Lögberg - 26.09.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 26.09.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1957 5 IWCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Brúðdaup á Neo-ao-ao-ey — Frásögn sænsks sæfara — EITT af minnisstæðustu at- vikunum í lífi mínu gerð- ist, þegar ég sigldi sem stýri- maður á M-s. „Afrodite,“ sem sigldi milli Gautaborgar og Tahiti með vélar og kopar. Þegar við héldum frá Gauta- borg einn kaldan og dimman októberdag, grunaði mig ekki að ég ætti eftir að lenda í því ævintýri, sem beið mín í þess- ari ferð. Við höfðum þegar farið tvær ferðir og lögðum nú upp í þá þriðju. Við vorum á leið til Tahiti með landbúnaðar- vélar og rafstöðvar, en á leið- inni hrepptum við aftaka veður. Það byrjaði að hvessa einn morguninn, en þegar líða tók á daginn var komið fár- viðri og var vindhraðinn 65 sekúndumetrar, en það var meira veður en „Afrodite“ þoldi. Skipið rak stjórnlaust í veðrinu og strandaði *loks á kóralrifi. Skipið hallaðist mjög og fylltist af sjó, og eftir hálfa klukkustund sökk það. Á síðustu stundu heppnaðist mér að komast á fleka, og reyndi að búa um mig á hon- um eftir beztu föngum. Um nóttina tók að lægja, og morguninn eftir var komið stillilogn og hafið var spegil- slétt í sólskininu, en sá hvorki land eða skip, og þegar leið á daginn hafði ég borðað síðasta súkkulaðibitann, sem ég hafði í vasanum. Þá tók bjartsýnin að dofna, og ég þóttist sjá ör- lög mín, þar sem ég myndi verða hugurmorða á flekan- um. Ég var dauðuppgefinn eftir að hafa velkzt á bylgjum hafs- ins alla nóttina, svo að ég lagðist niður í flekann og sofnaði. Ég veit annars ekki, hve lengi ég hefi sofið, en kannske hefur það verið heill sólar- hringur eða meira. Ég vakn- aði við brennandi sólarhita, og að ég var orðinn skað- brenndur af sólinni. Þorstinn ætlaði hreint að gera út af við mig, og ég var einnig mjög hungraður. Mér lá við að stökkva í sjóinn til þess að gera endir á þetta kvalræði, en skyndilega sá ég dökka rönd við sjóndeildarhringinn. Þetta var land’ Um það var ekki að villast. Klukkan hefur sennilega verið um fimm eða sex síð- degis, þegar flekinn tók land við klappirnar. Ég hafði fast land undir fótum! Ég reikaði í spori, þegar ég gekk upp á ströndina. Við mér blasti lítill lundur með kókospálmum, en að baki þeim var villtur frumskógur. Ég neytti síðustu orku minnar til þess að skríða upp í pálma- lundinn ,þar sem ég náði mér í nokkrar kókoshnetur, sem sefuðu mesta hungrið og þorstann- Meðan ég sat þannig upp við tréð og góflaði hnet- urnar, varð mér hugsað þús- undir mílna norður á bóginn, og mér varð hugsað til Maríu, stúlkunnar minnar, sem beið mín heima, og mundi vonast eftir bréfi frá mér. Ég reyndi að gera mér grein fyrir því, hvar ég væri niður- kominn, og ég var ekki í nein- um vafa um það, að ég mundi vera staddur á einhverri Suðurhafseyju, en á kortinu, sem ég hafði í vasa mínum gat ég með engu móti áttað mig á hvaða eyja þetta mundi vera. Það eina, sem mér var fullkomlega ljóst, var að þetta mundi ekki vera Tahiti. Eftir að ég hafði borðað átta kókoshnetur leið mér sæmi- lega vel. Ég gekk spölkorn upp á eyjuna til þess að sjá mig ofurlítið um áður en myrkrið skylli á. Skógurinn var þéttur, en alls staðar uxu blóm í hinum fegurstu litum, og milli trjánna flögruðu skrautlegir fuglar í öllum regnbogans litum. Eftir að hafa gengið um stundarkorn var ég orðinn uppgefinn. Ég hreiðraði því um mig í gras- inu og sofnaði. Morguninn eftir vaknaði ég við það, að einhver strauk um vanga minn. Ég spratt upp óttasleginn og flaug fyrst í hug, að þetta væri eitthvert villidýr, en þegar ég leit upp blasti við augum mínum ung og fríð stúlka. Ég stóð upp og roðnaði, en rétti henni svo höndina og kynnti