Lögberg - 22.08.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.08.1957, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1957 Vísindin efla alla dáð Dr. Helgi Péturss sagði að fyrstu vísindamenn hér á jörð hefði verið smiðir. Þeim hug- kvæmdist fyrst að búa sér til verkfæri til þess að létta lífs- baráttuna og gera hana auð- veldari. Þeir fundu upp á því að gera sér eggverkfæri úr steinflísum, og með þeim tegldu þeir verkfæri áhöld úr tré, fyrst kylfur, svo boga og örvar, og síðan húsmuni. Framsókn mannanna á sviði vísindanna var hafin, og þrot- laust hefir hún haldið áfram síðan, og orðið stórstígari með hverri öld, og nú síðast með hverjum áratug. Hver ný hug- mynd hefir fætt af sér margar aðrar, hver ný uppgötvun leitt til annarra og meiri uppgötv- ana. Og aldrei hafa þessar framfarir orðið jafn stórstígar og seinustu 50 árin. Það eru aðeins fáir menn, sem þar eru brautryðjendur en alþjóð nýt- ur góðs af starfi þeirra. Þess vegna sagði Jónas Hallgríms- son: l Tífaldar þakkir því ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra vakið og glætt og verndað fá vizkunnar helga fjalli á. Vísindin hafa gjörbreytt lífskjörum mannanna og nú er svo komið að farið er að tala um það í alvöru, að öll erfiðisvinna sé brátt úr sög- unni, allt verði unnið af vél- um. Menn búast við meiri framförum í vísindum á næstu 50 árum, heldur en á öllum öldum áður. En þótt allar upp- götvanir sé til þess fallnar að bæta og fegra líf mannkyns- ins, þá hefir mannkyninu þó tekizt að gera þær að svipu á sig. Og nú er svo komið, að mannkynið getur útrýmt sjálfu sér, ef það leggur út í kj ornorkustyr jöld. Vera má, að óttinn við eyði- leggingarmátt kjarnorkunnar verði til þess að ekki hefjist ný heimsstyrjöld. Þeir, sem kunnugastir eru þeim málum, segja að kjarnorkan hafi nú þegar afstýrt heimsstyrjöld nokkrum sinnum síðan 1945. En hvað er þá framundan hjá vísindunum, ef þau fá að starfa í friði? Fyrir skömmu háði amer- íska félagið National Educa- tion Association 94. ársfund sinn, og L. A- Du Bridge, for- seti California Institute of Technology, flutti þar fyrir- lestur um þetta efni, og skal hér birtur útdráttur úr hon- um: — Ég ætla ekki að tala um það, sem menn kunna að upp- götva, sagði Du Bridge. Ég ætla að tala um það, sem menn munu hugsa, hugmynd- ir þær, sem þeir taka til rann- sóknar. Ég ætla að tala um vísindin vísindanna vegna, hvernig þau kenna mönnum Fjarlæðin, sem aðskilur víni er vissulega stutt FIRÐSÍMI Þér getið í rauninni notið þriggia mínútna víðtals við vin svo að segja hvar, sem er í Manitoba fyrir kostnað INNAN við DOLLAR! AUÐÆFI í VINATTU INNAN við DOLLAR! að hugsa og afla sér þekking- ar, um vísindin sem lykil að þekkingu á hinum efnislega heimi. Ég ætla að tala um ævintýri vísindanna. Þekking á tölum Þegar frá upphafi vega mun maðurinn hafa haft einhverja óljósa hugmynd um tölur — hvað börn þeirra voru mörg, hvað þeir áttu margar konur, hve mörg dýr þeir lögðu að velli og hve marga óvini þeir ættu. En þetta var þó allt á reiki, því að hinir frumstæðu menn áttu aðeins þrjár tölur: einn, tveir, margt. Smám saman breyttist þó „margt" í tölurnar 3, 4, 5. En langur tími leið áður en menn fundu upp „núllið" og lærðu að nota það. En hve margir eru þeir nú á dögum, sem gera sér grein fyrir því að vísindin væri