Lögberg - 19.09.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.09.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1957 Frá Súez lil Reykjavíkur: „Ég hefi alítaf viljað vera þar sem eitthvað er að gerast" Rabbað við ÍVAR GUÐMUNDSSON um frið milli þjóða og hermannasíígvél í eyðimörkinni ERLENDIS stendur allmikill ljómi kringum þá menn, sem á ensku heita "foreign correspondents," fregnritarar blaða í fjarlægum löndum. Þeirra líf þykir ævintýraríkt og heillandi að vonum, í aug- um þeirra sem fast sitja á stólnum heima, og fleiri en ein kvikmyndin hefur verið gerð um viðburðaríka daga þeirra, þar sem fréttirnar skapast og hættur liggja oft í leyni. • íslenzk blöð hafa ekki enn komið sér upp starfsliði á þessa vísu, hafa enn ekki menn í förum um veröldina, sem alltaf eru komnir á stað- inn þar sem uppreisn brýzt út, jarðskjálfti dynur, eða læknir er ákærður fyrir að hafa myrt 238 ekkjur. Ennþá er því íslenzk blaðamanna- stétt sneidd þeim rómantíska blæ, sem hraðfréttaritarinn skapar erlendum starfsbræðr- um okkar einatt, og ennþá er hægt að myrða hálfa þjóð, sem á Dónárbökkum í vetur, átta tíma ferð frá Reykjavík, án þess að blöðin telji þess virði að eiga þar sjónarvott staddan, með ritvélina á bak- iriu. • Sá íslenzkur blaðamaðurinn sem mér hefir þótt líkjast einna mest þeim erlendu hraðfréttariturum, sem hér að framan er drepið á, er ívar Guðmundsson, hinn gamli Víkverji Morgunblaðsins og nýlegur blaðafulltrúi Samein- uðu þjóðanna í Súez, þar sem nærri lá við, að kveikt væri enn einu sinni í tundri nýrrar heimsstyrjaldar. ívar hefir nú dvalizt sex ár með erlendum þjóðum, allan þann tíma sem fréttamaður og upplýsinga- stjóri hjá Sameinuðu þjóðun- um, en hann hefir ekki allan þann tíma bundið skóþvengi sína í sama landinu heldur farið fljúgandi heimsálfanna á milli, og átt þar áfangastað þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helzt neytt máttar síns. í tvö ár var ívar sérlegur blaðafulltrúi á skrifstofu aðal- forstjóra Sameinuðu þjóðanna í New York, og mátti þá etja kapp við 150 fréttahauka frá mörgum þjóðlöndum, sem all- ir höfðu það daglega hlutverk að leita og rita fréttír um starfsemi og fyrirætlanir þeirrar miklu stofunar. Það er lóngu vitað að hógværðin eða hlédrægnin er ekki aðals- merki blaðamannsins, og myndu íslenzkir blaðamenn þó þykja sem franskir, fágaðir tildurmenn í samanburði við erlenda starfsbræður sína í þeim sökum. Þegar Ivar lét af því á- byrgðarmikla starfi að gæta þess að rétt væri hermt um starf og fyrirætlanir Samein- uðu þjóðanna í samanlagðri heimspressunni hélt hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann hefir gegnt aðstoðar- forstjórastarfi á upplýsinga- málaskrifstofu S. þ., en hún annast upplýsingar og fræðslu um starf S. þ. á öllum Norður- löndum. Þar starfaði hann þar til í nóvember í vetur að hann fékk boð þess efnis að tygja sig til farar til Napoli með sólarhrings fyrirvara, en þar skyldi hann verða upplýsinga- stjóri gæzluliðs S. þ., sem skömmu seinna var selflutt frá flugvellinum í Napoli til Abu Suweir og þaðan til Port Said, Súez og Ismaliu. Þar dvaldist Ivar fram í marz- mánuð s.l. en allan þann tíma fjölluðu stærstu fyrirsagnir blaða um allan heim ekki um annað en gæzluliðið við Súez og ástandið þar. En öll sú brösótta saga er lesendum löngu kunn af ítarlegum frá- sógnum þessa blaðs og ann- arra og skal hún ekki miklu lengur rakin hér. • Nú fyrir nokkru hitti ég Ivar Guðmundsson að máli, en hingað er hann kominn til þess að eyða sumarleyfi sínu við laxveiðar og íslenzka sumarsól, fjarri gulum eyði- mörkum Austurlanda og mal- aríunni þar, hinni eilífu plágu Vesturlandabúans. Við spjölluðum fyrst um starf Ivars í Kaupmannahöfn og fræðslu þá sem skrifstofan annast um Sameinuðu þjóð- irnar á Norðurlöndum. Eitt höfuðverkefni skrif- stofunnar er það, segir Ivar, að styrkja og syðja félög Sam- einuðu þjóðanna sem á öllum Norðurlöndum starfa. Þessi félög eru mjög mikilvæg að okkar áliti. Þau hafa slegið skjaldborg um stofnunina og hugsjónir hennar, kynna markmið S. þ- og útbreiða skoðanir þeirra. 