Lögberg - 22.08.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.08.1957, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1957 Lögberg GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNBDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg" is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9931 Hinn ótæmandi fjársjóður Hinn mikli tungumálakönnuður, dr. Alexander Jóhannes- son, lét þannig um mælt, er hann heimsótti okkur Vestmenn fyrir nokkrum árum, að tungan væri í rauninni aleiga okkar Islendinga og hver mun efast um að svo sé? Er hún ekki enn ástkæra, ylhýra málið og allri rödd fegra? Að minsta kosti hljómar tungan þannig í eyrum okkar heimalninganna frá Fróni, sem drukkum í okkur helgi hennar við móðurbrjóst, og þannig hljómaði hún á Gimli síðastliðinn íslendingadag í eyrum hins mikla mannfjölda, er þangað streymdi, þótt meiri hlutinn væri fæddur utan íslandsstranda, því enn eru ítök tungunnar djúp og vængjavíð. Það var engu líkara en allar helgar vættir hefðu svarist í fóstbræðralag um að auka á fegurð íslendingadagshaldsins; dýrðarblíða hvíldi yfir landnáminu við Vatnið frá morgni til kvölds og naumast blakti hár á höfði; sólfar var mikið, en hæfilegur hiti allan daginn. Skemtiskrá, sem hófst á venjulegum tíma kl. 2 síðdegis að undangengnum íþróttum, var um margt mergjuð og lær- dómsrík. Fjallkonan, frú Margrét Helga Scribner, var glæsi- leg ásýndum og flutti hið fagra ávarp sitt af mikilli snild; bæjarstjórinn á Gimli, Barney Egilson, leiddi Fjallkonuna til hásætis ásamt hirðmeyjum hennar og kvað þá við dynj- andi lófatak; herdeildarhljómsveit frá Winnipeg jók mjög á hátíðisbrag samkomunnar og slíkt hið sama gerði norræni karlakórinn, en um undirleik annaðist Gunnar Erlendsson. Avörp gesta voru markviss og stutt, að undanteknum ávarps- orðum Campbells forsætisráðherra, sem voru lengri, en jafn- framt vel úr garði gerð. Forseti hátíðarinnar, Eric Stefánson, stýrði henni af á- gætri rögg og eyddi engum tíma í óþarfa mælgi. Ræður þeirra séra Benjamíns Kristjánssonar og Stefáns Hansen, voru báðar þess eðlis, að þær hljóta að vekja til umhugsunar og er- þá Ikki til einskis barist. Kvæði það, er Franklin Johnson flutti fyrir minni íslands á áminstri Gimlihátíð, hefir Lögbergi enn eigi borizt í hendur, þótt vonandi sé að þess verði eigi langt að bíða. Almennur söngur, undir forustu séra Erics H. Sigmars, fór fram um kvöldið í skemtigarðinum, er þótti takast með ágætum, en um náttmálaleytið hófst dans. Margir samkomugestir skoðuðu hina nýju og veglegu Betelbyggingu, dáðu hana mjóg, sem og allan aðbúnað vist- manna, fögnuðu yfir þeim áfanga, sem þegar hefir náðst og hvöttu til frekari aðgerða varðandi órofastuðning við ný- bygginga- og endurbótasjóð þessarar þörfu mannfélags- stofnunar. Aðsókn að íslendingadeginum var góð, því við inngang- inn seldust eitthvað fleiri aðgöngumiðar en stundum áður, og meðan þannig hagar til, er vissulega vel haldið í horfi, og ástæðulaust að örvænta um framtíð þessara ramíslenzku mannfélagssamtaka, sem helguð eru stofnþjóðinni og minn- ingu íslenzkra frumherja í þessari álfu. Yfir hátíðahaldinu hvíldi heiðríkja