Lögberg - 26.09.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.09.1957, Blaðsíða 1
•-2.-tf '. LB. TIN5 AVAILABLE AT VOUR FAVORITE CROCERS **%o«*4 AVAILABlt AT YOUR FAVORITE CROCERS 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1957 NÚMER 39 Sögur Solveigar Ekki alls fyrir löngu sá ég í ensku blaði, sem að mestu er tileinkað lesendum af ís- lenzkum stofni, dálítinn rit- dóm um bækurnar, We Loved Them Once og Heaven in My Heart, eftir Solveigu Sveins- son (Ronda Rivers); og með því að umsögnin var fremur last en lof, langar mig til að smeygja fram ofurlitum at- hugasemdum, þó ég játi fyrir- fram að ritdæming, sem fag, sé fyrir utan og ofan minn verkahring. Ef að skáldverk rithöfunda eiga að hlíta ströngum reglum og dæmast eingöngu á ein- hvern vísindalegan mæli- kvarða, þá er þekking mín með öllu ónóg- En ef að til- gangur skáldsagna er sá, að vera skemtilegar aflestrar, auk þess máske að læða inn þáttum af lífsskoðun höfund- arins, þá finst mér að hver og einn ætti að vera dómbær um áhrifin á sjálfan sig. Tilfinn- ingar manna fara ekki að jafn- aði eftir forskriftum, og það sem á við einn er öðrum oft móti skapi. Ég er, til dæmis, nýbúinn að lesa mjög ann- álaða smásagna-bók, sem mér geðjaðist illa að öllu leyti. Sögu-efnin, að mínu áliti eru einskis verð og málið — sjálf- sagt af ásettu ráði — stakasta hrognamál. Og samt hefur bókin fundið hljómgrunn meðal margra og útbreiðst víðsvegar. Skáldsögur og önn- ur spárit verða því naumast dæmd til fullnustu eftir há- spekilegum forsendum. Hinn áminsti ritdómur finn- ur sögum Solveigar aðallega tvent til foráttu: tyrfið en þó ómengað mál, og áður notuð yrkisefni. Og Heaven in My Heart, sem fram er látin fara á íslandi, er í augum dómar- ans sýrð íslenzkum hugtökum og því með dálítið útlendum blæ í enskunni. Að mínu áliti er málið á báðum sögunum lipurt og hár-rétt og næstum ótrúlega viðfeldið og eðlilegt. 1 sög- unni, sem bygð er á hinum ís- lenzka grunni, eru að vísu fáein gælu-orð og hugtök, sem ekki eiga vel heima í enskunni, svo sem "My Helga," "My Stína" (Helga mín, Stína mín); en með engu móti verða þau betur sögð en gert er í sögunni. Að limlesta þau á enska vísu væri sannar- lega engin búbót, og þar að auki væri það málfræðilegur glæpur. Saga sem gerist á Is- landi, þó á útlendu máli sé rituð, á að vera íslenzk að áferð á allan þann hátt sem ritmálið leyfir. Hve oftlega gætir ekki slíks í heims-bók- mentunum áhrærandi önnur og meiri lönd, og þykir sjálf- sagt? Sagan er alls ekki of íslenzk. Að yrkisefnið sé gamalt og oft áður notað er heldur ekki neinn ágalli. Það sem gott er og hugnæmt verður ávalt, og á að verða, gamalt. Og það getur orðið gamalt aðeins vegna þess að það endurnýjast með hverri kynslóð, eins og hið eilífa evangelium hinna trúuðu. Enda yrði ekki auð- sótt að finna það söguefni, sem aldrei áður hefur verið hugsað né ritað um. Það eina, sem hægt er að gera núorðið, er að segja hið gamla á ofur- lítið sérstakan hátt, og það hefur Solveigu tekist full sómasamlega. Og einmitt það nýjabragð, frábreytnin, sem á framsetningunni er, verður máske með tímanum viður- kent sem hinn stærsti og hald- bezti kostur verksins. Til eru margir ennþá, sem fátt finna nýtilegt í sögum Laxness, af því að orðbragð hans er annarlegt og ein- kenni sögu-hetjanna hranaleg- Nokkrar af bókum hans hafa verið þýddar yfir á ensku, og hver sem hefur lesið Inde- pendent People, til dæmis, sér hve óþýðanleg sum af íslenzku hugtökunum eru. Þar kennir útlends blæs eigi síður en í Heaven in My Heart. Og þó fékk Laxness Nobels verð- launin líklega fyrst og fremst vegna þess rits, eins og það tók sig út á enskunni. En því aðeins minnist ég á þetta at- riði (því flest annað mun ólíkt með þeim höfununum) að það sýnir hve léttum höndum heimurinn tekur á lenzkum yfirleitt. Það álízt sjálfsagt að hver þjóð hafi sín séreinkenni og sinn eigin talshátt. Játað skal að þessar bækur Solveigar eru ekkert Grettis- tak á sviði bókmentanna; en þær eru skemtilegar aflestrar og lausar við alt siðspillandi hugsanafar. Ég álít þær jafn- gilda flestu því betra á sínu sviði, sem nú er til boðs á bókamarkaðinum. Og svo er höfundurinn íslenzkur! —P. B. Guest Artist Snjólaug Sigurdson Snjólaug Sigurdson will be guest artist with the CBC Winnipeg Concert Orchestra over station CBW on Saturday September 28th at 8 p.m. She will play Cesar Franck's Symphonic