enn í dag einskis megnug, ef þau hefði ekki stærðfræðina við að styðjast? Setjum svo, að vér hefðum ekki enn fundið upp töluna 10. Setjum svo, að vér værum enn að burðast með rómverskar tölur. Hvern- ig -ættum vér t. d. að marg- falda saman XVI og MCMXI? Setjum svo, að vér kynnum ekki að fara með hærri tölu en miljón, eða biljón. Hvernig færi þá um fjárlög stórveld- anna? Og hvernig færi um þau fyrirtæki, sem hafa meira en biljón í veltunni? A hinn bóginn — hve marg- ir eru þeir, sem gera sér grein fyrir' hvað biljón, eða jafnvel miljón þýðir? Ef maður telur eins hratt og hann getur — nefnir t. d. 3 tölur á hverri sekúndu þá mundi hann vera 3 ár að telja eina miljón, þótt hann teldi látlaust 24 stundir á sólarhring, og rúmlega 8 ár að telja upp að einni biljón. Við skulum taka dæmi til skýringar. Hve stórt væri það hús, sem er miljón sinnum stærra en húsið, sem þú átt heima í? Mundi það verða eins stórt og stærstu ský- skafar? Mundi það verða eins stórt og pýramídinn mikli? Nei, það mundi verða 10 og allt að 50 sinnum stærra heldur en jörðin sjálf. ' Ég get þessa til að sýna, að allur almenningur hefir ekki hugmynd um hvað miljón þýðir, og enn síður hefir hann skilning á því hvernig vísind- in fara að reikna með miklu hærri tölum. Er það þá nokk- ur furða þótt almenningur geti ekki gert sér grein fyrir hvað átt er við með því, að ein vetnissprengja hafi 20 miljón sinnum meiri spreng- ingarmátt en 1 tonn af TNT sprengiefni? Þetta þýðir ekki að eyðileggingarmáttur henn- ar nái til 2 miljón stærra svæðis, þar verður að miða við kubikrót af sprengingar- kraftinum. Og þá kemur í ljós að 20 miljón tonna sprengja hefir 270 sinnum meiri eyðileggingarmátt en 1 tons sprengja. Þó nær eyð- ingarmáttur hennar til svæðis, sem er 16 km. í þvermál, eða meira. Þetta er ekki sagt til að hræða neinn, heldur til að sýna hverja þýðingu útreikn- ingar hafa og hverja þýðingu það hefir að hugsa stærð- fræðilega. Á máli vísinda- manna er ein miljón 10°, ein biljón 100', og 10« + 105 eru 10". Það er ósköp einfalt. Á þennan hátt geta menn fengist við tölur, sem skipta biljónum og skilið þær. Öll menning nútímans bygg ist á stærðfræði. Það er ekki hægt að gera götur í borg, grafa fyrir undirstöðum eða reisa hús, án þess að reikn- ingslistin komi til skjalanna. Ekki er hægt að finna upp neina vél, smíða neina vél né reisa raforkuver, án þess að gripið sé til reikningslistar- innar. Til þess að gera upp- drátt að flugvél eða skipi, þarf enn flóknari reikningslist, og hámark reikningslistar kem- ur fram í kjarnorkuvísindum og stjörnufræði. Með öðrum orðum, enginn kemst af án reikningslistar, allt frá búð- arþjóninum, sem vegur mönn- um vörur, að þeim, sem fást við dýpstu gátur tilverunnar. Ferðalag til sólarinnar Vér skulum nú hverfa frá stærðfræðinni og súna oss að ævintýrum vísindanna. Og þá ætla ég fyrst að ferðast með yður til sólarinnar. Hjá því er það hreinasti barna- leikur að klífa Everest-tind, því að vér skulum fara — í huganum — beint inn að kjarna sólarinnar. Vér verðum þess fyrst var- ir að sólin er heit. Yfirborðs- hiti hennar er um 11,000 stig á Fahrenheit, meiri hiti en nokkurn tíma hefir þekkst á jörðinni áður en farið var að sprengja kjarnasprengjur. Það er langt fram yfir bræðslu- hita á nokkru efni sem vér þekkjum. Þess vegna er