Lögberg - 18.07.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.07.1957, Blaðsíða 1
 SAVE MONEYI , uae LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Y* Lb. Tlns Makes the Finest Bread Available at Your Favorlte Grocer SAVE MONEYl 11S6 LALLEMAND quick rising DRY YEAST Ln V4 Tlns Makes the Finest Bread Avallable at Your Favorite Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1957 NÚMER 29 Fréftir frá ríkisútvarpi íslands íslendingadagurinn á Gimli — 25. JÚNÍ 1957 — Ríkisstjórnin hefir haft for- göngu um smíði 12 nýrra fiski skipa ,sem eru samtals 3000 rúmiestir, og bætast þau í flota íslendinga á þessu ári. Þau eru smíðuð í Austur- Þýzkalandi og verða búin til togveiða, síldveiða, línu- eða netaveiða. Auk þess hefir ver- ið gengið endanlega frá kaup- um á 5 nýjum fiskibátum, einnig frá Austur-Þýzkalandi, amtals 375 rúmlestir. Hjálmar R. Bárðarson hefir teiknað öll skipin og gert smíðalýsingar. Sjávarútvegsmálaráðherra hefir einkum haft þessi mál með höndum af hálfu ríkis- stjórnarinnar, en samningar voru gerðir af hlutafélaginu DESA í Reykjavík. Minni skipin verða tilbúin til heim- siglingar á þessu sumri. — Stærr/skipin verða 240 til 250 brúttó-rúmlestir en hin minni 75. ☆ 30. JÚNÍ Sænsku konungshjónin — Gústaf sjötti Adólf konungur Svíþjóðar og Louise drottning — komu til Islands í gær í opinbera heimsókn. Flugvél þeirra, Arngrim víking, lenti á Reykjavíkurflugvelli klukk- an 15 eins og fyrirhugað var. Með þeim er meðal annara Undén utanríkisráðherra. — Forsetahjónin, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þór- hallsdóttir, tóku á móti kon- ungshjónunum við flugvélina og kynntu þau fyrir ráðherr- um. Síðan var ekið til Ráð- herrabústaðarins, þar sem konungshjónin munu búa meðan á heimsókn þeirra stendur. Reykjavík var fán- um skrýdd og móttakan hin hátíðlegasta. 1 gær sátu konungshjónin og fylgdarlið þeirra veizlu forseta íslands að Hótel Borg. Þar fluttu forseti og konungur ræður. Forseti þakkaði ágætar við- tökur, er forsetahjónin hefðu fengið, er þau voru gestir sænsku konungshjónanna fyr- ir tæpum þrem árum og minnt ist heimsóknar konungs til ís- lands á Alþingishátíðina, sem króriprins Svía. Þá hefðu Is- lendingar hlotið að gjöf frá Svíum safn allra þeirra bóka, er Island varða og gefnar hefðu verið út í Svíþjóð, og í mörg ár uppfrá því hefðu Is- lendingum borizt verðmætar gjafir gamalla íslenzkra bóka og sænskra. „Þær vinargjafir voru að vísu nafnlausar, en •oss renndi grun í hvaðan þær voru komnar, og beinum nú þakklæti voru til yðar, herra konungur11, sagði forseti. „ís- lendingar eru minnugír þess- arar fyrstu viðkynningar, og fagna nú í senn gömlum vini og Svíakonungi. Oss er það einnig fagnaðarefni að henn- ar hátign, Louise Drottning, sækir oss nú heim í fyrsta sinn, og jninnumst ágætrar viðkynningar í hennar heima- landi“, sagði forseti. Hann sagði einnig: „Nú á síðustu áratugum er troðin gata á milli þessara tveggja bræðra- þjóða. Grasið grær ekki leng- ur í götunni. Og vér höfum mikla þökk að gjalda fyrir hönd íslenzkra námsmanna, fræðimanna og íslenzks at- vinnulífs fyrir heillarík skipti við hávelborna sænska menn- ingu. Menning Svíþjóðar er háreist og fjölskrúðug eins og landið sjálft.