Lögberg - 04.07.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.07.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Y* Lb. Tlns Makes the Finest Bread Avallable at Yonr Favorlte Grocer SAVE MONEYl US6 LALLEMAND quick rising DRY YEAST In V* IA. Tina Makes the Finest Bread Avallable at Tonr ravorlte Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1957 NÚMER 27 Fréttabréf úr Húnaþingi TJÖRN, 24. júní 1957 Kæri vinur, Einar Páll og lesendur Lögbergs: Nú er sól og sumar á Fróni, en norðan kaldi alla daga. — Síldin er komin fyrifr norðan og menn gera sér góðar vonir um góðan afla í sumár. — Hér um slóðir eru nokkrar fram- kvæmdir í fullum gangi. Húsið okkar á Tjörn er fok- helt, og vonumst við eftir að komast í það í haust. Þá er nýtt sjúkrahús í smíðum á Hvammstanga; einnig ný kaupfélagsbúð og mjólkur- vinnslustöð. Aldrei í sögu vestur-sýslunnar hefir. verið eins mikið að gera og einmitt nú í sumar. Þá komst sýslulið (Soccer), sem ég stend fyrir í úrslitakeppni, sem háð verður á Þingvöllum innan skamms. Það er afmælismót Ungmenna félags íslands. Hópur íslendinga að vestan hefir hvarvetna fengið góðar viðtökur að sögn manna, og Finnbogi Guðmundsson og aðrir góðir landar hérlendis hafa gert allt til þess að láta frændum sínuni frá Canada líða sem bezt á meðan þeir dvelja á gamla landinu. Prestastefnu íslands lauk um síðustu helgi. Séra Bragi Friðriksson flutti gott og fag- urt útvarpserindi um Vestur- íslendinga. Vonandi að erindi hans komist á prent í Samein- ingunni og gott væri að þetta erindi kæmi einnig út hjá ykkur á ensku. Ég skrapp til Skotlands fyrir tveim vikum síðan, sök- um veikinda föður míns; mér datt í hug þegar ég flaug í gegnum loftið, að mikill mun- ur væri nú á því að ferðast til Glasgow, en þegar Islending- ar tóku sér ferð þangað um aldamót. í Viscount-flugvél- inni var ég tæpa þrjá tíma. Það er hreint og beint krafta- verk, þegar maður -hugsar um það. 1 flugvélinni talaði ég við skozka konu, sem var að heim- sækja ættland sitt í fyrsta sinn í 30 ár. Hún hafði flogið frá Canada, þar sem hún á heima, yfir ísland. Þegar við komum loks að Skotlandsströndum sáum við bæði fjöllin út um gluggann. „Bezta landið í heimi", sagði ég með glettni' í augum. Hún horði á mig undrandi. „Hvað?" sagði hún "Nay, nay, Canada's ma land." Svona hugsaði ég með sjálfum mér er auðvelt að festa rætur í öðru landi. Mér varð einnig hugsað, á meðan ég sat í flugvélinni, langt vestur til Framnes-byggðar í lítið hús þar sem Bergur Horn fjörð býr. — Það var hann, sem sagði mér einu sinni þeg- ar ég spurði hann, hvort hann langið ekki heim. „Nei," svar- aði hann. „Canada er mér alt." Ég fór til Hornafjarðar í vor; hitti ég þá eina frænku Bergs, Pálínu, sem vinnur á símstöðinni, og hún bað mig fyrir kveðju til hans Bergs. Páll og Stefán, bræðurnir, og einnig góðir Skaftfellingar eru ekki gleymdir. Sumt af eldra fólkinu í Höfn man eftir þeim. Bærinn, sem þeir fædd- ust í er nú auðvitað kominn í eyði. — Já, Bergur, Páll og Stefán, Höfn í Hornafirði er fallegur staður, og þegar ég kom þangað í flugvél voru jöklarnir og sveitin baðaðir í sólskini. — Nú er prestslaust þar, því að ungi presturinn, sem sat á Bjarnarnesi hlaut kosningu fyrir Hvamm í Döl- um ekki fyrir löngu síðan. Nú eru bjartar nætur hérna og sól allan sólarhringinn. Kl. er nú að ga'nga tvö um nóttina, og það er svo bjart í herberg- inu þar sem ég er að skrifa, að ég verð að standa upp og draga fyrir gluggann. Á þessum tíma árs er maður aldrei verulega syfjaður, — en samt verð ég að halla mér. Ég bið kærlega að heilsa öllum vinum og kunningjum. Roberí Jack Nýkjörnir embætris- menn íslenzka, lút. kirkjufélagsins Á nýafstöðnu ársþingi ís- lenzka, lúterska kirkjufélags- ins, sem haldið var að Moun- tain, N. Dak, voru eftirgreind- ir prestar og leikmenn kosnir í embætti: Frá Vancouver, B.C. Séra Eric H. Sigmar, forseti St. James Dr. Valdimar J. Eylands, varaforseti, Winnipeg Séra Ólafur Skúlason, skrifari, Mountain, N.D. Oscar Björklund, féhirðir, Winnipeg. Aðrir í framkvæmdarnefnd: Séra John Fullmer, Gimli Séra Edward Day, Selkirk Mr. Halldór Bjarnason, Winnipeg Mr. Ray Vopni, St. James Dr. Frank Scribner, Gimli. EINAR P. JÓNSSON: Hin bjarta nótt Um ljósa nótt við dimmblátt draumahaf les dagsins guðspjall okkar tigna móðir; hún mælist vel við margfalt stærri þjóðir að mikilleik, sem drottinn henni gaf; um víða jörð, er drótt í syndum svaf hún sótti vökuþrótt á nýjar slóðir. Vor stolta drottning brosir fríð og frjáls gegn framtíð, sem að giftudísir skapa, og ber ei lengur danskan hlekk um háls né heljar fjötur stórra eigin glapa. Við strengjablak vors sterka móðurmáls hún man það eitt, að hafa gleymt — að tapa. Og heiðin mín er heiðbjört þessa nótt, í hennar faðm ég leita æsku minnar; mig hafa þangað draumadísir sótt með drifhvít brjóst og fagurrjóðar kinnar. Minn bær í eyði, alt svo undurhljótt og angurværð í djúpi sálarinnar. Að eiga í vitund frjálsa fósturjörð þó fjarlæg sé, er langrar æfi gróði, þar djarfir synir halda heiðursvörð um heiða nótt í söngvum jafnt og ljóði, sem glaðir flytja guði þakkargjörð og geyma frelsiseld í merg og blóði. 