Lögberg - 20.06.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.06.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1957 T" Markmið yerklýðshreyfingarinnar í Bandaríkjunum Rceða flutt af George Meany forseta verkalýðssamtakanna AFICIO 1. VERKALÝÐSHREYFINGIN í Bandaríkjunum hefir ekki vikið frá grundvallarstefnu og markmiðum sínum frá því að iýðveldi var þar fyrst stofnað. Upphaf verkalýðshreyfingar- innar í Bandaríkjunum og saga 18., 19. og 20. aldarinnar bera þess vitni að verkalýðs- sinnar hafa á lýðræðislegan hátt reynt að koma hugsjón- um stofnenda verkalýðshreyf- ingarinnar í framkvæmd, svo að þær gætu vaxið og dafnað og samlagast mismunandi lífs- háttum fólks í Bandaríkjun- um. Markmiðið hefir ávallt ver- ið að bæta lífskjör hinna vinn- andi stétta í Bandaríkjunum, svo að allir íbúarnir gætu lif- að við þau kjör, er samræmast þeim grundvelli, sem þessi þjóð byggir á. Lýðræðið er takmark byggt á hugsjónum, en slíkt stjórn- arfar er nauðsynlegt hverri stjórn, sem vill vinna í þágu allrar þjóðarinnar. Líkt og stofnendurnir eru hinar vinn- andi stéttir Bandaríkjanna reiðubúnar til að grípa til rót- tækra ráða til þess að hrinda í framkvæmd hugsjóninni um þjóðfélagslegt réttlæti, til þess að ryðja burtu öllum hindrun- um, sem í vegi kunna að verða, en einnig að samræma markmið sín þeim vandamál- um, sem við er að stríða á hverjum tíma. Breytingar í samræmi við viðhorfin hafa verið nauðsynlegar og aug- ljósar. Vegna þeirrar þarfar, sem er á að geta samræmst breyt- ingum, hefir verkalýðshreyf- ingin aldrei haft ákveðna, fræðilega heimspekistefnu, en aðeins unnið markvisst að því að leita að nýjum leiðum til þess að auka velsæld þjóðar- innar og alls þeimsins. 2. Arið 1906 var meðlimafjöldi verkalýðssambandsins A F L 1,454,200. 1 dag er meðlima- fjöldinn tíu sinnum stærri. Eftir að verkalýðssamtökin AFL-CIO sameinuðust hafa þau samtals 15,000,000 verka- menn innan vébanda sinna. Við erum stoltir af því hversu ört meðlimatala okkar hefur vaxið. En þetta eru ekki einu framfarirnar sem orðið hafa. Bætt lífskjör og bætt vinnuskilyrði, auknar tekjur, styttri vinnutími, víðtækari félagslöggjöf, aukin áhrif og aðstaða verkalýðshreyfingar- innar í þjóðfélaginu, fúsleiki okkar til þess að leiðrétta mis- tök okkar og ófullkomleika á eigin vettvangi — allt ber þetta vitni um þann þroska og framfarir, sem verkalýðs- hreyfingin í Bandaríkjunum hefur náð á s.l. áratugum. Verkalýðshreyfingin1 hefur ekki aðeins þróazt sökum eig- in verðleika og erfiðis, heldur einnig sökum þess, að banda- ríska þjóðin sannfærist æ betur um að hugsjónir og framfarir verkalýðshreyfing- arinnar byggjast á traustum grundvelli og eru þjóðinni allri í hag, þrátt fyrir mistök þau, sem okkur hafa orðið á. 1 þessu samhandi minnist ég þess er Gompers (upphafs- maður bandarísku verkalýðs- hreyfingarinnar) var einu sinni spurður að því: „Hvert er hið eiginlega markmið bandarísku verkalýðshreyf- ingarinnar?" Hann svaraði: „Meira." Ég þarf ekki að full- vissa ykkur um, að Gompers hafði margt annað í huga heldur en hærri laun og doll- ara og cent, þegar hann gaf þetta svar. Er hann var kom- inn á efri ár, eftir margra ára starf og víðtæka reynslu komst Gompers svo að orði: „Ég met ekki verkalýðshreyf- inguna einungis sökum þess að hún getur veitt hærri laun, betri fatnað og þægilegri heimili. Lokamarksins er að leita í þeim lífsskilyrðum, sem felast í lífi allra manna og kvenna. Starf mitt er í því fólgið að vinna að því að veita öllum tækifæri til þess að njóta lífsins til fulls." 