“ Loks mælti for- seti: „Ég hef þegar þakkað herra konunginum og sænsku þjóðinni gjafir og góða hluti. En það sem ég vildi bæta við líkt og Gunnar sagði við Njáíl „Góðar eru gjafir þínar, en þó met ég meir vináttu þína og sona þinna.“ Konungur þakkaði hlýleg orð forseta og glæsilegar mót- tökur í dag, er gleðja myndu alla sænsku þjóðina, konung- ur kvaðst minnast heimsókn- ar íslenzku forsetahjónanna til Svíþjóðar með óblandinni ánægju. Konungur sagði að enda þótt liðin væru 27 ár síðan hann heimsótti ísland í fyrsta-sinn, væru honum enn í fersku minni hin sterku áhrif frá íslenzku þjóðinni, virðu- legum þjóðarerfðum hennar og hinni sérkennilegu og hrikalegu náttúrufegurð lands ins, og sér hefði verið það til- hlökkunarefni að efna að nýju til presónulegra kynna af íslandi. Konungur kvaðst einkum vilja leggja áherzlu á þá miklu þakkarskuld, er Svíar ættu Islendingum að gjalda, að því er snerti þýð- ingu íslenzks skáldskapar og sagnritunar fyrir þjóðarvit- und annarra norrænna þjóða. „Hefði eigi Snorra Sturluson- ar notið við, væri fróðleikur vor Svía um fornsögur þjóðar vorrar mjög í molum“, sagði konungur. „Þessi mikla sagna- ritun hefir haft þýðingu fyrir heim allan. Það verður ekki gengið á hlut annarra nor- rænna bókmennta, þótt sagt sé, að ísland hafi lagt af mörk- um eitthvað þýðingarmesta f r a m 1 a g Norðurlanda til heimsbókmenntanna“, sagði konungur. Hann gat þess og, að það hefði verið Svíum mik- ið fagnaðarefni, er hinn mikli nútímaskáldsagnahöfundur Islendinga, Halldór Laxness, hefði fengið bókmennta- verðlaun Nóbels fyrir tveim árum. Einnig sagði konungur, að hinn vakandi áhugi Islend- inga á bókmenntum sínum ætti tæplega sinn líka með nokkurri annarri þjóð. Loks sagði konungur, að heimsókn hans og drottningar væri tákn Deirrar óskar sænsku þjóðar- innar að styrkja og auka vin- áttutengslin milli þjóðanna og óskaði hann Islandi bjartrar og hamingjuríkrar framtíðar. ☆ 30. JÚNÍ I dag heimsóttu sænsku konungshjónin háskólann, Þjóðminjasafnið og Listasafn ríkisins, síðan hlýddu þau messu í Bessastaðakirkju, snæddu hádegisverð með for- setahjónunum að Bessastöð- um og síðdegis var móttaka hjá Reykjavíkurbæ í Mela- skólanum. I kvöld er hátíða- sýning í Þjóðleikhúsinu, sýnt er Gullna hliðið eftir Davíð Framhald á bls. 4 íslendingadagurinn á Gimli, 5. ágúst n.k., sá 68., verður ef- laust ekki síztur af bræðrun- um. Hann á að byrja með bíla- skrúðför, sem vonast er til að margir verði þátttakendur í. Verðlaun verða gefin fyrir fegurstu vörubílg í flotanum í skrúðförinni; þ.e. fyrstu, önn- ur og þriðju verðlaun. Mælist nefndin til þess að sem flest verzlunarfélög taki þátt í þess- um þætti með því að skrýða vörubíla sína til þátttöku í flotanum. Forseti dagsins verður Eric Stefánsson, verzlunarstjóri á Gimli. Vita þeir, sem hann þekkja að ekkert verður látið ógjört til þess að dagurinn verði okkur til ánægju og sæmdar. Fjallkona dagsins verður ■ frú F. E. Scribner á Gimli, og hefir nefndin