Lögberg - 05.09.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.09.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1957 3 EFTIRMÆLI (Skrifað hefir B. J. Hornfjörð) Hinn 30. maí 1957, lézt Ástríður Einarsdóttir Gíslason að heimili sínu og eiginmanns hennar, Magnúsar Gíslasonar að Arborg, Manitoba. Hún var fædd 24. janúar 1887 að Árnanesi í Austur- Skaftafellssýslu, þar sem for- eldrar hennar bjuggu, Einar Stefánsson og Lovísa Bene- diktsdóttir. En þau fluttu vestur um haf 1904 ásamt börnum þeirra, er heima voru, öllum nema einu, Benedikt, er aldrei hefir komið vestur. Settust þau hér að í Framnes- bygð í Nýja-íslandi, en þar höfðu börn þeirra, er vestur höfðu farið, tekið sér bólfestu. Einar dó 1910 og Lovísa 1913. Ástríður, sem var yngst barna þeirra, hafði lengt af hjá þeim verið. Árið 1909 giftist Ástríður Magnúsi Gíslasyni, ungum myndarlegum manni í Fram- nesbygð, syni Gísla Árnason- ar og Dýrunnar Steinsdóttur, skagfirzkum að ætt. Komu foreldrar hans vestur 1883, settust fyrst að á Gimli, þá í Mikley ,næst í Isafoldarbygð, sem eyðilagðist af áflæði úr Winnipegvatni. En þá voru nýbygðirnar vestur af Árborg að byggjast, urðu þau þar landnemar og nefndu bæ sinn Víðirhól. Þá jörð keypti Magnús síðar og þar bjuggu hin ungu hjón eftir það. Farn- aðist þeim vel. Þau voru bæði dugleg og áhugasöm, og skoð- uðu hvað eina sem þau gerðu sem stein lagðan í vegg hinn- ar nýju, frjósömu bygðar, er þarna var að rísa upp. Þau unnu trúlega að framfara- og menningarmálum héraðs síns og safnaðarmálum. Ekkert var talið eftir sér að gera, er til hins betra horfði. Og íslenzk mál sátu þar ekki á hakanum. Hafði hin látna mikinn áhuga fyrir vexti og viðgangi ís- lenzks lestrarfélags og hafði gæzlu þess um langt skeið. Börn Magnúsar og Ástríðar- eru: Eínar, sveitarskrifari, bú- settur í Árbarg. Gíslína Guðrún, gift, í Sel- kirk, Manitoba- Ástríður Einarsdóítir Gíslason Louis Stefán, bóndi í Fram- nesbygð. Halli, bóndi í Víðir. Njáll, bóndi í Framnes- bygð. Helga, gift kona, í Riverton. Guðný, gift, lifir í Víðir. Jóhann Páll, búsettur í Árborg. Torfhildur, bókhaldari við Bændabúðina í Árborg. Af systkinum Ástríðar, er alls voru tólf, en tíu komust upp, eru nú aðeins fjögur á lífi: Pálína, kona Bergs Horn- fjörðs, Jóhanna, kona Guðm. Vigfússonar, fyrir skömmu látnum, báðar í Árborg; Stefán, ritstjóri Hkr., í Win- nipeg; og Benedikt á Islandi. En dáin eru: Guðrún, yfir-, setukona í Víðirbygð, gift Þórarni Kristjánssyni, Sig- ríður, gift Rafnkeli Bergssyni, byggingarmeistara, Þorsteinn, Guðjón og Högni. Við útförina var fjölment. Fluttu kveðjumálin Rev. J. Larson og séra Sigurður Ólafsson. Ástríðar er saknað ekki að- eins af eiginmanni og börnum, heldur og samferðasveit henn- ar. Mun hún lengi minnast hennar sem góðs og sanns frumherja, er verk sitt vann af samúð og áhuga fyrir al- mennri velferð en ekki döl- unum, sem fyrir það fást, sem er nútíðar mælistika mann- gildisins. CARLING'S \ t við útförina voru fiutt er- Business und Professional Cards indi þau er hér fara á eftir, ___________________—------------- ort af B. J. Hornfjörð: I j>jóÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Nú laus við líkams þraut, sem lengi hefir þjakað, nú björt þín liggur braut, nú bölið fær ei sakað. 1 himins helgum sal þú hópinn þinna sérð, um eilífð una skal af andans styrkleik gerð. Eiginmann ástúð með hún innilega kveður, samleið þá, sem var léð, sú minning vini gleður- Börnin þau þakka þýtt þína vernd, æfileið, með kærleik kveðja blítt, þitt kvadda lífsins skeið. I Vinir og vandamenn þér vinar kveðjur flytja, suma þú sjá munt senn þá sæluríkis vitja. Þér gröfin færir frið þar hvíldin búin er, þar hjálpar þarf ei við, þar veröld horfin er. Jóhann Sigurjónsson Framhald af bls. 2 armál, að hann ætti þetta barn, síður en svo, og Inge- borg tók henni vel, þegar hún kom í heimsókn. Hún lét æskusyndir Jóhanns liggja milli hluta. Það hefur alltaf verið ráðgáta, hver móðirin er, en hún var víst ekki við eina fjölina felld- Jóhann tal- aði aldrei um hana. — Gríma Sigurjónsson er nú gift kona í Höfn og ber nafnið Nielsen. Þegar hún var um fermingu fór ég með hana til Laxamýrar og dvaldist hún þar og á Akureyri um skeið. Svo fór hún út aftur og talaði þá dálítið í íslenzku. 