sólin eins og brennandi gashnöttur. En yfirborð hennar er kald- ast. Hitinn inni í henni er sennilega um 23,000,000 stig F. og þéttleiki hennar er svo mikill að innsti kjarninn er 10 sinnum þyngri en blý. Þó er hann aðeins gastegund — mestmegnis vetni. Hvernig stendur á þessum mikla hita, og hvernig stend- ur á því að hann helzt við? Vér vitum að hiti jarðarinnar hefir verið álíka og nú um fjórar biljónir ára, eða þar um bil. Fyrir jafnlöngum tíma hefir sólin verið álíka heit og hún er nú. Hvaðan kemur þessi hitaorka? Ekkert viðunandi svar hafði fengist við þessari spurningu um þær mundir er seinni heimsstyrjöldin hófst. Nú vit- um vér að orkugjafi sólar- innar er efnabreyting, sér- staklega sú, að vetni breytist í helíum. Sólin er í rauninni sívirk vetnissprengja. Og hún mundi springa í smámola eins og hver önnur sprengja, ef að- dráttaraflið væri ekki svo ó- skaplegt að það heldur öllu í skorðum. Sem betur fer á sólin enn miklar birgðir af vetni, svo að þær munu nægja enn um nokkrar biljónir ára. En að því rekur, að þurð verður á því. Hvað mun þá verða? Mun sólin falla saman og kólna? Nei, hún fellur saman og hitnar. Aðdráttaraflið, sem veldur því að hún dregst sam- an, veldur því að hitinn inni í henni eykst eftir því sem hún minkar. Sennilega mun hitinn þá komast upp í 200,000,000 stig F. og þá skeður nokkuð nýtt. Helíum það, sem myndast hefir af umbreyttu vetni, fer þá að „brenna". Þrjú helíum- atóm geta þá runnið saman í eitt kol-atóm og fjögur helíum atóm geta runnið saman og myndað eitt súrefnis-atóm. Við þetta losnar enn orka úr læðingi og myndar hita, svo að innri hiti sólarinnar mun haldast í 200,000,000 .stigum þangað til allt helíum er horfið. Sólin kýtist þá enn saman, og við það vex hitinn enn þangað til að kol-atómin og úrefnisatómin fara að renna saman og mynda ný og þyngri atóm, eitthvað í lík- ingu við járn. En þá er innri hiti sólarinnar orðinn margar biljónir stiga á Fahrenheit. Og þá er komið að því, að hætta er á sprengingu. Vér vitum ekki með vissu hvaða skilyrði þurfa að vera til þess að sprenging geti orðið, en vér höfum orðið þess varir að ýmsar sólir hafa sprungið. Þær eru kallaðar „super- nóvur". Hér þrýtur þekkingu vora, því að enn eru atómvísindin á byrjunarstigi. En geta má þess, að nýlega hefir dr. Fred Hoyle í Cambridge komið fram með kenningu um þroskaferil sólarinnar, en svo er þetta flókið mál, að það mun taka fimm ár, þótt notað- ar sé hinar hrðavirkustu reiknivélar, að reikna dæmið til fullnustu. Þetta tel ég eitt af stórkost- legustu viðfangsefnum vísind- anna. Sól vor er aðeins ein af biljónum sólna í vorri vetrar- braut. En til eru miljónir jafnstórra vetrarbrauta úti í geimnum. Þær fjarlægustu, sem sézt hafa í 200 þml. stjórnuskránni á Palomar, eru í 2 biljóna ljósára fjarlægð. En vér vitum þó, að hin sömu frumefni — sams konar atóm og sameindir — eru í þessum fjarlægu sólum eins og í vorri sól. Um þær gilda sömu eðlis- lögmál, og þess vegna hlýtur ljós og hitaorka þeirra að vera af sama uppruna. Sumar sólir hafa sprungið. Nokkrar „supernóvur" eru enn bjartar eftir mörg ár. En aðrar hrörna, hafa geislað sér út að hálfu leyti á tveimur mánuðum, líkt og sum geisla- virk efni. Mestar líkur eru til 'þess að sprengingin hafi <

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.