Lögberg - 15.08.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.08.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1957 KRISTMANN GUÐMUNDSSON skrifar um BÓKMENNTIR ísafoldarprestasmiðja: Margs verða hjúin vís. Eftir Arnrúnu frá FellL Enda þótt Arnrún frá Felli geti ekki talizt stórskáld, kann hún forkunnarvel að segja sögu þannig, að lesandinn fylgist með af athygli og muni hið sagða. Skáldkona þessi er heimilis- föst í Ameríku, en fæddist á Islandi og fór héðan um þrí- tugt. Hafði hún þá þegar vakið nokkra athygli með smásög- um í tímaritum, en síðar rit- aði hún í íslenzk tímarit vestra. Hún er nú liðlega sjö- tug og þetta er fyrsta bókin hennar; hér yirðist því ekki flasað að neinu. Fyrsta sagan: „Á fornum stöðvum," fjallar um gamalt efni á geðslegan hátt: Sögu- hetjan flýr fátækt og um- komuleysi í heimalandinu og leitar sér fjár og frama í Vesturheimi. Heima bíður hans lítilsigld kona, sem hann er hættur að elska og telur sér vart samboðna. Eftir mörg ár kemur hann aftur heim og er þá ríkur maður orðinn. En konan er þá dáin og full seint að bæta það, sem missagt var við hana- — Þetta er bezta sagan í bókinni, sönn og inni- leg í allri gerð. Konan lítil- siglda rís úr niðurlægingu sinni og verður hetja fyrir augum lesandans, verður ó- gleymanleg. Efnismeðferðin er mátulega látlaus til þess, að harmleikurinn njóti sín til fulls. Höf. sýnir þarna tækni- lega kunnáttu og sálfræðileg- an skilning, sem er góðra gjalda verður. Næsta sagan: „Margs verða hjúin vís,“ er risminni og of orðmörg, en ber þó uppruna- legri skáldgáfu vitni. — „Bif- reið nr. 13“ er góð skemmti- saga, einkar vel gerð, en án mikilla skáldlegra tilþrifa. — „Einkennisbúningur Reykvík- inga“ er gott efni, illa með farið. Höf. mistekst alveg að skapa því réttan ramma, ef svo mætti að orði kveða. End- irinn er stórfenglegur, en þar eð allan grundvöllinn vantar undir hann, kemur hann eins og skrattinn úr sauðarleggn- um. Lesandinn fer hjá sér í stað þess að gapa af undrun. Þá er „Rakel,“ hæglát saga og góð. Þar færist höf. ekki meira í fang en hann getur ráðið við og árangurinn er önnur bezta saga bókarinnar, listræn perla. — „Fyrsti fund- urinn“ er heldur léleg. — „Gesturinn": sæmilega vel gerð, en langdreginn og ekki laus við tilfinningasemi. — Aitur á móti er: „Steina fyrir brauð“ rösk og hroð skemmti- saga, en skilur lítið eftir. — „Fjöregg“ er góður skáld- skapur, saga, sem verður manni minnisstæð fyrir ein- föld, en kunnáttusöm vinnu- brögð. Það mætti segja mér að Amma Sveinsson væri skýr táknmynd fyrstu kyn- slóðar íslenzku innflytjend- anna vestra. „Goody“ er lipurlega skrif- uð ástarsaga, en ekki frumleg- Efnið hefur oft verið áður notað, en héx er vel og nær- gætnislega með það farið. — „Vaxtarverkur“ fjallar um ást unglinga, sálfræðileg rann- sökun, sem vekur virðingu fyrir höf. — mjög snotur saga, gerð af list og prýði. Raunar er stúlkunni miklu betur lýst en piltinum og hátterni hans er ekki sérlega sannfærandi, ■þótt ytri gerð þeirrar persónu sé ágæt. Góð saga er einnig: „Tímamót,“ — persónugerð drengsins einkar athyglisverð, en efnismeðferðin nokkuð þunglamaleg. — Hið sama gildir um: . „Fiskur í alla mata“: — grátt og hægfara, en fullgildur skáldskapur. Að öllu samanlögðu verður að telja þetta góða bók, sem gróði er að fá. — Frágangur útgáfunnar er af forlagsins hálfu smekklegur í alla staði. ----0---- BLÓÐ og VÍN. Eftir Vilhjálm frá Skáholti. Bókav. Kr. Kristjánssonar. Bráðum er aldarfjórðungur liðinn frá því að Vilhjálmur frá Skáholti gaf út ljóðá- kverið: „Vort daglega brauð.