1 þessum orðum felst ótví- rætt traust ásamt raunsærri bjartsýni. Hér höfum við kenningu og reynslu, mark- mið og það sem þegar hefur áunnizt allt í einni og sömu setningunni, svari því er Gompers gaf. Afstaða bandarísku verka- lýðshreyfingarinnar til' þjóð- félagsins og ábyrgð hennar gagnvart þjóðinni hefur auk- izt að mun eftir því sem hún hefur stækkað. Þetta hefur haft í för með sér gagnkvæm- ar framfarir. Aukin þjóðfélags leg ábyrgð hefur verið lögð á herðar okkar, víðtækari innan ríkis og alþjóða viðhorf hafa einnig stuðlað að aukinni meðlimatölu innan vébanda okkar, og aukið áhrif okkar í þjóðfélaginu, á heimilunum og í heimi verkalýðshreyfing- arinnar. 3. í baráttunni gegn allri hug- sjónakúgun ríkir örvandi og ómetanleg samvinna milli frelsiselskandi verkamanna og menntamanna, sem fyrirlíta þá niðurlægningu sem sýnd er Heiðraður með mörgum hætti á sextugsafmælinu Dr. Richard Beck var marg- víslegur sómi sýndur á sex- tugsafmæli sínu þ. 9. júní. Hann var hylltur á sjálfan af- mælisdaginn á samkomu fyrr- verandi stúdenta (University Alumni) á ríkisháskólanum í N. Dakota, þar sem forseti há- skólans, dr. George W. Star- cher, flutti honum heillaóskir skólans og þakkir fyrir kennslu- og fræðistörf. Einnig bárust honum margar góðar gjafir og sægur af kveðjum frá íslandi, Noregi, Canada og Bandaríkjunum og enn víðar að. Verður hér sérstaklega getið heillaóskaskeyta og þakka, er komu frá opinber- um aðilum, stofnunum og félagsheildum. Frá Islandi bárust honum, meðal annars, kveðju- og þakkarskeyti frá herra Ásgeir Ásgeirssyni, forseta Islands, Hermanni Jónassyni, forsætis- ráðherra, Utanríkisráðuneyt- inu, Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra, og dr. Á s m u n d i Guðmundssyni, biskupi íslands. Ennfremur frá Háskóla Islands og þess- um félögum: Þjóðræknisfélagi íslendinga, Austfirðingafélag- inu í Reykjavík, Félagi ís- lenzkra rithöfunda, Stórstúku Góðtemplarareglunnar, Um- dæmisstúku Vestfjarða, Full- trúaráði Sjómannadagsins, stúkunni „Framtíðinni" í Reykjavík, og frá ísfirðingum og Bæjarstjórn Siglufjarðar. Frá Noregi bárust honum, auk annarra heillaóska, sam- eiginlegt kveðju- og þakkar- ávarp undirritað af 36 forystu- mönnum þjóðarinnar í stjórn- málum og þjóðmálum, og voru í þeim hópi Einar Ger- hardsen forsætisráðherra, Halvard Lange utanríkisráð- herra, Birger Bergersen kirkju málaráðherra, Oscar Torp, for- seti Stórþingsins, dr. C. J. Hambro, forseti Óðalsþings- ins, og dr. Trygve Lie, fyrrv. framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Ennfremur biskup- arnir í Þrándheimi, Hamar og Stafangri, ýmsir kunnustu rit- stjórar Oslóblaðanna, rithöf- undar, háskólakennarar og aðrir fræðafrömuðir. Sérstakt kveðjuskeyti barst dr. Beck frá Háskólanum í Osló og frá Allsherjar Bandalagi Norð- manna — (Nordmanns For- bundet). Kveðjur bárust honum einn- ig frá mörgum forystumönn- um Norðmanria vestan hafs, frá Norsk-ameríska sögufélag- inu — (Norwegian-American Historical Association), St. Olaf College, og frá Fulltrúa- ráði norskra byggðafélaga vestan hafs (Bygdelagenes Fellesraad) í Minneapolis. Ýmsir háskólakennarar í norrænum fræðum minntust hans einnig með hlýjum kveðjum. Lúterska Kirkjufé- lagið íslenzka vestan hafs og þjóðræknisdeildir b e g g j a megin landamæranna sendu honum kveðjur og þakkir. andlegri getu og einlægni þeirra. Við þurfum ekki annað en að líta um öxl á það hlutverk, sem stúdentar gegndu í ná- inni samvinnu við verkamenn í hinni hetjulegu frelsisbar- áttu í Ungverjalandi. Ég þarf ekki annað en að benda á hina andlegu kúgun í