Lögberg - 22.08.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 22.08.1957, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1957 Úr borg og bygð Til kaupenda Lögbergs: Gerið svo vel og athugið nafnmiðann á Lögbergi; hann segir til, fram að hvaða tíma, að greitt hefir verið fyrir blað- ið. Um leið og ársgjaldið kemur á skrifstofuna er kvittað fyrir það með því að breyta ártalinu á miðanum. Lögbergi kæmi vel að fá öll áskriftagjöldin greidd fyrir- fram. ¦ér Mr. J. Walter Johannson leikhússtjóri frá Pine Falls, Man., var staddur í borginni um miðja fyrri viku. Mr. og Mrs. Guðmundur Grímsson frá Mozart, Sask., voru nýlega stödd hér í borg og höfðu brugðið sér suður til Mountain, N. Dak., í heimsókn til ættingja og annara vina. *r Miss Helen Josepson lagði af stað í mánaðarskemtiferð vestur um Kyrrahafsströnd á föstudaginn var. Mr. Örlygur Ivarsson, sem kominn er fyrir nokkru frá íslandi, dvelur í borginni þessa dagana í gistivináttu Mr- og Mrs. Thor Víkings. a Mr. G. L. Johannson ræðis- maður og frú lögðu af stað síðastliðinn laugardag í ferða- lag suður um Bandaríki og munu dveljast þar syðra fram um næstu mánaðamót. — DÁNARFREGN — Á mánudaginn í fyrri viku lézt að heimili sínu í Árborg merkiskonan Thorunn Borg- fjord, 81 árs að aldri; hún hafði átt heima í Árborg og grend í síðastliðin 66 ár; auk eiginmanns síns Guðmundar, lætur hin látna eftir sig fimm sonu, Magnús, Victor, Bjarna, Albert og Marino, og þrjár dætur, Mrs. H. Field, Mrs. J. Eyjolfson og Mrs. I. T. Thor- arinson; einnig lifir hana ein systir, Mrs- Laura Bonner í I Vancouver; barnabörnin eru ' fjórtán og tvö barna-barna- börn. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Útförin var gerð frá lút- ersku kirkjunni í Árborg á fimtudaginn að viðstöddu fjölmenni; þeir prestarnir Rev. J. Larson og Rev. H. H. Barber fluttu kveðjumál. — DÁNARFREGN — Norman Laurence Isford, fiskimaður, búsettur á Gimli, lézt á mánudaginn hinn 12. ágúst, 52 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu sína, Katherine; fjóra sonu, Elert, Garvoc, Marvin og Herman; fimm dætur, Mrs. D. Torbert, Mrs. L. Flurry, Mrs. W. Josephson, Patricia og Kath- arine; fjórar systur, Mrs. R. Jones, Mrs. J. Kristjánsson, Mrs. J. Isfeld og Sigrúnu; ennfremur sjö barnabörn- — Útförin fór fram á föstu- daginn. m KENNARAR ÓSKAST Manitoba þarfnast fjölda nýrra kennara á ári hverju með vaxandi nemendafjölda og þær aðstæður, sem nú gilda. Kcnsla býður yður: • Nám við lágu verði • Styrki og lán ef þörf gerist • Örugga atvinnu • Úrval um stöður um fylkið þvert og endilangt • Gott grunnkaup • Tækifæri til stöðuhækkunar • Tækifæri til þjóðfélagsþjónustu. XII. bekkjar nemendur og ai5rlr, sem hyggja á kennara- skóianám, ættu að senda umsðknir sínar fyrir skólaárið 1957-58 til Normal School, sem byrjar kenslu 9. september 1957. Eyðublöð fást hjá Normal School, skólastjóranum eða hjá Registrar, Department of Education, 140 Legisiative Building, Winnipeg 1. Háskólastúdentar, sem hyggja á kenslunám, sendi um- sóknir til The Dean, Faculty