28. júní 1957 Hér í borg var þjóðhátíðar- dags Islands, 17. júní síðastl., minnst með óvenjulegum glæsibrag. íslenzku ræðis- mannshjónin, Jón F. Sigurðs- son og frú, höfðu veglegt boð inni frá kl. 8 síðdegis á sínu fagra heimili. Þar voru ræðis- menn Norðurlandaþjóðanna, ásamt frúm sínum, margt manna af íslenzkum ættum og fleiri gestir. Veitingar voru hinar ágætustu í mat og drykk. Við dyr ræðismanns- bústaðarins blakti íslenzki fáninn fyrir þýðum sumarblæ. Það var hrífandi sjón. Að kvöldi þjóðhátíðardags- ins var hátíðarsamkoma, er „Ströndin" stofnaði til í neðri sal íslenzku kirkjunnar. Hófst hún með því að kirkjusöng- flokkurinn söng þjóðsöngva íslands og Canada og fleiri ís- lenzk lög undir stjórn hr. L. H. Thorlákssonar. Stefán Ey- Fimm ára flug Loftleiða — Icelandic Airlines — milli New York og Evrópu mundsson forseti „Strandar" bauð gesti velkomna. Hr. Jón F. Sigurðsson ræðismaður flutti snjallt ávarp. Aðal- ræðumaður kvöldsins var Ragnar Karlsson, læknir. Var ræða hans snildarlega samin og prýðilega flutt. Mrs. Frank Frederickson lék einleik á píanó af mikillí* íþrótt og andagift. Mrs. Anna Árnason McLeod söng'einsöng og hreif alla með sinni fögru sópran- rödd. Séra E. S. Brynjólfsson las hið frábærilega snjalla „Ávarp Fjallkonunnar" eftir Davíð Stefánsson — Hátíða- dagsskránni lauk með því að allir viðstaddir sungu "God Save the Queen" og „Eld- gamla ísafold". Undirleik all- an annaðist Mrs. S. Hambly af sinni alkunnu smekkvísi. — Nutu gestir síðan rausnar- legra veitinga, er „Strandar" konur báru fram. — Kom öll- um saman um að hátíðahald þetta hefði verið öllum til ánægju og Islandi til heiðurs og sóma. Á þirðjudaginn, 25. júní, var farþegum, er fóru með Loftleiðum frá Idlewild flug- vellinum í New York til ís- lands, Glasgow og London, boðið að dreka skál fimm ára flugafmælis félagsins milli New York og Evrópu. Flugfélagið, Icelandic Air- lines var stofnað í Reykjavík 10 marz 1944 og hóf flugþjón- ustu yfir Atlantshafið 25. júní 1952. Fyrst var flogið einu sinni í viku en nú daglega á Douglas Skymaster flugvél- um. Síðastliðið ár flutti IAL 24,733 farþega. Hið stóra hringflug frá New York um Island til Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Þýzka lands, Luxenburg og Stóra- Bretlands er afar vinsælt meðal sparsamra Ameríku- manna fyrir margra hluta sakir. Aðalástæðan er sú stað- _reynd, að farið fram og til baka á IAL Atlantshafsflug- inu er töluvert lægra en á öðrum lpftförum. Sparnaður- inn á sumarmánuðunum fyrir ferð milli New Ýork og Noregs er $118.40; New York og Bret- lands $52.80; New York og Luxemburg $68.90. Á vetrar- mánuðunum sparast enn meir á ferðunum fram og <til baka. Ókeypis máltíðir og konjak að kveldverði loknum, eru framreiddar fyrir alla far- þegar Icelandic Airlines. Kveðja frá Forsætis- ráðhcrro íslands Á lýðveldishátíðinni að Mountain, 22.^ júní, las dr. Richard Beck, ræðismaður ís- lands'í N. Dakota, eftirfarandi símkveðju frá Forsætisráð- herra Islands, herra Hermanni Jónassyni: Reykjavík, 20. júní 1957 Islenzka þjóðin minnist í dag með þakklátum huga bræðra sinna og vina vestan hafs, gleðst yfir gengi þeirra og þakkar órofa tryggð þeirra og stuðning við málstað ís- lands. Hermann Jónasson, Forsætisráðherra Dr. Beck fylgdi kveðjunni eftir með þessum orðum: — „Þessi fagra og drengilega kveðja talar sínu eigin máli, og ég fullyrði það hiklaust, að hún er töluð úr hjarta alls þorra heimaþjóðarinnar, því að ég veit það af eigin reynd, að þannig liggur henni hugur til okkar þjóðsystkina sinna hér vestan hafsins. Ég veit það líka, að þessi kveðja heiman um haf finnur bergmál í hugum okkar, svo sterk eru ennþá þau ættarbönd og menningarten'gsl, sem tenpia okkur Islendinga saman ytir hið breiða haf."

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.