Lögberg


Lögberg - 22.08.1957, Qupperneq 1

Lögberg - 22.08.1957, Qupperneq 1
Hallgrímur Fr. Hallgrímsson útnefndur aðalræðismaður Kanada á íslandi Ferjuvígslan við The Narrows Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá kanadíska utanríkis- ráðuneytinu hefur Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, C. B. E., forstjóri Olíufélagsins Skelj- ungs h.f. verið útnefndur aðal- ræðismaður fyrir Kanada hér á landi með aðsetri í Reykja- vík. Var honum veitt viður- kenning af forseta íslands hinn 5. þ. m. Kanadíski sendiherrann á Islandi hefur, eins og kunnugt er, aðsetur í Osló. Hefur því verið talið nauðsynlegt að út- nefna aðalræðismann hér á landi til þess að auka og efla samband þessara tveggja ná- granna- og vinaþjóða, svo og að tengja Vestur-íslendinga er búsettir eru í Kanada traust- ari böndum bið ættland sitt. Hallgrímur Fr. Hallgríms- son er löngu þjóðkunnur mað- ur fyrir störf sín á sviði við- skipta og aukinna menningar- tengsla við enskumælandi þjóðir. ann er fæddur í Kanada, en fluttist ungur að aldri hingað til lands með foreldrum sínum, þeim séra Friðrik allgrímssyni, fyrrv. dómprófasti, og frú Bentínu Hallgrímsson, konu hans. Síðan 1935 hefur Hall- Ung kennslukona fró Winnipeg heimsækir ísland Ungfrú Valdine Guðrún Johnson, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Jón Johnson, 735 Home Street, Winnipeg, hefir áunn- ið sér merkilegan orðstír vegna frábærra k^nnsluhæfi- leika; hún hefir stundað kennslu í Winnipeg og norð- ur við Churchill, og nú síðast árlangt á vegum Nato á Frakk landi. í nýkomnu bréfi til foreldra sinna segist hún hafa heim- sótt Island í sumarfríi sínu, og heimsótt ættaróðul for- eldra sinna í Hörgárdal og Akureyri og notið þar ó- gleymanlegrar ástúðar af hálfu ættmenna og annara vina bæði þar og í Reykjavík. Fagurt þótti henni um að lit- ast á íslandi, fögur hin bjarta Jónsmessunótt, en eftirminni- legast af öllu var henni fólkið sjálft, íslenzka menningar- þjóðin eins og hún er í dag. Valdine hefir notfært sér þetta tækifæri til að heim- sækja átta Evrópulönd og var hún mjög hrifin af Noregi. Hún kennir annað ár á Frakklandi. grímur verið forstjóri Hluta- félagsins „Shell“ á íslandi og setið jafnframt í stjórn þess. Er Olíufélagið Skeljungur h.f. yfirtók nokkuð af starfsem- inni í ársbyrjun 1956 varð hann einnig forstjóri þess félags- Á síðastliðnu ári var Hall- grímur sæmdur virðulegustu orðu, sem brezka samveldið veitir þegnum annarra ríkja, er hennar hátign Elizabeth II. Bretadrottning sæmdi hann orðunni “Commander of the most Exellent Order of The British Empire,” fyrir marg- vísleg störf til eflingar vin- áttu og gagnkváems skilnings milli íslendinga og þeirra þjóða, er samveldið byggja. Hallgrímur hefur látið fé- lagsmál mjög mikið til sín taka, verið m. a. forseti Angelía, félags enskumæl- andi manna, formaður Olym- píunefndar, er sá um för á leikana . í London 1949, for- maður Golfklúbbs Reykja- víkur 1943—1948 og meðlimur Rotarysamtakanna síðan 1936. Hann á einnig sæti í Verzlun- arráði íslands og stjórn Vinnu veitendasambands Islands. Kona Hallgríms er Margrét, dóttir Margrétar og