Lögberg - 18.07.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 18.07.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1957 Or borg og bygð — DANARFREGN — Nýlátin er að Betel, Gimli, Mrs. Ingibjörg Ólafsson níræð að aldri. Útför þessarar há- öldruðu konu var gerð frá kirkju íslenzka lúterska safn- aðarins í Selkirk undir forustu séra Sigurðar Ólafssonar- ☆ Mrs. W. H. G. Michaels (Clara Thorlakson) frá Shreve- port, Lousiana, er stödd í borginni um þessar mundir í heimsókn hjá systur sinni, Mrs. Alex Johnson. ☆ — ÞAKKARORÐ — Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu og hjálp- semi við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, Jóns Ásgeirs- sonar. Oddný Ásgeirsson, börn og lengdabörn. ☆ Gefin saman í Sunrise Lutheran Camp, Husavick, Man., þann 6. júlí, Robert Ivor Johnstone, Selkirk, Man., og Jean Lorraine Kelly, sama stað. Við giftinguna aðstoðuðu Miss Marlene Lindstrom, 28 Fox Ave., Winnipeg, og Mr. Randolph Beverly Christie, Selkirk. Brúðguminn er af skozkum ættum, en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. M. Kelly, Selkirk, Man. — Allmirgir að- standendur og vinir unga fólksins voru viðstaddir. Séra Sigurður Ólafsson gifti. Consolidaled Chimney Sweeps Chimneys, furnaces and oil burners cleaned by “vacunm methods.” We also charpen lawn mowers. Free pick-up and delivery in Winnipeg proper- 626 AGNES ST. Phone SPruce 5-2654 If no answer call SP. 2-7741. ☆ í sambandi við afmælis- hátíð Selkirk-bæjar skemmti fólk af ýmsum þjóðernum með sýningum og hljómlist Sýning íslendinga var í tveim þáttum. I þeim fyrri var sýnd baðstofa og sátu þar konur í íslenzkum búningum við tó- vinnu og sungu “Úr þeli þráð að spinna.“ í öðrum þætti kom „Fjallkonan“ fram á sviðið — Miss Björg Christ- iansson, barna-barn fyrs^a ís- lenzka landnámsmannsins í Selkirk. Þá var boðið upp á pallinn ýmisum íslenzkum mönnum og konum, er standa framarlega í bæjarlífinu. Mrs. Steinunn Sigurður, klædd peysufötum, var fulltrúi ís- lenzkra mæðra. Sex litlar stúlkur sungu „Erla“ á ís- lenzku. Við hljóðfærið var Mrs. R. Corrigal. Að lokum söng kór lútersku kirkjunnar „Ó, Guð vors lands.“ Þessi sýning, er vakti að- dáun áhorfenda, var undir- búin og æfð af Mrs. S- Ólafs- son. íslendingadagurinn 28. JÚLÍ 1957 — PEACE ARCH PARK BLAINE, WASHINGTON i 1. ÁVARP FORSETA Séra A. E. Kristjánsson 2. SÖNGFLOKKURINN . 3. EINSÖNGUR Mrs. Anna McLeod 4. RÆÐA Séra Philip M. Pétursson 5. KVARTETT: S. K. Breidford, J. A. Breidford, Mrs. J. A. Breidford, Mrs. H. Hörgdal 6. ÁVÖRP GESTA 7. HARMONIKUSPIL Mr. Grettir Björnsson 8. RÆÐA (á ensku) Dr. A. E. Bjarnason 9. EINSÖNGUR Mrs. Robert Murphy 10. SÖNGFLOKKURINN 11. ALMENNUR SÖNGUR Eldgamla ísafold — God Save the Queen — America Skemmtlskrá hefst kliikkan I e. h. Stanrtard Tlme Fritt kaffl vettt þeim, sem bera merkl dagslns FORSTÖÖUNEFND: Séra A. E. Kristjánsson, forseti ■*—' S. Eymundsson, varaforseti — B. E. Kolbelns, féhirSir — E. S. Johnson skrifari — Mrs. K. Westman, varaskrifari. SÖNGSTJÓRAR: Séra Erikur S. Brynjólfsson — E. K. Breidford FNDIRSPIL,: Mrs. S. Hambly —— Mrs. V. C. McDonald Farsta, ný útborg í Stokkhólmi, fyrsta borgin sem hefur kjarnorku-upphitun Þar verður bifreiðaiorg undir viðskipiahverfinu, svo að ekki , skapisi þröng