Lögberg - 26.09.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.09.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1957 3 MINNINGARORÐ: Gunnar Jónsson GUNNAR Jónsson frá Foss- völlum lézt að Hofteigi á Jökuldal hinn 9. þ. m- Hann var jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 23. þessa mánaðar. Gunnar var fæddur á Mel í Vopnafirði 8. marz 1871. For- eldrar hans voru þau hjónin Jón Benjamínsson bóndi þar og fyrri kona hans, Guðrún Jonsdóttir. Foreldrar hans fluttust skömmu síðar að Há- reksstöðum á Jökuldalsheiði og þar lézt móðir hans nokkr- um árum síðar, en Gunnar ólst þar síðan upp hjá föður sínum og stjúpmóður. Syst- kini Gunnars voru átta og fluttust þau síðar öll með föður sínum til Vesturheims, en Gunnar varð einn eftir. Eru bræður Gunnars margir nafnkunnir og má þar nefna Einar Pál, ritstjóra Lögbergs, Gísla prentsmiðjustjóra og skáld og séra Sigurjón, er fluttist heim aftur og var lengst prestur á Kirkjubæ í Hróarstungu. Um tvítugsaldur lagði Gunnar leið sína á Möðruvallaskólann, sem þá var helzta menntasetur hér á landi annað en latínuskólinn og lauk námi þaðan. Að loknu námi hélt hann aftur heim í Hérað og fékkst þar við kennslu á vetrum næstu árin. Fyrsta vetrardag árið 1898 kvæntist Gunnar R^gnheiði Stefánsdóttur frá Teigaseli á Jökuldal, ágætri konu. Byrj- uðu þau búskap í Víðidal, sem var þá eins og það er enn, eitt- hvert afskekktasta býli á Is- landi. Þar bjuggu ungu hjónin í tvíbýli eitt ár, en fluttust þá að Sleðbrjót í Jökulsárhlíð. Ekki var dvöl þeirra þó löng þar heldur, því að árið eftir fluttust þau að Gauksstöðum á Jökuldal og bjuggu þar til vorsins 1907. Brugðu þau þá búi og fluttust til Seyðis- fjarðar. Var ástæðan sú, að Gunnar var um þessar mundir heilsuveill og mátti ekki vinna erfiðisvinnu. Á Seyðisfirði rak hann gistihús og greiða- sölu um tveggja ára skeið. Varð hann þá fyrir því óláni, að gistihúsið brann. Varð Gunnar þar fyrir gífurlegu tjóni, þar sem allt var óvá- tryggt, en ekki lagði hann árar í bát. Hann keypti nú jörðina Húsavík í Borgarfirði eystra- Þar bjó hann í sjö ár pg önnur tvö í þorpinu. Hafði hann á þessum árum oft stórbú og á sjötta hundrað ær á fóðrum, þegar flest var, en auk þess fékkst hann nokkuð við út- gerð, Ýmsir erfiðleikar og ó- höpp steðjuðu þó að, m. a. missti hann einu sinni á ann- að hundrað ær í sjóinn á einni nóttu. Ekki festi Gunnar yndi við sjávarsíðuna og fýsti til átthaganna. Vorið 1918 losn- uðu Fossvellir í Jökulsárhlíð úr ábúð. Flutti hann sig þá þangað og bjó þar í 15 ár, en i frá Fossvöllum þá tóku synir hans tveir við völlum og jafnan þótti gott að búi þar. Dvaldist Gunnar hjá þeim næstu tvö árin. Tók hann þá á leigu jörðina Sval- barð í Eyjafirði og bjó þar í eitt ár, en hætti búskap fyrir fullt og allt vorið 1935. Gunnar var nú orðinn hálf- sjötugur að aldri og átti að baki sér langan og viðburða- ríkan starfsferil, en ekki þótti honum samt tími til kominn að setjast í helgan stein, enda var honum ekkert fjær skapi en gerast annarra þjónn elleg- ar verða börnum sínum til byrði. Fékkst hann við ýmis störf næstu árin, en fluttist síðan til Reykjavíkur. Þar setti hann á stofn veitinga- sölu, en síðan sælgætisverzl- un, er hann rak í nokkur ár, unz heilsan tók að bila. Þá fluttist hann til Akureyrar og átti þar heima