Lögberg - 10.10.1957, Page 1

Lögberg - 10.10.1957, Page 1
70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1957 NÚMER 41 Stórir og merkilegir hellar fundnir í Gullborgarhrauni í Hnappadal vestra Taldir ganga næsi hellunum í Hallmundarhrauni, að stærð MINNINGARORÐ: Konrað Nordman 1886—1957 Fyrir röskum hálfum mán- uði gerði Guðmundur Alberts- son á Heggstöðum í Hnappa- dal og unglingspiltar tveir, sem voru í för með honum, þá uppgötvun, að mikill hellir leyndist í Gullborgarhrauni, og við nánari athugun hefir komið í ljós, að þarna eru margir hellar, sem aldrei hef- ir verið vitað um áður, og er a. m. k. einn svo stór, að hann nálgast að vera jafnoki hell- anna í Hallmundarhrauni, sem taldir hafa verið þeir stærstu og merkilegustu á landinu. Það var tilviljun, að Guð- mundur á Heggstöðum og fylgdarsveinar hans fundu fyrsta hellinn. Þeir voru á leið í Gullborg, sem er all- mikill eldgígur, svipaður Eld- borg, sem frægari er. Þeir höfðu með sér vasaljós, og var það líka tilviljun. Á leið sinni að borginni klöngruðust þeir yfir gjá í hrauninu og var þar stórgrýtt mjög og illt yfirferðar. Sáu þeir þá hellismunna, sem þeir fóru að athuga. Ekki héldu þeir langt inn í hellinn, en nógu langt þó til að fullvissa sig um, að þarna mundi stór hellir, sem ástæða væri til að kanna frekar. Sunnudaginn eftir, 4. ágúst, fóru 7 menn af þremur bæjum í Hnappadal, Heggstöðum, Hraunholtum og Hlíð, til að kanna fundinn. Þeir skoðuðu helli þann, sem fyrst fannst, og sáu að hann var mjög stór og harla merkilegur, auk þess fundu þeir 3 aðra hella þarna skammt frá. Voru þeir allir minni. Nú á sunnudaginn fór Guð- mundur Illugason á Borg á Seltjarnarnesi vestur í Hnappa dal og fékk sér til fylgdar Einar Hallson í Hlíð til að skoða hellana. Fóru þeir í alla hellana, sem þá var vitað um, og fundu tvo hella til við- bótar. Guðmundur Illugason sagði blaðinu í gær, að þetta hellasvæði væri engan veginn fullkannað enn. Hellar þessir mundu hafa myndast við hraunrennsli frá Gullborg- inni. Stærsti hellirinn mundi vera 15—20 m. undir loft, og 500—600 metrar á lengd, ann- ar um 300 metrar. Eru víða af- hellar og afkimar í hellurium, gólf er nokkuð óslétt, inn- gangan erfið, stórgrýti mikið og munninn mjög lágur og erf- iður. Minni hellarnir eru sennilega 100—150 metrar á lengd. — 1 öllum hellunum eru skemmtilegar vistarverur, sagði Guðmundur og margt að skoða, en erfitt um vik með vasaljós og kerti. Þyrfti að kanna allt svæðið með góðum útbúnaði. —TÍMINN, 13. ágúst Góðir gesf-ir af Fróni Hingað komu til borgarinn- ar í lok fyrri viku hr. Magnús Jochumsson, póstmeistari í Reykjavík og yfirmaður póst- þjónustunnar á íslandi, ásamt frú sinni; sat Magnús alþjóða- þing póstsambandsins, sem haldið var í Ottawa, og sóttu þingið erindrekar frá níutíu og tveimur þjóðum- Magnús er fæddur á Isa- firði, en faðir hans var Jochum Magnússon, bróður- sonur Matthíasar Jochums- sonar skálds; móðir Magnúsar var Aðalbjörg Jónsdóttir frá Miðhúsum í Blönduhlíð í Skagafirði; kona Magnúsar er Guðrún Geirsdóttir Zoega, en faðir hennar var svo sem kunnugt er, einn hinn mesti athafnamaður sinnar tíðar í Reykjavík. Þau Magnús og frú eru bæði gædd styrkum persónuleika og vekja fljótt virðingu manna og