mig. —Oa lia lia oa iao lio aa mi no, sagði stúlkan og þrýsti hönd mína og gerði undarlega hreyfingu með vinstri fætin- um. Sennilega var þetta henn- ar háttur, er hún heilsaði, svo að ég gerði eiens og hún, en þá rak hún upp skellihlátur. Því næst tók hún í hönd mér og kom mér í skilning um að ég skyldi fylgja sér eftir. I upphafi var ég hálf hikandi, því að ég hafði ekki hugmynd um hvort hún vildi mér vel, eða hvort hún mundi ætla að borða mig til miðdegisverðar. En loks lét ég að vilja henn- ar og fór með henni. Ég hafði verið nær dauða en lífi síð- ustu dægrin, og ef það var ætlun örlaganna að ég hafnaði í súpupotti eyjarskeggja þá var svo sem ekki úr háum söðli að detta, og það varð að fara sem verkast vildi. Við gengum nú um frum- skóginn, og hún sagði: — Ei iam oa oa o. Þegar við komum að eins konar borgarhliði fyrir utan þorp eitt þarna í skóginum, gerði hún mér skiljanlegt með bendingum, að ég ætti að bíða, en að örstuttri stundu liðinni kom hún aftur með gamlan mann með sér, sem eftir út- litinu að dæma gat verið faðir hennar. Um háls hans var keðja búin til úr margvísleg- um dýratönnum, og ég dró þá ályktun, að þetta mundi vera höfðingi þorpsins. Hann gekk á móti mér, sló út vinstri fætinum og hló vingjarnlega til mín- — Iao mi ta olo ki ki olo, sagði hann. — Aa ao ii o o ole kalle pelle, sagði ég á móti. Höfðinginn horfði forvitnis- lega á mig, og sneri sér svo að dóttur sinni, sem roðnaði og kom feimnislega til mín. Hún lagði hendurnar um háls mér, gerði nokkrar háttbundnar hreyfingar, og þar með var allt klappað og klárt. Hún stóð fast hjá mér og þegar höfðing- inn leit á okkur, blikuðu tár í augum hans. Mér skildist nú að ég myndi sennilega hafa beðið um hönd dótturinnar, og að nú værum við gift. Ósjálf- rátt varð mér hugsað til Maríu, — en ég mundi víst hvort sem var aldrei sjá hana framar, — . og þessi unga stúlka var dásamlega fögur. Höfðinginn, eða réttara sagt tengdafaðir minn, kunn- gjörði tíðindin nú meðal ætt- flokks síns, og hátíð sú, sem nú upphófst á sér enga líka. Við borðuðum eins og við gát- um í okkur látið af kókos- hnetum, ávöxtum alls konar og gómsætum blómum, og að síðustu átum við grísakjöt og voru svínin steikt í heilu lagi. Mér skildist á öllu látbragði fólksins, að hvítur maður hefði aldrei stigið fæti sínum á þessa eyju, því að hún var alls ekki merkt á sjókortið. Ég hafði með öðrum orðum lent á þeim stað á jörðinni, sem ég mundi sjálfsagt aldrei framar komast brott af, því að hér mundi ég aldrei finnast. í sjálfu sér þurfti ég ekki yfir neinu að kvarta, því að ég mundi varla njóta meiri dá- semda annars staðar. — Eyja þessi heitir Nao-ao- ao, sagði tengdafaðir minn litlu síðar, þegar ég var farinn að skilja dálítið í máli eyjar- skeggja. Og hér hafði fólk sína eigin siði og venjur. Allir gengu naktir, og fólk horfði undrandi á buxurnar mínar. Ég skýrði hins vegar frá því, að ég væri uppalinn við aðra siði en það, og í mínu þjóð- félagi væri það háttur fólks að ganga í buxum. Það þótti því undarleg siðvenja. Tengdafaðir minn var iðju- samur karl. Meðal þess, sem hann tók sér fyrir hendur, var að gróðursetja jurtir með sér- stökum hætti. Þannig hafði honum t. d. tekizt að haga til vexti kókospálmanna, að stofn inn og greinarnar mynduðu eins konar stiga, svo að auð- velt var að klifra upp í þá til þess að ná í hneturnar- Þá var tengdafaðir minn afbragðs vefari. Hann bjó til lök og höfuðpúða, sem að vísu voru ákaflega harðir, að minnsta kosti meðan maður var að venjast þeim. Annars komu þessir koddar sér vel, því að við lágum tíðast í skugganum, enda þurfti maður ekkert fyrir lífinu að hafa, þar sem matvælin féllu svo að segja sjálfkrafa upp í munninn á manni, og það voru sannköll- uð helgispjöll