hins unaðslegasta samræmis þar sem líf og heill héldust í hendur. — Málið er hinn ótæmandi fjársjóður. Þó ég hafi oft vitnað í ljóð Einars Benediktsson og kanski gerst sekur um endurtekningu, en trúi því eins og nýju neti, að sjaldan verði góð vísa of oft endurkveðin, hefir hinn mikli skáldspekingur orðið í lok þessara fábreyttu hug- leiðinga: „Ó, feðratungan tignarfríð, hver taug mín vill því máli unna; þess vængur hefst í hvolfin víð, þess hljómtak snertir neðstu grunna; það ortu Guðir lífs við lag, ég lifi í því minn ævidag, og deyr við auðs þess djúpu brunna." Fréttabréf úr Þingcyjarþingi Heyskapartíð hefur verið framúrskarandi góð í haust í Suður-Þingeyjarsýslu í sum- ar, þó að seint sprytti, því að júnímánuður var kaldur. — Bændur byrjuðu þó að slá ný- ræktir fyrir júnílok. Snemma í júlí kom steypiregn, og eftir það fleygði gróðri fram, og urðu hey mikil, og voru hirt svo að segja eftir hendinni, því hlýindi voru á hverjum degi, og bjartviðri oftast nær. Nokkrum sinnum kom dálítið næsturfrost, en ekki svo garða sakaði. Mikið er um byggingar- framkvæmdir í sýslunni. — Einkum eru það hlöður og úti- hús, sem byggð eru á þessu sumri, því túnrækt er stöðugt aukin og kúm og kindum fjölgað. Allt er þetta gert úr steinsteypu, eða steyptum steinum. Það færist nú mjög í vöxt að menn byggi votheys- turna, og flestir bændur hafa nú súgþurrkun í hlöðum sínum. Flestir bændur hafa nú byggt upp jarðir sínar, svo að gömlu bæirnir eru alveg að hverfa úr sögunni. Húsin eru steinsteypt (concrete). Þau nýjustu eru stór og rúmgóð. Rafmagn er nú á næstum hverjum bæ í Aðaldalshreppi og í öllum norðurhluta Reyk- dalshrepps. Margir hita hús sín upp með rafmagni, en aðrir með olíukyndingu; kola- kynding er að verða hverf- andi lítil. Sími er á hverjum bæ í sýslunni, að heita má- Og fáir eru þeir bæir nú orðnir, þar sem ekki er til einhver bíll, og víða bæði vöruflutningabílar og fólks- bílar, oft jeppar (jeeps). Sjald- an sézt maður á hestbaki nú orðið; samt er ennþá farið í göngur á hestum. — En vart hefðu menn trúað því fyrir nokkrum árum, að menn færu á bílum austur á Þeystareyki til að rýja gemlingana. Ég sagði að gömlu bæirnir væru alveg að hverfa úr sög- unni. Ef til vill mætti segja, að þeir séu nú að verða sögu- frægir staðir. — Grenjaðar- staðabærinn, sem fyrir nokkr- um árum var kominn í niður- níðslu, hefir nú verið gerður upp, eins nærri því og hann var í tíð séra Benedikts Kristjánssonar, eins og unnt er, eftir því sem eldri menn muna eftir honum.. Nú á að koma þurrkunarkerfi fyrir í bænum til að verja viði fúa, og þar á að koma fyrir göml- um munum, sem. nú teljast til forngripa, þar sem hætt er að notast við flest það sem for- feður okkar notuðu daglega, þar til allt að því fyrir 40—50 árum. Bændafélag Suður- Þingeyinga hefur safnað mikl- um fjölda slíkra muna. Nýlátnir eru hér tveir aldr- aðir bændahöfðingjar: Bald- vin Friðlaugsson á Hveravöll- um í Reykjahverfi og Ármann Þorgrímsson í Hraunkoti í Að- aldal. Þeir Baldvin og Guð- mundur á Sandi voru bræðra- synir. Ennfremur eru nýlátn- ar Kristín Sigurðardóttir á Ingjaldsstöðum, háöldruð kona, og Helga Björnsdóttir á