af þeim á göiunum. SVÍAR láta sér ekki nægja að byggja hús. Þeir byggja borgir. Munurinn á þessu tvennu er sá, að þeir eru ekki að reisa hús hingað og þangað á strjálingi um borgarstæðin eftir einhverju dularfullu skipulagi, heldur eru skipu- lagðar og reistar í einu lagi heilar borgir, þar sem fyrir öllu er hugsað fyrir fram. Þetta eru eki úthverfi stór- borga, heldur útborgir, — að heita má alveg sjálfstæðar, með verzlunar- og skrifstofu- hverfi og öðru, sem einkennir hverja miðborg hinna stóru borga, og gerir þær að sjálf- stæðri heild. Ibúar útborg- anna þurfa ekki meira að sækja til hinnar gömlu mið- borgar, en fólk á fjarlægum stöðum, þó að nálægðin geri það að verkum, a*ð þangað sé meira sótt, alveg eins og menn af Suðurlandsundirlendinu sækja meira til Reykjavíkur en Norðlendingar, þótt báðir eigi aðrar samgöngu- og við- skiptamiðstöðvar. Hinar andlegu þarfir Það er nokkuð langt síðan mönnum varð það ljóst, að borgir þyrftu að vera heilsu- samlegir dvalarstaðir/og fyrir því þyrfti að sjá íbúunum fyr- ir nægilegu Ijósi og lofti fyrir utan skilyrði til viðunandi hreinlætis- En hitt er nýleg stefna, sem hvergi hefir lík- lega verið meira reynd en í Svíþjóð, að borgarbúinn hafi líka félagslegar og andlegar þarfir, sem fullnægja þurfi einnig, eigi borgin að vérða gott heimkynni. Þess vegna er ekkert látið vanta í útborg- ina, sem íbúarnir vilja hafa og njóta. Þar eru góð skilyrði fyrir hvers konar tómstunda- iðju og skemmtanir. Heppileg þróun samfélagsins fer saman við heppilega mótun einstakl- ingsins, og það er vitað, að fá- sinnið og friðurinn í dreifbýl- inu hefur ýmsa kosti í því efni fram yfir þéttbýlið. Þess vegna er reynt að koma með kosti dreifbýlisins inn í borg- irnar. Það er ekki hreyft meira við náttúrunni en þörf er á, svæði nálægt sjálfri mið- borginni gjarnan látið óspjall- að, og svo er það staðdeynd, að einstaklingurinn finnur betur til gildis síns í fámennri heild en óskapnaði hinna stóru borga. Það er því til mikilla bóta, ef íbúunum gæti fund- izt, að hið sanna heimkynni þeirra væri útborgin, fremur en stórborgin, ræktað með átt- hagaást í borginni. Og svo er fyrir séð, að unnt er að stækka vérzlunarhlut- ann af miðborginni verulega, ef til þess kemur, að borgin | fari að vaxa síðar meir. K j arnorku-upphitun En það, sem líklega veldur mestri athygli úti um heim, er að Farsta verður upphituð með kjarnorku. Verður þessi útborg Stokkhólms líklega fyrsta borg í heimi, sem slíka upphitun fær. Kjarnorkuver- ið, sem sér fyrir upphituninni verður sprengt inn í fjall eitt í nágrenninu. Það hitar upp vatn, sem leitt verður til Farsta í leiðslu 10 metra í jörðu niðri. Verður lítið af þessu mikla veri sjáanlegt, og ekkert heyrist til þess upp á yfirborð jarðar, segja hinir sérfróðu. Það verður komið algerlega í veg fyrir, að geislavirk efni geti orðið að tjóni. Og þó er ef til vill það furðulegasta eftir: Verið verður í 10 til 100 milljónir ára að eyða sama krafti og ein einasta kjarn- orkusprengja. Úr borg og bygð MESSUBOÐ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH St. James, Man. Services in thé St. James YMCA, Ferry Road South (Just off Portage Ave.) Special Nolice: — Worship Services during July begin at 10:00 A.M. Everybody welcome! ERIC H. SIGMAR, Pastor ☆ Hr. Magnús Andrésson fé- sýslumaður úr Reykjavík er nýlega kominn hingað til borgarinnar og mun dveljast hér í nokkra daga; hefir hann 1 hyggju að bregða sér vestur til Vancouver, B.C. • ☆ Mr. Einar Magnússon frá Selkirk, var staddur í borg inni á þriðjudaginn. ☆ Mr. Gunnar Erlendsson píanisti brá sér norður til Lundar um helgina. KAUPIÐ og LESIÐ -LÖGBERGI Vallingsby og önnur nýrri Fyrir nokkrum árum var flutt inn í eina slíka útborg í Stokkhólmi. Það er óhætt að segja, flutt inn, því að borgin var reist í einu og hún tekin í byggð á skömmum tíma. — Þessi borg er Vallingby. Áður en byggingarframkvæmdir hófust, bjuggu 24 hræður í borgarstæðinu. Þar voru hag ar fyrir kýr, en tveimur og hálfu ári seinna voru íbúar staðarins 24 þúsund. Vallingby var og er nýtízku legasta borg Svíþjóðar. Af mikilli fyrirhyggju var fyrir löngu séð, en þó er það að minnsta kosti eitt, sem ekki hefir reynzt eins og vera þyrfti. Þar eru bifreiðastæði ekki nægileg. , En nú hefir verið ákveðið skipulag annarrar nýrrar út- borgar, og hún verður auðvit- að enri nýtízkulegri en Val- lingby. Hún heitir Farsta og verður í suður frá ^iðalborg Stokkhólms. Og meðál þeirra furðuverka, sem þar verður að sjá, er bifreiðastæði fyrir 3000 bifreiðar, að miklu leyti niðri í jörðinni — undir göt- um og byggingum. Fyrst var farið að ræða skipulagningu þessarar nýju útborgar í Stokkhólmsblöðum snemma á árinu 1955, en síðan hefir hin hugsaða borg tekið ýmsum breytingum. Gert er ráð fyrir að borgin verði til- búin til íbúðar fyrir 30 þús. manns árið 1960. Auk þess munu jafnmargir búa þarna í grendinni- Kostnaðurinn er ekkert smáræði, eða 500 millj. sænskra króna. Vallingbý er það nærn Bromma flugvelli, að ekki var leyft að byggja þar hærri en 15 hæða hús, en í Farsta verða tíu 18—20 hæða skýjakljúfar rétt hjá sjálfri miðborginni. Samgöngur og samskipti Farsta er 9 km. suður af Stokkhólmi, en samgöngurnar við aðalborgina eru góðar, því að neðanjarðarhraðlest sér fyrir þy. Annars verður ekki mikið sótt út úr miðborg Farsta, ef marka má reynsluna frá Val- lingby og Arsta Centrum. — Borgin verður sjálfstæð heild eins og henni er líka ætlað að verða, og mun vafalítið setja í framtíðinni með einhverjum hætti sinn svip á sitt fólk. S.H. —Alþbl., 20. júní 17. júní Fjölmennasia þjóðhálíð. sem haldin hefir verið í Reykjavík Hátíðahöldin 17. júní í Reykjavík urðu hin fjölmenn- ustu frá því, að lýðveldið var stofnað fyrir 13 árum. Var gífurlegur mannfjöldi á göt- um höfuðborgarinnar allan daginn enda var veður mjög gott. Þegar eftir hádegi flykktist fólk í miðbæinn að Austur- velli. Voru skrúðgöngur 3 og sameinuðust við Austurvöll rétt fyrir kl. 2 Þar setti Þór Sandholt, formaður þjóðhá- tíðarnefndar, hátíðina. Síðan var guðsþjónusta, Fjallkonan flutti ávarp og forsætisráð- herra flutti ræðu. Mannfjöldinn dreifðist síð- an um bæinn. Safnaðist mikill mannfjöldi saman á Arnar- hóli. Þar hófst barnaskemmt- un kl. 4. — Um kvöldið var kvöldvaka á Arnarhóli og að lokum var dansað á þrem stöðum í miðbænum. — Sleit Þór Sandholt hátíðinni kl. 2 og sagði m. a. að 17. júní hefði að þessu sinni verið einn fegursti þjóðhátíðardagur frá því, að lýðveldið var stofnað. —Alþbl., 19- júní*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.