Lögberg - 20.06.1957, Page 8

Lögberg - 20.06.1957, Page 8
s 8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1957 Fréttir frá ríkisútvarpi íslands Úr borg og bygð Þeir bræður Arni G. Eggert- son, Q.C., og Grettir rafmags- verkfræðingur, komu heim um síðustu helgi úr Islands- og Evrópuför; þeir sátu báðir ársfund Eimskipafélags ís- lands, þar sem Arni fór með umboð vestur-íslenzkra hlut- hafa; hann var endurkosinn í stjórn félagsins með miklu afli atkvæða til næstu tveggja ára. Grettir á eftir annað ár í framkvæmdaatjórninni. ☆ Dr. Haraldur Sigmar og frú dvelja um þessar mundir hjá syni sínum hér í borginni, séra Eric H. Sigmar. ☆ Dr. Richard Beck hélt heim- leiðis á mánudaginn eftir að hafa stýrt fundi í fram- kvæmdarnefnd Þjóðræknis- félagsins um helgina; hann kom hingað norður á laugar- dagskvöldið. ☆ Ungmenni fermd í Selkirk- söfnuði á Hvítasunnudag: Gertrude Lyric Ivy Olga Jefferson Ruth Lorraine Stephanson Norma Jean Björnson Karen Walske Elizabeth Freda Habermann Mildred Ann Walske Josephine Myrna Lyric Rhona Leigh David Wayne Arthur Johnson Arthur Ingvar Gíslason David Kristjan Johnson Stephen Bessason Melvin Stefán Jónasson * Glen Armstrong Kreutzer. ” ☆ Beíel Fund Enlerlainment at Riverton Colored slides of Icelandic and Hawaiian scenes will be shown by Miss Helen Joseph- son, at Riverton, in the River- ton Theatre, June 21, at 8.30 standard time. The proceeds will be in aid of the Betel Building Fund. The new building has been dedicated, but renovation of the old is essential and re- mains to be done. These pictupes have been shown at Lundar and Selkirk, where they were very well received. The remarkable ad- vances made in Iceland in re- cent years are graphically portrayed. Come and enjoy these pic- tures and support a good couse. ☆ Þjóðræknisdeildin FRÓN tilkynnir hér með að bóka- safni deildarinnar verður lok- að miðvikudaginn 26. þ.m. fyrir sumarmánuðina. Og eru því allir, sem bækur hafa að láni frá bókasafninu, vinsam- lega beðnir að skila þeim til bókasafijsins ekki síðar en 26. júní. Með vinsemcf, fyrir hönd deildarinnar, J. Johnson, bókavörður ýr Síðasta erindi af kvæðinu, Sumardagurinn fyrsti 1957, er birtist í Lögbergi 6. þ. m., á að vera þannig: Gleðilegt sumar! Og gnægta bikar fylli gjafamild náttúran, mótvindana stilli. Einingarbandanna auki löngun manna eyðandi sundrungar fýsn á meðal granna. Jóhannes H. Húnfjörð ☆ Omission in Manuscripl Ardís report: — Treasurer, Mrs. Ingunn Gillies, Winni- peg; Manager, Mrs. F^ora Ben- son, Winnipeg. Assistants: — Mrs. Fjóla Gray and Mrs. Kristjana Crow, Winnipeg. Error in Sunrise Camp re- port: Thjóðbjörg (not Thor- björg) Henrickson, Winnipeg. ☆ — DÁNARFREGN — Nýlátinn er Björn Björns- son í Riverton, er lengi hafði starfað að fiskveiðum; útför hans var gerð frá kirkju Bræðrasafnaðar. Rev. Larseh jarðsöng. ☆ — DÁNARFREGN — Hinn 10. maí síðastliðinn lézt að heimili sínu í New York-borg Stefán Johnson (Jónsson) 85 ára að aldri, fæddur við Breiðafjörð 13. júní 1871. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Málmfríður Jósepsdóttir; hann átti sjö bræður og eina systur, er öll voru dáin á undan honum. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja h 23. júní: Donald Olsen, stud. theol., prédikar á ensku við árdegis- guðsþjónustana. Engin guðs- þjónusta að kvöldinu vegna kirkjuþingsins. 30. júní: Kvöldmessa á íslenzku, — engin morgunguðsþjónusta. Mr. Johnson fór af íslandi, er hann var 21 árs að aldri, og stundaði um hríð sjó- mensku, en var þá í Noregi, og þar kvæntist hann árið 1905, og fluttu þau hjónin þá til Bandaríkjanna; þar lagði Mr. Johnson fyrir sig tré- smíðaiðn og gaf sig við henni svo að segja til æviloka; hann lætur eftir sig tíu börn, tutt- ugu og fjögur barnabörn og sjö barna-barnabörn. ☆ — DÁNARFREGN — Allan William Lindal að Lundar, Manitoba, dó 8. júní síðastliðinn að heimili foreldra sinna, Daníels og Margrétar Lindal, sem lengi hafa veitt leiðsögn í safnaðarstarfi lút- erska safnaðarins þar, og ýmsum sveitarmálum. Hinn látni ungi maður starfaði einnig a§ ýmsum velferðar- málum bæjarins og sveitar- innar; ekki sízt íþróttamálum. Allan var