áreiðanlega ver- ið heppin í vali hennar, eins og ávalt áður. Ræða fyrir minni Islands verður flutt af séra Benjamín Kristjánssyni, presti Grundar- þinga í Eyjafirði, og þá önnur ræða fyrir minni Canada flutt af Stefáni Hansen, sem er einn af yfirmönnum Great-West Life félagsins og einnig Mem- ber of the Royal Commission on Education in Manitoba. — báðir þessir ræðumenn svo vel þektir, að hér er ekki þörf á að örðlengja um þá. Skáld dagsins, Franklin Johnson, frá Árborg, flytur frumsamið' kvæði fyrir minni Islands. Þá er ekki sízt þess að geta að Karlakór Scandinava, undir stjórn Arthurs ‘Andersons, fyrverandi forseta Viking Club, syngur þar íslenzka söngva, og að kvöldinu verður samsöngur, sem ávalt hefir * verið vinsæll á Islendinga- dögum. I þetta sinn syngja þær Johnsons-systur frá Ár- borg við þessa kvöldskemmt- un og spáir það vel fyrir þeirri kvöldstund. Margt fleira verður til skemmtunar og þar á meðal myndasýning. — íþróttasam- keppni dagsins verður opin hverjum sem vill taka þátt í henni. Verðúr keppt um Ouds- sons skjöldinn og Hanson bikarinn eins og fyr. íþrótta- keppni fyrir börn verður með líku sniði og verið hefir áður. Svo verður auðvitað dans á eftir, bæði fyrir unga og aldna, í danssal listigarðsins og er naumast hægt að hugsa sér á- nægjulegri endálok eins dags, en þau að líða í dansi undir ljftfum tónum góðrar hljóm- sveitar. Þetta er nú bara stutt yfir- lit, en ef það er vel athugað ofan í kjöl-inn inunu menn finna, að hér er í vændum efnisrík og athyglisverð sam- koma. S. E. B. Mannskæð hitabylgja Geisileg hitabylgja hefir skollið yfir Norðurálfuna á ýmissum stöðum undanfarna daga, svo sem á Italíu og Frakklandi, þar sem á þriðja hundrað manns hafa látið lífið af völduih sólstings; elztu menn muna ekki ofsahita líkan þessum. I Danmörku ríktu um sömu mundir afskaplegir hitar, er ollu víðtækum skemdum á uppskeru af öllum tegundum vítt um landið. Góð tíðindi Þau góðu tíðindi hafa Lög- bergi borizt frá Reykjovík, að uppgripa síldarafli sé 1 a flestum- miðum umhverfis landið, og verðlág hið bezta. Kirkjuþingið 1957 Það mun allra manna mál, þeirra er til þekkja, að hið 73. ársþing Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, sem haldið var í Mountain prestakalli, dagana 23.—26. júní, hafi verið einhver hin allra ánægjulegasta samkoma af því tagi, sem haldin hefir verið á síðari árum. Margt stuðlaði að þessu: mikil veðurblíða, frábær undirbúningur og gestrisni heima- fólks, bæði safnaða og prests. En fagnaðarefnið mesta var þó það að sjá kirkjufélaginu bætast þeir starfs- kraftar, sem myndin að ofan ber vitni. Myndin sýnir (frá vinstri til hægri) séra John Fullmer, Gimli, séra J. Oscar Larsen, Árborg, séra Clifford Nelson, Seattle, séra Edward Day, Selkirk, séra Albert Neubauer, Blaine, Washington. Að framan stendur Laufey Olson við hlið fráfarandi forseta. Frú Laufey er nýútskrifuð af Djáknaskóla sameinuðu lút. kirkjunnar, og helgar alla krafta sína kristile^um uppeldis- og fræðslu- máíum. Hún starfar 1 Árborg—Riverton presta- kallinu í sumar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.