjög ánægður með verkið, en vildi þó að því væri gefið eitthvert sérkenni, t. d. að rithöfundurinn tileinkaði bókina einhverjum. Rithöf- undurinn hafði ekkert á móti því, en greip strax penna sinn og skrifaði: „Þessa bók til- einka ég konu minni, því að án hennar hjálpar hefði mér aldrei auðnazt að ljúka verk- inu, — hún flutti nefnilega heim til móður sinnar.“ /

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.