Lögberg - 22.08.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.08.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1957 Hafsbotni breytt í akurlönd Ég sat í flugvél, er flaug yfir Holland. Skyndilega þyrptust hollenzku farþeg- arnir saman við gluggana. Langt niðri breiddi úr sér akurlendi, græn og frjósöm. Hvað var sérstakt við þetta? Einfaldlega, að landið undir okkur hafði nýlega verið þurkað upp. Það var einn hluti af hinum nýju fylkjum, sem Holland var að leggja undir sig frá hafinu. Flæði- lönd kalla þeir þau, og þau eru stolt Hollendingsins. Augu þeirra ljóma þegar talið berst að þeim. Aðferðin er þannig, að þeir byggja flóðgarða út frá strönd inni og á þann hátt loka þeir inni sneið af hafinu. Síðan er sjónum dælt út, og beðið í nokkur ár, meðan regnvatnið hreinsar saltið úr jarðvegin- um, síðan er byrjað að ræsa og rækta. Þetta er ekkert nýmæli í Hollandi. Þetta hefir verið gert í tugi ára, munurinn að- eins sá, að véltæknin hefur verið tekin í notkun við fram- kvæmdirnar, og spildurnar eru stærri nú en áður. Við ökum út einn garðinn, sem umlykur eitt flæðilandið. Ströndin var að baki okkar, en vegurinn lá út til hafsins, þetta var mikilfenglegt. Að síðustu náðum við út til úthér- aðsins, verðandi höfuðstaðs Lelystad. Enn er hann aðeins áfangi í flóðgarðabygging- unni, og þar standa um" fimm- tíu íbúðarhús, skóli og sjúkra- hús. Eru það aðallega starfs- menn við flóðgarðinn, sem búa þar. Beggja vegna bæjar- ins ólgar hafið, erkifjandi Hollendinga. Ef stíflugarðarn- ir væru ekki, væri stór hluti Hollands undir sjó. Hluti af landinu liggur sex metra fyrir neðan sjávarmál, og það er þetta, sem gerir Holland að Hollandi. Landflæmið, sem að skilið hefir verið frá hafinu, þornar ekki af sjálfsdáðum, til þess eru myllurnar notað- ar, sem dæla vatninu upp. í Hollandi sér maður alls staðar til skurða, síkin liggja með- fram götum kaupstaðanna, fy]gja þjóðveginum, og liggja þvert í gegnum búgarðana. Þannig verður það að vera, því til þess að fá vatnið af' jörðinni, verður að hafa skurði þvers og krus í gegn- um engin með aðeins 30 metra millibili. Hin smærri ræsi liggja í önnur stærri og þau aftur í skurði, og að síðustu nær vatnið til dælustöðvanna, sem dæla því til hafs. Enda „kerin" í Amsterdam, Rotterdam og fleiri borgum. Eru stíflur með flóðgáttum. Er flæðir að, lokast flóðgáttin, svo að sjór- inn streymir ekki inn, en er fjarar, opnast gáttirnar svo vatnið rennur út. Flæðilöndin eru héruð framtíðarinnar, og hefir hinn fyrrverandi Zuider- sjór verið þurkaður spildu fyrir spildu. Þessar risaspildur eru frá 20,000 til 50,000 hektarar að stærð- Á hverri eiga að rúmast allt upp í 2,500 bóndabýli, 12 þorp og 1 kaup- staður. Zuidersjó-áætlunina var byrjað að framkvæma 1923, og fyrsta spildan var þurr orðin 1930. Hin næsta var tilbúin 1942 og er nú verið að rækta hana upp, og sú þriðja verður tekin í notkun næsta ár, en sú síðasta ekki fyrr en 1980. Þegar flóðgarðaframkvæmd unum er lokið, taka jarðvegs- fræðingarnir til starfa, síðan brúar- og vegagerðarflokkur, og að síðustu húsasmiðirnir. Er landið rís úr sæ er það alger eyðimörk, grá og ömur- leg. En í áætluninni er þegar búið að gera ráð fyrir hvar kauptúnin eiga að standa, bændabýlin, engin og skóg- arnir. Skógur? — Auðvitað. Börnin verða að hafa skóg til að leika sér í, og seinna meir leiða sér við hlið sinn eða sína útvöldu. — Hollendingarnir hugsa fyrir öllu. En það er ei fyrr en eftir margar vorrigningar, að saltið þvæst úr jarðveginum, og þá er farið að ræsa landið fram. Það er ei framkvæmanlegt fyrir þá bændur, er þar ætla að setjast að, sökum hins mikla kostnaðar. Þar er það ríkið, sem sér um fram- kvæmdirnar, og eru notaðar við það hinar fullkomnustu vélar. Þar getur ekki hver sem vill flutt til flæðiland- anna. Hollendingar velja þessa landnema með mikilli nákvæmni, og það hvern ein- asta. Það er rannsökuð fortíð hvers og eins, framferði, lund- erni og efni. Því landið verð- ur að manna, ekki aðeins með duglegum bændum, þar verða einnig að koma góðý; borgar- ar, svo sem verzlunarmenn, iðnaðarmenn o. s. frv., og með þessu er ætlast til að hvert flæðiland verði sem mest sjálfu sér nóg frá byrjun. Hollendingar skipuleggja og byggja þessi nýju flóðasvæði þannig, að þau líkist mest hinu gamla. 