Lögberg - 29.08.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.08.1957, Blaðsíða 1
••£.-«* AVAILABLE AT YOUR FAVORITE CROCERS |M '. II. TINS AVAILABLE AT YOUR FAVORITE CROCERS 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 29. ÁGÚST 1957 NÚMER 35 Japanskur krabbameinssérfræðingur staddur á íslandi: Miklu fleiri deyja úr krabbameini af þeim, sem reykja 19 sígarettur á dag en þeim, sem reykja 14 á dag Samvinna milli íslands, Bandarikjanna og Japan um rannsókn á orsökum krabbameins í maga. DRÓFESSSOR Mitsuo Segi, krabbameini, eftir því sem Prédikar í Fyrstu lútersku kirkju r fremsti krabbameinssér- fræðingur Japans, er staddur arra sjúkdóma, sem hér voru hér á landi. Gafst fréttamönn- landlægir, eins og t. d. berkla um færi að ræða við hann í gær og próf. Níels Dungal, en japanski prófessorinn er einmitt hingað kominn til að vinna að sameiginlegum rann- sóknum á eðli og orsökum krabbameins, sem Japan, Bandaríkin og ísland hafa komið á með sér. Bandaríski sérfræðingurinn dr. Winther, er væntanlegur hingað innan skamms vegna þessara rann- sókna, en hann var einnig hér í fyrra. I Japan og á íslandi er dán- artala af völdum krabbameins í maga mjög há, t. d. lætur nærri að helmingur allra karlmanna ,er deyja úr krabbameini, hafi það í maga, og í Japan mun talan vera enn hærri, nálægt 60%. Vís- indamennirnir bera saman bækur sínar um magakrabba, ef vera mætti, að tækist að finna orsök hans, líkt og talið er sannað af skýrslum, að reykingar valdi krabbameini í lungum. Mikils vert-er þá að bera saman niðurstöður af rannsóknum svo óskyldra þjóða, sem Japapir og Islend- ingar eru, þjóða, sem neyta mjög óskyldra fæðutegunda, og fás matar sameiginlega nema fiskjar, og þá annarra tegunda. Aðalfæða Japana eru hrísgrjón og t. d. sojubauna- súpa. 19 sígareííur eða 14 Próf. Segi sagði að skýrslur í Japan sýndu það, að sam- band væri milli krabbameins í lungum og tóbaksreykinga. Sáralítið er af brjóstakrabba- meini í Japan, eða nálægt 2% <12% hér á landi). Talið er að þetta sé hormónalt fyrirbrigði, skiptist eftir kynþáttum. Próf. Segi kom með dæmi af skýrsl- um um lungnakrabba í Japan. Megi þar sjá mjjög mikinn mun, hve miklu hærri dánar- talan er hjá þeim, er reykja 19 sígarettur á dag en þeirra, sem reykja t. d. 14 á dag. Algengasta dánarmein í Japan eru æðasjúkdómar, en næst þeim kemur krabbamein. Krabbamein að verða aðalóvinurinn Próf. Dungal benti á, hvern- ig athyglin beindist æ meir að tekst að ráða niðurlögum ann- Ungbarnadauðinn minnkar eða nær hverfur, en dánar- talan færist til annarra ald- ursflokka. Fleiri og fleiri dæju því úr krabbameini af þessum sökum hér á landi, svo ekki væri nú talað um, er menn beinlínis stuðluðu að því t. d. með miklum reyking- um. Þessar staðreyndir sýndu, hversu aðkallandi væri að einbeita sér að rannsóknum á orsökum og eðli krabbameins, og hversu mikilvæg sú sam- vinna væri, er hér ætti sér stað. —Alþbl., 25. júlí Vinsamlegar línur Wasbington Island, 19. ágúst 1957 Línur þær, sem hér fara á eftir eru frá Þóri Þórðarsyni kennara í guðfræði Við Há- skóla íslands, en hann er nú staddur í Chicaga ásamt Inger frú sinni og býr sig undir doktorsgráðu við McCormick Theological Seminary; er Þórir mikill lærdómsmaður svo sem kunnugt er og lík- legur til vaxandi vísinda- mensku. —Ritslj. Kæri Einar Páll. Kærar þakkir fyrir síðast! Það var 1954, er ég var ræðu- maður á kirkjuþinginu í Win- nipeg. Nú erum við komin hingað til lands aftur og er ég Visiting Professor við Mc- Cormick Theological Semin- ary í Chicago í eitt ár, kenni í staðinn fyrir próf. Frank Cross, sem er orðinn próf. við Harvard (Chairman of the Department við Harvard). Viltu vera svo vænn að senda okkur Lögberg. Sendi þér ávísun frá Chicago. Við erum nú á okkar gamla góða stað í Washington Island og um- kringd af gömlum góðum íslendingum. Það er gaman að vera kom- in vestur aftur, vonandi gefst okkur tækifæri til þess að heimsækja Winnipeg ein- hvern tíma meðan við erum hér. Bið kærlega að heilsa meistara, konunni þinni báðum Þinn einlægur, Vestur-íslendingur færir Skálholti 10,000 krónur Vestur-íslendingur, P á 11 Guðmundsson, frá Leslie, Sask., Kanada, hefur afhent mér undirrituðum, formanni Skálholtsfélagsins, stórhöfð- inglega peningagjöf til styrkt- ar endurreisn Skálholts. — Nemur gjöfin • tíu þúsund krónum. Páll Guðmundsson hefur haldið upp á sjötugsafmæli sitt með því að heilsa upp á ættland og æskustöðvar, sem hann kvaddi fyrir fjörutíu og sex árum, þegar hann fluttist vestur um haf og settist að í Kanada. Páll er Vopnfirðing- ur, frá Rjúpnafelli í Vopna- firði, bróðir Björgvins tón- skálds. Hefur hann lengstum verið bóndi vestra og búið góðu búi. Nú í sumar hefur hann komið á gamalkunnar slóðir heimalandsins. öllum er hann aufúsugestur sakir fjörs og áhuga, glaðlyndis og góðvildar. — Þessi rausnar- lega gjöf til Skálholts ber glöggt vitni þjóðhollustu hans og drengskap. 