Lögberg - 19.09.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.09.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1957 skipaleiðsögn höfðum með hondum, sáum ekki út úr því, sem við höfðum að gera. Það fór að bera á skorti á leið- sögumönnum. Margir þeirra höfðu sumarleyfi og skipin söfnuðust saman við skurðar- mynnin, þar sem enginn af þeim, sem höfðu sumarleyfi, komu aftur. Við urðum færri með degi hverjum. Hinir nýju yfirboðarar gáfu þeim mönn- um sumarleyfi, er höfðu rétt til að fá það, þar til 15- ágúst, þá var fyrst neitað um leyfi, en þá var aðeins 26 hafnsögu- mönnum á að skipa, í stað 40 undir venjulegum kringum- stæðum. Það varð óumflýjanlegt að minnka siglingarnar gegnum skurðinn þannig, að ein skipa- lest var send daglega. Dag- lega bar það við, að það biðu fleiri skip eftir því að fá hafn- ^sögumann en mögulegt var að sinna, svo að skipin urðu að bíða til næsta dags. Brátt tókst nýju stjórninni að útvega aðra hafnsögumenn í stað þeirra, sem farnir voru. Nokkrir þeirra voru frá Alex- andría, svo voru og nokkrir frá herskipa- og verzlunar- flotanum. Þeir fengu aðeins tveggja vikna undirbúnings- kennslu, svo óhætt má full- yrða, að þeir hafa tæplega verið vaxnir starfi því, er þeir tókust á hendur. Til að byrja með virðist siglingin hafa gengið framar öllum vonum. Engin veruleg óhöpp hafa komið fyrir, en siglingartíminn gegnum skurð inn hefur orðið lengri en áður. Veðrið hefur verið gott og að- eins siglt á björtum degi, en ekki á nóttunni. Örðugleik- arnir byrja fyrst fyrir alvöru hjá þessum lítt æfðu leiðsögu- mönnum, þegar haustar að, og þokan og sandstormarnir byrja fyrir alvöru, því þá geta þaulæfðir skurðarleiðsögu- menn komizt í hann krapp- ann, því komi óhapp fyrir hjá einu skipi í lestinni, er voði fyrir dyrum hjá fleirum. Leiðin frá Suez til stöðu- vatnsins mikla er háð skipt- andi sjávarföllum — fljóði og fjöru. — Með nýju og fullu tungli getur straumurinn far- ið með þriggja mílna hraða, ýmist með eða hóti. Straum- skipti eru reglubundin, en með sandstormum af suðaustri og suðvestri þjappast sjórinn úr Rauðahafinu saman upp í Suezflóann og inn í skurð- inn. Sífelldur norðanstraumur helst þá við, þar til veðrið lægir. AUir útlendir verkamenn, er unnu við skurðinn, sögðu' upp starfi sínu strax og egypzka stjórnin hafði lýst yfir þjóðnýtingu hans, enginn óskaði að halda áfram starfi sínu. Aðeins fáeinir Grikkir urðu áfram eftir skipan grísku stjórnarinnar. Þann 12. sept- ember fengum við skipun frá stjórn skurðarins í París, að við ættum að hætta vinnu að kvöldi þess 14. september, sem við líka gerðum. Við höfðum nokkru áður undirbúið allt til að ljúka starfi okkar og vera reiðubúnir til burtfarar fyrirvaralaust. Ferðaskrínur okkar voru pakkaðar og inn- anstokksmunir allir í umbúð- um komið fyrir á tryggum stað í vörzlum ræðismanns okkar. En þó ber ekki að neita því, að okkur fannst sárt að skilja við hús og heimili, sem við höfðum unað við í mörg ár, og þegar á allt er litið, liðið mjög vel. Þann 14. september um miðnætti fór ég með fjöl- skyldu mína, ásamt tveimur hafnsögumönnum — öðrum hollenzkum og hinum norsk- um — til Kairo og þaðan með flugvél til Róm og síðan til Kaupmannahafnar. Lausleg þýðing. —M. Þ. —VÍKINGUR Fyrsti kvensrúdenrinn á fslandi Elinborg Jakobsen útskrif- aðist frá Lærðaskólanum í Reykjavík árið 1897, eða fyrir 60 árum, eins og