járn- tjaldslöndunum, sem er svo þýðingarmikil frá sögulegu sjónarmiði, í Rauða-Kína; al- veg eins og í Póllandi og „al- þýðulýðveldi" Búlgaríu. Það er öllum friðelskandi mönnum mikil hvatning að á þessum óvissu tímum, skuli verkamenn og menntamenn í mörgum löndum kenna hvor öðrum hvernig eigi að meta, og hvernig skuli berjast á sem áhrfiamestan hátt fyrir frelsi: hugsanafrelsi, samvizkufrelsi, athafnafrelsi, rit- og funda- frelsi. Þetta eru helztu ávinn- ingar verkalýðshreyfingarinn- ar í Bandaríkjunum og eitt af helztu markmiðum hennar, sérstaklega í hinum umfangs- miklu og fjölþættu störfum á alþjóðavettvangi. Ef þið lítið á málið frá hlut- lausu sjónarmiði, hugsið þá um hin blessunarríku og upp- byggjandi áhrif, sem verka- lýðshreyfingin hefur haft á daglegt líf margra milljóna manna í Bandaríkjunum. Já, hugsið um hin bættu lífskjör, sem við höfum barizt fyrir og náð. En hugsið ekki aðeins um þau frá því sjónarmiði hversu mikill hagnaður þetta er fyrir allar þessar milljónir manna og kvenna og allar fjölskyldur þeirra. — Hugsið um hinn aukna kaupmátt, sem við höf- um hjálpað til að koma á og gera að ómissandi grundvelli bandarískrar velsældar, já, velsældar allrar þjóðarinnar. Þið, sem tilheyrið mennta- stéttinni, getið verið þess full- vissir að bandaríska verkalýðs hreyfingin mun gera það sem í hennar valdi stendur til þess að verja og styrkja lýðræði og frelsi á þeim óvissu tímum, sem framundan eru. Við mun- um aldrei reyna að þóknast einræðisherrum hverju nafni sem þeir nefnast — nazistar, kommúnistar eða fasistar. Vinna sú, sem verkalýðs- hreyfingin mun inna af hendi í framtíðinni mun hvorki rýrna né verða umfangsminni. Markmið okkar og kunnátta eiga rætur sínar að rekja til lífsnauðsynja þjóðar okkar og allra friðelskandi manna. Að fimmtíu árum liðnum — alveg eins og fyrir fimmtíu árum — mun bandaríska verkalýðshreyfingin æ t í ð halda fast við hugsjónir sínar og grundvallarmarkmið — að tryggja einstaklings- og þjóð- félagslegt réttlæti og veita tækifæri til andlegrar þróun- ar án tillits til kynflokka, trúarbragða eða litarhátts. —Alþbl., 18. maí ^^ THIS YEAR . ? makeMANITOBA yi \ your PLAYGROUND^jtf I Júpuiiát MANIT0BA w bsduÁ Allur gleSskapur frtdaga fjölskyld- unnar btSur ySar einmitt hér 1 ySar eigin fylki. Heimsæki8 einhverja hinna mörgu sumarskemtlstaSa, eem allir hafa upp á margvlslegan unaS aS bjóSa, svo sem: RIDING MOUNTAIN NATIONAIi PARK Allar ySar uppáhalds hvíldardaga skemtanir—bö8, siglingar, teinareiSar, • fIskiveiSar, auk yndlslegs ötsýnis. WHITESHEIÆi forest RÍESERVE FagurmyndaSir klettar, vötn og skóg- arbelti — fjölbreytt dýrallf, ðgætis aSbúnaBur. DUCK MOUNTAIN FOREST RESERVE Dasamlegt aS taka HflS rólega viS vötn svo sem Singoosh og Wellman. MANITOBA'S NORTHUAND Kynni8 yíur hina 6tömdu hrikafegur8 nor8urlandsins . . . svo sem vlC Flin Flon, Cranberry Portage og The Pas. FRÆG VÖTN Mllur af sóIböSuSum ströndum viS Winnipegvatn, Manitobavatn, Kill- arney, Rock og Dauphin-vötnin. Vegna ókeypis pésa um hvlldardaga- stöSvar í Manitoba, skrifiS eSa HtiS inn hjá: | I ÞESSA SÉRSTÖKU ATBURÐI ARSINS ! MA NEFNA: • Red Rlver sýn- j ingin, Winnipeg - ¦ 22. til 29. Júní | • Norður Manitoba | Silungsveiða há- g tíð, FUn Flon - ¦ 28. júní til 1. júlí í • Scottish Hlghland I íþróttir, ¦ Winnipeg - m 20. jilní § • Fylkissýningin að ! Brandon - ¦ i. tu 5. júu m Bureau o£ Travel and Publícíty DEPARTMENT OF INDUSTRY AND COMMERCE Legislatlve Building—Winnipeg HON. F. L. JOBIN, Minister B. E. OROSE, Deputy Minister

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.