Thors Jensen, hins kunna athafna- manns, og eiga þau tvær dætur barna. —Mbl., 17. júlí Vígsla Narrows ferjunnar við Manitobavatn, fór fram hinn 11. þ- m., að viðstöddu afarm'klu fjölmenni í veður- blíðu þar, sem allir voru í há- tíðarskapi. Meðal ræðumanna voru Campbell forsætisráðherra, Elman Guttormson þingmað- ur St. George kjördæmis, James Anderson þingmaður Fairford kjördæmis, J. Ragnar Johnson póstmeistari. Barney Jónasson oddviti Sigluness- héraðs setti hátíðina og bauð gesti velkomna. Mrs. Chris Halldorson sneið sundur vígsluborðann, og kom hún alla leið frá Calgary til að framkvæma athöfnina. — Ræða Elmans Guttormsonar laut mestmegnis að fyrirrenn- ara hans á þingi, Chris Hall- dorson, er hann réttilega taldi í röð hinna mestu ágætis- manna, er borið hefði velferð St. George kjördæmis sýknt og heilagt fyrir brjósti; var ræðu Elmans, að því er Lög- berg hefir frétt, fagnað hið bezta. Ræðurnar yfir höfuð báru vitni þeirri virðingu, er ís- lenzkir frumherjar við Mani- tobavatn nutu, en meðal þeirra var Helgi Einarsson, er þar var einna fyrstur braut- ryðjandi, og nú er 87 ára að aldri. . Eisenhower vill að reykingamenn hætti að vorkenna sjúlfum sér Washington, 31. júlí. Frá Reuter-NTB. EISENHOWER forseti átti fund við blaðamenn í dag og var þá m. a. spurður, hvernig væri bezt að hætta að reykja vindlinga. Forsetinn kvaðst hafa reykt mikið á sínum tíma, þegar hann var liðsfor- ingi, en svo hefði læknir hans ráðlagt honum að draga úr tóbaksnotkun sinni sem fyrst, og það hefði hann gert. Það bezta er að hugsa um eitthvað annað og hætta að kenna í brjósti um sjálfan sig, sagði forsetinn. Þá var forsetinn spurður um greinar, sem eitt blaðanna í Washington hefir verið að birta undanfarið um auðæfi forsetans, en þar kemst blaða- maðurinn að þeirri niður- stöðu, að Eisenhower eigi um milljón dollara. — Forsetinn svaraði því'til, að hann væri fús til að selja allar eigur sínar, ef umræddur blaða- maður treysti sér til að fá milljón dollara fyrir þær- Bann á kjarnorkuvopnum Á fundinum í dag var einn- ig rætt um alvarlegri efni, og sagði forsetinn, að ekki væri hægt að finna eða hafa eftir- lit með þeim kjornorkuvopn- um, sem þegar hefðu verið framleidd og því væri það fá- sinna að setja á algert bann við kjarnorkuvopnum þegar í stað, þótt slíkt bann ætti raun- ar að vera lokatakmarkið. — Hann sagði ennfremur, að hann og Dulles utanríkisráð- herra væru í öllum meginat- riðum sammála um stefnuna í afvopnunarmálum. —Mbl. 1. ágúst Hálfníræður stórhöfðingi Á laugardaginn var átti glæsimaðurinn, mælskumað- urinn og ritsnillingurinn Gunnar B. Bjornson í Min- neapolis, Minn., 85 ára af- mæli; hann hefir um langan aldur komið mjög við sögu Islendinga vestan hafs sakir glæsimensku og fjölþættra hæfileika sinna; hann var um langt skeið eigandi og ritstjóri vikublaðsins Minneota Mascot, er svo var snildarlegá ritað, að geisimikla athygli vakti vítt um þetta mikla megin- „Informat’ionen" boðar tíðindi í handritamólinu Kaupmannahöfn, 31. júlí. Einkaskeyti til Mbl. INFORMATIONEN skrifar í dag, að búizt sé við því, að íslenzka ríkisstjórnin feli Sig- urði Nordal sendiherra