Lögberg - 15.08.1957, Side 1

Lögberg - 15.08.1957, Side 1
70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1957 NÚMER 33 Ungfrú Bryndís Schram fegurðardrottning íslands 1957 Á sólbjörtum og fögrum degi komu saman töluvert á annað hundrað manns á hinu veglega heimili Herberts Murphy og frúar hans á Long Beach til þess að hylla, heiðra, heilga og kveðja Bryndísi Söhram frá Reykjavík á ís- landi, sem hér tók þátt í al- þjóða fegurðarsamkeppni, enda þótt hún ekki bæri sigur úr bítum, kom hún landi sínu og þjpð til sóma og vegs- auka, þar sem hún heillaði alla með yndisþokka sínum og framkomu allri! Sverrir Runólfsson, forseti Islendingafélagsins, er kvænt- ur Janet dóttur Murphy’s hjónanna, hafa þau komið til íslands, og eru mjög vinveitt Islendingum. — Þegar að hinu stóra heimili kom blöktu þar fánar Islands og Bandaríkj- anna í hressandi golu hafsins; þar var ennfremur „líkan“ það, sem að var á farartæki Bryndísar í hinni miklu skrúð göngu, var „líkan“ þetta sögu- legs efnis og smíðað af mikl- um hagleik af Erni Harðar- syni frá Reykjavík; fékk það fyrstu verðlaun 200 dollara. Bryndís var hin fyrsta í skrúðgöngunni, ein af 78 blómarósum sitt úr hverri átt- inni. — Á móti gestunum tóku þær Olive Swanson og Bryn- dís, sem að kynntist þeim um leið, Síðan var borinn fram ágætur matur, þar á meðal islenzkir réttir, heitir og kaldir drykkir; þá voru sungnir ættjarðarsöngvar. — Myndarkonan Hulda Jónatans dóttir Dunbar stóð fyrir veit- ingunum. Því næst safnaðist fjöldinn saman úti í hinum gróðurríka og skuggsæla garði. Fyrst talaði Sverrir Runólfsson, þá kom frú Swanson og hélt mjög við- eigandi ræðu til Bryndísar á ensku og færði henni að gjöf dýran og fagran hring frá Is- Jendingafélaginu og kort með nöfnum allra. Bryndís þakk- aði fyrir sig á prýðilegri ensku, sagði meðal annars, að þessi dagur yrði sér ætíð ó- gleymanlegur. — Bryndís er Reykvíkingur í húð og hár, dóttir Björgvins Schram, en faðir hans er hinn mikilsvirti Ellert Sohram skipstjóri frá skútuöldinni. Bryndís er að- eins 19 ára gömul, hún hefir dvalið í Canada, Englandi og Danmörku. Héðan fer hún til íslands, en eftir að hafa áttað sig heima fer hún til Frakk- lands til náms, en með haust- i#* Ungfrú Bryndís Schram inu sest hún í efsta bekk Menntaskólans. — Við hér á yztu ströndum Ameríku, sem höfðum tækifæri til þess að kynnast fegurðardrottningu landsins heita og kalda 1957, erum öll sammála um það, að aðeins gæfa og gengi eigi sam- leið með Bryndísi Schram- Skúli G. Bjarnason Los Angeles, Cal. Ægilegt flugslys S.l. sunnudag fórst risaflug- vél með 79 farþega innanborðs um 15 mílur vestur af Quebec; flestir farþegar voru fyrv. hermenn og skemtiferðafólk. ÁVARP Grettis L. Johannsonar ræðismanns flutt á Gimli 5. ágúst 1957 Háttvirta Fjallkona, Herra forseti: Mér er það sérstakt ánægju- efni að vera viðstaddur þenn- an virðulega mannfagnað hér, sem, eins og að undanförnu, er helgaður minningu íslenzkra frumherja í þessu landi og Fjallkonunni fögru norður við yzta haf. Frá þeim tíma, sem ég fyrst man eftir mér, hafa allir Is- lendingadagar verið mér helg- ir hátíðisdagar, og þeir verða mér það framvegis svo lengi sem ég má minni halda. Sem ræðismanni íslands á þessum slóðum vekur það hjá mér mikinn fögnuð að geta flutt ykkur hjartanlegar kveðjur frá forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni og íslenzku ríkisstjórninni undir forsæti herfa Hermanns Jónas sonar. Á þessum