Lögberg - 18.07.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 18.07.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1957 7 Fréttir fró starfsemi S. Þ. júlí 1957 JAFNVÆGI AÐ SKAPAST í EFNAHAGSMALUM EVRÓPULANDA Viðskiplahömlur þó enn ialdar nauðsynlegar víða í yfirliti um efnahagsmál Evrópulanda og sem nær yfir fyrsta árshelming þessa árs, gerir Efnahagsnefnd Samein- uðu þjóðanna fyrir Evrópu (ECE) grein fyrir ástandi og horfum í þessum efnum í álf- unni. í yfirlitinu, sem birt er í tímariti nefndarinnar — júlí- hefti — segir, að jafnvægi sé nú að skapast í efnahagsmál- um Evrópu, þótt enn vanti nokkuð á að algjört jafnvægi sé komið á. Það er t. d. bent á, að launasveiflur hafi ekki verið eins örar á þessu ári og undanfarin ár. Hins vegar séu verðsveiflur, sem orðið hafa á fyrra helmingi ársins sök Suez-vandamálsins og hefði sennilega verið hjá þeim kom- ist ella. Fæstar ríkisstjórnir Evrópu hafa séð sér fært, að létta á viðskiptahöftum og öðrum ráðstöfunum, sem gerð ar voru í þeim tilgangi að forðast verðbólgu. Þetta er í stuttu máli niður- stöður nefndarinnar um efna- hagsmálin í Evrópu, en þau eru rædd mjög nákvæmlega í skýrslu ECE. Bent er' á, að Finnland og* Vestur-Þýzka- land hafi heldur hert á ráð- stöfunum til þess að koma í veg fyrír verðbólgu og ríkis- stjórnir, sem til þessa hafa ekki séð ástæðu til þess að beita ströngum efnahagsleg- um ráðstöfunum vegna verð- bólgu — t. d. franska stjórn- in — hafa nú gert ráðstafanir í þessa átt. ECE telur, að ekki sé hægt að reikna með, að framleiðslan í Vestur-Evrópu löndunum aukist að sama skapi eins og hún gerði á ár- unum 1954—1956. Það séu meiri líkur til þess að fram- leiðslan verði álíka mikil og hún var árið sem leið. Sovélríkin endurskoða 5 ára áætlun sína 1 efnahagsyfirliti ECE er sérstakur kafli helgaður efna- hagsmálum í Sovét-ríkjunum og Austur-Evrópuríkjunum. Þar segir t. d., að Sovétríkin hafi neyðst til að endurskoða 5 ára áætlun sína, sem nú stendur yfir (1955—1960). Það hafi komði í ljós, að ekki sé hægt að gera ráð fyrir jafn- mikilli framleiðsluaukningu árið 1957 og gert hafði verið ráð fyrir upphaflega. Þess er getið, að eldsneytis- vandamálið sé erfitt viður- eignar í Austur-Evrópulönd- um. Sagt er að ríkisstjórnir Rúmeníu, Búlgaríu og Ung- verjalands neyðist til að draga úr fjárfestingu sinni miðað við fjárfestinguna 1955 í þess- um löndum. Efnahagsástandið í Ungverjalandi Um efnahagsmálin í Ung- verjalandi segir í yfirliti ECE, að iðnaðarframleiðslan þar í landi hafi hrapað ískyggilega síðustu mánuði ársins 1956 vegna stjórnmálaástandsins í landinu. En, að í marzmánuði hafi verið svo komið, að iðn- aðarframleiðslan hafi vérið komin upp í 80% af því sem hún hafi verið fyrir bylting- una. Framleiðsla nauðsynja- varnings er sögð hafa verið 10% meiri í Ungverjalandi á fyrstu mánuðum ársins, en á sama tíma árið áður. Það er tekið fram, að tekizt hafi að varðveita kaupmátt launanna, þrátt fyrir þessar sveiflur í efnahag landsins. Þetta hefir þó ekki tekizt án þess, að gengið hafi verið á birgðir í landinu. Þjóðin hafi tekið víxla upp á framtíðina með því að ríkisskuldirnar hafi hækkað. Fjárfesting hafi minnkað til muna. Það ríði á miklu fyrir Ungverjaland, segir í yfirlitinu, hvort því tekst að fá lán erlendis til hráefnakaupa fyrir iðnaðinn og til eldsneytis. Loks tekui> yfirlitið fyrir hið ískyggilega ástand í allri álfunni hvað shertir skort á faglærðu verkafólki og telur \ að hér sé mikið vandamál á ferðinni, sem frekar ágerist en hitt. FLÓTTAMANNAVANDA- MÁLIN ERFIÐ VIÐUR- EIGNAR Frá því að fyrri heims- styrjöldinni lauk hefir ríkt flóttamannavandamál í heim- inum. 1 hvert sinn, sem útlit hefir verið fyrir að það væri að leysast hefir eitthvað gerzt, sem hefir aukið vandamálið á ný. Hin mikla útrás flótta- fólks frá Ungverjalandi eftir uppreisnina þar í landi í fyrra haust hefir sízt bætt úr skák í þessum efnum. — Fyrir skömmu boðaði flóttamanna- ráðunautur Sameinuðu þjóð- anna til alþjóða ráðstefnu í Genf um þessi mál. Á fund- inum voru mættir fulltrúar frá ýmsum líknarstofnunum og frá ríkisstjórnum. Fulltrúarnir urðu sammála um, að æskilegt væri, að gera slíkar alþjóðaráðstafanir í flóttamannavandamálunum, að ekki kæmi aftur til þess öngþveitis, sem ríkti eftir síðustu heimsstyrjöld. Flóttamannaráðunautur Sam einuðu þjóðanna, Svisslend- ingurinn Dr. Auguste Lindt, benti á, að .engin sanngirni væri í því, að það land, þar sem flóttamenn leita fyrst hælis verði að bera allan kosnað af flóttafólkinu. Þetta sé vandamál, sem allar þjóðir verði að taka að sér að ráða fram úr og standa straum af. I Nærri 200,000 flótiamenn frá Ungverjalandi Samkvæmt skýrslum Sam- einuðu þjóðanna flúðu rúm- lega 190,000 manns land eftir uppreisnina í Ungverjalandi s.l. vetur. Um 170,000 leituðu hælis í Austurríki og um 20,000 í Júgóslavíu. Nú hefir tekizt að koma rúmlega 150,000 manns fyrir, til bráða- birgða og til frambúðar. Um 69,000 hafa flutt til landa utan Evrópu (Ameríku, Ástralíu), um 70,000 hafa sest að í öðrum Evrópulöndum, rúmlega 4000 kusu að snúa heim til Ung- verjalands aftur. Eftir eru um 38,000 manns, þar af um 20,000 í Ungverjalandi og um 18,000 í Júgóslavíu. Flóttamannaráðunauturinn hefir verið á ferðalagi víða um lönd, m. a. á Norðurlöndum, til þess að ræða við ríkis- stjórnir um lausn flótta- mannavandamálsins. T e 1 u r hann mikla nauðsyh bera til þess, að flóttavandamálið sé leyst sem allra fyrst og komið verði í veg fyrir, að flótta- menn dvelji lengi í flótta- mannabúðum. Því miður hefir það átt sér stað, að flóttafólk hefir dvalið og dvelur enn í flóttamannabúðum frá því eftir lok síðustu heimsstyrj- aldar — 10—12 ár. — Og því lengur sem flóttafólk dvelur í flóttamannabúðum þess erf- iðara verður að koma því fyrir og gera úr því nýta borgara á ný. ----0---- 600 LISTAVERK FRÁ 60 LÖNDUM Á SÝNINGU ILO, „LISIN OG VINNAN" Listaverk eftir Tintoretto, Goya, van Gogh og Mattise, svo nokkrir séu nefndir, verða meðal listaverka á alþjóða- listsýningu, sem haldin verð- ur í Genf í sumar á vegum Alþ j óðavinnumálaskrif stof- unnar (ILO). Sýningin nefnist „Listin og vinnan“ og er haldin til minningar um fyrsta framkvæmdastjóra ILO Albert Thomas. — Sýningin verður opin þar til 22. septem- ber í haust. Borgarstjóri Genfnar-borg- ar hefir lánað sögusafn borg- arinnar undir sýninguna end- urgjaldslaust. Rúmlega 30 þjóðir senda listaverk á sýn- inguna, eða taka þátt í henni óbeint með því að styrkja hana fjárhagslega. — Meðal þeirra þjóða er að sýningunni standa eru Danmörk og Sví- þjóð. Sýningunni verður skipt í deildir, t. d. landbúnaðardeild og iðnaðardeild, byggingarlist verður í sérstakri deild á sýn- ingunni o. s. frv. Elztu listaverkin á sýning- unni eru frá 16. öld eftir Tin- torette, Signorelli, Metsu, Bossan og Ribalta. Meðal lista verka frá 17. öld eru verk eftir Baursse, Maes og de la Tour. Meðal 18. og 19. alda listaverka má nefna verk eftir Gericault, Goya, Millet, Cour- bet og van Gogh. Nútíma listamenn eiga verk á sýning- unni t. d. Matisse. — Sérstök sýningardeild verður fyrir list-vefnað. í STUTTU MÁLI . . . Rúmlega 800 fulltrúar frá verkalýðsfélögum, vinnuveit- endum og ríkisstjórnum sátu 40. alþjóðaþing Alþjóðavinnu- málaskrifstofunnar, sem hald- ið var í Genf í júní. Forseti þingsins var Harold Edward H o 11, verkamála-ráðherra Ástralíu. Tíu þjóðir hafa sent herlið til eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Eftir- taldar þjóðir hafa þar her- sveitir: Brasilía, 530 manns, Kanada 1180 manns, Colum- bia ,520, Danmörk, 380, Finn- land, 250, Indland, 970, Júgó- slafía, 760, Noregur, 470 og Svíþjóð 330. > Skynsamleg hugsun varðandi áfengisneyzlu á frídaga tímabilinu Á frídögum er geisiumferð á þjóðvegum. Óþolin- npóðir og ölvaðir bílstjórar valda áhyggjum og hættu. Ólvaðir bílstjórar auka mjog á umferðaslysin. STJÓRNIÐ EIGI BÍL EF ÞÉR NEYTIÐ ÁFENGIS! Skemtanir við strandlengjuna, bátaferðir og sund, svipmerkja frídaga sumarsins. En vötn og áfengi blandast oft sorgum. Áfengisneyzla veldur þráfald- lega druknunum. DRUKNIÐ EKKI VEGNA ÁFENGISNEYZLU! Sérhvert sumar trufla ónærgætnir drykkjumenn frí- daga margra manna og kvenna. Virðið rétt annara til að njóta lífsins án ástæðulausra truflana og yfirgangs. HEILBRIGÐ SKYNSEMI og HÁTTVlSI eiga engu síður rétt á sér á frídögum en á öðrum tímum ársins. ' TRUFLIÐ EKKI FRÍDAGA MEÐ KÆRULEYSISLEGUM AKSTRI! Þetta er enn ein auglýsing birt almenningi til fræðslu af ia-7 Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $ for ....... subscription to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME ..................................... ADDRESS .................................. City ............................ Zone .....

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.