Lögberg - 29.08.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 29.08.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. ÁGÚST 1957 ✓ Úr borg og bygð Grettir L. Johannson ræðis- maður og frú komu heim að- faranótt síðastliðins þriðju- dags sunnan frá Minneapolis, Minn., en þangað fóru þau hinn 18. þ m. og voru viðstödd móttökufagnað þann, er kven- félagið Hekla efndi til þar í borginni til heiðurs við biskup Islands herra Ásmund Guð- mundsson; kvað Mr. Johann- son móttökuna hafa verið fjölsótta og hina ánægjuleg- ustu um alt. ☆ A meeting of the Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E. will be held on Friday even- ing, Sept. 6th at the Univer- sity Women’s Club 54 West- gate. Mrs. J. B. Skaptason and Mrs. A. F. Wilson will be hostesses. ☆ Mrs. Vigdís Hanson og sonur hennar George frá Chicago litu inn á skrifstofu Lögbergs á þriðjudaginn. — Þau dvöldu í mánuð á Gimli, en fnóðir Mrs. Hanson, Sig- ríður Guðmundsson, er á Betel, háöldruð en við allgóða heilsu. Þau mæðginin lögðu af stað heimleiðis samdægurs. ☆ Mr- B. J. Lifman frá Árborg var staddur í borginni um síðustu helgi. ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH St. James, Man. Services in the St. James Y- M. C. A. Ferry Road South (Just off Portage Ave.) Sunday, September lst: Service at 11 A.M. At the 11 o’clock service in the St. Stephen’s Lutheran Church messages will be brought by Ásmundur Guð- mundsson, the bishop of Ice- land, and séra Pétur Sigur- geirsson of Akureyri. You are cordialli invited. Eric H. Sigmar, Pastor ☆ Hingað kom til borgarinnar í fyrri viku fróður og skemti- legur gestur af íslenzkum uppruna, og var sá John I. Bearnson frá Springville, Utah, U.S.A. Hann var for- maður hátíðarnefndarinnar, er forgöngu hafði um hinn merkilega og margbrotna mannfagnað, sem haldinn var í Spanish Fork fyrir tveimur árum í tilefni af aldarafmæli Islandsbygðar þar um slóðir; í för með Mr. Bearnson var frú hans, og eru þau hjón mjög rómuð fyrir alúð og risnu. Mr. Bearnson rekur suður þar fataverzlun í stór- um stíl. Hann er ættaður úr Rangárvallasýslu og var faðir hans Finnbogi Bjarnason, er til Vesturheims fluttist 1882. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Kvöldmessur á ensku á sunnudögum ágústmánaðar, og fyrsta sunnudaginn í september- 8. sept. hefjast hinar venju- legu árdegismessur á ensku kl. 11, en kvöldmessur á ís- lenzku kl. 7. Allir ævinlega velkomnir Tilvalin afmælisgjöf Gleðjið vini ykkar, þá er ekki fá Lögberg, með því að senda þeim blaðið í afmælis- gjöf eða jólagjöf, þegar þar að KAUPIÐ og LESIÐ — LÖGBERG! ABYRGÐ FORELDRANNA —gagnvarf áfengisnaufrn æskunnar Æskan þarfiiast leiðbcininga foreldra sinna og skllnings til að venjast aðhaldi til áfengisnautnar. Æskan þarfnast foreidra, sem skiija aflelðingar áfengls- ncy/.lu og geta lagt til heilræði. Æskan þarfnast og verðskuldar forcldra, sem virða lögin og kenna virðingu fyrir þeim. MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATION Svo mæla lög:— „Kngin persóna má gefa eða veita þeim áfengi, sem eru innan við tuttugu og eins árs aldur.“ „Sérhver persóna innan við tuttugu og eins árs aidur, sem hefir t vörzlu sinni áfengi eða neytir þess, er brotleg gegn áfengislöggjöfinni, og getur sætt sekt, er eigi fari yfir hundrað dollara.“ (IJquor Control Aet, Sectlon 170). Hafið hugfasf:— 13-7 Flestir ofdrykkjumenn byrja að drekka á unga aldri. Enginn má láta slg það henda að tefla refskák um framtíð æskunnar. Þetta er ein þeirra auglýsinga, sem birtar eru f þágu almennings að tilstufflan Department of Education, Room 42, Legislative Building, Winnipeg 1. Fréttabréf úr Húnaþingi TJÖRN, Valnsnesi, 24. ágúst 1957 Kæri Einar og lesendur Lögbergs: Nú er farið að hausta að hérna heima á íslandi. Sumarið hefir verið yndis- legt, sólríkt og hér um bil rigningarlaust. Heyskapurinn hefir gengið vel hérna norðan lands og víðast hvar á land- inu, nema á suðausturlandi, þar sem þokur hafa tafið fyrir því að þurrka heyið. Heimsókn forseta Finnlands