Lögberg - 26.09.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 26.09.1957, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1957 Fréttabréf frá Tyner, Sask — 15. SEPTEMBER 1957 — Úr borg og bygð VEITIÐ ATHYGLI! Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar heldur sölu á lifra- pylsu og blóðmör í fundarsal kirkjunnar þriðjudaginn 1. október kl. 2 e. h. Að kvöldi sama dags sýnir Mrs. Kristín Johnson myndir sínar frá íslandi. — Sýningin byrjar stundvíslega kl. 8—10. Kaffi veitt öllum á eftir. — Samskot verða tekin. ☆ Hið sjöunda árlega Smor- gasboard og dans, sem The Viking Club efnir til, verður haldið í Vasalund Park, Charleswood, 28. september kl. 6.30 e. h., verður þar venju samkvæmt mikið um dýrðir. Aðgöngumiðar að máltíð og dansi $2.50 á mann, en dollar að dansi út af fyrir sig. Aðgöngumiðar fást hjá for- stöðunefnd klúbbsins eða hjá: Mrs. Martha Norlen 288 Beverley St., Phone: SU 3-3962- The Dahl Co. Ltd. 325 Logan Avenue, Phone: WH 3-8749. Swedish-American Line 470 Main Street, Phone: WH 3-5613. H. A. Brodahl, Secretary ☆ Mr. & Mrs. Lindal J. Hall- grimson of Vancouver, B.C. wish to express their sincere thanks to all their relatives and friend’s who honoured them so greatly on Sunday, September 15th in the Audi- torium of the First Lutheran Church, Winnipeg on the occation of their golden wed- ding anniversary. ☆ Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni að heimili hans í Winnipeg, þann 21. september. Larry Stuber, Airforceman, Gimli, Man., og Sylvia Dorothy Bjornson, sama staðar. Við giftinguna aðstoðuðu Miss Elizabeth Gottfield og Mr. Donald G. Bryce, R.C.A.F., Gimli, Man. ☆ Mr. B. J. Lifman frá Árborg var staddur í borginni á mánu daginn. Mr- Hálfdán Thorlakson, einn af yfirmönnum Hudson’s Bay verzlunarinnar í Van- couver, var staddur í borginni í vikunni, sem leið. ☆ Sú missögn varð í síðasta blaði þar sem minst var á John Luther, Bakersfield, California, að hann væri fæddur í Nýja-íslandi, því hann var fæddur í Blönduhlíð í Skagafirði, en fluttist korn- ungur til Nýja-íslands. ☆ — DÁNARFREGN — Mrs. Jónína Margrét Einars- son, 74 ára að aldri, lézt á Johnson Memorial sjúkrahús- inu á Gimli á sunnudaginn í fyrri viku; hún lætur eftir sig eiginmann sinn, Sigurð, þrjá sonu, Jón að Dunrea Beach, Einar í Flin Flon og Matthías að Coquitiam, B.C., tvær dætur, Mrs. D. Norman, Dunrea Beach, og Mrs. S. Olson, Winnipeg; hún lætur eftir sig 18 barnabörn og 5 barnabarnabörn. Svo og tvo bræður, Guðbjörn og Guð- mund, og eina systur, Mrs. G. M. Brandson. Útförin var gerð frá lút- ersku kirkjunni í Árborg. — Séra J. Larson jarðsöng. ☆ — DÁNARFREGN — Látinn er á Betel að Gimli Sigfús Anderson fyrrum bú- settur að Eriksdale, Man., kominn yfir áttrætt. ☆ — DÁNARFREGN — Þann 15. sept- andaðist á General Hospital í Vancouver Mrs. Kristín Björnsson ekkja Gunnlaugs Björnssonar, sem dó fyrir 14 árum. Kristín sál. var ættuð úr Eyjafirði, for- eldrar hennar voru Benedikt Jóelsson og Albína Þorsteins- dóttir, sem bæði eru dáin fyrir löngu. Kristín og Gunn- laugur bjuggu lengi nálægt Leslie, Sask., þar til fyrir rúmum 20 árum að þau fluttu til Dawson Creek, B.C., þar sem þau bjuggu fyrst út frá Dawson Creek, seinna inn í bænum, þar dó Gunnlaugur og þar var Kristín jörðuð þann 21. sept. — Hana lifa 4 drengir og þrjár stúlkur, öll uppkomin. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Rúmlega 650 manns sóttu Fyrstu lútersku kirkju á sunnudaginn var. 30 sunnu- dagaskólakennarar voru settir í embætti við árdegisguðs- þjónustuna. — Að lokinni kvöldguðsþjónustunni fór fram kaffidrykkja í samkomu- sal kirkjunnar- Guðsþjónustu fara fram eins og venjulega, á ensku kl. 11 f. h. og kl. 7 á íslenzku. Allir eru ávalt velkomnir. 104 óra afmaeli Mrs. Margrét Ólafsson í Sel- kirk átti 104 ára afmæli hinn 17. þ. m., og nýtur enn ágætrar heilsu; hún mun vera elzti borgarinn af íslenzkum stofni, sem nú er uppi í þessu landi; hún fluttist til Vesturheims ásamt manni sínum 1884 og settist fjölskyldan fyrst að í Árnesbygðinni, og dvaldi þar fyrstu fimm árin, en síðan hefir Mrs. Ólafsson átt heima í Selkirk; hún misti mann sinn 1948 og var hann þá 97 lára gamall; hún er á heimili sonar síns og tengdadóttur í Selkirk. Ungverskur skókmaður . . . Framhald af bls. 1 versku skámennirnir fóru allir utan á sunnudagsmorgun á- leiðis heim til Ungverjalands. Þess má geta, að Benkö var eini þátttakandinn í sveitinni, sem ekki átti fyrir fjölskyldu að sjá heima í Ungverjalandi. Það er athyglisverð tilviljun, að þetta skuli gerast sömu dagana og hópur íslenzkra æskumanna er staddur í Moskva á „heimsmóti æsk- unnar“. 1 þeim herbúðum ríkir sjálfsagt einróma hrifn- ing á ástandinu austan járn- tjalds, en mál Benkö virðist ljósasti vottur þess, að ekki eru allir æskumenn austur þar samdóma hinum íslenzku unglingum- —TÍMINN, 30. júlí Tilvalin afmælisgjöf Gleðjið vini ykkar, þá er ekki fá Lögberg, með því að senda þeim blaðið í afmælis- gjöf eða jólagjöf, þegar þar að kemur. Riístjórar Lögbergs, Kæru hjón: Um leið og ég sendi árs- gjaldið fyrir Lögberg vil ég þakka ykkur fyrir vel unnið starf í þágu viðhalds á blað- inu og viðhalds málefna, sem eru kær okkur íslendingum bæði hér og heima- Hér um slóðir er árferði gott, sjöunda góð uppskeran í ár og er allt hveitikorn þreskt í góðu standi, en hör- inn stendur að mestu ennþá þar sem að honum var þjáð vorfrostum, samt lítur út fyrir meðal uppskeru af honum. Það eru þó nokkrir íslend- ingar búsettir hér á nokkuð stóru svæði og má þar til nefna Kolbeinssons fjölskyld- una, Mrs. Johnson móðir hans og systkini, í nánd við Kindersley; Helgasons í D. Archey; Ásgrímson í Eston og kennarinn Fred Johnson og hans kona, lögregluþjónn (Mountie) ;Anderson, gamall Winnipeg-maður, svo að ég nefni fáeina. Það eru nógu margir til þess að við gætum stofnað félags- skap með okkur bæði til gagns og gamans. 1 sumarfríinu heimsóttum við gamlar stöðvar og hittum suma af gömlum og góðum | SAID BIN TAIMUR soldán af Muscat og Oman er fyrsti soldán í heila öld, sem megnað hefir að sýna vald sitt yfir innhéruðum Oman. Það hefir þó aðeins tekizt skamm- an tíma, og jafan hangir upp- reisnarhættan yfir. Þar að auki hefir hann unnið það dirfskuverk að vera nætur- sakir í Nizwa. En það hefir enginn þorað af fyrirrennur- um hans síðan 1856. Þegar Said Bin Taimur tók við völdum 1927, mátti heita að höfðingjar ættbálkanna réðu lögum og lofum í inn- héruðum landsins. Og lítil breyting var hér á, unz 1955, að brezk og