Lögberg - 15.08.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.08.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1957 Úr borg og bygð — DÁNARFREGNIR — Þann 28. júlí s.l. lézt á sjúkrahúsinu í Beausejour, Man., Böðvar Halldórsson, 58 ára að aldri- Hann bjó að Belair, Man. Tekla, kona hans, lifir hann. Hann var lagður til hvíldar í fjölskyldugrafreitn- um í Beausejour 29- júlí. Á firritudaginn í fyrri viku lézt í Selkirk Thorarinn Magn- ússon 64 ára að aldri til heim- ilis á Gimli; hann var fæddur í Winnipeg en fluttist á unga aldri til Gimli og stundaði þar trésmíði; hann lætur eftir sig konu sína, Ragnheiði, einn son, Dóra, og eina dóttur, Betty; einnig lifa hann tvær systur, Thora og Lena Gillies. Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni á Gimli á laugar- daginn. Séra Sigurður Ólafs- son jarðsöng. John Davidson, vátrygginga stjóri hjá Argue Bros., hér í borginni um s.l. aldarfjórð- ung, lézt 1. ágúst 1957, 66 ára að aldri. Hann var fæddur í Winnipeg 8. febrúar 1891, sonur Sigurðar Davíðssonar frá Stóruvöllum í Húnavatns- sýslu, og Sigríðar Jónsdóttur frá Strönd við Mývatn. Hann gekk í 223 canadisku herdeild- ina 4. marz 1916, gekk síðar í flugherinn og gerðist flug- stjóri með Lieutenants nafn- bót. Dvaldi árlangt á Grikk- landi, en var leystur úr her- þjónustu 10. júlí 1919. Kona hans ‘var Jakobína, dóttir hinna vel þekktu hjóna, Mr. og Mrs. O. S. Thorgeirsson, prentara og konsúls. Auk ekkjunnar lætur John eftir sig einn son, Norman, í Winni- peg, og tvær dætur, Mrs. Malcolm Wigg og Carol. — Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju 6. ágúst að viðstöddu fjölmenni. Sr- Valdimar J. Eylands, D.D., jarðsöng. Á miðvikudaginn í fyrri viku lézt að heimili sínu 309 Queens Street í St. James alldór Gíslason fyrrum bóndi að Leslie, Sask., 84 ára að aldri, ættaður frá Hafsströnd í Borgarfirði hinum eystra; hann lætur eftir sig stóran hóp barna og annara ætt- menna; útförin var gerð á föstudaginn. Dr. Valdimar J. Eylands jarðsöng. Á miðvikudaginn í vikunni, sem leið, lézt að heimili sínu, 597 Bannatyne. Avenue hér í borginni, frú Sigurborg Vopni, ekkja hins mikla athafna- manns J. J. Vopni bygginga- meistara, 81 árs að aldri, hin mesta ágætiskona, er alla sína löngu starfsævi tók virkan þátt í málefnum Fyrsta lút- erska safnaðar; hún lætur eftir sig fjórar dætur, Mrs. H. E. Ross, Melville, Sask., Mrs. J. A. N. Clark, Rowley, Alta., Mrs. S. R. Lloyd, Edmonton, og Mrs. E. Munday, Winni- MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Kvöldmessur á ensku á sunnudögum ágústmánaðar, og fyrsta sunnudaginn í september- 8. sept. hefjast hinar venju- legu árdegismessur á ensku kl. 11, en kvöldmessur á ís- lenzku kl. 7. Allir ævinlega velkomnir ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH Si. James, Man. During the month of August services will return to the usual hour—at 11.00 p.m. Everybody welcome! ERIC H. SIGMAR, Pastor ☆ — MESSUBOÐ — Messað verður í Guð- brandssöfnuði við Morden, sunnud. 18. ágúst kl. 2 e.h., Standard Time. Bæði' málin enska og íslenzka verða notuð við guðsþjónustuna. — Fólk er beðið að auglýsa mess- una innan byggðar. S. Ólafsson peg, ásamt fimm sonum, Mr. John A-, Regina, Sask., Her- man í Seattle, Wash., Wilfred H., Portage la Prairie, og Magnús B. og Edward í Winnipeg. Útför þessarar merku konu var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju á föstudaginn undir forustu Dr. Valdimars J. Eýlands. Síðastliðinn föstudag lézt að heimili sínu Ste. 3, Saxton Apts., frú Guðrún Hafliðason 69 ára að aldri, dóttir séra Bjarna Thorarinssqnar, sem um eitt skeið var þjónandi prestur meðal Islendinga vestan hafs; auk manns síns, Jóns Hafliðasonar, lætur hún eftir sig tvær da^tur og þrjá sonu, öll vel mentuð og ágæt börn. Frú Guðrún var gáfuð kona og fríð sýnum. Útför hennar var gerð frá Bardals á þriðjudaginn. Dr. Valdimar J. Eylands jarðsöng. Magnús Magnússon frá