Morgunblað- ið. skýrði frá um síðustu mánaðamót. Þar var því bætt við að hún muni hafa orðið að taka prófið utan skóla — eða ekki fengið skólavist — en það er ekki rétt. Hún var bekkjarsystir mín í 6. bekk skólans veturinn 1896—'97, og auk þess las ég með henni skólafögin þann vetur — og hlaut að launum húsnæði og morgunkaffi. Því finnst mér skylt að leiðrétta þetta og bæta við um leið nokkrum upplýsingum, sem fallnar munu í gleymskunnar sjó hjá mörgu gömlu fólki hvað þá hinum. Væntanlega geta þær og verið áhugunar- efni ungu kvenstúdentunum. Foreldrar Elinborgar voru frá Færeyjum en höfðu dvalið hálfa ævina eða lengur í Reykjavík, því að Elinborg var fædd í Reykjavík 10. októ- ber 1871. Faðir hennar stund- aði skósmíði og bjó lengi í húsi Kristjáns ó. Þorgríms- sonar við Austurvöll. Halldór Friðriksson yfirkennari bjó í næsta húsi og konur þeirra Halldórs og Jakobsens voru vinkonur. Mun það hafa kom- ið sér vel þegar Elinborg sótti um skólavist. Það var dálítið erfiðara þá en nú fyrir ungar stúlkur að ganga menntaveginn. Elin- borg tók 4. bekkjar próf utan skóla vorið 1894 með III. eink- unn- Latneski stíllinn og stærðfræðin aðalþröskuldarn- ir, enda tímakennslan áður í mestu molum, — og það sem lakara var: greinileg andúð margra kennara og skólapilta á því, að konur færu „að troða sér í lærðra manna tölu". Móðir Elinborgar og fleiri hvöttu hana til að halda á- fram námi og sækja um skóla- vist. En það var ekki auðsótt, þegar rektor Lærðaskólans og sumir kennaranna voru því andstæðir — þeir höfðu sízt búizt við „að Halldór Frið- riksson færi að mæla með jafn vafasamri nýbreytni". Lands- höfðingi mun hins vegar hafa stutt „nýbreytnina", — og var þá þessu „stórmáli" skotið til ráðgjafa íslands í Khöfn. í desember 1896 kom „ráð- gjafabréf" dagsett 10. nóvem- ber sama ár, er ákvað að Elin- borgu skyldi leyfð skólavist þegar í stað. Halldór yfir- kennari mun hafa búizt við því svari, því að hann bað mig, í byrjun skólaársins, að lesa með henni „undir skóla- tíma." Skálapiltar tóku henni með „þegjandi vinsemd" eða fullu afskiptaleysi, og svipað var um kennarana — nema rektor Björn Ólsen, sem lét þess get- ið á skólafundi fyrsta daginn sem hún kom í skólann, að hann vonaði „að engin slysni hlytist af þessari óvenjulegu nýjung í sögu okkar gamla skóla". Má nærri geta hvað óþægi- legt hefur verið fyrir Elin- borgu að hlusta á það í á- heyrn 100 ungra pilta, sjálf var hún dul í skapi og orðvör mjög, lét aldrei uppi í minni áheyrn hvað henni líkaði vel eða illa, — en hún var orðin kjarklítil og þreytt við margra ára nám og kyrrsetur, og einu sinni ætlaði að líða yfir hana er hún frétti um slæman skóla hrekk, sjálfri henni óviðkom- andi, sem piltum þótti „engin ósköp." Ólafía Jóhannsdóttir vin- kona hennar heimsótti hana við og við þennan skólavetur. Ólafía hafði sjálf hætt skóla- námi eftir 4. bekkjar próf, — fékk ekki skólavist — en það var auðheyrt að henni þótti vænt um að Elinborg ætlaði ekki að f ara, eins að. — Ekki datt mér þá í hug að við Ólafía yrðum góðir vinir seinna, til æviloka, því mér þótti hún nokkuð fús til að lenda í stæl- um, þótt annars væri skemti- legt að skrafa við hana. Skólanám Elinborgar gekk sæmilega. Tveir eða þrír pilt- ar urðu fyrir neðan hana við miðsvetrarprófið, og II. eink- unn fékk hún við stúdents- prófið. Ekki setti hún upp stúdentshúfu, það mun ekki hafa þótt „nógu kvenlegt" á þeim árum. Hún fluttist til Hafnar með foreldrum sínum skömmu síðar, og ætlaði að lesa læknisfræði við háskól- ann þar. Ég held hún hafi ekki lokið því námi, en annars er mér ókunnugt um hagi henn- ar. Vér bekkjarbræður hennar og Bræðrasjóður Lærðaskól- ans fengum kveðju frá henni á 10 ára stúdentsafmæli voru 1907, — en aldrei seinna. Vér vorum 20 stúdentarnir voríð 1897, efnilegur hópur í augum vina vorra og sjálfra vor. Flestum hafði verið nám- ið ljúft og létt, og háar eink- unnir fleiri og venjulegri en hjá nágrönnum vorum á und- Business and Profcssional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: »R. KICHARD BECK 801 Lincoln Drive, Grand Forks, North Dakota. Styrkið félag-ið með því að perast meðlimir. Arsgjald $2.00 — Tímarit félagsins frítt. Sendist til fjármálaritara: MR. GUÐMANN LEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Deálers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnut 3-4890 PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin Sth fl. Canadian Bank of Commerce Bullding, 389 Matn Street Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-3581 Thorvaldson, Eggerison, Basíin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage aad Garry St. WHitehaU 2-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPruce 4-1451 SPruce 2-3917 FRÁ VINI THE MODEL FUR CO. D. MINUK, PROP. Fur Coats Made To Order. Repairing, Remodelling, Relining & Storing, and Sports Wear. Tel. WHitehall 2-6619 Res. JUstiee 6-1961 304 Kennedy St. Winnipeg, Man. an og eftir, og framhaldsnám því tilhlökkunarefni- Áætlan- ir um ævistörf voru á reiki, en enginn ætlaði sér að deyja úr leti eða iðjuleysi, og þótt mér sé málið skylt býst ég við að sógufróðir menn fallist á að við það hafi verið staðið. Nú eru einir þrír eftir: Jó- hannes Jóhannesson læknir vestur Við Kyrrahafsströnd, dr. ólafur Dan Daníelsson og undirritaður. S. Á. Gíslason —Lesbók Mbl. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvöm, og avalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hita frá aS rjúka 'ut meS reyknum.—SkrifíC, stmiC tll KELLT SVEINSSON 625 WaU St. Winnlpeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 8-44S1 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih St. Winnipefl WHitehaU 2-4624 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um öt- farir. Allur útbúnaCur sa bezti. StofnaC 1894 SPruce 4-7474 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Graln Exehange Bldg. 167 Lombord Street Offico WHitehall 2-4829 Kesidence 43-3864 ESTIMATES FREE SPruce 4-7855 J. M. Ingimundson Re-Rooflng — Asphalt Shinglet Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Muir's Drug Store Lid. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOB 27 YEARS SPruce 4-4422 Ellice & Home S. A. Thorarinson Barrister and BoUcitor 2nd Floor Crown Trust I4lii«. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Res.: 40-6488 Dunwoody Saul Smitb & Company Chartered Accountants WHitehall 2-2468 100 Princess St. Winnlpeg, Min. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3548 liookkecping — Iticome Tax Insnranee Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur I augna, eyrna, nef og halssjúkdómum. 401 MEDICAIi ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Offiee WHitehall 2-3861 Res.: 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.