traust. Þeir Magnús póstmeistari og Jochum Ásgeirsson raf- fræðingur hér í borg eru hálf- bræður að móðerni. Þau Magnús og frú lögðu af stað héðan á sunnudaginn í heimsókn til dætra sinna, sem búsettar eru í San Francisco, og munu dveljast þar fram um mánaðamótin. Á laugardagskvöldið höfðu þau Jochum Ásgeirsson og frú Ingibjörg veglegt boð á heim- ili sínu fyrir þessa kærkomnu gesti, og skorti þar hvorki gleði né góðan fagnað. Þrjátíu og þrjú ár voru liðin frá þeim tima, er fundum þessara merku bræðra síðast bar saman. Orslit kosninga Almennar kosningar til norska þingsins fóru fram síð- astliðinn mánudag, og lauk þeim með þeim hætti, að Social-Demokratar undir for- sæti Einars Gerhardsen fengu hreinan meirihluta og sitja því áfram við völd. Nokkur óréttingarorð Þegar ég ritaði minningar- orðin um Sir William A. Craigie, sem birtust í Lögbergi síðastliðna viku, vissi ég eigi betur, en að hin nýja og aukna útgáfa hans of orðabók Guð- brands Vigfússonar og Cleas- bys væri enn í prentun, en í nýkomnum blöðum heiman af íslandi sé ég, að hún hefir komið út í sumar. Fer alda- vinur Sir Williams, Snæbjörn Jónsson bóksali í Reykjavík, meðal annars þessum orðum um útgáfuna í minningargrein um hinn skozka hollvin vor íslendinga í dagblaðinu Vísi í Reykjavík 4. sept., en Sir William lézt daginn áður: „Þessu verki hafði Sir William Craigie á þann hátt lokið, að bókin kom út með viðauka nokkrum vikum fyrir lát hans, til ómetanlegs gagnk öllum þeim hér á landi og er- lendis, er rækt leggja við tungu okkar og bókmentir. Orðabókin er sú mentalind, sem lengi mun verða af ausið.“ Liggur í augum uppi, hvert nytsemdarverk Sir William hefir enn á ný innt af hendi í Islands þágu með hinni endur- bættu útgáfu umræddrar orða bókar. En þeim til bendingar, sem kynnu að vilja eignast hana, þá er þetta hið enska heiti hennar: An Icelandic- English Diciionary. Initiaied by Richard Cleasby. Subse- quenily Revised. Enlarged and Compleied by Gudbrand Vig- fusson M.A. Second Ediiion. Wiih a Supplemeni by Sir William Craigie. Coniaining Many Addiiional Words and References, Oxford 1957. RICHARD BECK Dánarfregn Frú Kristín Guðrún (Kerne- sted) Thorgeirson lézt að heimili sínu, 590 Cathedral Ave. hér í borg á þriðjudaginn I. okt., 79 ára að aldri. Hún var fædd á íslandi, en fluttist til Canada fyrir 68 árum. Hún var í söfnuði Fyrstu lútersku kirkju; tilheyrði trúboðanefnd Atlantic Ave. United Church. Hana lifa maður hennar Joseph W., fjórar dætur, Mrs. J. Snydal, Mrs. A. J. Goodrich, Mrs. D. T. Dorset og Mrs. R. J. Page; fjórir synir, William, Magnús, Joseph og Friðfinnur, og fjöldi barnabarna. Útförin var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju á laugardaginn. Séra V. J. Eylands flutti kveðju- mál. Rev. Roy S. Wilson að- stoðaði. Konráð Nordman andaðist á sjúkrahúsinu í Glenboro, Manitoba, þann 14. ágúst síð- astliðinn. Það kom sem reiðar- slag yfir bygðina, þegar frétt- in barst. Hann hafði legið á sjúkrahúsinu í nokkra daga, en virtist á góðum batavegi, þegar dauðann bar að svo snögglega- Foreldrar Konráðs voru hjónin Guðrún og Guðmund- ur Nordman, landnemar í Brúar-byggðinni suður af Cypress River í Manitoba. Börn þeirra voru sex: Guð- mundur, dáinn fyrir mörgum árum