Lögberg - 19.09.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.09.1957, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1957 Lögberg GefiO út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg" is published by Columbia Press Limited,- 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9931 Nýr utanríkisráðherra Síðastliðinn föstudag, tókst dr. Sidney Smith á hendur forustu utanríkismálanna í Diefenbaker-ráðuneytinu og lagði skömmu seinna af stað til New York á ársþing sameinuðu þjóðanna; fram að þeim tíma fór Mr. Diefenbaker með utan- ríkismálin jafnhliða forsætisráðherraembættinu, og mun þá brátt hafa sannfærst um, að fáir kunni tveimur herrum að þjóna svo vel sé. Hinn nýi utanríkisráðherra er lögfræðingur að sérmentun, þótt eigi hafi hann gefið sig við lögfræðilegum störfum svo teljandi sé; forusta fræðslumála hefir verið hans megin verkefni. Dr. Smith er íbúum þessa fylkis að góðu kunnur frá þerm tíma, er hann gegndi rektorsembætti hér við háskóiann; hann kom að háskólanum á tímum alvarlegrar kreppu og átti giftudrjúgan þátt í því að rétta við fjárhag hans, enda fer honum umboðsstjórn ágætlega úr hendi; hans var alment saknað er hann hvarf frá háskólanum og kvaddi bæjarfélagið og fylkið. Síðan dr. Smith fór héðan hefir hann veitt forustu Torontoháskóla við góðan orðstír og vinsældir; hann er vin- veittur íslendingum og taldi það heillavænlegt spor, er ís- lenzka mannfélaginu lánaðist að koma á fót kenslustól í íslenzku og íslenzkri bókvísi við Manitobaháskólann. Dr. Smith er eftirsóttur ræðumaður, hann er maður bráð- fyndinn, en á það líka til að vera kaldhæðinn ef því er að skipta; hann hefir ávalt látið sér ant um stjórnmál frá því á æskuárum og jafnan flylt flokk íhaldsmanna; um eitt skeið stóð honum til boða forusta íhaldsflokksins, en eins og þá hagaði til, og alt var í grænum sjó varðandi kosningahorfur, mun honum ekki hafa þótt árennilegt að leggja út á djúpið. Ekki þykir líktlegt að mikil breyting verði fyrst um sinn á stefnu núverandi stjórnar í utanríkismálunum, og víst er um það, að hinn nýdubbaði utanríkisráðherra hefir þegar lýst yfir því, að hann muni í meginatriðum feta í fótspor fyrirrennara síns í embætti. Sæti Mr. Pearsons verður engan veginn auðfylt, því svo þótti hann mikill fyrir sér á alþjóðaþingum, að stórblaðið Manchester Guardian taldi hann hæfasta og áhrifamesta utan- ríkisráðherrann, sem þá væri uppí. Vonandi er að dr. Smith, sem er þjóðkunnur gáfumaður, reynist í öllu þeim vanda vaxinn, sem honum nú hefir fallið í skaut canadisku þjóðinni til framtíðarheilla. , ^ Einn hinna nýkjörnu íhaldsþingmanna frá Ontario hefir látið af þingmensku til þess að dr. Smith geti leitað kosningar í því kjördæmi. * * * Mikilsháttar kosningasigur Á sunnudaginn var fóru fram almennar kosningar til þjóðþingsins í Vestur-Þýzkalandi, og lauk þeim með frægum og fágætum kosningasigri fyrir hinn kristilega demokrata- flokk undir forustu Konrads Adenauer, sem nú er nálega 82 ára að aldri; mun það lengi í minnum haft, að því er blaða- og útvarpsfregnir herma, hve þessi aldrurhnigni stjórn- málaVíkingur sótti kosningarnar af miklu kappi, ferðaðist náttfari og dagfari um landið þvert og endilangt og flutti slíkan sæg af ræðum, að til eindæma mun mega teljast; hvar, sem hann lagði land undir fót, þyrptust að honum' þúsundir til að hlýða á hinar eldlegu ræður hans, er mótaðar voru framtíðartrausti og föðurlandsást. Kosningar þessar voru eigi aðeins glæsilegur persónu- sigur fyrir Adenauer sjálfan, þær voru mikill menningar- 4egur sigur fyrir þýzku þjóðina, Norður-Atlantshafsbanda- lagið og friðarhorfur mannkynsins í heild; úrslitunum hefir hvarvetna verið fagnað hið bezta, að Rússlandi undanteknu, því málgögn stjórnarinnar í Moskvu telja sigur Adenauers amerísku hervæðingarbrjálæði einkum til hagsmuna. Fréttir frá starfsemi S. Þ. Framhald af bls. 1 Fyrstu árin voru þátttöku- ríkin aðeins 50, síðan fjölgaði þeim smátt og smátt upp í 60 og stóð á þeirri tölu lengi. Nú eru þátttökuríkin sem kunn- ugt er 81 og líkindi eru til að þeim fjölgi enn. í þessu sam- bandi hefir verið talað um, að Öryggisráðið sé of fámennt, en þar sitja fulltrúar 11 þjóða. Sama er að segja um aðra meginstofnun Sameinuðu þjóðanna, Efnahags- og