Lögberg - 19.09.1957, Side 1

Lögberg - 19.09.1957, Side 1
Gunnar B. Bjornson látinn Gunnar B. Bjornson og Ágústa Ingíbjörg kona hans, er nú hvíla hlið við hlið í grafreit íslendinga í Minneota, Minn. Fréttir frá starfsemi S. Þ. september 1957 RÚMLÉGA 60 MÁL Á DAGSKRÁ ALLSHERJARÞINGS SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Síðastliðinn sunnudags- morgun lézt að heimili sínu í Minneapolis, Minn., hinn snjalli blaðamaður, Gunnar B. Bjornson, fyrrum skatt- stjóri Minnesotaríkis 85 ára að aldri, fjölhæfur gáfumaður og mikill höfðingi í sjón og reynd. — Lögberg mintist Norman S. Anderson, sonur Eyjólfs Anderson byggingar- meistara í Chicago, út- skrifaðist í Accountancy í vor frá Valparaiso-háskólanum í Indiana með hárri einkunn. Hann er nú starfsmaður hjá Accounting félagi í Chicago. Þeir feðgarnir komu norður í vikuheimsókn til frændfólks síns í Ashern, Hayland og Vogar. Litu þeir inn á skrif- stofu Lögbergs ásamt frænda sínum Hjálmari Goodman frá Ashern á föstudaginn og voru þá að leggja af stað heimleiðis. ☆ Mr. og Mrs. Ólafur Hallsson frá Eriksdale voru í borginni í vikunni sem leið. ☆ — DÁNARFREGN — Á miðvikudaginn í vikunni, sem leið var borinn til moldar einn af frumbyggjum íslenzka bygðarlagsins að Milton, North Dakota, H e r m a n n Bjarnason frá Viðfirði, einn hinna gáfuðu og þjóðkunnu Viðfjarðarsystkina, nálega ní- ræður að aldri; hann unni hugástum íslandi og íslenzkri menningu; útförin var gerð frá Fjallakirkju að viðstöddu fjölmenni. Séra Ólafur Skúla- son jarðsöng. hans nokkrum orðum í tilefni af afmæli hans 17. ágúst s.l. Kveðjuathöfn fór fram 1 Minneapolis kl. 10 f. h. á þriðjudaginn, en að því búnu var líkið flutt til jarðsetningar í Minneota þar sem hinn látni sleit barnaskónum og átti lang lengstan starfsferil sinn- Vinnur námsframa Miss Mary Joan Luíher Þessi efnilega unga stúlka er ein af þremur dætrum þeirra Johns og Grace Luther, sem búsett eru í bænum Bakersfield í Californíarík- inu. Mr. Luther er íslendingur í húð og hár, fæddur í Nýja- íslandi og ruddi sér braut við kvöldskólanám unz hann lauk verkfræðiprófi; kona hans er af þýzkum ættum. Miss Mary Joan lauk mið- skólaprófi í vor sem leið og hlaut þá fjögra ára náms- styrk við þann háskóla, er hún veldi sér og nú hefir hún hafið nám við Californiaháskóla að Berkeley. ÚMLEGA 60 mál eru á dagskrá Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem kemur saman í New York uann 17. þ. m. Þetta er tólfta allsherjarþing samtakanna og mæta þar fulltrúar frá 81 þátt- tökuríki, en líkindi eru til aess að enn bætist við eitt játttökuríkið, þar sem Ör- yggisráðið hefir nýlega ein- róma samþykkt að mæla með upptökubeiðni Malaja ríkisins nýja. Það kennir margra grasa á dagskrá þingsins að þessu sinni eins og endranær- Til umræðu verða stórmál, sem varða hvern einasta mann í veröldinni, svo sem meðferð kjarnorkuvopna og afvopnun- armálin og þingið mun einnig fjalla um minni málefni svo sem hvaða fyrirkomulag sé heppilegast í skólamálum Sameinuðu þjóðanna, þ. e. rekstur alþjóðaskólans, sem börn starfsmanna og fulltrúa S. Þ. sækja. Auk þess verður þingið að semja fjárhags- áætlun fyrir stofnunina, sem að þessu sinni nemur um 53. miljónum dollara. Allsherjarþinginu ber einn- ig að kynna sér skýrslur frá sérstofnunum samtakanna, á- kveða um starfsmannahald og ótal margt fleira, sem teljast mega heimilismál. . . . . Þá hluslar allur heimurinn Venjulega sækir fjöldi utan- ríkisráðherra þátttökuríkj- ann Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna og dvelja á þinginu að minnsta kosti þar til hinar svonefndu almennu umræður hafa farið fram. Umræður þessar fara fram í byrjun þingsins, venjulega strax eftir að embættismenn þingsins