Lögberg - 29.08.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.08.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. ÁGÚST 1957 5 ?VVtV▼VVVVvw▼WWW ÁHUGA/ViÁL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Samlal við hálfiíræða ömmu: Þegar ég var stelpa og gekk úr rúmi fyrir gestum, þó svaf ég á fjósloftinu og las biblíuna VILBORG EINARSDÓTTIR. — Fædd 25. júlí 1862 í Þykkvabæ I Land- broti, döttir Einars síSar oddvita Einarssonar á Strönd, MeSallandi, og konu hans Rannveigar Magnúsdttur á Skaftárdal Magnússonar. Giftist 1888 Sveini bónda og smiS ólafssyni og bjuggu þau fyrst á Eystri- Lyngum I MeSallandi, siSan á Ásum í Skaftártungu, þvinæst 11 ár á HöfSabrekku í Mýrdal og loks í Hvammi i sömu sveit. Þau fluttust til Reykjavíkur áriS 1920. Vilborg missti mann sinn áriS 1934. Þau eignuSust þrjá syni, sem allir komust úr æsku; liía tveir. PERSÓNUR: AMMAN, gömul og reynd, ern, fylgisí vel með blöðum og útvarpi, tekur ofan gler- augu, þegar hún les. BLAÐAMAÐURINN, ungur og óreyndur. Blaðamaður: Jæja, amma mín, nú á að eiga viðtal við þig, af því að þú ert orðin svo gömul og merkileg. Amma: Æi, nei, verið nú ekki að gera veður út af mér, rétt komin í gröfina. Blaðamaður: Jú, nú áttu að segja mér frá því, þegar þú varst ung. Amman: Það er ekkert að segja, þetta var alþýðuheimili, eins og gengur og gerist. Blaðamaður: H v e n æ r manstu fyrst efti'r þér? Amman: Ég hef verið á fjórða ári, en það skaltu nú nú ekki skrifa. Það voru tveir menn komnir í baðstofuna, og þá segi ég, krakkinn á fjórða ári: Þetta er ljótur maður. ann svarar: Þykir þér við Ijótir? Blaðamaður: Bíddu við, ég hef ekki við að skrifa. Ammaij: Svo var það á jóla- dagsmorgun, við Karítas syst- ir mín vorum úti á kálgörð- um með ósköp fallega, nýja sko, sem hún móðir okkar saumaði. Þá var snjórinn svo mikill, að við gátum hvergi gengið nema á kálgörðum. — Hann faðir minn hafði þá reglu að lesa alltaf húslestur- inn á kvöldin áður en gengið var til náða og lét okkur krakkana syngja með. Á stór- hátíðum las hann húslestur á morgnana kl. 6. Svo fór hann til kirkju, hann var með- hjálpari. * ' Og svo var nú farið að gefa öllum skepnunum. Blaðamaður: Voru ekki stundum kveðnar rímur hjá ykkur? Amman: Hann fór oft með rímur og þá lærði ég þær. Blaðamaður: Hverjar féllu þér bezt? Amman: Ég veit ekki. Þær voru nú margar góðar. Þor- steins rímur uxafótar, Víg- lundarrímur, Gísla rímur Súrssonar (ég held ég hafi al- drei heyrt Refsrímur, þær voru eftir hann séra Hall- grím). Blaðamaður: Viltu nú ekki kveða brot fyrir mig úr rímu? Amman: (heldur áfram):... Svoldarrímur eða Jónsvík- ingarímur, þar sem Svoldar- orrusta gerðist, Ferstrands- rímur og Plató . . . Blaðamaður: En hverjar þótti þér mest til um? Amman: Ég veit ekki, okkur þótti alltaf gaman af Úlfars- rímum og Bærings rímum fagra. Þarna sátum við öll við vinnu okkar og stundum voru lesnar Islendingasögur. (Enn við sama heygarðshornið): Rímur af Reimar og Fal. Númarímur. Ég held mér hafi nú þótt þær einna skemmti- legastar. Blaðamaður: Leyfðu mér nú að heyra eina stemmu? Amman: (kveður Núma- rímur, er von bráðar orðin spennt yfir efninu, þylur upp úr sér eina vísuna af annarri og ætlar aldrei að hætta. Kann ógrynnin öll og man). Blaðamaður: Hvenær lærð- irðu að lesa, amma? Amman: Ég hef