Lögberg - 26.09.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.09.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1957 Lögberg GefiC út hvern íimtudag of THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR DÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÖNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram “Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Seoond Ciass Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehalI 3-9931 ________________ Aðalsmaður í ríki tónanna lótinn Síðastliðinn föstudag lézt hinn víðfrægi aðalsmaður í ríki tónanna, Finnlendingurinn Jean Sibelius 91 árs að aldri, er notið hafði ágætrar heilsu til þess allra síðasta, er heila- blóðfall varð honum að bana; hann dó í húsi sínu skamt frá höfuðborg Finnlands, er hann hafði reist fyrir freklega fimnatíu og þremur árum. Þessi undramaður, er svo var um'mælt, að sál Finnlands speglaðist í tónum hans, byrjaði að semja lög, er hann var einungis fimm ára gamall; innan við níu ára aldur, var hann kominn vel á veg í píanóleik, en hvarf brátt frá því og fór að gefa sig að fiðlu, en á þeim vettvangi listarinnar sagðist honum sjálfum svo frá, að ævistarf sitt hefði átt að liggja; um eins árs skeið stundaði Sibelius laganám við háskólann í Helsingfors, en hafði þá fengið sig fullsaddan af þeim þurru fræðum, enda sótti þá tónaregnið ákafar á hann en nokkru sinni áður. Þeim svipaði saman Grieg og Sibeliusi, að því leyti sem báðir sköpuðu snildarverk úr gömlum þjóðlagastemmum, er borist höfðu frá manni til manns jafnt á tímum hins mesta fagnaðar og hinnar þyngstu sorgar. Það beið sjötugsafmælisins, að Sibelius hlyti alþjóða viðurkenningu sem einn hinna fáu útvöldu, en úr því var hann hinn óumdeilanlegi meistari, er þroskuð söngmenning hvarvetna laut; hann var maður stórvirkur og eftir hann liggja hátt á annað hundrað tónsmíðar. Sibelius var brennheitur föðurlandsvinur, og það var ættjarðarástin, er svipmerkti líf hans frá vöggu til grafar. Svo bar einhverju sinni við, er Sibelius var staddur í Petrograd, að hann hitti Rússakeisara, keisarinn óskaði hon- um til hamingju með afreksverkin á sviði hljómlistarinnar og lét þess jafnframt getið hve mikils það væri um vert, að eiga slíkan rússneskan meistara. „Fyrirgefið," greip Sibelius fram í. „Ég er ekki rússneskur, ég er Finnlendingur í húð og hár.“ Litlu síðar fékk Sibelius vegabréf út úr borginni. — ★ ★ ★ Þóttaskil Noregskonungasögur eru skráðar enn, en nú á laugar- daginn gerðust þáttaskil í þeirri sagnakeðju, því þá lézt í höll sinni í Oslo Hákon Noregskonungur hinn VIII. hálf- níræður að aldri, er setið hafði að völdum í meira en hálfa öld við mikinn orðstír og góðan; hann var danskur prins að ætterni, er gaf sig snemma við siglingum, og eftir að hann tók við konungdómi í Noregi, gekk hann jafnan undir nafninu siglingakonungurinn. Hinn látni þjóðhöfðingi var maður hánorrænn að skap- gerð og víkingur mikill að vallarsýn, nokkuð yfir sex fet á hæð; hann tók ástfóstri við norsku þjóðina. og vildi veg hennar í öllu; og mikill var fögnuður konungs, er hann kom heim og norska þjóðin hafði endurheimt frelsi sitt. Jafnskjótt og hljóðbært varð um lát . konungs, var kvaddur saman ráðuneytisfundur, þar sem ríkisarfinn sór eið að stjórnarskrá landsins og mælti á þessa leið: „Ég hefi nú tekið við ríki af föður mínum; ég legg við drengskap minn og sver að því eið, að stjórna norska konungs- veldinu í öllum efnum svo sem landslög skipa fyrir.