Lögberg - 25.07.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 25.07.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. JÚLÍ 1957 Úr borg og bygð Consolidaled Chimney Sweeps Chimneys, furnaces and oil burners cleaned by “vacuum methods.” We also sharpen lawn mowers. Free pick-up and delivery in Winnipeg proper- 626 AGNES ST. Phone SPruce 5-2654 If no answer call SP. 2-7741. ☆ Dr. og Mrs. Roland Decosse frá St. Paul, Alberta, komu til borgarinnar í fyrri viku ásamt börnum sínum fimm. Dvöldu þau 2—3 vikur að Hecla, Man., í heimsókn hjá föður Mrs. Decosse (Mar- grétar), Stefáni Helgasyni og öðrum vandamönnum þar og í Winnipeg. ☆ Mrs. Inga'Johnson, sem átt hefir heima að 663 Langside Street fór í þessari viku til Husavick, þar sem hún mun dvelja um skeið. Mr. og Mrs. Hannes P’éturs- son, Jr-, sem dvalið hafa í Edmonton, Alberta, síðastlð- in tvö ár eru nú flutt aftur ásamt fjölskyldu sinni til Winnipeg. — Mr. Pétursson er í þjónustu sambandsstjórnar- innar. ☆ Mr. og Mrs. Helgi Jones og tveir synir þeirra frá Hecla, Man., voru á ferð hér í borg- inni þessa viku. Helgi er eig- andi sumarbústaðarins, Gull Harbor Lodge. Sagði hann mikinn ferðamannastraum til eyjarinnar, einkanlega um helgar; hefir þá ferjan, sem tekur aðeins 4 bíla í senn, varla við að flytja fólk fram og til baka,.en nú mun í undir búningi að smíða stærri ferju. ☆ í fyrri viku var stödd í borgihni Mrs. J. Augusta Tall- man frá Toronto, fyrrum for- stöðukona á Betel, og brá hún sér norður til Gimli til vist- fólks á Betel og annara vina og kunningja þar nyrðra. MESSUBOÐ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH St. James, Man. Services in the St. James YMCA, Ferry Road South (Just off Portage Ave.) Special Notice: — Worship Services during July begin at 10:00 A.M. Everybody welcome! ERIC H. SIGMAR, Pastor ☆ Thorsteinn Bergman frá Vancouver kom til borgarinn- ar í þessari viku í heimsókn til barna sinna. ☆ — DÁNARFREGN — Mrs. Elizabeth Goodman, ekkja Pálma heitins Good- man, fyrrum í Selkirk, lézt 29. júní, 53 ára að aldri. Hún lætur eftir sig þrjá sonu, James, Charles og John, eina dóttur, Mrs. Jim Law; móður sína, Mrs. Jim McLennan, og sjö barnabörn. Draumar Svo heitir mjög snotur, lítil ljóðabók, sem Einingu hefur borizt. Höfundurinn er Maríus Ólafsson, kaupmaður. Tvær ljóðabækur hafa komið út eftir hann áður, Við hafið (1940) og Holtagróður (1950). Maríus er frá Eyrarbakka, eins og ýmsir aðrir þjóðkunn- ir ágætismenn, og þótt Eyrar- bakki standi lágt, þá er hann umgirtur mikilfenglegri út- sýn, voldugri til áhrifa, ekki sízt á huga barna og æsku- manna. Á aðra hönd er bú- sældarleg og fangmjúk víð- áttan og þar rís í fjarsýn ein hin tignasta og fegursta fjalla- sýn, sem getur að líta á landi hér og þótt víðar sé farið. Á hina hönd er svo hafið, stund- um spegilslétt, sólmerlað, breitt og blikandi, en stundum ógnþrungið og hamslaust. Þá rís hár og hvítfyssandi öldu- skaflinn með fram allri strönd inni við bæjarvegg Eyrar* bakka. Á slíkum stað ættu að geta alizt upp bæði tónskáld, ljóðskáld og aðrir listamenn. Nöfnin á ljóðabókum Maríus- ar Ólafssonar: Við hafið, Holtagróður og Draumar, eru því mjög eðlileg. Engan þreytir Maríus með mælgi í ljóðum sínum. Ljóðin í þessari nýju bók hans, Draumar, eru fremur stutt og hnitmiðuð. Bókin er * aðeins um 60 blaðsíður og á sumum þeirra eru aðeins 4 eða 8 ljóð- Ungmennafél. ber . . . Framhald af bls. 1 Ungmennafélögunum ber forustan Það er áður rakið hve giftu- drjúgt starf ungmennafélögin hafa leyst af hendi í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. — Hin sögulega erfð knýr ung- mennafélögin til forystu um málið. Það er skylda ung- mennafélaganna að hvetja vopnin á ný og ljúka því starfi, sem þau vígðust til, að leiða til fulls sigurs réttinda- baráttu þjóðarinnar í sjálf- stæðismálinu við Dani. Um næstu mánaðamót koma gamlir og ungir ungmenna- félagar saman á Þingvelli, hinum forna höfuðstað, rifja upp gamla og nýja sögu, stíga á stokk og strengja ný heit, eins og í árdögum 