1 kaupstöðunum láta þeir hinar tvær aðalgötur ekki þverskerast, heldur ská- skerast, þeir teikna heldur enga götu beina, heldur með smábugðu. Einnig bónda- bæirnir eru gerðir „gamal- dags", bugða á heimreiðinni, plantað í lítinn lund, sem gæti ef til vill eytt tilbreyt- ingarleysinu o. s. frv. Ríkið byggir hvert einasta hús, bóndabæ, skóla og kirkju. — Fyrst þegar trén eru gróður- sett við bóndabæinn og lykill- inn stendur í útihurðar- skránni, fær bóndinn leyfi til að setjast að á jörðinni. En hann getur ekki keypt jarð- eignina, heldur fær hann hana leigða til 12 ára í senn, og framlengist leigan aðeins, ef hann hefir sýnt dugnað og hagsýni í búskapnum. Sama gildir um bæjarbúa. Þjóðfélagsfræðingarnir á- ætla, að á móti hverjum þrem bændum, þurfi einn bæjarbúa. Þeir vita nákvæmlega hve marga myndasmiði, kjötkaup- menn, úrsmiði o. s. frv. hvert upplendi getur framfleytt, og enginn keppinautur getur eftir á flutt inn, því einfald- lega er hvergi laust húsnæði. Á margan manninn mundi þessi mikla ríkisumsjón virka næstum óviðfeldin. En Hol- lendingar hafa aðra reynslu. Þar var „vilta vesturs" aðferð fyrir 100 árum síðan. Þeir höfðu þurrkað upp stórt flæmi, og leyfðu innflutning á það án nokkurrar skipulagn- ingar, vega eða skóla. Og það gekk ekki. Fólkið bjó jafnvel í jarðhúsum, stöðugar landa- merkjadeilur, glæpir og þess háttar áttu sér stað. Kólera brauzt þar út, börnin voru hvorki læs né skrifandi- Og allt þetta í þessu mikla menn- ingarlandi. — „Það tók þrjár kynslóðir að lækna þetta stóra sár", segja Hollendingar. En borgar þetta sig? Sem hrein og bein verzlun — nei. Landið kostar 50,000.00 kr. pr. hektara, aðskilið frá hafinu, og þá er eftir að þurrka, ræsa, leggja vegi og byggja hús. Ríkið leigir jarðirnar með tapi. En fyrir þjóðina í heild borgar þetta sig, segja þeir. Þegar peningar landnemanna komast í umferð, setja þeir aðra starfsmenn í gang. Hvert gyllini, sem hinir nýju land- nemar græða, verður að sjö gyllinum fyrir þjóðina. Bóndinn verður að hafa möguleika til að lifa í landi Dagur mikilla minninga Eftir dr. RICHARD BECK, forseta Þjóðræknisfélagsins Ávarp fluti á íslendingadeginum að Gimli, 5. ágúsl 1957. í nærri 70 ár hefir þessi dagur safnað saman þúsund- um Islendinga í anda og krafti ræktarseminnar við ættjörð okkar og íslenzkar menning- arerfðir, en slíkur ræktar- hugur er bæði fagur og vekur til dáða. Um mörg undanfarin ár hefir þessi virðulega hátíð ennfremur verið haldin á þessum sögulega stað, þar sem minningarnar tala sínu hljóða en máttuga máli. Því að hvergi í byggðum Islendinga vestan hafs voru guðstrú ís- lenzkra landnema, framtíðar- trú þeirra og íslenzk mann- dómslund, hert í eldi harðari rauna á landnámsárunum en einmitt á þessum slóðum. Það er landnámsmönnunum og landnámskonunum til ódauð- legrar sæmdar, að þau létu ekki þrautirnar þungu, sem urðu á vegi þeirra, smækka sig, en hófu sig yfir þær og báru sigur af hólmi í barátt- unni, afkomendum þeirra til ævarandi blessunar og ómet- anlegrar þakkarskuldar. í nafni Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi þakka ég íslendingadagsnefndinni það mikla og ágæta þjóðrækn- isstarf, sem hún vinnur með því að halda eins vel í horf- inu og raun ber vitni um há- ferðra sinna, ekki síður en verksmiðjueigandinn e ð a kaupmaðurinn. Þess vegna stækka þeir landið. —Sunnudagsblaðið NÝJAR BÆKUR FYRIR BÓKASAFN FRÓNS B 902 Felsenborgarsögur ........................................................Muninn 903 Þáttur Sigurðar málara ................................................L. S. 904 Rödd Indlands ................................................................G. Dal 905 Lajla ............................................................................A. J. Frcs 906 Sigur að lokum ............................................................Goodwin 908 Gyðjan og uxinn ............................................................K. G. 909 Hlynskógar ........................................................................K. G. 910 Smásögur..............................................................».........Laxness 911 A flótta..............................................................'