síðan. í vor tók hann sér á hendur síðustu för sína til átthaganna. Þar dvald- ist hann síðustu vikurnar, sem hann lifði í góðu yfirlæti hjá vinum og vandamönnum. — Hann hafði fótavist hvern dag, var glaður og reifur að vanda og lét lítinn bilbug á sér finna, þótt heilsan og þrekið væri nú mjög tekið að dvína. Það mun hann þó hafa vitað, að þessi ferð yrði sín síðasta, enda heimsótti hann og kvaddi vini sína og vandamenn. Á Hvanná á Jökuldal veiktist hann og var þá fluttur að Hofteigi til Karls sonar síns, bónda þar. Þar andaðist hann þrem dög- um síðar. Þau Fossvallahjón, Gunnar og Ragnheiður, eignuðust alls 14 börn. Þar af komust þessi 13 til fullorðinsára: Jónína, yfirsetukona í Bakkagerði í Jökulsárhlíð, gift Kristni Arn- grímssyni, bónda þar. Stefán Björgvin, bóndi á Kirkjubæ í Hróarstungu, kvæntur Her- dísi Friðriksdóttur- Ragnar bóndi á Fossvöllum, kvæntur Önnu Björgu Einarsdóttur. Þórdís, gift Sveinbirni Björns- syni, bónda í Þingnesi í Borg- arfirði. Guðný, gift Jóhanni Tryggva Ólafssyni frá Kross- um á Árskógarströnd, af- greiðslumanni í Reykjavík. Helgi, bóndi á Grund á Jökul- dal. Aðalsteinn, búsettur í Reykjavík, kvæntur Válgerði Stefánsdóttur. Þorvaldína, bú- sett í Hafnarfirði. Hún missti mann sinn, Þór Jóhannsson, fyrir nokkrum árum. Berg- þóra, gift Kjartani Sveinssyni iðnfræðingi í Reykjavík. Karl, bóndi í Hofteigi, kvæntur Guð rúnu Stefánsdóttur. Baldur, búsettur í Reykjavík. Sigrún, búsett á Akureyri, gift Jóni Sigtryggssyni. Hermann, fyrr- um prestur á Skútustöðum, kvæntur Sigurlaugu Johnson. Hann lézt árið 1951. Ragnheiður, kona Gunnars, lézt árið 1951. Gunnar sinnti ýmsum trún- aðarstörfum fyrir sveit sína meðan hann var bóndi á Foss- leita ráða hans, ef vandamál steðjuðu að. Hann hafði og forgöngu um ýmis framfara- og menningarmál, og skal að- eins á það minnzt, að hann gekkst fyrir því, að ný kirkja var byggð að Sleðbrjót í Jök- ulsárhlíð. Hér að framan hefir í stór- um dráttum verið rakinn ævi- ferill Gunnars frá Fossvöllum. Eins og sjá má, hefir hann verið ærið viðburðaríkur, og er þó auðvitað ekki nema hálf- sögð sagan, þótt taldar séu upp nokkrar þurrar stað- reyndir. Hann var alinn upp við óblíð kjör. Hörð veðrátta og fimbulvetur á Jökuldals- heiðinni höfðu stælt kjark hans og hert skapið í upp- vextinum. Fyrstu búskapar- árin voru erfið og þar ofan á bættist heilsuleysi. Tíðir bú- ferlaflutningar bættu ekki úr skák, en í þá daga, þegar hesturinn var eina flutninga- tækið á landi, voru slíkir flutningar miklu erfiðari en svo, að fólk nú á tímum geti gert sér nokkra grein fyrir- Allir búsaðdrættir voru og ó- trúlega erfiðir, einkum þó kaupstaðarferðir á vetrum yfir langa og hættulega fjall- vegi. En ódrepandi kjarkur og viljafesta samfara frábærum dugnaði og bjartsýni á fram- tíðina fleyttu Gunnari yfir allar torfærur. Gunnar var einstaklega skemmtilegur í allri viðkynn- ingu og hafði jafan spaugsyrði á takteinum. Hann kunni ó- sköpin öll af gamansögum frá ýmsum atvikum í lífi sínu og kunni manna bezt að færa frásögn sína í skemmtilegan og lifandi búning. Eru ýmsar slíkar sögur hans landfleygar, enda var Gunnar bæði bráð- gáfaður og orðheppinn með afbrigðum. Gunnar var maður skapstór og lét ógjaran hlut sinn fyrir öðrum, ef hann taldi sig hafa á réttu að standa. Hann var jafnan