Lögberg - 22.08.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.08.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. AGÚST 1957 skapað óhemju af geislavirku efni — alveg eins og kjarn- orkusprengj urnar. Hér bíður stjörnufræðinnar eitt af stærstu verkefnum hennar, en þar koma fleiri vísindi til greina, svo sem lit- sjárfræðin, kjarnorkufræðin, rafeindafræðin og fleiri, og allar verða þær í félagi að hjálpast að því að leysa hina miklu ráðgátu. „Úivarp" frá stjörnunum En það er fleira furðulegt í stjörnuvísindum. Fyrir mörg- um árum var eðlisfræðingur nokkur, Jansky að nafni, að rannsaka hvaðan útvarps- truflanir kæmi. Hann hafði mjög nákvæmt útvarpstæki, og í því komu fram ýmis hvæsandi hljóð, sem ekki var hægt að rekja til venjulegra útvarpstruflana. — Og eftir nokkurn tíma komst hann að þeirri niðurstöðu, að þessar útvarpstruflanir kæmi frá stjörnunum! Þá hófust þau vísindi, sem nefnd eru „radio astronomy". En það var þó ekki fyr en 1946 að menn höfðu fengið tæki í hendur til þess að rannsaka þessa geim- geisla. Nú vitum vér um mörg hundruð staði á himni, sem senda frá sér slíkar radio- bylgjur. Sumt eru þetta sólir, líkar vorri sól, en sumt eru vetrarbrautir í mikilli fjar- lægð. Merkilegasti staðurinn er ef til vill hið mikla vetnis- ský í vetrarbraut vorri, en þaðan koma rafbylgjur með 1420 „megacycles" tíðni, eða bylgjulengd um 8 þumlunga. Hver skyldi hafa trúað því fyrir nokkrum árum að hing- að bærust rafbylgjur utan úr geimnum? Og hver skyldi hafa trúað því, að tveir eðlis- fræðingar, annar í Hollandi, hinn í Bandaríkjunum, hefði samtíðis komizt að þeirri nið- urstöðu, að vetnið í geimnum gæti sent frá sér rafbylgjur með 21 cm. bylgjulengd, farið að leita þeirra og fundið þær? Nú hefir víða um heim verið komið upp miklum rannsóknastöðvum til þess að athuga þessar „sendingar" utan úr geimnum. Æviníýri allt í kringum oss Það er satt sem sagt hefir verið, að einhvern tíma kemur að því að menn geti ferðast út fyrir jörðina. En slík ferða- lög hljóta að verða mjög tak- mörkuð. Hægt væri að komast til tunglsins á einum degi og til marz á átta mánuðum. En ef vér ættum að ferðast til næstu stjörnu utan við sólJ hverfið, þá mundi það ferða- lag standa í 100,000 ár. Jafn- vel þótt við hefðum farartæki, er færi 100 sinnum hraðara en hljóðið, þá mundum vér vera 10,000 ár á slíku ferðalagi. Þess vegna er það, að eina sambandið sem vér getum haft við fjarlæga himinhnetti, fæst með ljósbylgjum þeim og rafbylgjum, er þeir senda frá sér. En þótt slíkir geislar sé hraðari í ferðum en nokkuð annað, þá hafa þó sumir þeirra verið á leiðinni um miljónir eða jafnvel biljónir ára. Með nokkurri þekkingu á stærð- fræði og vísindum getum vér skilið þessar dásamlegu kveðj- ur. En til þess að fá nokkurn skilning á því hvað vísindi eru, er ekki nauðsynlegt að vera vel að sér í stjörnufræði, heldur að skilja hvað er að gerast hér umhverfis oss á jörðinni. Ævintýri vísindanna blasa þar hvarvetna við oss. Þú vaknar á morgnana við hringingu í rafmangsklukku, sem er samstillt öllum öðrum klukkum í landinu, jafnvel um allan heim. Sú samstilling fæst með töfrum víxlstraums í orkuleiðslum vorum. Töfrar? Já, hugsaðu þér þennan víxl- straum, sem kemur eftir vír- um, er hanga í einangrurum á staurum á götunni. Þangað kemur hann frá spennistöð, sem breytt hefir hærri spennu í lægri. Til spennustöðvarinn- ar kemur hann eftir háspennu línum frá raforkuverinu, en það vinnur strauminn úr vatni! Ef tli vill brennir orku- verið kolum eða olíu, og þá er það önnur höfuðskepnan, eldurinn, sem veitir oss strauminn, þessa nýtízku orkulind, sem nefnist raf- magn. Hugsið um hve marga hugvitsmenn, vélfræðinga og vísindamenn hefir þurft til þess að koma slíkri uppgötv- un í framkvæmd. Hugsið um Michael Faraday, sem vafði vír utan um segul og fann að síraumur leiddist eftir hon- Busincss and Professional Cards um. Þannig hefst ævintýri vís- indanna um leið og vér vökn- um á morgnana. Svo förum vér á fætur, klæðum okkur í nærbuxur úr nælon, og förum í skyrtu úr dakron eða orlon- efnum, sem gerð eru úr lofti og vatni og kolum! Þarna hefir svo að segja ræzt draum- ur gullgerðarmannanna fornu, sem héldu að hægt væri að breyta blýi í gull! Svo snæðir þú morgunverð, og það ef enn eitt ævintýr- Á borðum eru fæðutegundir, sem komnar eru hálfan heim- inn kring. Og á meðan þú snæðir, lestu blaðið með nýj- ustu heimsfréttum — þar er sagt frá atburðum er gerðust í gær víðsvegar um heim og þeim fylgja ef til vill myndir, sem sendar hafa verið í loft- inu frá fjarlægustu stöðum. Síðan stígur þú