......E. S. Ellis 912 Kristín Lafrensdóttir.......................................................S. W. 913 Ast og hleypidómar .......................................<....................J. Á. 914 Sól skein sunnan ......................................................Helgafell 915 Römm er sú taug ................................................G- frá Lundi 916 Margs verða hjúin vís........................................................A. F. 917 Helvegir hafsins ........................................................Hrímfell 918 Áfangastaðir um allan heim............................................A. K. A 482 Harpa minninganna .................................................... Á. Th. 483 Vormenn íslands ....................................................B. frá Vogi 484 Þjóðtrú og þjóðsagnir........................................................Ó. B. 485 Heimilislæknir ................................................................Margir 486 íslenzkt þjóðerni........................................................J Jónsson 487 Old Nordisk Læsebog ................................................Winmer 488 örnefni í Vestmannaeyjum ............................................Þ. J. 489 Sýnisbók íslenzkra bókmennta....................................B. Th. 490 Frá Grænlandi ........................................................Breiðfjörð 491 Jörðin ............................................................................Á. Eydal 492 Seytjánda öldin ....................................................P. E. Ólason 493 íslenzkir bændahöfðingjar ............................................S. E. 494 Hvers vegna? Vegna þess? ............................................G. A- 495 Foreldrar mínir ................................................................F. G. 496 Skáldið á Þröm ................................................................G. M. 497 Ljósmyndir ........................................................................H. J. 498 I gróandanum ....................................................................K. A. tíðahald þessa dags, sem með sjálfu heiti sínu minnir á allt það dýrmæta og hjartfólgna, sem felst í okkar þjóðræknis- viðleitni: varðveizlu tignrar tungu okkar, hugsjóna- og menningararfleifðar. Fjall- konan glæsilega, sem skipar öndvegið hér í dag, er okkur, eins og sambærilegar stall- systur hennar á liðnum árum, eftirminnileg táknmynd okk- ar sameiginlegu móður, eða ættarmóður, sem er í senn „sögufoldin bjarta" og „töfra- mynd í Atlantsál", andstæðn- anna svipmikla land, þar sem straumar hins gamla og nýja falla í heillandi og heillavæn- legan farveg í gróandi þjóð- lífi. Þessi dagur er henni helg- aður og íslenzkum frumherj- um, sonum hennar og dætr- um, um annað fram. Og við eigum því láni að fagna að þessu sinni, að hér flytur okkur kveðjur heimaþjóðar- innar, og jafnframt minni ætt- jarðarinnar, ágætur og kær- kominn fulltrúi hennar, séra Benjamín Kristjánsson, gam- all og mikilsmetinn starfs- bróðir okkar og hollvinur, sem verið hefir okkur framúr- skarandi talsmaður heima á ættjörðinni. Þakklátum huga býð ég hann af hálfu Þjóð- ræknisfélagsins hjartanlega velkominn á ný á vestræna grund og óska þess, að honum verði dvölin í okkar hópi sem ánægjulegust, og að hann geti sagt með sanni, er heim kem- ur, að hér lifi enn í glæðum ræktarseminnar til íslands og þess, sem íslenzkt er og feg- urst í erfðum okkar. í þeim anda flyt ég ykkur öllum hugheilustu kveðjur Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Látum okkur hverfa af þessum vinafundi með þeirri ákvörðun að reyn- ,ast sem trúust hinu bezta í sjálfum okkur, í íslenzkum erfðum, og þeim hugsjónum í lífi og starfi, er verða mega til sem ríkulegastrar blessun- ar landinu, sem við eigum þegnskuld að gjalda. Það er að halda íslendingadag hátíð- legan í fegurstu merkingu orðsins. C0PENHAGEN Heimsins bezta munntóbak

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.