Lögberg - 29.08.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 29.08.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. ÁGÚST 1957 Mágarnir, Onassis og Niarchos og konur þeirra Það eru einkum tveir menn, sem bera höfuð og herðar yfir aðra á sviði siglingamála og skipaiðnaðar heimsins, og báðir eru þeir grískir að upp- runa, — nefnilega mágarnir Onassis og Niarchos. Socrates Onassis fluttist til Argentínu sextán ára gamall og var þá blásnauður. Hann hóf við- skiptastörf sín sem tóbaks- kaupmaður, en keypti tvö skip til þess að fá hagstæðari farm- gjöld á tóbakinu, og þegar hann var 21 árs, hafði hann grætt fyrstu milljónina. — Stavros Niarchos er aftur af ætt malarafjölskyldu, en byrjaði með lítinn verzlunar- skipaflota, sem hann hafði komið sér upp, þegar hann var þrítugur að aldri. Báðir græddu þessir menn mikið fé á styrjaldarárunum, og það var hörð samkeppni milli þeirra, sem raunar heldur enn áfram þótt þeir séu orðnir mágar. Þeir giftust grískum systrum, Eugenie og Tinu, sem eru dætur hins svonefnda Lundúnar-Grikkja, — Stavros Livanos. Livanos var einnig útgerðarmaður og.auðugri en bæði Onassis og Niarchos. Vegna loftárásanna á England 1941 og annars hættuástands, flýði hann með fjölskyldu sína til Montreal í Kanada, en þá voru dætur hans enn ungar skólatelpur. Tveimur árum síðar, 1943, flutti Livanos inn á Placa Hótel í New York ásamt fjöl- skyldu sinni. Eugenie var ung og fögur, sem blóm á Vori, en Tina var enn barnsleg í útliti. Báðar voru telpurnar fremur smáar í vexti, en þrungnar suðrænu fjöri og þokka, sem hinu enska uppeldi hafði ekki tekizt að má brott úr fari þeirra. Tina var send í heimavist- arskóla í Greenwich, Con- necticut, og Eugenie hóf nám í virðulegum kvennaskóla í New York, þar sem einungis voru samankomnar dætur helztu auðjöfra í Ameríku. Þegar þær voru heima' í fríum sínum, sáu þær að hinn stóri salur í íbúð föður þeirra á Plaza Hotel, var eins konar einkaskrifstofa hans, þar sem rædd voru mikilsvarðandi við skiptamál, skipakaup og leig- ur og vöruflutningar til Evrópu. Tina var nú einnig að verða fullvaxin mey, en mesta á- hugamál hennar, hvar sem hún var, voru hestar. Hún var fjórtán ára að aldri, þegar hestur hennar fleygði henni af baki, og hún varð undir hon- um. Hún varð fyrir töluvert miklum meiðslum og kom heim á hækjum- í viðtali • einu hefur Tina sagt þannig frá um fyrstu fundi þeirra „Ari“ Onassis: „Ég var þá aðeins fjórtán ára, en ég man alltaf hvaða dag það var, — og vikudaginn meira að segja líka . . .“ Og hún sýnir um leið gull- armband, sem búið er til úr gullmynt frá dögum Alex- anders mikla. Á það er grafin þessi áletrun: „Laugardag kl. 7 em. — 17. apríl 1943. — T.I.L.Y." — Maðurinn minn stað- hæfir, að á þessu augnabliki hafi hann séð mig í fyrsta sinn, segir Tina. — Já, og ég man hann auðvitað líka, en í augum mínum var hann þá aðeins sem einn af vinum föður míns, yngri og fríðari en flestir aðrir . . . en ekkert annað né meira. Ari Onassis hefur síðar viðurkennt að hann hafi raun- verulega orðið ástfanginn af Tinu litlu í fyrsta sinn, er hann leit hana. — Það var Onassis, sem kom Livanos- fjölskyldunni til þess að kaupa hús í Oyster Bay við New York, en þar er leik- vangur hinna amerísku mill- jónamæringa. Sumarið eftir, þegar Tina var heima í orlofi, fékk hún tækifæri til þess að kynnast nánar hinum „argentíska“ Grikkja. Hann var þá vanur að þeytast um á listibát, sem þeytti