8/8 1957, Sigurbjörn Einarsson —Mbl., 9. ágúst Viðræður við Mr. Fulton Síðastliðinn mánudag áttu ritstjórar í blaðamannafélag- inu The Canada Press Club, viðræður í Fort Garry hótel- inu við hinn nýja dóms- og innflutningsmálaráðherra sambandsstjórnarinnar, Hon. Davie Fulton. Áminst blaða- mannafélag er óháð öllum pólitískum flokkum; stofnandi þess var W. J. Lindal dómari, sem jafnframt er formaður þess. Skýrði dómarinn með skilmerkilegum orðum til- ganginn með stofnun félags- ins og nauðsynina, sem á væri að hlutverk þess færði út kvíar canadiskri þjóðeiningu til eflingar; var Mr. Fulton dómaranum þakklátur fyrir upplýsingarnar. Mr. Fulton, sem er einstak- lega viðkynningargóður mað- flutti ræðu um innflutn ur, mínum góða kennara og læri- ingsmálin og lagði á það sér- staka áherzlu, að slík mál yrðu Inger biður að heilsa ykkur jafnan að vera nákvæmlega yfirveguð af hálfu stjórnar- valdanna með hliðsjón af at- Dr. Ásmundur Guðmundsson, biskup íslands Herra Ásmundur Guð- mundsson, dr. theol., biskup íslands, prédikar í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudag- inn kemur 1. september kl. 7 e. h. Hér verður um sameigin- lega guðsþjónustu að ræða fyrir alla Islendinga í Winni- peg og nágrenni, og eru auð- vitað allir velkomnir. Þórir Þórðarson ' vinnuskilyrðum í landinu. Tveir Danir færa Skálholtskirkju stórgjöf Tveir ágætir og kunnir Is- landsvinir í Danmörku, þeir Edvard Storr og Louis F. Foght, stórkaupmenn, hafa af- hent Hermanni Jónassyni kirkjumálaráðherra, gjafabréf fyrir öllum gluggum í Skál- holtsdómkirkju úr steindu gleri, en íslenzkir listamenn munu gera frumdrætti að myndskreytingu glugganna- Gjöf þessi er ein hin veg- legasta og rausnarlegasta, sem einstaklingar hafa gefið ís- lenzku þjóðinni, og er það von gefenda, að hún megi treysta vináttu og bræðrabönd með báðum þjóðunum um kom- andi ár. Afhending gjafabréfsinsfór fram 8.1. þriðjudag í skrifstofu kirkjumálaráðherra, að við- stöddum sendiherra og aðal- ræðismanni Dana, biskupi Is- lands, ráðuneytisstjóra kirkju málaráðuneytisins, húsameist- ara ríkisins og forseta guð- fræðideildar, sem er fram- kvæmdastjóri bygginga í Skál holti. — Kirkjumálaráðherra þakkaði hina fögru gjöf. (Frá kirkjumálaráðuneytinu) —Mbl., 9. ágúst Gunnar fró Háreksstbðum lótinn Hinn 9. júlí síðastliðinn lézt í Hofteigi á Jökuldal hjá Karli bónda syni sínum, Gunnar Jónsson fyrrum bóndi á Foss- völlum í Jökulsárhlíð og tíð- um kéndur við þann þjóð- kunna stað. Gunnar var 86 ára að aldri, fæddur á Há- reksstöðum í Jökuldalsheiði, sonur Jóns bónda Benjamíns- sonar og fyrri konu hans Guð- rúnar Jónsdóttur; kona Gunn- ars, Ragnheiður Stefánsdóttir frá Teigaseli í Jökuldal lézt fyrir fáum árum; þau eignuð- ust fjórtán börn, er náðu full- orðins aldri. Útför Gunnars var gerð frá Fossvogskirkju. Gunnar lætur eftir sig einn albróður, Gísla Jónsson rit- stjóra í Winnipeg, og tvo hálf- bræður af seinna hjónabandi Jóns Benjamínssonar, Einar P. Jónsson ritstjóra Lögbergs, og séra Sigurjón, fyrrum sóknarprest á Kirkjubæ í Hróarstungu. Lofsamleg grein um störf dr. Becks í norsku blaði I norska Arbeiderbladet birtist nýlega grein um pró- fessor Richard Beck í Grand Forks í Bandaríkjunum. Höf- undurinn er dr. Thorstein Höverstad, og kallar hann greinina „Den beste nordman í Midt-Vesten." Hann er heið- ursfélagi í 9 norskum félög- um, en er samt ekki norskur heldur íslenzkur, segir dr. Höverstad, meira að segja fæddur á íslandi. Síðan eru störf dr. Becks í þágu Norð- manna rakin og eru þau mikil, og svo rekur hann rithöfund- arferil hans og önnur störf. Greinin er ýtarleg og öll mjög lofsamleg- —TIMINN, 6. júlí 1956 Tuttugu miljónir undir vopnum Hið víðfræga stórblað New York Times birtir fyrir skömmu all-nákvæma áætlun um hernaðarlegan styrk um þessar mundir báðum megin járntjalds, og kemst að þeirri niðurstöðu, að hvorki meira né minna en tuttugu miljónir manna séu undir vopnum; kostnaðurinn við þenna geisi- lega vígbúnað er sagður að nema hundrað miljörðum dollara til jafnaðar á ári.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.