félags- málaráðið. Þar sitja nú full- trúar 18 þjóða. Loks hefir verið rætt um að fjölga bæri dómurum Alþjóðadómstólsins, en þeir eru nú 15- Til þess að framkvæma slíkar breytingar þarf að breyta stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og mun þingið taka til athugunar hvart það sé ráðlegt. Komi ekkert óvænt fyrir er gert ráð fyrir að Allsherjar- þingið sitji til jóla. ------0------ GOTT ÚTLIT FYRIR BÍLA- FRAMLEIÐSLUNA í EVRÓPU Stálframleiðslan í heimin- um reyndist meiri 1956 en húri hefir nokkru sinni verið áður. Atti þetta einnig við um stál- framleiðsluna í Evrópulönd- unum, þar sem gott útlit er fyrir að bifreiðaframleiðslan og skipasmíðar haldi áfram að aukast og blómstra að minnsta kosti næstu fimm árin. Þessar upplýsingar er að finna í skýrslu, sem Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (ECE) hefir nýlega birt um stálframleiðsluna í Evrópulöndunum. Frá því 1949, segir í skýrsl- unni, hefir stálframleiðslan í Evrópu aukizt jafnt og þétt með ári hverju. Sú varð og reyndin 1956, þótt aukningin hafi orðið hægfarari en áður var. Ástæðan fyrir því er vafa laust hráefnaskortur. Allt árið varð vart skorts framleiðslu- hráefnis, sem notað er til stál- gerðar, einkum reyndist erfitt að útvega nægjanlegt koks. Það hjálpaði, að hægt var að útvega hráefni frá Ameríku og auk þess fluttu Evrópu- löndin inn járn frá Sovétríkj- unum, sem nam 600,000 smá- lestum. Án þessa innflutnings er ólíklegt, að tekizt hefði að halda stálframleiðslu álfunn- ar í horfinu árið sem leið. Liílar verðlagsbreyíingar Tiltölulega litlar breytingar urðu á verðlagi stáls á árinu, segir í skýrslu ECE. Þó mátti marka, að tilhneygingar voru í þá átt að hækka verðið og óvíst er hve lengi tekst að halda verðlaginu niðri. Það sem vekur hvað mesta athygli í stálverzlun álfunnar s.l. ár er að Bretar hafa flutt inn meira stál en þeir hafa flutt út og er það í fyrsta sinni síðan 1952 að það kemur fyrir. Aukin stálverzlun milli Vestur- og Austur-Evrópu Þá þykir það einnig tíðind- um sæta, að stálverðlun hefir aukizt milli þjóðanna í Vestur og Austur-Evrópu. Einkum hefir útflutningur stáls aukizt frá Tékkóslóvakíu, Póllandi og Sovétríkjunum. Vestur-Evrópuríkin fluttu talsvert meira út af stáli til Bandaríkjanna árið sem leið en þau hafa gert áður. Stafar það af verkfalli stáliðnaðar- manna í Bandaríkjunum. Þá hefir stálútflutningur frá Evrópu til Austurlanda aukist til muna, einkum til Indlands, Japan og Kína. í þessum lönd- um er mikil ( eftirspurn eftir stáli- Góð framtíð fyrir höndum Bifreiðaframleiðendur eru enn stærsti stálnotandinn í Evrópu og er útlit fyrir að svo verði enn um hríð, segir í skýrslu ECE. Jafnvel þótt ekki sé hægt að gera sér vonir um aukinn bílaútflutning til Bandaríkjanna frá Evrópu frá því sem nú er, þá er eftirspurn eftir nýjum bílum það mikil innan Evrópu sjálfrar, að gera má ráð fyrir að bílaframleið- endur geti haldið núverandi framleiðslu, eða aukið hana næstu 5—10 árin. Það hefir komið í Ijós, að tekjur ein- staklinga eru hlutfallslega jafnmiklar í mörgum Evrópu- löndum og tekjur manna í Bandaríkjunum og má því bú- ast við auknum bílamarkaði um sinn. Sama er að segja um skipa- smíðar, segir ECE, þær munu þrífast vel enn um 5—10 ára skeið. Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund $5.600.66' $42,500—, -180 —$164.992.36 —160 —150 —140 -120 -100 -80 -60 —40 —20 Make your donallons to tha "Betel" Campalgn Fund. 123 Princess Street. Winnipeg 2. Sæmdur stórriddarakrossi Fálkaorðunnar Fyrverandi ræðismaður íslands í Britisii Columbia.. Mr. Ii. II. Tliorlakson. einn af forKtjórii'm Tludson's Bay verziunarinnar, hefir af forseui íslamls verið sæmdnr stórriddarakrossi hinnar íslen/.ku Fálkaorðu; tilk>nnlng um heiðursviðiirkoiniiii«-iiiiíi ímrst Mr. Tliorlakson frá Kenrliherra fslanrls í Canada OK Bandaríkjunum, Ilon. Tlior Thors, þar sem farið er lof.sumlcguiii orðum um cmbatlisfar/.lu fráfarandi ra-ðismanns og störf Iiuns í þájíu íslen/krar inenniiiKar. — A myndinni sjást frá vinstrl til hæ*ri: UR Jolin Sigurrlson ræðlsmaður, Mrs. Sigurdson, Mrs. Thorlakson og Mr. Thorlakson. en lilnn nýi ræðlsmaöur afhenti hoiðursmerkið á fslendingadagssamkomu við Friðarbogann.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.