upp í bílinn þinn, og það er ef til vill mesta ævintýrið. í honum eru saman komin tæki, sem hug- vitsmenn í flestum greinum vísinda hafa fundið upp. Og eftir því sem á daginn líður muntu reka þig á fleiri og fleiri ævintýr. Þota flýgur yfir höfuð þér með miklum dyn, og það minnir þig á að nú er mikið rætt um f jarstýrð flugskeyti og gervihnetti, sem sendir verða út fyrir gufu- hvolf jarðar. Þú lest um það, að hópur vísindamanna hafi farið til Rússlands og rætt við vísinda- menn þar um kjarnorkuna, og allir hafi orðið sammála um, hvernig bezt sé að framleiða hana. Þetta er óbrigðult merki þess, að vísindin eru alþjóð- leg og sannleikur þeirra sigrar. Vér erum ekki sam- mála um skoðanir Karl Marx, en enginn ágreiningur er um skoðanir þeirra Newtons og Einsteins. Engin einvalds- stjórn getur bælt niður sann- leik vísindanna. Rússneska stjórnin hampaði kenningum Lysenkos og lögfesti þær. En það voru falskenningar og nú eru þær dauðar. Stjórnmála- menn geta ekki hamlað fram- sókn vísindanna. Það var reynt í Bandaríkjunum. Menn héldu að hægt væri að halda kjarnorkuvísindunum leynd- um. Menn gleymdu því að vísindamenn í öðrum löndum gátu lagt sömu spuringar fyrir náttúruna og fengið svar við þeim. En ævintýrunum er ekki lokið með þessu. Þú ekur fram hjá berklahæli, sem áður var yfirfullt en nú eru þar ekki nema nokkrir sjúklingar. Þú ekur fram hjá holdsveikra- hæli, og þar er sömu söguna að segja. Vísindin hafa unnið sigur á mörgum verstu mein- semdum mannkynsins. Og svo ber þig þar að sem verið er að bólusetja fólk við lömunar- veiki — sönnun þess, að vís- ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: DR, RICHARD BECK 801 Lincoln Drive, Grand Forks, North Dakota. StyrkiS félagið með því að gerast meðlimir. Ársgjald $2.00 — Tímarit féiagsins frítt. Sendlst til fjármálaritara: MR. GXJÐMANN LEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. F Jonasson, Pres. 8c Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Loulse St. WHitehall 2-5227 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og avalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viS, heldur hita frá aS rjúka út meS reyknum.—SkrifiB, simiC Ul KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnlpeg Just North of Fortage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 8-4481 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home AppUance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnMt 3-4890 PARKER. TAIXJN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, CUve K. Tallin, QC.. A. F. Kristjansson. Hugh B. Parker, W- Steward Martin 5th n. Canadian Bank of Commerce Bullding, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-3561 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTAftY & CORPÖRATE SEALS CELLULOIÖ BUTTONS 324 Smilh St. Winnipefl WHitehaU 2-4624 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um <H- farir. Allur ntbúnaCur sa bezti. StofnaC 1894 SPruce 4-7474 Thorvaldson, Eggerlson. Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehall 2-8291 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Groln Exehongo Bldg. 167 Lombard Street Office WHitehall 2-4829 Residence 43-3864 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC, bifreiCaabyrgC o.s. frv. WHitehall 2-7538 ESTIMATES FREE SPruce 4-7855 J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help EUmlnate Condensation Winnipeg, Man. 632 Simcoe St. — CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: Res.: SPruee 4-7451 SPruce 2-3917 Mufr's Drug Slore Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS SPruce 4-4422 EUlce & Home FRÁ VINl THE MODEL FUR CO. AND SPORTS WEAR D. MINUK, PROP. Fur Coats Made To Order. Repairing, Remodelling, Relining & Storing. Tel. WHitehall 2-6619 Res. JUstice 6-1961 304 Kennedy St. Winnipeg, Man. S. A. Thorarinson Barrister and BoUcitor 2nd Floor Crown Xrust Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Res.: 40-6488 Dunwoody Saul Smilh & Company Chartered Accountants WHiiehall 2-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN indin eru að sigrast á einum af hinum illu sjúkdómum. Með hverjum deginum sem líður fjölgar þessum ævintýr- um- Og gott er það er slík ævintýr gerast með þjóð vorri. —Lesb Mbl. The Business Clinic Anna Larusson — Florence KeUett 1410 Erin Street Phone SPruce 5-6678 Bookkeeping - Income Taz Insurance Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdðmum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Office WHitehall 2-3851 Res.: 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.