Þverá í Reykjahverfi, kona Hrólfs Árnasonar hreppstjóra þar, en hún var ættuð frá Ytri-Tungu á Tjórnesi, kona á bezta aldri. Útvarpið er um þessar mundir að flytja skáldsögu Lauru Goodman Salverson — "The Viking Heart," sem nefnd er „Hetjulund" á ís- lenzku. Sigríður Thorlacius kennari les. En Tíminn birtir framhaldssögu eftir Mörthu Ostenso, sem nefnd er í þýð- ingunni „Ríkir sumar í Rauð- árdal." Má fullyrða að báðar séu vinsælar. "Wild Geese" eftir þá síðarnefndu hefir ný- lega verið gefin út á íslenzku. I Mývatnssveit var í fyrra lokið við smíði fullkomins fé- lagsheimilis — (Community BRYNDÍS SCHRAM komin heim: Fékk tvö kvikmyndatilboð, en hafnaði baðum Skrautvagn Bryndísar fékk fyrslu verðlaun á Long Beach Islenzka fegurðardrottning- in Bryndís Schram er komin heim eftir velheppnaða ferð til Kaliforníu. Allar fréttir frá ferðalagi hennar sýna, að Bryndís hefir verið þjóð sinni til hins mesta sóma. Bryndís vakti mikla athygli, er hún ók fagurlega skreytt- um vagni um breiðgötur Long Beach. Fékk vagninn fyrstu verðlaun samkeppninnar, en hann var byggður sem vík- ingaskip á hnattlíkani. Sat Bryndís í víkingaskipinu og veifaði til fagnandi mann- grúans. íslendingur að nafni örn Harðarson, sonur Harðar Jóhannessonar, málarameist- ara, búsettur í Los Angels, skreytti vagn þennan. Rómar allar móltökur Bryndís fékk tvö kvik- myndatilboð frá Metro Gold- wyn Meyer, en hafnaði báð- um. Hún hyggst ljúka stú- dentsprófi á næsta ári og hefir engan tíma aflögu til kvik- myndaleiklistar. íslendingar í Los Angeles héldu Bryndísi mikið hóf og gáfu henni gjafir. I viðtali við blaðamenn í gær, rómaði Bryndís allar móttökur vestra og bað blöð- in fyrir þakkir til allra þeirra, er unnið hefðu að því að gera för hennar svo ánægjulega, sem raun varð á. —TÍMINN, 1. ágúst Center) — og er þar fyrsta flokks „sena" fyrir leiksýn- ingar. Þó að sumum finnist að þessi f élagsheimili, sem nú eru byggð víða um land, séu fullmikið notuð fyrir dans- samkomur, sem sóttar eru af fjölda fólks langt að, þá er ó- hætt að segja, að þau veita líka hollum menningarstraum um inn í sveitirnar, því þang- að koma hljómsveitir (or- chestras) og leikflokkar, sem ekki gætu sýnt í þeim sam- komuhúsum, sem hingað til hefur verið bjargast við út um sveitir landsins. Þar hafa líka verið sýndar óperur. En það er einmitt betri tónlist og betri leiksýningar sem sveita- fólkið hefur farið á mis við fram að þessu- Ég læt þetta nægja að sinni, en ef Þingeyingjar vestan hafs hefðu gaman af því að fá fréttir héðan öðru hverju, vildi ég gjarnan senda frétta- bréf af og til. — Línum þess- um fylgja kærar kveðjur til gamalla kunningja. 8. ágúst, 1957. Aðalbjörg Johnson, Hvoli, Aðaldal. ADDITIONS lo Betel Building Fund Mr. Einar Sigurdson, Old Folks Home, Gimli, Man.................$25.00 ------0------ Mr. Peter Karowchuk, Gimli, Manitoba ........$10.00 ------0------ Mrs. Gordon Bastedo, Atikokan, Ontario ........$5.00 "Betel"$180,000.00 Building Campaign Fund -180 —$164.535.36 -160 —150 —140 —120 —100 —80 —60 J 19 $5,600.66 $42.500— —40 —20 Make your donations to the "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.