ókvæntur. Auk foreldra sinna eftirlætur hann þrjá bræður og tvær systur; syrgja þau nú hinn kæra ástvin. Fjölmenn útfararathöfn var haldin í samkomuhúsinu á Lundar 11. júní. Séra E. H. Sigmar frá Winnipeg stýrði útfararathöfninni. / Tvær símkveður í Ijóði til dr. R. Becks á sextugs- ***■ afmæli hans. Margt að hjala mun ei vert milli heiAsálfanna, þó skal sagt, að einn þú ert íslands prýðismanna. Jakob Thorarensen rithöfundur, Reykjavík. Vorbjarta landið víða vakir og minnist þín, og blessar þá hlýju birtu, bróðir, sem af þér skín. Sigurbjörn Einarsson prófessor Reykjavík. — 22. MAÍ — Póst- og símamálastjórnin hefir ákveðið að efna til sam- keppni um gerð frímerkja með mynd af íslenzkum blóm- um, sem fyrirhugað er að gefa út ánæsta ári eða síðar. ☆ 23. MAÍ Brezka flugvélamóðurskipið HMS Ocean kemur í heim- sókn til Reykjavíkur í næsta mánuði, dagana 10. til 14. júní. Með heimsókn þessari er tek- in upp gömul hefð til merkis um nýjan þátt í vináttusam- bandi þjóðanna, að lokinni deilunni um löndunarbannið. Áhöfn s'kipsins er 100 manns. Sjóliðar af skipinu þreyta keppni í ýmsum íþróttagrein- Betel Fund Support at Selkirk A showing by Miss Helen Josephson of her Icelandic and Hawaiian pictures took place in the Lutheran Hall at Selkirk, June 12, in aid of the Betel Fund. The entertainment was sponsored by the local Betel Fund Committee and Mr. Harold Johnson, Chairman of the Committee, was Chairman for the occasion. A sextet of young girls in Icelandic costume sang „Erla,” under the direction of Mrs. R. A. Corrigal. Mr. W. Kristjanson, member of the Betel Fund Central Committee, introduced Miss Josephson. Mr. Victor Jonas- son, Secretary of the Betel Board, stressed the work, yet to be done at Betel Old Folks Home. Reverend S. Olafsson, Chariman of the Betel Board, spoke movingly of the Sunset Home. In expressing his ap- preciation to Miss Josephson he said: “You showed pictures of the two most beautiful places in the world.” The Chairman, Mr. John- son, expressed his apprecia- tion to Miss Josephson, and the visitors from Winnipeg. Refreshments were served by a local committee, and there was a silver collection in aid of the Betel Fund. um við íþróttamenn í Reykja- vík, meðan á heimsókninni stendur. ☆ Undanfarna tvo sólarhringa hefir verið látlaus stórrigning í Vestur-Skaftafellssýslu og er hlaupinn mikill vöxtur í öll vötn. 1 gær fóru tvær bifreið- ar frá Kaupfélagi Skaftfell- inga í Vík austur yfir Skeið- arársand með síðustu vörurn- ar, sem fluttar verða til Öræf- inga í vor landleiðis. Ferðin gekk vel austur og einnig vel vestur yfir Skeiðará og Gígju- kvísl, en þegar komið var að Súlu var hún með öllu ófær. Bifreiðarnar eru því innikró- aðar milli vatna á sandinum. Bílstjórarnir létu fyrirberast þar í nótt, en höfðu símaáhald meðferðis og gátu látið vita af sér í morgun. Bílstjórarnir verða sóttir í flugvél strax og upp léttir; vonir standa til að það verði á morgun. ☆ 5. JÚNÍ Rekstrartap Bæjarútgerðar Reykjavíkur í fyrra reyndist tæplega 4 milljónir 832 þús. krónur, er fullar afskriftir höfðu verið reiknaðar. Kaup- greiðslur á árinu námu rúm- um 32 milljónum króna. Verð- mæti afla skipanna var rösk- lega 37,5 milljónir króna. Hraðskeyti símlaust sent Prófessor Richard Beck á sexlíu ára afmæli hans 9. júní 1957. Níundu hverja nótt og þar á milli nætur og daga, æ með sömu snilli, drjúglega hefur Draupnir látið hringa drjúpa á Norðmenn, Vestmenn, íslendinga, nokkra að auk — ei neinn er Draupnis líki — Norður Dakota gert að Hringaríki. Gutformur J. Gutlormsson Nýtt símanúmer Símanúmer Lögbergs og Columbia Press Ltd. er nú WHilehall 3-9931. VEITIÐ ATHYGLI ! Hluthafar í Eimskipafélagi íslands, eru hér með ámintir um að senda mér nú þegar arðmiða sína fyrir síðastliðið ár, svo hægt sé að borga ársarðinn; þá er það engu síður nauðsynlegt, í því falli að skipt sé um eigendur hlutabréfa vegna dauðsfalla eða annara orsaka, að mér sé gert aðvart um slíkar breytingar. Arður fyrir s.l. ár 4%. ARNI G. EGGERTSON. Q.C. 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage and Garry St. } Winnipeg, Manitoba

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.