sjálfsagt verið orðin vellæs svona 6 til 8 ára. Blaðamaður: Þú hefur þá lært að lesa fyrir tæpum 90 árum? Amman: (Finnst ekkert merkilegt eða undarlegt við það): Já, ég býst við því. Æ, teldu það ekkert, blessaður vertu. Blaðamaður: Sitthvað hef- urðu víst lesið um ævina? Amman: (hugsar og kemst að niðurstöðu). Ég hef líklega lesið nokkuð margt. Ég las nú þegar ég var telpa, og það komu gestir i og ég gekk úr rúmi, þá svaí ég á fjósloftinu og las biblíuna. Ég las hana aldrei frá orði til orðs, ég hljóp yfir sumt af spámönn- unum. Svo las ég Norður- landasögurnar, ekki á fjós- pallinum, svona á vökunum. Og Islendingasögurnar- Blaðamaður: Hvaða íslend- ingasögum hélztu mest af? Amman: Njála þótti mér skemmtilegust. Það held ég mér hafi alltaf þótt. Svo var Egils saga Skallagrímssonar. (Hallar undir flatt, var ekki búin að ljúka sér af með rím- urnar): Þórðar ríma, Þórðar hreðu. Blaðamaður: Og hvaða per- sónur í íslendingasögunum þótti þér vænzt um? Amman: Ég hélt upp á Njál á Bergþórshvoli. Auðvitað eru margar góðar persónur þar. Hallur á Síðu, Flosi á Svína- felli, Ólafur pá, Kjartan Ólafs son. Blaðamaður: Og eitthvað hefurðu nú kunnað af kvæð- um? Amman: Jæja, dálítið kunni ég nú. Hér um bil öll kvæðin hans Kristjáns Jónssonar og Jóns Ólafssonar. Man það ekki, það er ekkert að marka það svona í kasti. Dálítið eftir Matthías. Ég kunni hérna það sem hann þýddi um Finnann, gamla Stál: Ei nefnist hann, er hana reit, en hún var um landvörn Finna. Hjá gylltum bókum gleymd hún lá > í grárri kápu, þunn og smá. Og sagan leizt mér helg og há, mitt hjarta óðum tók að slá! Svo urðu þeir vinir, Runeberg, skáldið, og gamli maðurinn. Ef herrann fýsir, fékk hann téð, ég frætt hann get, því ég var með. Þar var Sveinn dúfa og þeir voru margir, ég man ekki í bili, hvað þeir hétu. Hann hefur þýtt það hann séra Matthías. — Ég hef heyrt Andrarímur og Gönguhrólfsrímur. Blaðamaður: Fékkstu ekki svolítið við að yrkja sjálf? Amman: Nei. Ekkert. Bara einstaka stöku. (Eyðir tali þessu): Ég held ég hafi lesið Nýja testamentið allt- Blaðamaður: Hvaða bækur hefur þér þótt vænzt um? Amman: Ja, guðsorðabæk- urnar, eiginlega. Faðir minn las Péturspostillu, einstaka sinnum úr Jónsbók, húslestr- ana á Strönd. Eftir að ég fór að búa las ég húslestrana úr Helgapostillu. Svo eignaðist ég margar bækur (telur upp og tínir fram). Nei, ég vil ekki telja það upp fyrir nokkurn mann. Passíusálmana lærði ég. Ég söng þá á föstunni á vetrin. Fólk gerði það al- mennt. (Enn að hugsa um bækurnar). Vertu ekkert að telja þetta upp, heldur get- urðu sagt, að ég hafi lesið dálítið bækur. Hvað ertu að skrifa, blessað barn? Blaðamaður: .... Ekkert, nema fáein hjartnæm orð. Amman (lítur ráðlaus í kringum sig): Það tekur því ekki að vera að skrifa mikið. Lífið hefur verið mikil barátta oft. En Guð hefur styrkt mig. — Heyrðu, viltu ekki þiggja hjá mér mjólkurglas? Blaðamaður: Segðu mér meira, amma. Amman: Á ég að segja þér frá einni allra skemmtilegustu nótt, sem ég hef lifað. Það var hvítasunnunótt, ég var að vaka yfir lambfénu. Það var svolítil úðarigning- Og fénu leið svo lifandis ósköp vel, það lá á Ströndinni, það voru bakkar, sem hétu Strönd. — Loftið ómaði af fuglasöng. Og hélan sat á stránum. Lömbin lúrðu ofan á mæðrum sínum. Við vöktum til skiptis, syst- urnar. Ég