St. Boniface, sem heimsótti Is- land í sumar, kom heim á sunnudaginn. Lét hann mjög vel af ferðinni, hlýjum mót- tökum og gestrisni, er hann átti hvarvetna að mæta. - Án kurteisi gætuð þér átt við öngþveiti að stríða. Með hliðsjón af 200,000 föstum áskrifendum í Manitoba og þúsundum, sem þar að auki nota síma, þurfum við að varðveita innstæðu okkar í kurteisi. VERIÐ FÁMÁLG —löng viðtöl tefja hringingar og svör við þeim. VERIÐ HÁRVISS —lítið upp númerið í símaskránni, ef þér munið það ekki örugglega. AUÐSÝNIÐ NÆRGÆTNI — talið greiniléga inn í máltúðuna. mRMTOBR TEIiEPHOnE S«STEm Byggjum brú yfir hafið Framhald af bls- 5 Byggjum brú yfir hafið. Kæru Vestur-lslendingar: Byggjum brú yfir hafið. Vinn- um að því með oddi og egg að efla sambandið milli Islend- inga hvar í heimi sem eru, svo að landnám íslenzkrar menningar nái lengra en valur flýgur vorlangan dag. Enskur rithöfundur hefir spáð því, að Íslendingar eigi eftir að verða mikil forystu- þjóð í andlegum efnum. Vér skulum trúa þessu minnugir þess, að allt getur sá sem trúna hefir. Til að vinna andleg afrek þarf ekki fyrst og fremst mannfjölda heldur vitsmuni. Sú þjóð er göfugust og mest, sem gerir heimi gott af smæstum efnum. ísland hefir þegar lagt fram merkan skerf til heims- menningarinnar í sagnaauði sínum, skáldskap og löggjöf. Einungis með andlegum verð- mætum getur það vaxið til áhrifa og orðið að stórveldi. Gyðingar voru lítil þjóð eins og vér og áttu sér ekkert föð- urland í þúsund ár. Þó týnd- ust þeir ekki í þjóðahafið, þó hafa fáar þjóðir gefið heimin- um meiri menningargjafir. Það er ekkert ofdramb, þó að íslendingar líti einnig á sig sem útvalda þjóð, því að allar þjóðir eru efalaust kjörnar til þess af forsjóninni að inna ákveðin menningar- hlutverk af höndum. En til þess að vinna sitt verk, þarf hún á liðstyrk og hollustu allra sinna barna að halda. „Hið andlega ísland,“ sem Guttormur skáld Guttormsson yrkir um, nær lengra en hólm- inn í hafinu, það nær um alla veröld. Því tilheyra allir niðjar Islands. Einnig þið, Vestur-lslend- ingar, eruð þegnar þessa ríkis, og hlutverk ykkar gæti orðið ómetanlegt í því að vera túlk- ar íslenzkrar menningar út á við og fulltrúar ættlandsins gagnvart umheiminum. Þannig getur „hið andlega ísland“ stækkað og vaxið og orðið ljós á vegum annarra þjóða. Biðjum guð um að svo megi verða! Guð blessi alla niðja Islands í þessari álfu- Hann gefi hverju góðu málefni sigur. Bending til íslendingadagsnefndarinnar Það er mál manna, að sjaldan hafi íslendingadagur- inn á Gimli tekist betur en í þetta skipti. Bæði var það, að yndisleg veðurblíða ríkti allan daginn og að skemmtiskráin var vönduð og skemmtileg að sama skapi. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við nefnd- ina, sem leggur á sig svo mikla fyrirhöfn til þeess að dagurinn verði íslendingum til ánægju og sóma. Fjöldi fólks sækir þessa ár- legu hátíð víðsvegar að: frá íslandi, sunnan úr Bandaríkj- um og úr austur- og vestur- fylkjum Canada. Það er mörgum mikið ánægjuefni að hitta þessa langt að komnu gesti, en sá er ljóður á, að fæstir vita að þeir hafi komið fyrr en hátíðinni er lokið og þeir farnir heim til sín. Væri ekki ráð að hafa borð við inn- ganginn að garðinum, með stóru skilti, þar sem gestir utan Manitoba-fylkis væri beðnir að skrá nöfn sín og heimilisfang. í lok skemmti- skrár myndi forseti dagsirts tilkynna að þessir gestir væru viðstaddir og bjóða þá vel- komna og biðja þá að rísa úr sætum. Þannig gæfist þeim og vinum þeirra og kunningjum tækifæri til að finnast. Þetta er vinsamleg bending til íslendingadagsnefndarinnar sem hún er góðfúslega beðin að taka til greina. Consolidated Chimney Sweeps Chimneys, furnaces and oil burners cleaned by “vacuum methods.” We also sharpen lawn mowers. Free pick-up and delivery in Winnipeg proper. 626 AGNES ST. Phone SPruce 5-2654 If no answear call SP. 2-7741.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.