of Education, TJniversity of Manitoba, Fort Garry, eða til Mr. E. F. Simms, Room 42, Legislative Bldg., Winnipeg 1. Birt að fyrirmælum Hon. W. C. Mlllers mentamála- ráðherra Manitoba fylkis: Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Kvöldmessur á ensku á sunnudögum ágústmánaðar, og fyrsta sunnudaginn í september- 8. sept. hefjast hinar venju- legu árdegismessur á ensku kl. 11, en kvöldmessur á ís- lenzku kl. 7. Allir ævinlega velkomnir ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH Sí. James, Man. Services in the St. James Y. M. C. A. Ferry Road South (Just off Portage Ave.) Sunday, Aug. 25íh — Service 11 A.M. Guest Preacher—The Rev. Harald S. Sigmar. — (Séra Harald and family are on their way to Iceland where he will teach theology for two years at the University in Reykja- vík. His friends in Winnipeg who wish to see him are in- vited to this service. There will be a Fellowship Hour im- mediately after the service). Eric H. Sigmar, Pastor — ÞAKKARORD — Við þökkum af hjarta gest- risni og alúð barna okkar, ættingja óg gamalla vina, þegar við heimsóttum fornar slóðir í Þingvalla-bygð í Saskatchewan í sumar. Einnig ógleymanlega ánægjustund í samkomuhúsi Konkordiu-safn aðar 23. júní. Sigríður og Eyjólfur Gunnarsson, Campbell River, B.C. ir Einar P. Jónsson. Kæri herra: Ég undirrituð bið þig vin- samlega að leiðrétta þennan gjafalista frá mér í síðasta Lögbergi. Það eiga að vera 15 dalir en ekki 20 eins og er í blaðinu. — Nöfnin eiga að vera: Mrs. Valgerður Magnús- son (Vala), Winnipeg;, Mrs. Sigurborg Jones, (Bertha), Winnipeg; Mrs. Una M. Jóna- son, Vancouver, B.C. Með kærri kveðju og fyrir- fram þökk. Virðingarfylzt, Sesselja Oddsson, 624 Agnes St., Winnipeg 3. Icelandic Graduates of the Winnipeg Normal School June 1957: Bjornson, Jónína Geraldine, daughter of Mr. & Mrs. Th. G. Bjornson, Riverton. Danielson, Dorothy Kristín, daughter of Mr. & Mrs. Leo Danielson, Lundar. Eggertson, Margaret, daughter of Mr. & Mrs. Eggertson, Siglunes- Erickson, Luella Mrs., wife of S. J. Erickson, Lundar. Eyolfson, Clarice Laura, daughter of Mr. & Mrs. Gunnsteinn Eyolfson, Gimli. Gíslason, Valerie Baldrun, daughter of Mr. & Mrs. Oscar Gíslason, Vogar. Johnson, Arlene Augusta, daughter of Mr. & Mrs. E. A. Johnson, Riverton. Johnson, Christine Stefanía, daughter of Mr. & Mrs. J. H. Johnson, Arborg. Magnússon, Dolores Carol, daughter of Mr. & Mrs- G. Magnússon, 647 Broadway Ave., Winnipeg. Munday, Eleanor Dianne, her mother is the daughter of the late J. J. Vopni, 542 Renfrew St., Winnipeg. Olafson, Kristín Margaret, daughter of Mr. & Mrs. Tom Olafson, St. Rose du Lack. Saudmoen, Joyce Arlene, Norwegian, Mother Icelandic, Hayland Man. Swanson, Vilma Maxine Helga, Swedish, Mother Iec- lahdic, Riverton. Vigfússon, Daisy Guðrún, daughter of Mr. & Mrs. John Vigfússon, Riverton. ir Þjóðræknisdeildin „FRÓN" tilkynnir hér með að bóka- safn deildarinnar verður opn- að til útlána bóka eftir sum- arfríið miðvikudaginn 4. sept. næstk. Bókasafnið verður frá þeim degi