vatninu aftur undan sér þannig að í röstinni mynduðust bókstafirnir: — TILY. —Tily, hvað táknar það? spurði Tina- — Tina, I love you, — svar- aði hann. Og er þetta jafnframt skýr- ingin á áletruninni á arm- bandinu. — Ég tek það aldrei af mér, segir hún. — Mér þykir vænt um það! Þetta sumar eyddi Tina og Ari miklum tíma í listibátnum og á sjóskíðum, — og þau opinberuðu trúlofun sína í júlí. „Þegar G r i k k i mætir Grikkja" segir gamalt mál- tæki, og það er ekkert leynd- armál, að grísk hjónabönd eru ákveðin og skipulögð löngu fram í tímann af fjöl- skyldum hjónaefnanna, og grískir skipaeigendur og mill- jónamæringar hafa bundizt tengdum kynslóð fram af kynslóð. En þessu var þó ekki þannig háttað varðandi hjóna- band Tinu og Ari Onassis, — heldur var það ástin sjálf, sem réði þar úrslitum. Tina varð seytján ára 28. desember 1946, þegar hún giftist Aristotele Socrates Onassis. Fór hjónavígslan fram í New York og brúð- kaupsveizlan var haldin á Plaza Hotel. — Brúðkaupsferðin var dá- samleg, friðsæl og truflunar- iaus, sagði Tina síðar. Systurnar höfðu alizt upp í anda viðskiptalífsins, því að í kringum föður þeirra voru jafan mikil umsvif og annríki. Þær voru vanar að líkja föður sínum við rakettu, því að hann var sífellt á ferð og flugi. Hann hvarf jafn snögg- lega og hann kom. Ari Onassis, sem hugsar hraðar en flestir aðrir, er aftur á móti hægur í hreyfingum og rólegur, eins og honum liggi aldrei neitt á. Tina lýsir föður sínum og eiginmanni þannig: — Faðir minn gengur aldrei. Maðurinn minn hleypur aldrei! Ari Onassis hafði skipulagt brúðkaupsferð sína og hinnar ungu brúðar sinnar, þannig að þau gætu notið friðar og kyrrðar. Þau sigldu í bát sín- um í rólegheitum eftir ám og vötnum Ameríku til suðurs í stefnu á Florida. Eftir tvo mánuði var Onas- sis aftur kominn til starfa sinna. Skip hans sigldu milli allra heimsálfa, og það var engin leið fyrir Tinu að fylgja honum eftir í viðskiptaerind- um hans. En hún ferðaðist aftur á móti einsömul, og féll það vel. Tina er ekkert fyrir það að vekja á sér athygli, og hún er venjulega mjög látlaust búin. Tina og Onassis eiga tvö börn, Alexander og Christinu- Eugenie, sem er tveim árum eldri en Tina systir hennar, átti lík örlög og Tina. Hún giftist Stavros Niarchos, og þeyttist land úr landi til þess að geta verið nærri honum, sem sífellt var á ferðalögum. Og nú eru nöfn máganna, Onassis og Niarchos, orðin þekktari um heim allan, en nafn tengdaföður þeirra, stór- útgerðarmannsins S t a v r o s Livanros. Það er sameiginlegt með skipum Onassis og Niarchos, að þau sigla undir fánum þeirra landa, þar sem skattar eru lágir. Til þess að komast hjá því að greiða skatta ákvað Onassis að setjast að í Mon- aco, en sportklúbburinn Monte Carlos neitaði að selja hon- um land. En þá gerði Onassis sér lítið fyrir og keypti allan sportklúbbinn, Casinoið og fleiri hótel og aðrar stóreignir, og varð mjög óþægur ljár í þúfu hinum opinbera gest- gjafa Monte Carlo. Þar að auki tók hann á leigu Chateau de la Croe, sem er helgaður gestum eins og Windsor- hjónunum og Leopold fyrr- verandi Belgíukdnungi. Umsvif máganna, Onassis og Niarchos, eru með fádæm- um mikil. Nýlega keypti Onassis til dæmis Greek Air- lines — gríska flugfélagið með húð og hári. Og Niarchos byggir risastór olíuskip með svo miklum hraða, að það þótti varla tíðindum sæta, er hið 47 þúsund smálesta olíu- skip „Evgena Niarchos" var nýlega sjósett í