“ Þegar hið nýkosna þing kemur saman, skal hinn nýi konungur mæla fram opinberlega eiðstafinn að stjórnskipu- lögum þjóðarinnar. Nú hefir Haraldur prins verið formlega viðurkendur sem krónprins Noregs. Hinn nýi konungur er fimmtíu og fjögra ára að aldri- ★ ★ ★ Tekinn inn í ráðuneyti Forsætisráðherra sambandsstjórnar, John D. Diefenbaker, hefir kunngert, að hann hafi tekið inn í ráðuneyti sitt Senator John T. Haig, er R. B. Bennett skipaði í þenna virðulega sess, er íhaldsflokkurinn, sællar minningar sat að völdum í landinu. Jurtir til lækninga SN E M M A hafa þjóðirnar lært af reynslunni að meta og hagnýta fjölmargar jurtir til lækninga. — Kínverjinn Pentsaó samdi jurtalækninga- bók um 2700 árum fyrir fæð- ingu Krists (þ. e. fyrir meira en 4600 árum). í bókinni lýsir hann um þúsund lækninga- jurtum, segir hvar þær vaxi, og hvernig þær séu notaðar til lækninga. Brum og blóm voru einkum notuð til brjóst- og höfuðkvillalækninga, en ræt- urnar við fótameinum! Sumar jurtirnar eru enn notaðar t. d. rabarbararót, venusvagn, kam fóra, ópíum, kanill, pipar o. fl. Bó Pensaó hlýtur að grund- vallast á ævagamalli reynslu. Það þýðir að jurtalæknis- fræðis er miklu eldri en þetta í raun og veru. Trúarbragða- höfundurinn Zaraþústra nefn- ir jurtir í sinni helgu bók. Samkvæmt því hafa Persar stundað jurtalækningar um 500 árum fyrir Krist og senni- lega miklu fyrr. Lýst er lækn- ingajurtum á fornum egypzk- um papýrusskjölum. Er þar lýst um 700 lyfjum, flestum úr jurtaríkinu (um 1700 árum fyrir Krist). Hinir egypzku læknar, sem flestir voru prestar, virðast hafa notað all mikið af lyfjum. Aztekar í Mexico höfðu reglulega grasa- garða og ræktuðu þar m. a- mikið af lækningajurtum. lýst er jurtalækningum í hin- um ævafornu indversku Veda bókum. Forn-Grikkir notuðu jurtir til lækninga, a. m. k. þúsund árum f. Kr. I safn- ritum þeim, sem kennd eru við Hippokrates og talið er að samin séu á fjórðu og fimmtu öld fyrir Krist, eru elztu jurta lækningalýsingar, sem kunnar eru í Evrópu. Er Hippokrates stundum kallaður — „faðir læknisfræðinnar" í Evrópu. Um 200 tegundir eru nefndar í þessum Hippokratesarritum, en lýsingar vantar að mestu. Þó er vitað að sumar jurtirnar komu frá Egyptalandi og Ind- landi upprunalega. Síðar, á þriðju öld f. Kr. ritaði læri- sveinn Aristotelesar, hinn frægi Theophrastos, einhverja fyrstu „grasafræðina“ og lýsir þar um 500 tegundum. Dioskorides, sem uppi var á dögum Nerós keisara ritaði eitt hið mikilvægasta læknis- fræðilega verk fornaldarinnar um lækningajurtir. Hann lýsir um 600 lækningajurtum í Grikklandi og heimalandi sínu Lítlu-Asíu — og segir hvernig þær skuli notaðar. Ennfremur lýsir hann um 200 öðrum læknislyfjum úr dýra- og steinaríkinu. Pliníus hinn rómverski, sem fylgdi Neró keisara á herferð- um hans, ritaði mikið náttúru sögulegt verk. Hann nefnir um þúsund jurtategundir og lýsingar hans og lýsingar Dio- skoridesar eru víða nærri orð- rétt hinar sömu. Hafa þeir e. t- v. notað báðir sömu fornu heimildirnar, sem nú eru týndar? Læknisfræðirit