“ Sú bók gaf fögur fyrirheit og er á margan hátt lofsverð. Síðan hefir höf. lært betur orðsins list og að ríma. En það, sem mestu máli skipti: hinn blessaða einfaldleik orðalags- ins, er framar öllu varð til þess að vekja athygli á „Voru daglega brauði,“ hefur honum gengið erfiðlega að varðveita og þróa. Þess gætir þó enn í einstaka erindum, svo sem því fyrsta í kvæðinu „Ást og draumur“: „Und gullnum stjörnum dreymir mig drauminn um þig. drauminn um þig, sem komst og Heillaðir mig og færðir mér ungri rósir rauðari en blóð og ræddir um hversu fögur ég væri og góð “ Erindin sem á eftir koma eru stóryrtari, — þó allvel ort, einkum hið síðasta. En les- andinn verður fyrir dálitlum vonbrigðum. — Vilhjálmur kann vel sitt handverk nú orðið. „Sæktu þín gull“ er t.d. prýðilega ort kvæði, sterkt og hljómmikið, en aðeins tvær línur þess, þær síðustu, grípa lesandann. Og ^.þrátt fyrir kunnáttusama gerð ljóðsins „Spurðu einskis ungi maður,“ fer váboðun þess fyrir ofan garð og neðan. Þá er „Blóð- laus skuggi“ áhrifameira, þótt einnig þar sé tekið heldur djúpt í árinni. En í því er nýr tónn, sem kannske á eftir að dýpka og þróast: „Mitt dimma blóð mun drjúpa um þínar hendur, sem draums míns virki hafa sprengt.” „Næturórar“ eru af líkum toga, en betra kvæði, gott kvæði, að undanskildu síðasta erindinu — er segir of mikið. 1 ljóðum þessarar arkar má ekki skýra um of það er gert í síðustu línunum fjórum og skýringin óþörf; allt, sem segja þarf í kvæðinu, hefur þegar veríð sagt. Allmörg kvæði eru hol og misheppnuð að nokkru eða öllu leyti, svo sem: „Gömul synd,“ „Hugleiðingar um líf- ið,“ „Ljóð til vinkonu minnar“ o. fl. Maður hefur Vilhjálm grunaðan um að hafa slegið slöku við og ekki lagt sig fram er hann orti þau. Hann veit af því sjálfur og yrkir um það dágóðar vísur, sem nefnast: „Skip mitt bíður.“ En stund- um dregur hann af ser slenið, velur sér örðugt við fangsefni og gerir því heiðarleg skil. „Maður í myrkri“ er slíkt kvæði — og eitt hið merki- legasta í þessari bók. „Höll draumalandsins“ er annað, og „Ljóð um æsku og ástir,“ bæði sýna alvarleg vinnubrögð og athyglisverða þróun skáldsins, þótt bæði séu nokkuð þung- lamaleg. I „Sorg“ eru talsverðar töggur, og „Portljóð11 er gott kvæði. En ætli „Vögguljð“ sé ekki bezt? Mér er nær að halda það. — Hitt þykist ég örugglega vita, að Vilhjálmur frá Skáholti eigi enn eftir að gera sín beztu ljóð! Rauðu regnhlífarnar. Eftir Kelvin Lindemann. Hersteinn Pálsson íslenzkaði. í saf oldarpr en tsmið j a. Fátt er nýtt undir sólinni og það form, er Lindemann hefur valið þessari skáldsögu er jafn gamalt vestrænum bókmennt- um — og raunar eldra! En höf. sníður því nýtízkulegan stakk, og enda þótt lesandinn minnist alloft Isaks Dinesens (“Seven gotic tales”), er þetta lang bezta bók Lindemanns, og hefur farið sigurför um heiminn, enda a f b u r ð a skemmtileg aflestrar. En hún er „ej blot til lyst,“ hún leynir á sér; höf. er engan veginn blankur í sálarfræði og frá- sögn hans á sér heillandi glæsileik, sem er ekki hvers- dagslegt fyrirbæri í nútíma- bókmenntum. Og efnismeð- ferðin er einnig glæsileg; hún minnir á Þúsund og eina nótt, Chaucer og Svein frá Mæli- fellsá, en er formföst og