vakti oftast, mér oótti gaman að því. Blaðamaður: Þú hefur al- drei sofnað? Amman (hissa, jafnvel hneyksluð): Nei. Vakti. Svo iegar voru stórrigningar, þá var um að gera að koma ánum inn í hús, áður en þær fæddu lömbin — þykir þér gaman að skrifa um það — þá varð ég að koma þeim inn áður en þær bæru. — Svo þegar sólin kom upp um morguninn, þá greidd- ist úr þokuúðanum og varð glaða sólskin. Ó, það var dýr- legt — viltu ekki skrifa það — það gerir ekkert til. Og svo rann féð í hagann. Blaðamaður: Hvaða störf þóttu þér skemmtilegust? Amman: Mér þóttu hann- yrðir skemmtilegar, og mér þótti líka skemmtilegt að lesa bækur. Annars þótti mér alltaf gaman að ríða góðum reiðhesti. Blaðamaður: Finnst þér þá hneisa og eftirsjá, hvað fáir bændur sinna útreiðum nú orðið? Amman: Það er vandræði. En það er margt ólíkt. Og það væri langt mál að lýsa fortíð- inni og nútíðinni. Faðir minn t. d. eiginlega vel sjálfmennt- aður maður, gáfumaður, mjög góður skrifari, starfsmaður mikill og það, sem kallað var búhagur, smíðaði allt sem þurfti til heimilisins. Á ég að nefna, hvað við vorum mörg systkinin. Við vorum nú 13, 7 komust úr æsku, hin dóu ung, fóstursonur sá áttundi, og svo þegar hart var í ári, voru tekin börn frá fátækara fólki í nokkrar vikur- Ég er fædd í Þykkvabæ í Landbroti. Hann séra Þorvarður, faðir hans séra Þorvarðar í Vík skírði mig. Á ég að segja þér hvað hann gerði, þegar hann og tautaði að þó að hann væri sjálfur kannski feigur, þá væri þetta barn ekki alveg íarið úr heiminum. Og rétt á eftir dó hann. Blaðamaður: En þú varst ekki alveg farin úr heiminum. Amman: Ekki þá, ekki þeg- ar ég var hvítvoðungur. Blaðamaður: Bjóstu við, að þú yrðir svona gömul, amma? Amman: Ég vissi ekkert um það. Nú erum við Sólveig tvær einar eftir, ég var elzt^ af þeim sem komust á legg og hún var yngst. — Ertu nú ekki ánægður? Ég get ekki sagt þér, elskan mín, því það er svo margbrotið. Blaðamaður: Er það lífið, sem er svo margbrotið, amma? Amman: Já. Blaðamaður: Það hefur margt breytzt á þinni löngu ævi. Viltu ekki segja méir eitthvað um breytingarnar? Amman: Get það ekki, þær eru svo miklar. Blaðamaður: Þú hefur þó fylgzt vel með. Hérna um árið varstu að tala um að það væri hálfgerður hvotingur í þér að fljúga til Vestmannaeyja, þetta tæki enga stund. Amman: Nei, ég legg það ekki upp lengur. Blaðamaður: En heldurðu nú, að það sé meira gaman að lifa nú en þegar þú varst ung? Amman: Það efast ég um. Þá var náttúrlega linnulaust erfiði, allt unnið með hönd- unum, og engar voru vélarn- ar, en þar sem góð samheldni var á heimili, þá var bara furðu skemmtilega (sezt við rokkinn og fer að spinna). Blaðamaður: Hvað viltu segja mér meira, amma? Amman: Ég hef ekkert að segja, nema ég er orðin af- gömul kelling. Mig dreymdi í nótt svolítinn draum, viltu heyra hann. Þú skalt nú ekki skrifa hann. Ég var stödd á stórri flatneskju, sem sneri og hallaði að sjónum. Það var vorhlýja í lofti. Ég finn, að mér lízt vel á þennan stað, og langaði að fara að reisa okkur hús og fara að búa í þessu dalverpi. Svo leit ég yfir alla ströndina og allt austur í Skaftafellssýslu. Og hvergi öíviiuí img. nann toK mig og bað fyrir mér, þau sáu það, finnst mér eins búsældarlegt. —Alþbl., 25. júlí

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.