Lögberg - 20.06.1957, Side 6

Lögberg - 20.06.1957, Side 6
6 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF Erlendur reyndi brúna og veitti ekki hrópi hennar áheyrn. Nú var hann kominn yfir um og kallaði: „Þó að þið rækjuð alla hestana í einu út á brúna, þyldi hún það“. Þá vatt Hildur sér af baki, gerði krossmark fyrir sér og teymdi Grána óhikað út á brúna. „Bölvaður glanni er kerlingin“, sagði Helga. En Erlendur kallaði á móti henni: „Alltaf ertu sama hetjan, Hildur mín!“ Svo steig einn af öðrum af baki og teymdi yfir brúna. Helga var seinust að komast úr söðlin- um, þó með hjálp sona sinna. Þeir leiddu hana á milli sín yfir um. Hún þúrrkaði sveitt andlitið og blés mæðulega: „Hefði ég'vitað, að það gengi svona nærri mér, hefði ég áreiðanlega setið heima“. „O, þetta var ekkert“, sagði Hildur gamla. „Bara að það gangi ekki verr heim aftur. Það klökknar mikið í þessum steikjandi hita, sem nú er“. Nú var sezt á bak og riðið liðugt út sel- göturnar. Við hestaréttina voru þó nokkuð margir. Það var heilsazt með virktum og góða veðrið prísað. Þóra í Hvammi kom gangandi til kirkj- unnar með tvo elztu syni sína. Helga hafði ekki augun af Birni. Ef Sigurði hennar hefði farið fram við skólagönguna, mátti víst dást að þessum ungl- ingi. Hann var hátt á annað ár yngri. Þvílík stærð og myndarskapur á stráknum. Hún vatt sér að Þóru og heilsaði henni vinalega. „Ja, það má nú segja að þú sért lánsöm að geta komizt svona fyrirhafnarlaust til kirkjunnar“, sagði hún. „Við máttum nú bara fara fram á afrétt. Hún er nú kát áin á degi hverjum". „Ég hefði víst ekki nennt því“, sagði Þóra. „Annað hvort hefði ég setið heima eða sundriðið ána“. „Já, ætli ekki það“, sagði Erlendur. „Ég hefði sjálfsagt heldur ekki hikað við að sundríða með þig við hlið mér. Það er nú kannske dálítið annað með hana Helgu. Hún var svona hér um bil hætt við alla kirkjuferð og snúin við hjá spönginni. Svona er kjarkleysið“. Þéra hló. Alltaf var sama montið í Þóru. Það var heldur ekki sparað að skjalla hana. „Ég get nú ekki meint, að nokkurri mann- eskju detti í hug að sundríða í sparifötunum og sitja svo rennblaut í kirkjunni“, sagði Helga gröm. Þá hló Þóra enn meira og Erlendur tók hressilega undir. „Jæja, mér er nú sama hvað þið hlægið að mér“, sagði Helga og reyndi að láta ekki skína í þykkjuna, sem sauð í henni. „En mér var farið að leiðast að frétta ekkert af heilsufari Önnu Friðriksdóttur. Þess vegna dreif ég mig í þessa kirkjuferð. Ég er nú svona gerð“. „Fallega var það hugsað“, sögðu þær báðar, Sigþrúður á Hjalla og Hildur á Jarðbrú. „Sem betur fer er hún nú að hressast. Þetta er orðinn langur tími, sem hún er búinn að vera við rúmið“, sagði Sigþrúður. „Já, það má nú segja“, sagði Helga í samúðar- tón. Svo snéri hún máli sínu til Þóru: „En hvernig í ósköpunum stendur á því, að Dísa er að fara í burtu — er það eitthvað sérstakt, sem þar kemur til greina?" „Ekki veit ég til þess. Það er víst ekkert óvanalegt, að unglinga langi út í heiminn", svaraði Þóra. „Það er heldur lítil tilbreytni í því að sitja á sömu þúfunni alla ævina, þó að ég hafi gert það“. „Ójá, satt er nú það. Kannske höfum við það nú upp úr skólagöngu sona okkar, að við missum þá frá okkur“. „Það vona ég, að ekki verði“, sagði Þóra, „ég hef alltaf talið víst, að Björn yrði bóndi í Hvammi“. „Þá heyrist mér að Erlendur hugsi sér, að Sigurður búi á Hóli. Svona er það. Gömlu bænd- LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1957 urnir eiga að rísa upp aftur. En hvað heldurðu um Jakob hreppstjóra — heldurðu að hann komi aftur að Nautaflötum?" „Líklegt þykir mér það“, sagði Þóra. „Á hann ekki að verða prestur?