1907. Engin félagsmálahreyfing hefir slík skilyrði til þess að safna um sig þjóðinni allri, einstakling- um og félagsheildum í henn- ar helgasta máli. Handrita- málið verður eitt höfuðmálið á sambandsþingi UMFl á Þingvöllum í sumar og er það rökstudd vissa, að frá þinginu muni fara sterkir þjóðernis- straumar um þjóðina alla. — Undir forustu ungmennafé- laganna munu önnur félags- samtök og þjóðin öll fylkja sér tiL sigurs í handrita- málinu. Áskell Einarsson —TÍMINN, 6. júní línur. Það liggur við, að mér sé stundum dálítið uppsigað á slíkt örlæti á pappír, en svo góðar geta auðvitað fjórar ljóðlínur verið, að þær eigi skilið bjarta og rúmgóða um- gjörð. Ein ferskeytla Maríus- ar, sér á blaði er þessi: Húmi andar haustið kalt, hverfur skýjaborgin. Götu dauðans gengur allt, glpðin jafnt og sorgin. Önnur : Ævin líður, árin hverfa í aldadjúpið. Öldur falla og öldur rísa, yfir hafið stjörnur lýsa. Og þriðja: . Eins og fræ, sem ljóssins leitar, lifir innst í manns hjarta, trú á vorið, vorið bjarta, vökvuð tárum grafarreitar. 1 snotru, litlu ljóði um Jón Aðils, sagnfræðing, er eitt stefið á þessa leið: Sagan, lífið, land og þjóð, liðinna alda hjartablóð, boðskap þinn, hið bjarta • • mál, brenndi inn í þjóðarsál. Eitt veigamesta ljóðið í bókinni er Aldarafmæli barna skólans á Eyrarbakka. Síðasta stefið er á þessa leið: Mannsins þrá að skilja og skýra, skapa og fegra líf á jörð, bendir fram sem bjartur draumur, boðar þjóðum sáttargjörð, Boðar frelsi og bróðurvilja, boðar einlægt friðarmál. Vaki skólans æsku yfir andi Guðs í mannsins sál. Óþarft er að birta í Einingu fleiri sýnishorn af ljóðum Maríusár. Blaðið hefur birt áður ljóð eftir hann, og marg- ir kaupendur blaðsins syngja oft á fundum sínum ljóð hans. Ekki leikur Maríus neinar atómaldarljóðabrellur. Hann heldur í heiðri og hreinu þjóðarinnar geðþekka ljóða- formi. Má meta mikils við hvern ljóðasmið og hagyrðing slíka þjóðrækni, sem forðar þeim frá glapstigum ræktar- leysisins. Einnig í þessum efnum’’krefst nútíminn ofur- lítillar festu og manndóms. Á það skortir ekkert hjá Maríusi Ólafssyni. —P. S- —EINING Presturinn’ kom til organ- istan og spurði hann hvort hann gæti ekki stytt orgel- prelúdíurnar sínar eitthvað, honum fyndist þær allt of langar. Þá svaraði organistinn: — Það er einkennilegt, að þér skulið einmitt segja þetta, því ég hef einmitt verið að hugsa um það núna upp a síðkastið, að mér fyndist ræð- urnar hjá yður vera allt of langar, en ég hugsaði með sjálfum mér: — ég segi ekkert við prestinn því ég hef ekkert vit á ræðunum hans! * Islendingadagurinn í GIMLI PARK Mánudaginn 5. ágúst 1957 FORSETI DAGSINS: Eric Stefánson FJALLKONA: Margrét Helga Scribner HIRÐMEYJAR: Marilyn Magnusson, Elaine Lillian Scribner SKEMTISKRÁ: 1. O, Canada — Hljómsveit Winnipeg 9. Grenadiers spilar- 2. Ó, Guð vors lands. 3. Forseti, Eric Stefánson, setur hátíðina. 4. Ávarp Fjallkonunnar — Mrs. Margrét Helga Scribner. 5. Hljómsveitin spilar. 6. Karlakór Scandinava syngur — A. A. Anderson og A. Hoines. 7. Ávörp heiðursgesta- 8. Karlakórinn. 10. • 11. 12. 13. « 14. 15. 16. Minni Islands, ræða — Séra Benjamín Kristjánsson. Hljómsveitin spilar. Kvæði, Minni íslands — Franklin Johnson. Karlakórinn. Minni Canada—Stefán Hansen, B.A. (Honors, Man.) F.F.A. Hljómsveitin spilar. Karlakórinn syngur. God Save the Queen (Hljómsveitin spilar. Bílaskrúðför frá C.P.R. stöðinni byrjar kl. 11 f. h. — íþróttir fyrir börn og fullorðna byrja kl. 12. — Skrúðganga að landnemaminnisvarðanum að lokinni skemtiskrá. — Fjallkonan leggur blómsveig á minnisvarðann. — Kveldskemtun byrjar í skemti- garðinum kl. 7.15 e. h. Hljómsveitin spilar 7.15—8 00. — Samsöngur í garðinum byrjar kl. 8, undir stjórn séra Eric Sigmar. — Johnson-systurnar frá Árborg syngja. — Tvær litmyndir verða sýndar eftir sönginn. — Dans byrjar í Park Pavilion kl. 9.30. Inngangur að skemtiskrá 75c fyrir fullorðna. — Börn innan 12 ára frítt. — Inn- gangur að dansinsum 75c fyrir alla.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.