ein- hvern næstu daga að afhenda dönsku stjórninni orðsend- ingu, sem felur í sér ósk um að handritamálið verði tekið upp að nýju. 1 viðtali við ,Informationen‘ segir Nordal, að hann viti ekkert um það hvenær slík orðsending kunni að berast frá íslandi. Segir blaðið og, að sennilegt sé, að íslendingar fari þess einungis á leit, að viðræður verði hafnar um málið, en tiltaki engan ákveð- inn tíma. Ekki sé ólíklegt, að íslenzka stjórnin stingi upp á því að þingnefndir beggja landanna taki málið að sér. Danski menntamálaráð- herrann Jörgensen, vildi ekk- ert láta uppi, er blaðið sneri sér til hans, en sagði þó, að ljóst væri að allir hefðu mik- inn áhuga á því að málið leystist. Kvöldútgáfa „Berlingske Tidende" ræðir málið einnig og segir, að nú sitji önnur stjórn að völdum en árið 1954, er íslendingar höfnuðu danska tilboðinu — og lætur í það skína, að ef til vill megi vænta breyttrar afstöðu. Þá segir blaðið að margt bendi til þess, að íslendingar vilji nú málamiðlun til þess að ein- hver árangur náist — og ís- lendingar séu þeirrar skoðun- ar, að ekki sé loku skotið fyrir það, að breyta megi fyrri á- kvörðunum með viðræðum þingnefnda landanna. Þó má reikna með því, að Danir séu enn andvígir því að láta hand- ritin af hendi — segir blaðið — og minnir á ummæli Starckers í byrjun júní. —Mbl. 31. júlí land, enda voru ritstjórnar- greinarnar, margar hverjar, ekki þó hvað sízt þær um um látna samferðamenn, meitlaðar perlur. sem höfðu varanlegt, bókmentalegt gildi- Gunnar B. Bjornson er ætt- aður úr Jökulsárhlíð í Norð- urmúlasýslu, kom barn að aldri til Vesturheims og ólst upp í Minneotabygðinni í Minnesotaríkinu; hann hefir jafnan látið opinber mál til sín taka, átti sæti á ríkisþingi, gegndi um langt skeið skatt- málastjórnarembætti í St. Paul, og var tíðum skipaður í margar mikilvægar nefndir; þá hafa afskipti afmælisbarns- ins af menningarmálum Vest- ur-íslendinga heldur ekki verið neitt smáræðisatriði. Gunnar B. Bjornson hefir verið gæfumaður frá upphafi vega sinna, hann hefir notið óskipts traust samferðasveit- ar sinnar, átt langa sambúð við fyrirmyndarkonu og eign- aðist með henni úrvals börn, sem sett hafa styrkan menn- ingarsvip á samfélag sitt sakir hæfileika sinna og mannkosta. Lögberg flytur Gunnari B. Björnssyni hugheilar árnaðar- kveðjur í tilefni afmælisins. Loftleiðir fluttu 10,330 farþega —á fyrir árshelmingi Á fyrstu 6 mánuðum þessa árs ferðuðust 10,330 farþegar með flugvélum Loftleiða h.f. og hafa farþegaflutningar fé- lagsins þá aukizt um 20,3% miðað við sama tíma í fyrra, en þá voru farþegar 8,590. Vöruflutningar jukust lítið eitt minna eða um 16,4%. Mikil eftirspurn er eftir fari með flugvélum félagsins og hefir talsvert verið pantað, allt fram í októbermánuð- —VISIR, 2. ágúst Rauðliðar fó yfirhönd Þær fréttir hafa nú borizt út um heim, að stjórnarbylt- ing hafi farið fram í Syríu, og að herforingjastjórn, skipuð einvörðungu rauðliðum, hafi sezt að völdum í landinu; þykja vestrænum þjóðum þetta óhugnanleg tíðindi, sem vonlegt er, en einkum sýnist Bandaríkjunum þungt fyrir brjósti.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.