“ Það vissi Þóra ekki. Skólabræðurnir gengu samhliða heim túnið. Helga horfði brosandi á eftir þeim. „Þeir stóðu sig bærilega í skólanum, þessir félagar“, sagði hún og horfði út undan sér til Þóru. „Mér hefði nú aldrei dottið það í hug, að Sigurður minn yrði hærri en Björn, þessi velgefni ungl- ingur“. Þóra sótroðnaði. Það var svo sem ekki nema það, sem hún hafði búizt við, áð hún myndi reyna að halda því á lofti, málaskjóðan sú. „Það er næst- um því nóg tilefni til kirkjuferðar að segja frá því“, sagði Þóra og gekk snúðugt burtu. „Ojæja“, sagði Helga í hálfum hljóðum við Hildi á Jarðbrú, „sá hlær bezt, sem síðast hlær. Það var ekki vanþörf að stinga á svona kýlum. Hún ber alltaf nógu hátt höfuðið, konan þessi, ekki vantar það“. „Ójá, ójá“, hvíslaði Hildur, „þetta er myndar- kona“. Það hnusaði í Helgu. Þær gengu allar heim hlaðið, konurnar sem voru í sama hópnum fram afréttinn og Sigþrúður á Hjalla. Heim á hlaðinu stóð einhver fínindis-kvenmaður í upphlut. Þær töluðu um það sín á milli, hver hún myndi vera. „Hún er búin að standa þarna lengi, alveg eins og það sé myndastytta", sagði Sigþrúður. „Nú það er þá bara Þórdís litla Pálsdóttir. Nú ekkert öðruvísi. Það er svo sem einhver dragt á henni“, sagði Helga. Dísa gekk á móti Helgu, brosandi út að eyrum. „Já, já, skárri er það nú uppfærslan á þér, Þórdís litla“, sagði Helga. „Hvenær fékkstu þennan skrúða eða áttu hann ekki? Þú átt ekki bágt með að festa á þig húfuna, þetta líka mikla hár, sem á þér er. Hver hefur saumað þetta?“ „Mamma hefur verið að dunda við það. Ég hélt, að hún ætlaði aldrei að koma því í verk“, sagði Dísa. „Hún hefur nú víst ekki verið svo frísk, að það eru engin undur, þótt það gengi ekki í hasti hjá henni“, sagði Sigþrúðúr. „En hvað ætli svona unglingar hugsi um það. Svo hraðar hún nú heldur engu af, sú kona“. „Það er nú ekki allt nýtt. Hólkurinn er ekki nýr og húfan er það víst ekki heldur“, sagði Dísa. „Hólkurinn er nú samt prýðilega fallegur", sagði Sigþrúður. „Ekki get ég sagt, að ég sé ánægð með hann. Ef þú sæir fallega hólkinn, sem er niðri í kom- móðuskúffunni hennar Lísibetar, ömmu hans Jakobs, gæti ég hugsað, að þér litist á hann. Mig langaði svo mikið til að fá hann, en hann var víst of fínn handa mér“. „Það er ekki hægt að segja, að þú sért lítilþæg, Dísa mín“, sagði Sigþrúður og hristi höfuðið. „Ég gæti nú hugsað, að Jón kæri sig ekki um að sjá hólkinn hennar móður sinnar á vinnukonunum". „Vinnukonum!“ sagði Dísa móðguð. „Er ég þá orðin einhver vinnukona?" Sigþrúði fannst óþarfi að svara svona löguðu og færði sig heim að bæjardyrunum, sem voru þéttskipaðar kirkjugestum. „Það verður nú líklega engin önnur en konan hans Jakobs, sem fær að skreyta sig með honum“, sagði Helga. „Heldurðu, að hann sé geymdur handa henni?“ sagði Dísa hlæjandi. „Auðvitað, og það verður nú önnur hvor Ás- ólfsstaðasystirin, það máttu vera viss um“, sagði Helga. „Það er verið að gefa Fríðu strákinn, sem var þar í fyrrasumar“, flýtti Dísa sér áð segja. „Ég gæti nú hugsað, að Bárði þætti hann fá- tækur. Hann hefur áreiðanlega lengi haft auga- stað á Jakobi sem tengdasyni. En svo var nú þessi fallega Aðalbjörg þarna í skólanum, sem leizt nú víst heldur vel á hann“, sagði Helga hreykin yfir því að sjá, hvað Dísu brá. „Mér þykir þú segja tíðindi“, sagði Dísa. „Þá fær hún hólkinn, — bara að hausinn á henni verði ekki eins heiðinn og á Ellu á Ásólfsstöðum, sem aldrei ætlar að fá það mikið hár, að hún geti nælt á sig skotthúfu, ræfilsgreyið það“. „En sú vitleysa, hún hefur bara laglegt hár, og varla