opið hvern mið- vikudag frá kl. 9—11 f. h- og 6—8.30 e. 4i. Mikið er til af góðum bókum að velja úr. — Lista yfir nýkomnar bækur er að finna á öðrum stað í blaðinu. J. Johnson, bókavörður Heimilisfang séra Sigurðar og frú Ingibjargar J. Ólafsson er nú 71 Walnut Street, Win- nipeg 10. — Símanúmerið er SPruce 2-4508. Tilvalin afmælisgjöf Gleðjið vini ykkar, þá er ekki fá Lögberg, með því að senda þeim blaðið í afmælis- gjöf eða jólagjöf, þegar þar að kemur. Consolidated Chimney Sweeps / Chimneys, furnaces and oil burners cleaned by "vacuum methods." We also sharpen lawn mowers. Free pick-up and delivery in Winnipeg proper. 626 AGNES ST. Phone SPruce 5-2654 If no answear call SP. 2-7741. Hitt og þetta Ekkert má . . . Ameríkumaður einn var ný- lega dæmdur í tíu dollara sekt fyrir það að halda í hönd stúlku. — Dómarinn tók það að vísu fram, að hann teldi það út af fyrir sig ekkert sak- næmt, þótt ungt fólk héldist í hendur, — aðeins ef það væri ekki undir þeim kring- umstæðum, eins og hér var um að ræða, að pilturinn hefði ekið bifreið sinni á 60 km. hraða samtímis því sem hann hélt í höndina á stúlk- unni, sem sat við hlið hans. -------0------- Fékk sjónina Attræður öldungur einn í Dartington á Englandi, sem verið hafði blindur í 14 ár, fékk allt í einu sjónina aftur með undarlegum hætti. Mað- ur þessi, sem heitir William Passmore, hófst dag einn upp úr eins manns hljóði og hróp- aði til konu sinnar: — „Ég sé! Ég sé!" Passmore telur ástæð- una fyrir þessari skyndilegu lækningu hafa verið tvö atvik, sem komið hafi honum úr jafn vægi nokkru áður. Annað var það að hann rak sig hastarlega á og hlaut af því mikið höfuð- högg, þegar hann var að moka kolum í kolageymslu sinni, en hitt var það, er hann frétti að bifreið hefði ekið yfir hund nábúa hans. — Eins og nærri má geta réð gamli maðurinn sér ekki fyrir fögnuði út af því að hafa svo skyndilega hlotið sjónina aftur eftir 14 ára myrkur, og lét hann þegar í stað kalla fyrir sig fjögur barnabörn sín, sem hann hafði aldrei fyrr augum litið. -------0------- Góður nágranni Maður einn var orðinn stein uppgefinn á jagi og nöldri konu sinnar, og tók hann loks það ráð, að yfirgefa bæinn og flytjast út í skemmu á hlað- inu. Þar hafðist hann við ein- samall í marga mánuði og stundaði búskap sinn eins og fyrr, en kella hans færði hon- um matinn sinn út í skemmu. Stöku sinrium hittust hjónin þar fyrir utan, og skiptust þá á nokkrum orðum, og einstaka sinnum heimsótti konan hann í skemmuna og vék að honum ýmsu góðgæti, sem hún hafði matbúið. Vinir mannsins vor- kenndu honum þessa útlegð, og spurðu hvort hann væri ekki búinn að fá nóg af kerl- ingarskassinu, og hvers vegna hann skildi ekki hreinlega við hana, en hann svaraði: „Mér líður ágætlega núna — hún er nefnilega allra bezti ná- granni." ------0------ Spilasafn 1 Þýzkalandi hefir verið opnað all-einstakt safn, en það sýnir þróun og sögu spilanna. Sum af spilunum í safni þessu eru yfir 600 ára gömul. —Sunnudagsblaðið

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.