hátíðisdegi rennum við íslendingar aust- an hafs og vestan saman í eina heild. Mér er það einnig ljúft að bjóða velkominn séra Benja- mín Kristjánsson, sem um eitt skeið átti með oss samleið í Vesturvegi. Guð blessi Island og ís- lenzku þjóðHina! Búin móttaka í Minneapolis Svo sem þegar hefir verið skýrt frá, sækja alþjóða kirkjuþing lúterskra manna, sem haldið er í Minneapolis dagana frá 15. til 25. ágúst 1957, biskupinn yfir Islandi, herra Ásmundur Guðmunds- son, og séra Benjamín Krist- jánsson prestur til Grundar- þinga, og einnig að líkindum séra Friðrik A. Friðriksson og séra Pétur Sigurgeirsson; þess er og vænst, að sem allra flestir prestar lúterska kirkju- félagsins sæki þingið. Til beiðurs við hina kirkju- legu höfðingja frá fslandi, presta kirkjufélagsins og aðra gesti efnir Hekla klúbburinn, félag íslenzkra kvenna í Minneapolis, til kvöldverðar í hinni nýju byggingu Lutheran Brotherhood við gatnamót Seventh Street og Secönd Avenue South í Minneapolis á mánudaginn hinn 19- þ.m. frá kl 5 til 8. Lesendur Lögbergs, sem verða í Minneapolis á mánu- daginn og taka vilja þátt í mannfagnaðinum eru beðnir að tilkynna slíkt Ethel Magnússon, Lutheran Broth- erhood, Minneapolis. — Frétt þessa sendi frú Margrét Tómasson forseti H e k 1 a klúbbsins. A widening strip of water separates officiais from the crowd-lined shore as The Nar- rows ferry is formally launclied on Lake Manitoba. In the group is Mrs. Chris Halldorson, who cut the ribbon, flanked by Premier Douglas Campbeli on her left and Elman Guttorm- aon, MLA for St. George, on her riglit. The group Includes Indian chiefs in their íormal unl- forms and municipal officials from The Narrowa region. Úr borg og bygð Meðal langt aðkominna gesta á fslendingadeginum urðum við vör við þessa: Mr. S. Arason, International Falls, Minnesota; Mr. Magnús T. Paulson, Toronto, Ont.; systurnar, Mrs. Alfred H. Harper og Mrs. F. E. Fowle frá Washington,#D.C., og Mrs. A. M. Johnson frá Grafton, North Dakota; Mr. og Mrs. Sigurður Torfason frá Van- couver; Mr. og Mrs- Ásmund- ur Loptson, Yorkton, Sask. (ósigrandi) fylkisþingmaður fyrir Saltcoats kjördæmi; Mr. og Mrs. Valentinus Valgard- son, Moose Jaw, Sask.; Mr. og Mrs. G,sli Markússon frá Bredenbury, Sask.; Mr. Sig- urður Stefánsson frá Van- couver; Mr. og Mrs. ólafur Eiríksson frá Campbell River, B. C., (foreldrar Fjallkonunn- ar, Mrs. Scribner); Séra Bjarni B. Bjarnason (Barnell) og frú frá Greenleaf, Kansas; Mrs. Carl Olson, Ruxton, Maryland. Meðal gesta á íslendinga- deginum úr Manitobabygðum: Skúli Sigfússon, fyrrum þingmaður St. George kjör- dæmis; Ólafur Hallsson, Eriksdale; séra Eyjólfur og frú Ólafía Melan; Mr. og Mrs. A- Eyjólfsson, Lundar; Árni Sigurdson, Seven Sisters Falls. ☆ íslandsfarar komnir heim Mrs. Guðrún Árnason Mrs. Kristín Thorsteinsson Mrs. B. E. Johnson Miss Katrín Brynjólfsson Mrs. Gerða Ólafsson Mr. og Mrs. Jakob Kristjánsson Mr. Páll Guðmundsson Mrs. Hallson Mrs. Sveinsson Mrs. G. J. Johnson Mrs. Anna Árnason. ☆ Séra Skúli og frú Sigríður Sigurgeirsson frá Edmore, N- Dakota, voru stödd á Islend- ingadeginum á Gimli. Daginn eftir lögðu þau af stað í mánaðarf^rð til Vancouver og umhverfis í heimsókn til frændfólks og vina. — í ferð með þeim voru sonur þeirra og tengdadóttir, Jónas og Dolores- Sigurgeirsson. ☆ Sökum rúmleysis í blaðinu bíður ávarp Dr. Becks á ís- lendingadeginum á Gimli næsta blaðs.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.