Dio- skoridesar eru „biblía“ lækn- anna um langan aldur. Það var trúað á þau og sífellt vitnað í þau, sem óskeikular heimildir. Þau urðu eins kon- ar „sveínsófi“ læknisfræðinn- ar í naér 1500 ár, unz grasa- fræðingar og læknar endur- reisnartímabilsins gerðu brag- arbót svo um munaði. — Á Islandi hafa jurtir verið notaðar til lækninga allt frá landnámsöld. — Hið merki- lega rit sr. Björns í Sauðlauks- dal „Grasnytjar“ kom út 1783 og er orðið mjög fágætt. All- margir kannast við rit Jóns Jónssonar garðyrkjumanns — „Lítil ritgjörð um nytsemi nokkurra íslenzkra jurta“. — Tók Jón ritið saman eftir ýmsa höfunda og nefnir eink- um til Ólaf Ólavíus, Eggert Ólafsson, Odd Hjaltalín, Svein Pálsson og séra Björn Hall- dórsson í Sauðlauksdal. Hinar íslenzku jurtalækningabækur grundvölluðust aðallega á er- lendum ritum, einkum Jurta- bók Hinriks Hörpustrengs, en Hinrik var læknir og kanúki í Hróarskeldu í Danmörku á dögum Snorra Sturlusonar. Þegar í lok 13. aldar var farið að þýða eitthvað af jurtabók Hinriks á íslenzku. Talið er að Hinrik Hörpustrengur (sem kallaður var læknir Ei- ríks konungs plógpenings) hafi lært í Suðurlöndum, e. t. v. í Salernó á ítalíu. í Slernó var f r æ g u r háskóli og streymdu þangað nemendur frá mörgum löndum. Gætti örvandi áhrifa frá Serkjum o. fl. í Suður-Evrópu, m. a. í læknavísindum- Búast má líka við að sumar lyfjauppskrift- irnar hafi verið að mestu ó- breyttar frá dögum Dio- skorides (70—80 árum eftir Krists fæðingu), en þaðan má rekja sum læknisráðin til Austurlanda, eins og áðúr er sagt. Svo djúpt standa rætur íslenzkra grasalækninga. — Nú eru grasalækningar lítt stundaðar í norrænum lönd- um. Mönnum þykir auðvitað fyrirhafnarminna að kaupa pillur eða smyrslabauk í lyfja- búð. Að vísu eru ýms lyf unn- in úr jurtum og margir eru mestu pilluætur. Þegar skort- ur var á lyfjum í ýmsum löndum á stríðsárunum, reyndu læknar og efnafræð- ingar ýmsar fornar lækninga- jurtir. Reyndust sumar prýði- lega og sönnuðu forna Senator Haig verður ráðherra án þess að veita sérstakri stjórnardeild forustu. Senator Haig er áttræður að aldri, og hann átti í mörg ár sæti í fylkisþinginu í Manitoba fyrir hönd íhaldsflokksins. reynslu. Mörg forn læknisráð voru blandin hjátrú eins og við mátti búast. Hin síðari ár er mikið unnið að því að rannsaka fjölda gamalla og Framhald á bls. 5 ADDITIONS lo Betel Building Fund Lars Mathson 226 Union Avenue Winnipeg 5, Man. $400.00 ------------0---- Mr. & Mrs. P. A. Anderson Glenboro, Manitoba $10.00 í minningu um kæran vin, Jón Ásgeirsson, látinn 6. júlí 1957 að heimili sínu 657 Lipton St., Winnipeg, Manitoba. ----0--- Mr- & Mrs. S. A. Anderson Baldur, Manitoba Mr. & Mrs. Oddson Langruth, Manitoba Mr. & Mrs. G. Thorleifson Langruth, Manitoba $15.00 í minningu um Sigurð Magnússon, Spy Hill, Sask., sem dó 8. september 1957. ------------0---- Mr. & Mrs. Guðjón Danielson Árborg, Manitoba $20.00 ----0--- Mr. Peter Karowchuk Gimli, Manitoba $10.00 ----0--- United Farm Women of Framnes Framnes, Manitoba $30.00 -----------0--- J. J. Myres 5740 Division Street, San Diego 14, Calf. $25.00 '# Befre r' $180,000.00 Building Campaign Fund —180 Make your donations to the "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.