lauk fyrir nokkrum dögum. Hann talar íslenzku, ferðaðist eitthvað um landið og veiddi lax í Borgarfirði. Hópur íslendingar er ný- kominn heim frá Moskvu, þar sem þeir sátu æskufriðarþing. Á sama tíma var Úkraníu- knattspyrnuflokkur í Reykja- vík, Kiev Dynamo, að keppa við félögin hérna. Einnig hefir verið mikil knattspyrna í sumar í þessu héraði, enn- fremur hefir veðrið verið hið ákjósanlegasta til þess. Bílaumferð hefir verið afar mikil hérna upp á síðkastið. Benín lækkaði verulega í ágúst-byrjun, og ekki hefir það dregið úr bílanotkun á vegum landsins. Skipaverkfallinu er nýlok- ið, en nú spá menn því að annað “Strike” muni byrja í haust. Það er sagt að mat- sveinar á skipunum hafi sagt um samningum frá 1. sept. Hvað sem að höndum ber í þessu sambandi, er það ekki vafamál að þessi verkföll á Islandi hafa slæmar afleiðing- ar í för með sér bæði fyrir einstaklinga og þjóðarbúskap- inn í heild. En þrátt fyrir alt verður ekki annað sagt en að Islend- ingum líður vel. Miklar fram- kvæmdir eiga sér stað bæði til sveita og kaupstaða. Það eru miklir peningar í veltunni og búðir eru vel fullar af alls konar vörum. — Ég hitti konu hérna í Miðfirði fyrir stuttu síðan, Mrs. Key að nafni frá Alberta. Hún var að heim- sækja æskustöðvar sínar eftir 40—50 ára útivist í Canada. Hún var undrandi yfir þeim breytingum, sem orðið höfðu síðan hún fyrst man eftir sér hér heima — en henni fannst allt hræðilega dýrt. T. d. keypti' hún fjómaís handa börnum okkar. Stykkið kost- aði 5 krónur eða 50 cent. Við vissum bæði að það sama í Canada, myndi ekki kosta meira en 10 cent, — og svo má lengi telja. Séra Haraldur Sigmar og fjölskylda hans eru væntan- leg til landsins í byrjun september- Við, sem unnum með honum, hlökkum til að sjá hann, indæla konu hans og börn og um leið rifja upp margar góðar endurminn- ingar. Með beztu kveðjum til allra kunningja og vina. Robert Jack Tvær íslenzkar stúlkur fró Winnipeg heimsækja ísland Eðlilegt er það og nærri ó- hjákvæmilegt, að andi þeirra, sem fullorðnir hurfu vestur, leiti aftur til átthaganna. Hins er síður að vænta, að þriðja kynslóðin, barnabörn land- nemanna, telji sig vand- bundna ættlandi sínu, og hugsi í austurátt. Það gladdi mig því stórlega, þegar tvær ungar stúlkur frá Winnipeg heimsóttu mig fyrir nokkrum dögum síðan, knúnar af sömu þörf og þrá að sjá land feðra sinna, og hitta ættingja sína hér, enda þótt þær töluðu einungis enska tungu. Önnur þessara ungu kvenna hét Jó- hanna, dóttir Ágústs heitins Blöndals læknis í Winnipeg og konu hans, Guðrúnar Stefánsdóttur, sem er ná- frænka Jóns Rögnvaldssonar garðyrkjuráðunauts og þeirra systkina. En móðir dr. Ágústs Blöndals var Björg Bjarna- dóttir Halldórssonar stúdents á Úlfsstöðum í Loðmundar- firði Sigurðssonar prests á Hálsi Árnasonar, af Svalbarðs ætt. Hin stúlkan, Violet, var dótturdóttir Jóns Benedikts- sonar ríka frá Hólum í Hjalta- dal Vigfússonar. Höfðu þess- ar gervilegu ungu stúlkur báðar verið við nám í London í vetur og brugðu sér hingað í sumarfríinu, og kváðust ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum. Töldu þær ættland sitt vera með þeim allra fegurstu, sem þær hefðu augum litið. í þessu sambandi kom mér það f hug, að greiða þyrfti fyrir því, að ungir Vestur- íslendingar, sem kynnu að hafa hug á að koma hingað til að kynnast landi og þjóð, gætu átt kost á ókeypis skóla- vistum eða dvöl hér um lengri eða skemmri tíma. Hver ein- asti skóli í landinu ætti að hafa að minnsta kosti eina slíka skólavist á boðstólum, og margur mundi fegins hendi taka við unglingum að vestan til dvalar. Með þessu móti mætti viðhalda vináttu og menningartengslum milli þjóðarbrotanna austan hafs og vestan miklu lengur en ella væri líkur til, báðum til ó- metanlegs ávinnings. (Úr grein eftir séra Benja- mín Kristjánsson). —Dagur, Akureyri, 10. júlí Konan: — Ég hélt þú gætir lesið fyrir mig meðan ég saumaði? Magurinn: — Ég hélt þú gætir saumað fyrir mig meðan ég læsi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.