djarfmæltur og hrein- skilinn og það jafnvel svo, að sumum þótti nóg um. Aldrei fór hann í launkofa með skoð- anir sínar á mönnum og mál- efnum og skoðanir hans voru jafan mjög ákveðnar. Fylgdi hann þeim fram með rþkvísi og mælsku og var ekki heigl- um hent að eiga við hann kappræður. Hann bar alla tíð hag verka- og vinnufólks mjög fyrir brjósti og beitti sér fyrir bættum kjörum þess, svo sem hann gat. Hann var framúrskarandi ábyggilegur í öllum viðskiptum og ætlaðist til hins sama af öðrum. Hann var hreinn og beinn í allri framkomu. Gunnar unni Fljótsdalshér- aði og þangað leitaði hugur hans löngum, enda hafði hann slitið þar barnsskónum og eytt þar manndómsárum sínum. Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI ForseU: DR. KICHARD BECK 801 Llncoln Drive, Grand Forks, North Dakota. Styrkið féloglð með þrí að gcrust meðlimlr. Ársgjald $2.00 — Tímarit félugsins frítt. Sendist til fjármálaritara: MR. GUÐMANN LEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar SELKIRK METAL PRODUCTS . Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hrelnlr. Hitaeínlngar- rör, ný uppfynding Sparar eldi- viB, heldur hita frá a8 rjúka öt me8 reyknum.—SkriflS, stmlC U1 KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Wlnnipeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CEI4.ULOID BUTTONS 324 Smilh Si. Wumipeg WHitehalI 2-4624 Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appllance Dealera GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890 A. S. BARDAL LTD. funeral home 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SPruce 4-7474 PARKER, TALLIN. KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOI.ICITORS Ben C. Parker. Q.C. 11910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-3561 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Grain Exchonga Bldg. 167 Lombord Street Office WHitehaU 2-4829 Residence 43-3864 Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg Portage and Garry St. WHitehall 2-8291 SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J, M, Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shlngles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. CANADIAN FISH 1 PRODUCERS LTD. J. H. PAGE. Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOF 27 YEARS SPruce 4-4422 EUlce & Home S. A. Thorarinson Harrister and Solicitor 2nd Floor CrowD Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7061 Res.: 40-6488 FRÁ VINI Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants WHiiehall 2-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN THE MODEL FUR CO. D. MINUK, PROP. Fur Coats Made To Order. Repairing, Remodelling, Relining & Storing, and Sports Wear. Tel. WHitehaU 2-6619 Res. JUsUce 6-1961 304 Kennedy St. Winnipeg, Man. The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3548 IVookkeeping — Ineome Tax Insurance Hann gat ánægður litið yfir langan og giftudrjúgan vinnu- dag og rólegur lagt sig til hinztu hvíldar. Guð blessi minningu hans. B. S. —Tíminn, 9. ágúst Jón: — Komdu heim með mér og sjáðu hátalarann minn? Árni: — Nei, ég þori það ekki, minn bíður með kvöld- matinn. Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL AHTS BLDG. Graham and Kennedy St. Office WHitehall 2-3851 Res.: 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.