1949 gróf ég hana upp í Valby, þar sem hún bjó með manni sínum og ljómandi fallegri dóttur. Ekki fannst mér Gríma vera lík Jóhanni nema hvað hún hafði íslenzka þrá- ann. Dóttir hennar var aftur á móti keimlíkari afa sínum, t. d. virtist mér hún blíðlynd- ari en móðirin. — Það er því á misskilningi byggt, þegar menn halda, að Jóhann hafi ekki eignazt afkomendur. Og íslendingar sem unna skáldi sínu þurfa að vita af þeim minnugir þess að e. t. v. var Gríma ánægjulegasta stað- reyndin í lífi skáldsins. Það má segja, að Jóhann hafi að mörgu leyti verið hamingju- samur maður og fullvíst er, að dóttir hans hafi átt sinn þát1; í því. Hamingjusamur, endur- tók Jónas, eins og hann vildi koma einhverju að sem enn hafði ekki borið á góma. Ég leit spyrjandi á hann. Þá sagði hann um leið og hann kvaddi mig. — Ja, hamingjusamur? Jóhann elskaði lífið, eins og háttur er gleðimanna. En hann óttaðist dauðann. Sennilega hefur sömu hend- | ingunum skotið upp í hugum Forseti: J)R. HICHARI) BECK 801 Lincoln Drive, Grand Forka, North Dakota. Styrkið félagið með því að gerast meðlimir. Arsgjald $2.00 — Tímarit félagsina írítt. Sendist til fjármálaritara: MR. GUÐMANN UEVY, 186 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá aö rjflka flt meö reyknum.—Skrifið, símið til KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Wlnnipeg just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-6227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMre notary & corpörate seals cellUloid buttons 324 Smilh Sí. Winnipeg WHitehall 2-4624 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealera GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890 A. S. BARDAL LTD. funeral home 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Stofnað 1894 SPruce 4-7474 PARKER, TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Cllve K. TaUin, Q.C., A. F. Kristjansson. Hugh B. Parker. W. Steward Martin Sth fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-3561 P. T. Guttormsson barrister, solicitor. notary public 474 Groln Exehonge Bldg. 167 Lombord Street Office WHitehaU 2-4829 Residence 43-3864 Thorvaldson, Eggerison, Basiin & Siringer Barristers and Solicitora 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehall 2-8291 SPruce 4-7855 ESTLMATFS J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help EUminate Condensation 632 Simcoe St. Wtnnlpeg, Man. J. J. Swanson & Co. LIMITED 30* AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgS o.s. frv. WHitehall 2-7538 Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOE 27 YEARS SPruce 4-4422 EUlce & Home CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managtng Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Flsh 311 CHAMBERS STREET Offlce: *es.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 S. A. Thorarinson Barrister and Bolicitor 2nd Floor Crown Trust Hldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Res.: 40-6488 FRÁ VINI Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountanta WHiiehall 2-2468 100 Prlncess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN THE MODEL FUR CO. D. MINUK, PROP. Fur Coats Made To Order. Repairing, Remodelling, Relining & Storing, and Sports Wear. TeL WHitehaU 2-6619 Res. JUstlce 6-1961 304 Kennedy St. Winnipeg, Man. The Business Clinic Anna Larusson — Florence KeUett 1410 Erin Street Phone SPruce 5-6676 Bookkeeplng - Income Tax Insurance okkar beggja, þegar við kvöddumst: Bak við mig bíður dauðinn, ber hann í hendi styrkri hyldjúpan næturhimin heltan fullan af myrkri. —M —Mbl., 20. júli Dr. ROBERT BLACK Sérfræðingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MKDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Offiee WHitehall 2-3861 Res.: 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.