síðan; Kristján, til heim- ilis í Winnipeg; Guðný, Mrs. Hanna að Elstone, Sask.; Soffía, Mrs. Bernhöft, að Cavalier, N. Dak.; og Dóra, Mrs. Kinsley í Winnipeg. Konráð fæddist að Brú þann 6. marz 1886 og ólst upp í foreldrahúsum. Á þeim tíma var lítið tækifæri fyrir drengi í sveit nema almenn vinna. Skólar voru langt í burtu, efni lítil og heimilin þurftu alla krafta til bjargar. Konráð var mjög gefinn fyrir músik og í tómstundum naut hann nokkurrar tilsagnar og lærði að spila á orgel. Hann var því sjálfsagður organisti þegar söfnuður var myndaður að Brú, og gegndi hann þeim starfa af mestu samvizkusemi í yfir 50 ár. Konráð tók við búinu af föður sínum. Árið 1914 byggði hann veglegt íbúðarhús á jörð inni og þann 21. des., sama ár, kvæntist hann Laura Landy, bygðarstúlku, og settust þau að í nýja húsinu. — Heimili þeirra var fyrirmyndarheim- ili. Hjónin elskurík, sérstak- lega samrýmd í öllu, gestrisin, félagslynd og góð heim að sækja. Það var gestakoma mikil og oft glatt á hjalla hjá Láru og Konna- Yfir heimilinu hvíldi helgur andi og þau voru sannkristin í öllum félagsskap. Konráð var elskuríkur heimil- isfaðir, drengur góður og hreinn og beinn í allri fram- komu, einlægur, hjálpsamur og hinn bezti förunautur. Hann var snyrtimenni, vand- virkur að öllu sem hann gekk. Heimilið var vel um gengið úti og inni. Konráð gegndi mörgum trúnaðarstörfum, sem fyrr segir var hann organisti safn- aðarins í rúm fimmtíu ár, for- seti sunnudagaskólans í mörg ár, sat lengi í safnaðarnefnd, var tíðum erindreki á kirkju- þingum; auk þessa tók hann þátt í. velferðarmálum byggð- arinnar, sér í lagi skólamál- um. En líf hans var helgað heimilinu og kirkjunni. Byggðin hefur að baki að sjá einum af sínum beztu sonum. Hann var vinmargur og virtur af öllum sem þekktu hann. — Hann er syrgður af eiginkonunni, þrem bÖrnum þeirra, Mrs. J. Gardiner að Cypress River, Man., Jón og Herbert bændur að Brú, og fimm barnabörnum. — Við vottum fjölskyldunni hjart- næma samúð okkar. Jarðarförin fór fram frá Fríkirkjunni að Brú, að fjöl- menni viðstöddu. Séra Jóhann Fredriksson, fyrrum sóknar- prestur, aðstoðaði stúdent Don Olsen. Við þökkum þér af hjarta fyrir samfylgdina. — í Guðs friði, vinur. “Upp rennur aftur dagur, eilífur bjartur, fagur. Dýrð sé þér, Drottinn kær. Jóhann Fredriksson Nýr himinhnöttur— gerður af mannahöndum Ein mestu stórtíðindi í sögu vísindanna gerðust á föstu- dagskvöldið í fyrri viku, en þá tilkynnti Moskva, að vísinda- mönnum þar hefði tekizt að skjóta hnetti svo langt í loft upp, að nú hringsnerist hann í kringum jörðina eins og tungl. Hann er 560 mílur frá jörðinni og hraðinn á honum kringum jörðina er 18,000 mílur á klukkustund. Hnöttur þessi er 23 þumlunga í þver- mál og 185 pund á þyngd. Þetta er mikill vísindalegur sigur. Hnöttur þessir er hlað- inn vísindalegum tækjum, er útvarpa til jarðar ýmsum fróðleik um geiminn; vísinda- menn í öðrum löndum hafa heyrt skeytin, en skilja þau ekki vegna þess að þau eru í “code”, en þess er vænst að Vísindamenn Rússa miðli öðr- um vísindamönnum af þeim fróðleik, er þeir á þennan hátt verða vísari. Talið er að hnöttur þessi leys- ist upp innan tveggja eða þriggja vikna.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.