amerísk olíufélög hófu boranir eftir olíu á svæð- inu umhverfis Nizwa. Hinn trúarlegi yfirmaður, ímaninn af Oman, Ghalib bin Ali, krafðist þá valda yfir þeim svæðum, sem menn bundu mestar vonir við, hjá Fahoud, 800 km. norður af Muscat, höfuðstað Saids. Þetta þoldi soldáninn ekki. Nú vildi hann sýna í verki, að hann væri ekki jafn hrjáð- ur og fyrirrennarar hans. Dag nokkurn stakk hann löngum hníf í belti sér, bar ilmefni í skegg sér og ók af stað með einkaher sinn í sjö amerísk- um vörubílum allt til Nizwa, vinum, en vegna veðráttunn- ar gátum við ekki séð eins marga og við óskuðum, en við sungum saman okkar kæru, íslenzku söngva, sem hreif og hitaði hjartað. Það er óhugs- andi að heimsækja Marvins- hjónin í Churchbridge og taka ekki lagið. Gott eigið þið í Winnipeg og nágrenni að njóta heimsóknar manna að heiman, það finnst mér nærri eins nauðsynlegt og líkamleg fæða að fá að sjá og heyra marga merkismenn íslendinga og annað fólk, sem að heiman kemur. Er ekki mögulegt að fá suma af þeim, sem heimsóttu landið okkar kæra, til að segja okkur ferðasögu sína og álit sitt á landinu. Það þarf ekki nauðsynlega að vera allt skrifað á íslenzku. Það eru mörg af okkur, sem lesum blaðið, sem hefðum unun af að lesa ferðasögur þeirra, sem árlega heimsækja land feðra sinna — kæra Frón. Nóg er nú af þessu, kæra þökk fyrir störf ykkar, Einar Páll og Ingibjörg, og ég lifi í voninni að sjá íslenzku lín- urnar í Lögbergi í hverri viku. Það er nú ein af eftirvænt- ingum mínum hér. Með vinsemd, Krislinn O. Oddson um lendur, sem ekkert vél- knúið tæki hafði yfir farið. Hann kom ímaninum í Nizwa öldungis á óvart, og á þann hátt gat hann forðað sér, að renna sér út um glugga í reipi hæst ofan úr virkismúrn- um. Þqð síðasta, sem af hon- um er vitað, var að hann reið á harðastökki inn fyrir landa- mærin til Saudi-Arabíu- Said bin Taimur er fjörutíu og sex ára gamall, víðlesinn og guðrækinn Múhameðstrú- armaður. Hann er dómsmála- ráðherra og hæstaréttardóm- ari hjá sjálfum sér og orð hans eru lög meðal hinna 795 þúsunda, sem honum lúta. í miðaldahöll hans í Muscat ganga um beina afkomendur dökkra þræla, sem fyrr voru sóttir til Zanzibar, meðan Muscat og Oman voru enn stórveldi við Persaflóa . Soldáninn er fanatískur andstæðingur tóbaks og á- fengis, og tregur var hann 1944, er hann fyrst heimilaði konum án andlitsblæju að hafast við næturlangt á yfir- ráðasvæði hans. Þær voru á leiðinni frá Kairo til Karachi með flugvélum. Hafa skyldi við alla hina nákvæmustu varkárni, og strengilega er bannað öllum konum að vera á ferli blæjulausar í nánd við höfuðborgina. —Alþbl. Trygg lífsstaða fyrir unga menn . . . Á hverju ári verða lausar stöður fyrir KENNARA 1 IÐNAÐARLISTGREINUM. Ungir menn með XII. BEKKJARPRÓF geta búið sig undir áminstar stöður með því að sækja Manitoba Technical Institute á núverandi skólaári. Upplýsingar varð- andi námið fást með því að skrifa eða síma THE REGISTRAR, DEPARTMENT OF EDUCATION, LEGISLATIVE BUILDING, WINNIPEG. Sími WH 6-7370. Soldáninn í Muscat og Oman ofstækisfullur andstæðingur tóbaks og víns Fastheldinn á fornar venjur og vill nauðugur líða, að konur gangi andlilsblæjulausar nokkurs staðar í ríki hans

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.