hafa verið kjörnir og kjörbréfanefnd hefir athugað skilríki fulltrúanna. Fulltrúar þátttökuríkjanna, venjulega utanríkisráðherrar, þegar þeir eru viðstaddir, gera í umræðunum grein fyrir skoðunum sínum á aðsteðj- andi vandamálum. Það er því oft beðið með óþreyju eftir þessum umræðum um vanda- mál heimsins. Ekki sízt vegna þess að ráðamenn stórveld- anna hafa oft notað þennan vettvang til þess að láta um- heiminn vita hvað þeir ætlast fyrir, eða að þeir hafa komið með uppástungur um lausn vandamála, sem varða allan heiminn. Þannig var það t. d. að Eisenhower Bandaríkja- forseti setti fram hugmynd sína um alþjóðasamvinnu um kjarnorkurannsóknir til frið- samlegra framkvæmda í ræðu stóli á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Það h'efir verið sagt, að þeg- ar hinir miklu menn í alheims stjórnmálum taki til máls í almennum umræðum á Alls- herjarþingi £. Þ. — þá hlusti állur heimurinn. Sjö nefndir þingsins Dagleg störf þingsins fara fram í sjö nefndum. Hvert þátttökuríki á rétt á fulltrúa í öllum nefndum og fer hann með eitt atkvæði, hvort sem þjóðin er stór eða smá. Málum er ’skipað í nefndir eftir málefnaflokkum. T. d. fjalla tvær nefndir um stjórn- mál, ein um efnahagsmál, sú þriðja um félagsmál, sú fjórða um gæzluverndarmálin, fimta um fjárhag og framkvæmda- mál stofnunarinnar og sjötta um alþjóðalög. Friðarmálin mikilvægusl Þau mál, sem mestu máli skipta og mesta athygli vekja eru að sjálfsögðu friðarmálin, eða ráðstafanir til þess að úyggja öryggi og frið í heim- inum. Þar er efst á blaði af- vopnunarmálið, sem verið hefir á dagskrá allra ellefu allsherjarþinga til þessa, án þess að endanleg lausn hafi fengizt. En bent hefir verið á, að svo lengi sem þetta erfiða mál er á dagskrá þingsins sé von um að stórveldin komi sér saman. Það sé fyrst, ef það sé tekið út af dagskránni, að veruleg hætta sé á ferðum. önnur stórmál, sem fyrir þinginu liggja eru einnig gamlir kunningjar svo sem K ó r e u-vandamálið, flótta- mannavandamálið, S u e z, Kýpur og Alsír. Ungverja- land var rætt á dögunum á 11. þingi samtaka»na, sem ekki var slitið í fyrra til þess að hægt væri að kalla það saman með stuttum fyrirvara ef á þyrfti að halda. Breytingar á slofnskránni Á einum tveimur árum hefir þátttökuríkjum Sameinuðu þjóðanna fjölgað um þriðjung. Framhald á bls. 4 Útnefndur tii þingmensku Dr. George Johnson Ihaldsflokkurinn hefir út- nefnt Dr. George Johnson á Gimli til að leita kosningar í Gimlikjördæmi fyrir flokksins hönd við næstu fylkiskosning- ar í Manitoba, sem sennilega eru ekki langt undan landi; er Dr. Johnson álitlegt þing- mannsefni sakir hæfileika og mannkosta. Þingkosningar í vændum Hinn 7. október næstkom- andi fara fram almennar kosningar til norska þjóð- þingsins og er þegar alvarlega farið að hitna' í kosninga- pottinum; hlutfallskosningar eru um hönd hafðar; kosninga rétturinn, sem nær jafnt til kvenna sem karla, er miðaður við 21 árs aldur; þingmenn eru kosnir til fjögurra ára. Að afloknum nýjum kosn- ingum, fer fram í sameinuðu þingi kjör 38 þingmanna, er skipa efri deild þjóðþingsins með það fyrir augum, að öll löggjafarnýmæli, ásamt laga- breytingum, verði rædd og rannsökuð í tveimur þing- deildum; hundrað og fimmtíu kjörnir fulltrúar eiga sæti á þingi. Um þessar mundir fer með völd í Noregi flokkur Social- Demokrata, eða óháðra verka- manna undir forustu Einars Gerhardsen og réði hann yfir 77 þingsætum; íhaldsmenn töldu 26 þingfulltrúa, bænda- flokkurinn 15, Liberalar 15, kristilegur alþýðuflokkur 14 og kommúnistar 3. Á síðasta þingi studdist Gerhardstjórnin einungis við tveggja þingsæta meirihluta. ---------------—-- Úr borg og bygð

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.