óum- deilanlega vel heppnuð. Vera má ,að latir menn, sem nenna ekki að beita athygli sinni við lesturinn, finni ekki púðrið í bókinni. Hún er þannig gerð, að lesandinn verður að vera vel vakandi ef hann á að geta notið alls, sem hún hefur að bjóða. Trúað gæti ég því, að mörgum þætti mest gaman að henni við annan eða þriðja Inngangsorð forsefa íslendingadagsins, Erics Stefánssonar, Gimli 5. ágúst 1957. Ég vil leyfa mér að setja þessa hátíð með því að bjóða ykkur öll hjartanlega vel- komin. Eins og skemmtiskráin ber með sér, verður hér margt ,til skemmtunar og fróðleiks, og ég vona að dagurinn skilji eftir hjá hverjum einum varanlegar minningar um á- nægjulega stund- Þetta er sextugasti og átt- undi íslendingadagurinn hér, og vonandi verða margir fleiri áður en lýkur. Þessi hátíð hefir frá byrjun verið sterkur þáttur í sambandi okkar við ættlandið og heimaþjóðina. Hún hefir á hverju ári orðið til þess að minna okkur á þær dýrmætu menningarerfðir, sem landneminn hér hlaut í vöggugjöf og flutti með sér til Vesturheims. Hefir sá arfur reynzt þess eðlis að fyrir hann hefir oss auðnast að verða betri borgarar í þessu landi. Við sem erum af ís- lenzku bergi brotin, fögnum yfir því að atvikin höguðu því þannig, að við urðum Kanada- eða Bandaríkjaborgarar, og á sama tíma er okkur ljúft að minnast ættlandsins góða, sem aldrei líður okkur úr minni og hefir frá fyrstu tíð átt svo sterk ítök í hugum og hjörtum okkar allra. Við fögn- um því einnig yfir hinu unga íslenzka lýðveldi og biðjum ,guð að blessa landið og þjóð- ina í allri framtíð. Það var heldur leiðinlegt andrúmsloft við hádegisverð- arborðið'. Loks gat húsmóðirin ekki stillt sig lengur og sagði: — Ég er orðin þreytt á að sjá ævinlega þennan sama súra svip á þér. Geturðu ekki haldið þig bak við dagblaðið eins og álmennilegur maður. lestur. Og skruddan er vel þess verð að lesa hana oftar en einu sinni. Hersteinn Pálsson hefur leyst þýðinguna vel af hendi, en að vísu hefur safi samtal- anna í frumtextanum þynnzt nokkuð. —Mbl. 25. júní COPENHAGEN Heimsins bezta munntóbak .<< * M m m m » _ _ THIS YEAR . . make YOUR province V your PLAYGROUND^ JOptnhi MANITOBA bsdWi Allur gle8skapur frldaga fjölskyld- unnar bíöur yöar einmitt ihér 1 yða^ eigin fylki. Heimsæklö einhverja hinna mörgu sumarskemtistaöa, eem allir hafa upp S. margvíslegan unaö aö bjööa, svo sem: HIBING MOUNTAIN NATIONAL PARK Ailar yöar uppáhalds hvildardaga skemtanir—böö, siglingar, teinareiöar, fiskiveiöar, auk yndislegs útsýnis. WHITKSHEUL FOREST RESERVE FagurmyndaÖir klettar, vötn og skög- arbelti — fjölbreytt dýralif, ágætis aöbúnaöur. DUCK MOUNTAIN FOREST RESERVE Dásamlegt að taka ltfið rúlega við vötn svo eem Singoosh og Wellman. MANITOBA’S NORTHLAND Kynniö yður hina ötömdu hrikafegurð noröurlandsins . . . svo sem viö Flin Flon, Cranberry Portage og The Pas. FRÆG VÖTN Mílur af sólbööuöum ströndum við Winnipegvatn, Manitobavatn, Kill- arney, Rock og Dauphin-vötnin. Vegna ókeypis pésa um hvlldardaga- stöövar I Manitoba, skrifið eða lttið inn hjá: BllllHl ÓKEYPIS PÉSAR Skrifið eða líiið inn vegna ókeypis pésa um helzlu hvíldardags- siöðvar í Maniioba og aðdrállarafl þeirra. I!!l!l Bureau of Travel and Publicity DEPARTMENT OF INDUSTRY AND COMMERCE LcgiðUtive Building—Winnipeg HON. r. L. JOBIN, MiaJjier B. E. GBOSE, Depuljr Minijlar 81-57

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.