að vinna í þess- ari Paradís. Dag nokkurn gekk ég og hin fagra kona mín niður að ströndinni til þess að baða okkur. Hún hljóp fyrst út í, en það tók mig lengri tíma að koma mér að því, vegna þess að ég þurfti að bregða mér í sundskýlu. Þegar hún sá mig í sundbuxunum rak hún upp stór augu. — Oki mona visa osa isa, sagði hún, en það þýddi á tungumáli hennar, hvort það væri líka siður hjá þjóð minni að synda í buxum. Við syntum nú út ^fyrir ströndina, en ég skreið upp á lítinn fleka, sem flaut þar úti og sofnaði. Þegar ég vaknaði, hafði flekinn rekið með mig langt út á haf, og þrem dögum síðar var mér bjargað um borð í skip. Ég sagði skipstjóranum hvað fyrir mig hafði borið, en hann hló einungis að mér, og þegar ég um síðir kom heim aftur, var þar heldur enginn, sem vildi trúa mér. En þrátt fyrir allt mun ég aldrei gleyma eyjunni Nao-ao-ao, né hinni fögru konu minni þar, Iaoiola, og heldur ekki mána- skilinu yfir pálmaviðar- krónunum. —Sunnudagsblaðið Jurtir til lækninga Framhald af bls- 4 nýrra lækningajurta vísinda- lega víða um heim. Ekki skal farið lengra út í þá sálma hér, heldur nefnd nokkur dæmi um íslenzkar lækningajurtir til gamans og fróðleiks. (Um sannfræði lækningamáttarins er lækna- og efnafræðinga að dæma). Brúðberg (blóðberg) og fjallagrös voru alkunnar te- jurtir, þ. e. seyðið af þeim var drukkið gegn háls- og lungna- kvillum, kvefi o. fl. Te til heilsubótar var einnig drukk- ið af vallhumli, ljónslöpp, silfurmuru, gúlmöru, arfa maríustakk, rjúpnalaufi a. fl. Var oft blandað saman 2—3 tegundum. Ýmsar jurtir voru notaðar til að græða sár, t. d. blöð maríustakks, ljónslappa, hófsóleyjar, undafífla (og einnig blómduft undafíflanna og duft gert úr gulmöðrublöð- um), blöð græðisúru o. fl. Skarfakál, hvönn, njólablöð, fíflablöð, arfi o. fl. var etið gegn skyrbjúg o. fl. kvillum á vorin. Vallhumalssmyrsl þóttu gott meðal að bera á verki, stirðar taugar og tök. Blöð vallhumalsins voru smásöxuð og soðin saman við helmingi meira af ósöltuðu smjöri. Hið þunna síðkn síað frá, kreist vel úr því og svo geymt til notkunar. — Seyði af hor- blöðku og njóla saman soðið þótti magastyrkjandi. Hellu- hnoðri verkar á uppsölu og niðurgang. Fyrr á tímum var ekki alltaf hægt að hlaupa í lyfjabúð, heldur varð að nota það sem tiltækilegt var. Þætti flestum æði dýrt og fyrir- hafnarsamt nú á tímum að safna lækningajurtum og gera lyf og smyrsl úr þeim. Jurta- lækningafræði almennings má heita úr sögunni. En lyfja- fræðingar og efnafræðingar brugga í staðinn fjölmörg lyf og jurtasmyrsl handa þjóðun- um, m. a. úr gömlu lækninga- jurtunum. Ing. Davíðsson —TÍMINN 31. júlí Roy Shefley Passed Awoy On Friday September 20, 1957 Roy Sveinn Shefley pas- sed away in Royal Columbia Hospital, New Westminster. Death was due to Coronory Thrombosis- H^was born in Winnipeg on August 18, 1909, and resided there until he moved to British Columbia in 1947, and resided at 160 — 18th Avenue, Burnaby. His passing will come as a shock to his many friends and relatives in Win- nipeg. Roy was beloved and respected by all those who knew him. He is survived by his Mother, Mrs. Ingibjorg Shef- ley, who was a long term resi- dent of Winnipeg beíore she joined her family in Van- couver. Also at home his be- loved wife Kay; two daughters Mrs. Sheila Dunmore of New Westminster; Marlene, and one son David at home. Two sisters, Mrs. Helen Steele of Burnaby and Mrs. Irene Morris of Oakland, California. The funeral took place in the Bowell & Sons Chapel in New Westminster. Rev. E. Brynjólfsson read the service and the body was interred in the Valley View Memorial Gardens. KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERGl

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.