Variations with the orchestra, which is under the direction of Eric Wilde. Do not miss this musical treat, turn on your radio to hear this fine artist. Ungverskur skákmaður biðst hælis á íslandi sem pólitískur flóttamaður Þau tíðindi hafa nú gerzt, að einn ungversku skákmann- anna, er þátt tók í stúdenta- skákmótinu á íslandi, hefir beðizt hælis sem pólitískur flóttamaður. — Það er Pal Benkö, er tefldi á fyrsta borði fyrir Ungverjaland, einn beztu skákmanna á mótinu. Benkö hyggst þó ekki setjast að hér á landi, heldur stefnir hann að því að komast til Bandaríkjanna. Benkö snéri sér til Rauða kross Islands að biðjast hjálpar. Blaðinu barst í gær svolátandi fregn frá Rauða krossinum: „Til Rauða kross Islands hefir leitað ungverski skák- maðurinn Pal Benkö með ósk um fyrirgreiðslu og að fá hæli hér sem flóttamaður, þar sem hann óskar ekki eftir að hverfa aftur til Ungverja^ lands, heldur hyggst setjast að í Bandaríkjunum. Dómsmála- ráðuneytið hefir nú fram- lengt dvalarleyfi hans hér til 1. nóvember næstkomandi". Pal Benkö var við nám í hagfræði við háskólann í Til séra Benjamíns Kristjánssonar í tilefni af heimkomu hans til Vesturheims 1957 Fluii í samsæti fyrir hann í Sambandskirkiu, Wpg., 22. sept. Vér þökkum kveðjur Islands æðstu manna; Allrar vorrar þjóðar, dætra og sona; alþjóðarkveðju ættarlandsins góða, með andhlæ dags í lundi nýrra vona, um framsókn 'bræðralags á nýjum leiðum og landnám stórra erfða í heimakynni. Vér þrýstum bróðurhönd um hafið stóra í hjartans þökk og fögnum ræðu þinni. Sem dögg á gróður vorra heimahaga er hvert það orð, sem lýsir fram á veginn Og bjarma slær á gulltöflurnar góðu, sem gátu ei brunnið. Minningar og treginn þar blandast hljótt við hita og þunga dagsins. 1 hreinu letri birtist landnámssagan frá árdagsstund til síðsta sólarlagsins. Að brúa hafið virðist þyngsta þrautin, en þú komst fyrstur auga á nýjar leiðir, á völund þann er brúna skyldi byggja. En brúarefni og launin Island greiðir úr sjóði vorra frægu ættarerfða, sem auðlegð telst í lífi frjálsra manna. Þitt nýja landnám er í andans heimi vors ættarlands í framrás kynslóðanna. Hver fögur hugsjón er sem blóm á engi, sem ylur moldar hlýr og döggin nærir, og sólargeislinn seður lífsins krafti, hún sálum manna gleði og yndi færir. Hið fyrsta spor til framkvæmda og dáða hins frjálsa manns, er leit hins góða og sanna. Því brú skal reist til ættarlandsins erfða í andans ríki, á vegum göfgra manna. S. E. Björnsson Búdapest. Hann hætti þó námi, er kenningar Marx áttu að vera undirstaðan fyrir náminu við háskólann. Síðan hefir hann verið talinn „ó- tryggur" og ekki fengið að tefla utan heimalands síns, nema hvað hann tefldi á síð- asta Ólympíumóti í Moskvu, en talin hefir verið lítil hætta á því, að hann gerðist póli- tískur flóttamaður þar. — í vor var þó brugðið út af venjunni og Benkö fékk leyfi til þess að taka þátt í svæða- keppninni fyrir heimsmeist- arakeppnina, sem háð var í Dublin frá 12. maí til 1- júní. Benkö varð þar í 2.—3. sæti ásamt júgóslavneska stór- meistaranum Packmann, sem hér var fararstjóri tékknesku stúdentanna. Hefir Benkö því rétt til að taka þátt í næsta I kandidatsmóti. — Eftir mótið í Dublin fór Benkö ekki heim, heldur dvaldist þar í landi þar til hann fór til Islands til að taka þátt í heimsmeistara- keppni stúdenta. I skákþætti Tímans skrifaði Friðrik Ólafsson um Benkö á þessa leið, er hann kynnti ein- staka keppendur á stúdenta- mótinu: 1. borðsmaður Ung- verja er víðfrægur skákmað- ur að nafni Benkö. Hann hefir í mörg ár verið talinn eeinn af þremur beztu skákmönnum þeirra, hinir eru stórmeistar- arnir L. Szabo og G. Barcza. Ekki er mér kunnugt um, hvar Benkö hefir náð sínum bezta árangri, en hann hefir ævinlega staðið sig vel á þeim mótum, sem hann hefir tekið þátt í og jafnan verið meðal þeirra efstu. Á síðasta Ólym- píumóti í skák, sem fram fór í Moskvu, stuðlaði hann mjög að framgangi Ungverja með því að ná geysihárri hlutfalls- tölu á þriðja borði. Eins og kunnugt er urðu Ungverjar í 4. sæti á stúdenta mótinu. Benkö hlaut IVz vinn- ingúr 12 skákum eða 63%, og náði fjórða bezta árangri á mótinu af 1. borðs mönnum. Ekk} allir jafn hrifnir Benkö dvelst nú með lönd- um sínum, er hingað komu í vetur, og verður væntanlega unnt að segja nánar frá máli hans á næstunni. Hinir ung- Framhald á bls. 8 ¦L.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.