Southampton. Báðir eru þeir heimsborgar- ar miklir og hafa góð sam- bönd á æðri stöðum. Onassis talar fimm tungumál galla- laust ,og málakunnátta Niar- chos er álíka. Báðir taka skjótar ákvarðanir í viðskipta- málum sínum, og báðir eru snillingar að ráða fram úr ó- göngum og að notfæra sér al- þjóðavandamál, — eins og Suez-deiluna — sér til eigin framdráttar. Eugenie Qg Tina eru auð- vitað orðnir heimsborgarar eins og menn þeirra. Þær til- heyra hinum alþjóðlega há- aðli, og þær verða sífellt að vera á ferð og flugi til þess að eftir þeim sé tekið. Viðskipti nágranna krefjast þess, að fyrirtæki þeirra, sem varla eiga sér nein takmörk, eigi skrifstofur og heil hús um allar jarðir. Venjulega hafa þeir konur sínar með á ferða- lögunum, — og sem milljóna- mæringar hafa þeir efni á því að eiga sér uppbúin heimili, svo að segja hvar sem leið þeirra liggur. Ein af þeim spurningum, sem oft er lögð fyrir systurn- ar, er þessi: „Hafið þið það ekki á tilfinningunni, að þið séuð rifnar upp með rótum í hvert sinn, er þið ferðizt frá New York til Parísar, til Sviss, Rivierunnar, Lundúna, eða þegar þið farið í langar skemmtisiglingar?“ Tina hefur svarað þessu þannig: — Ég hef það aldrei á tilfinningunni að ég sé rót- slitin. Það er mér ekkert vandamál að pakka niður föggum mínum. Hvar sem við komum, er allt tilbúið fyrir móttöku okkar. Og nú höfum \rið heimilið sí fellt með okk- ur, hvert sem við förum, því að börnin eru orðin það stór, að þau geta verið með okkur .. Eugenie á einnig tvö börn, Philip, sem er fimm ára og Spyros tveggja ára. — Hvar sem við erum stödd í heimin- um, segir hún, reyni ég alltaf að vera með börnum mínum stundarkorn á hverju kvöldi. Og hafi ég tækifæri til, þá fer ég með þau í kirkju á hverj- um sunnudegi. í blaðaviðtali einu hefur Eugenie sagt frá því er hún fór í bíúðkaupsveizlu með manni sínum á listisnekkju hans „Eros“, sem er um 180 lestir, og á að þola öll veður. — Við hrepptum aftaka veður úti fyrir Antigua, sagði hún. — Skipið valt skelfilega, og ég varð ógnarlega sjóveik. Þá sagði ég við mann minn, að ég vildi aldrei framar koma á sjó. En síðar gerði ljómandi fagurt veður, og ég samdi frið við manninn minn — og hafið. Og nú er „Eros“ orðin eitt af dásamlegustu og notalegustu heimilum mínum. Tina Onássis ferðaðist með manni sínum 1954 til Mið- Asíu á listisnekkjunni „Chris- tina“. Þetta er 1800 lesta skip, og áhöfn þess er 40 manns. 1 þessari ferð heimsótti Ari Onassis og Tina Saudi-Arabíu, Sýrland og Sudan, og flug- vélin, sem þau fluttu með sér um borð í skipinu, flaug með þau langt inn yfir löndin. — Margar sagnir hafa gengið um Manitoba gefur framtíðinni auga . . . Börn okker eru okkar mesla auðlegð ÞAÐ ER VIÐFANGSEFNI ALLRA, jafnt foreldra sem annara þegna, a8 hlutast tll um aS börn vor komist sem fyrst á leiS þroskans. Þegar fjölskyldulíf sundrast verSa börnin vanrækt VÉR BERUM ÖLL, ABYRGÐINA í Manitoba eru þaS barnaverndarfélögin, sem annast um velfarnan vanræktra barna. Þessi félög njóta mikils stuSnings af hélfu heilbrigBis- og velferöar- málaráSuneytísins. 1 þeim bygSarlögum þar sem Children’s Aid Society er ekki viS lltSi, skulu allar fyrirepurnir stílast til Director of Public, Welfare. Áhuga almennings og fyrirspurnum er vel fagnaS. MANITOBA DEPARTMENT 0F HEALTH AND PUBLIC WELFARE R. V. BEND K. O. MACKENZIE Minister Deputy Minister of Public Welfare

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.