1 þessum fé- lögum eru bæði einstaklingar og félög, svo sem verkalýðs- félög, stúdentafélög, kvenfé- lóg og félög sem fjalla um ai- þjóða stjórnmál og margra annarra. Hér á landi hefir slíkt félag starfað, og var forseti íslands fyrsti formaður þess. Það hefir látið heldur lítið á sér bæra, en nú virðist sem það sé að vakna aftur til starfa. Islendinga hefir verið saknað af fundum alþjóðasambands félaga Sameinuðu þjóðanna, og það væri vonandi að við svo búið þyrfti ekki miklu lengur að standa. Það væri líka mjög æskilegt að ýmis félagssamtök sem á- huga hafa fyrir starfi Samein- uðu þjóðanna gengju í félagið og tækju þátt í störfum þess. Nú eru alls 81 þjóð í félags- skap Sameinuðu þjóðanna. Því má segja að uppbygging samtakanna hafi breyzt frá því sem áður var. Fyrir nokkr- um árum voru aðeins 60 þjóðir í samtökunum en nú má segja að nær því gjörvallur heimur- inn teljist til þeirra. Áður fyrr var forysta samtakanna hjá vestrænum þjóðum. Nú er þetta breytt. Nú ráða Asíu- og Afríkuþjóðirnar oft úrslitum sókum þess hve margar þær eru. Stundum er undan því kvartað að of mikið sé talað á þingum S. þ. og of lítið fram- kvæmt. Margt er til í því. En menn verða að hafa það hug- fast að samtökin eru ekki lög- gjafarþing, með valdi sem því fylgir, heldur aðeins samtök sjálfstæðra þjóða. Af því leið- ir að S. þ. geta á engan hátt gengið á rétt frjálsra þjóða með samþykktum sínum. Gott dæmi um þetta var þegar her- lið var sent inn í Egyptaland. Það fór þangað með samþykki Nassers forseta og stjórnar Egyptalands. Öðruvísi hefði það ekki verið hægt. Bretar og Frakkar voru heldur ekki reknir frá Port Said. Þeir fóru þaðan af frjálsum vilja og að tilmælum Allsherjarþings S. þ. Þetta verða menn að hafa í huga þegar þeir ræða um gagnið af S. þ. En það er líka fleira sem er mikilvægt í starfi samtak- anna. Sameinuðu þjóðirnar hafa forgöngu um mjög merki legt og lífsnauðsynlegt starf á vegum hinna ýmsu stofnana sinna, svo sem vinnumála- stofnunarinnar, landbúnaðar- stofnunarinnar og barnahjálp- arinnar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Og þær vinna að því að koma á alþjóðalögum, svo sem þessa mánuðina í landhelgis- málinu, svo heimurinn verði á þann hátt friðsamari og auð- veldara að útkljá deilumálin. — Hvernig þótti þér við Súez? — Ég vil helzt ekki ræða mikið um það, hefi sagt áður frá því í fréttum hér heima. Það var skemmtileg og lær- dómsrík dvöl, en erfið og mikið þras. Um 150 blaða- menn fylgdust með gæzluliði S. þ. og ég hélt tvo blaða- mannafundi með þeim dag hvern til að byrja með og skýrði þá frá því helzta sem var að gerast. Það var mikið um að vera erill og lítil hvíld fyrstu sólarhringana. I Napoli kom manni ekki dúr á auga, í svo mörg horn var að líta. Þegar til Egyptalands kom bjuggum við til að byrja með í gömlum herbúðum og í her- berginu mínu voru tvö hreið- ur og fuglarnir flögruðu út og inn að hjartans list. Hitinn var mjög mikill, 30 til 40 stig á Celcius á daginn, þótt um hávetur væri, en 3 til 4 stiga frost um nætur, og það fraus eitt sinn vatnið á öllum bílum norska gæzluliðsins nema einum herjeppa, sem gleymzt hafði að tappa frost- löginn af, þegar hann var fluttur frá Noregi. En eitt af því minnisstæð- asta þarna austan að er mér ef til vill urmull stígvéla með fram vegunum í eyðimörk- inni, svo ný og falleg að leður- lyktin angaði enn af þeim. Þau stóðu þarna í eyðimerkur sandinum einmana og ógnar dapurleg að sjá, galtóm," og húsbóndalaus. Ástæðan var sú, að þegar felmtri slær á Arabana þá smokra þeir sér fyrst af öllu úr nýju herstíg- vélunum sínum og taka til fótanna- Þeir hafa nefnilega fæstir fyrr en er þeir komu í herþjónustu stungið sinni tá í stígvél. Og þeir vita sem er, að það er gamall sannleikur að stígvélalaus maður er fljótari á flóttanum en stígvélaður. Já, satt segirðu, ég hef alltf vilja vera þar sem eitthvað er að gerast .... —Mbl. 27. júlí Dagblað eitt fékk eftirfar- andi bréf frá Skota: — „Ef þér hættið ekki að birta skop- sögur um okkur Skota í blaði yðar, hætti ég alveg að fá blaðið lánað hjá nágranna mínum og lesa það". • Dómarinn: — Þér stáluð eggjunum frá þessum manni, hafið þér nokkra afsökun? Ákærði: — Já, ég tók þaU í misgripum. Dómarinn: — Hvernig þá? Ákærði: — Ég hélt að þau væru ófúl. Styzta vegalengd milli tveggja stöðva Fólk veit að firðsíma-afgreiðsla er greiðust og að númerin í Bláu bókinni eru ábyggileg á einn og annan hátt. Þér finnið þar lykilinn að hinni ákjósanlegustu firðsíma-afgreiðslu. Hringið í númerið vegna greiðari firðsíma-afgreiðslu mnniTOBR TEbEPHonE sysTEm

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.