verður Hlíf lengi að koma upp á hana upphlut, þegar hún sér tökustelpuna á Nauta- flötum svona hárfína“, sagði Helga og glotti háðs- lega. Það var gaman að sjá, hvað svona gerpi gátu látið mannalega. „Það er nú kannske munur að vera fóstur- dóttir á ríkisheimili“, sagði Dísa hreykin. „O, það fer nú ekki allt eftir áætlun — við sjáum nú til“. „Hvernig er það, ertu alveg hætt við að fara í þessa vist, sem þú varst að tala um, þegar þú skrappst þarna yfir um í vetur? Þvílík koma, þú ert alveg hætt að fara út af heimilinu". „Ójá, það er séð um, að ég fari ekki oft út af heimilinu. Það er líklega af því að ég er orðin vinnukona eins og Sigþrúður segir“. „Já, náttúrlega ertu farin að taka kaup, og þá þarf maður að vinna vel“, sagði Hildur á Jarð- brú. „Ef þú ert álíka liðtæk og eins hún móðir þín, áttu kaupið þitt“. „Ég fer líklega á morgun eða hinn daginn, þá verður skip á Ósnum, sem ég fer með“, sagði Dísa. Hitt fannst henni ekki svaravert, sem Hildur sagði. „En því fórstu ekki á krossmessu eins og hvert annað vistráðið hjú?“ spurði Helga. „Ó, það hefur víst þótt gott að hafa mig við vorverkin áður en ég færi, býst ég við“. „Þú hefur nú líka fengið mikið fyrir vinnuna þína. Þau eru dýr svona falleg föt“, sagði Hildur. „Ég hef nú heldur aldrei fengið neitt kaup annað en föt“, sagði Dísa. „Þú ert nú ekki gömul“, sagði Helga. „Hvað svo sem fékk maður annað en föt á þínum aldri? Nokkur ár var ég búin að vera í vist áður en ég gifti mig og átti ég ekki svona falleg föt. Þú mættir vera þakklát. Ég er hissa á þér' að vera að drífa þig í burtu“. „Það var allt læknisfrúnni að kenna, en ég er ekki ánægð yfir að fara frá mömmu. Hún er líka svo eyðilögð yfir að missa mig, að hún hefur eiginlega a^taf verið við rúmið síðan“, sagði Dísa, „og svo á víst að fara að drífa hana til Reykja- víkur, þegar ég er farin“. „Til lækninga náttúrlega". „Ég hefði ekki tekið það í mál, að hún færi nema ég færi með henni, ef ég hefði ekki verið á förum“. „En því í ósköpunum fáið þið ekki þessum vistarráðum breytt, fyrst þú ert svona ómissandi manneskja?“ sagði Hildur fálega. „Það fæst nú víst ekki“, sagði Dísa og fór burtu svo skyndilega, að þær horfðu forviða á eftir henni. Hún setti tilgerðarlegan hnykk á höfuðið, svo að hárið tæki sig betur út að aftan um leið og hún hvarf inn í bæjardyrnar. Hún hafði komið auga á rauðhærðan pilt, sem kom brosleitur utan hlaðið og stefndi til hennar. Þetta var sonur Páls Þórðarsonar. Líklega var það meiningin að fara að heilsa henni, kannske með kossi. Þeir voru alltaf svo flírulegir framan í hana, þegar fundum þeirra bar saman, sem var nú sjaldan til allrar hamingju. Það hefði verið ó- skemmtilegt svona framan í öllu kirkjufólkinu. Hún skammaðist sín fyrir þessa stráka. Þeir gátu aldrei haft sig burt úr sveitinni, þaðan sem allir lítilsvirtu þá. Pilturinn stanzaði hálfvandræðalega, þegar þessi silfraði ættarlaukur hvarf sjónum hans svona allt í einu og skimaði aulalega kringum sig og heilsaði svo Helgu á Hóli og ungu kðWúnni frá Þverá. Þær voru báðar gamlir nágrannar hans. „Þú ert þá hér núna, Pétur minn“, sagði Helga vingjarnlega. „Hvað segir þú mér af Steina bróður þínum?“ „Hann er alltaf á Suðurlandi við sjóinn“, vöðlaðist feimnislega út úr honum. Hann hresstist þegar Erlendur kom og heilsaði honum og spurði hann því næst, hvort hann vissi nokkuð um föður sinn, hvort hann væri lífs eða liðinn. Jú, lifandi var hann ennþá þarna suður með sjónum. Það hafði Steini bróðir hans skrifað honum. Hann langaði víst alltaf hingað heim í dalinn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.