Lögberg - 10.10.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.10.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1957 Séra Gísli Brynjólísson: Blika í heiðríkjunni Ræða haldin í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi, sunnud. 8. ágúst SUMRI er tekið að halla. Hinum föla blæ haustsins er þegar tekið að slá á jörðina. Fyrir honum verður hið græna skrúð sumarsins að víkja nú eins og endranær, þegar þessi árstími nálgast. Flestir landsmenn ljúka upp einum munni' um það, að nú eigi þeir að baki eitt fegursta og sólríkasta sumar, sem þeir hafi lifað. Að vísu getum við hér í þessari sveit ekki að öllu tekið undir það. Samt hygg ég, að við munum lengi minnast þessa sumars, sem nú er að líða og minnast þess að góðu. Það sem sérstaklega hefur sett svip sinn á þetta Iíðandi sumar eru þess lognkyrru dagar með mildi og blíðu frá morgni til kvölds. Þakklát megum við öll vera fyrir þessa blessuðu sumardaga. öll hefð- um við að vísu heldur kosið þá fleiri, bjartari og sólríkari, en hversu unaðslegir voru þeir samt ekki, þegar maður gat eins og laugað sál sína í ró þeirra og mildum friði. EN SAGA þessa sumars, sem nú er senn liðið, er nú vitanlega ekki öll sögð með veðurblíðu þess og sólarbirtu. Það er nú orðið svo, að það á ekki við um mennina, ekki heldur íslenzkt sveitafólk, að þeir eigi allt sitt undir sól og regni, og að einber gleði og gæfa blasi við, enda þótt ár- gæzka ríki til landsins — og náttúran sé á gæði sín gjöful. Ég las í sumar blaðagrein eftir bónda, sem hann kallaði: Skuggar yfir framííðinnL — Hann fór að vísu nokkrum orðum um það, hversu veðr- áttan hefði leikið við hann og starfsbræður hans í sveitinni, — en þó fór hann fleiri orðum um hitt, hversu dökkar blikur hann sá á himni framtíðar- innar. — En þær blikur voru vitanlega ekki í neinu sam- bandi við heyskap eða tíðar- far. Þær stöfuðu af allt öðrum og ólíkum ástæðum. Þær or- sökuðust af því, að fólkið kunni svo illa að skipta með sér og notfæra sér þau miklu gögn og gæði, sem þessari þjóð falla í skaut. Þjóðin áflar nú meiri verð- mæta úr djúpi hafs og skauti jarðar heldur en nokkru sinni áður. Þess vegna hefur hún vitanlega úr meiru að spila en áður— En þarfirnar eða kröf- urnar hafa vaxið langt um meira en þetta. Það er þess vegna, sem bóndinn sá blik- una á lofti mitt í heiðríkjunni. — Það er þessi kröfuharka, að maður ekki segi kröfufrekja, sem skapar deilur, veldur sundrungu og sviptingum í þjóðfélaginu, mitt í auði og allsnægtum, og tímanlegri vel gengni. Mikið er rætt um þau • vandamál, sem þessir erfið- leikar í sambúð og samskipt- • um manna skapa. Og þau blasa ekki einungis við hjá okkur, heldur virðast þau ekki síður gera vart við sig hjá öðrum þjóðum, sem við telj- um miklum kostum búnar. Þar virðist lausnin jafnvand- fundin eins og hér. Þar eins og hér leita menn að úrræðun- um með umbótum á hinu ytra skipulagi, með því að semja fleiri lög, koma á nýjum regl- um, gefa fleiri fyrirmæli, um það, hvað megi gera og hvað megi ekki gera. Það er með öðrum orðum alltaf verið að reyna að breyta því sambúðar- formi, sem mennirnir búa við, fullkomna það og endurbæta, koma á réttlátari skiptingu þeirra tekna, sem þjóðin aflar sér, svo að hver fái það, sem honum réttilega ber, svo að hver og einn geti unað glaður við sitt. En þetta vill ekki ganga greitt. Lögin verða fleiri, reglurnar flóknari, en þrátt fyrir það verður sambúðin erfiðari, misklíðar- og deiluefnin fara vaxandi. I þessum efnum er nú svo komið að það virðist ekki duga fyrir mönnum að breyta — heldur verður hann sjálfur að breylasl. Hann verður sjálfur að öðlast annað viðhorf til lífsins, eignast ann- að mat á hlutunum, fá komist í aðra afstöðu til náunga sinna og samferðamanna. Það er þetta, sem að vissu leyti er þungamiðja á siðakenningu kristindómsins. Það er þetta, sem á máli trúarinnar heitir afturhvarf, en við mundum máske frekar vilja nefna það, í þessu sambandi, lífsvenju- breytingu. En það er einmitt það, sem við þurfjim fyrst og fremst á að halda nú. Það er breyting á lífsstefnu okkar og lífsvenj- um. Það er enginn efi á því, að þrátt fyrir mikinn feng, háar þjóðartekjur, er nú eytt miklu meira en aflað er. Með öðrum orðum við lifum um efni fram .Allir vita hvernig fer fyrir þeim einstaklingi, sem það gerir. Hann verður vanskilamaður, sem enginn treystir. Hann kemst fyrr eða síðar á vonarvöl. Og alveg sama lögmál gildir um þjóð- arheildina- Við áttum okkur bara síður á því, við finnum það a. m. k. síður, heldur en þegar það er okkar eigin per- sónulegi hagur, sem í veði er. ÞAÐ HLÝTUR því að liggja öllum í augum uppi, að meðan svona horfir, meðan þessu fer fram um eyðslu um efni fram, þá duga engar breytingar á skipulagi, það koma engin lög og engar reglur að haldi nema grafið sé fyrir þetta þjóðar- mein, sem á rætur sínar í hugsunarhætti, lífsstefnu og líísvenju einstaklingsins. Það er því hér, sem þunga- miðjan liggur í öllum okkar vandamálum. Við þurfum að vísu mörgu að breyta, en við þurfum þó fyrst og fremst að breytast. Aðalorsök allra okk- ar svokölluðu efnahagsvanda- mála liggur ekki í hinu ytra skipulagi, heldur hið innra hjá okkur sjálfum, í þeim háu kröfum, sem við gerum um hóglífi og lífsþægindi, í öllum þeim óteljandi þörfum, sem okkur finnst við þurfa að fá uppfylltar. Við verðum því að slá af þessum kröfum, við verðum að fækka þessum svo- kölluðu þörfum, svo að eyðsl- an verði í samræmi við það, sem við öflum, en ekki um- fram það. — Þeessi lífsvenju- breyting verður að gerast hjá hverjum einstaklingi. Það er hægt að koma henni á, ef margir taka sig saman, en þó er það alltaf einstaklingurinn, sem hér veltur á. — Þó ber því ekki að neita, að jafnvel hér í okkar lýðræðislega jafn- aðar þjóðfélagi, eru þeir lík- legastir til áhrifa í þessu efni, sem mestan trúnað hafa hlot- ið. Hér þurfa þeir að ganga á undan og vísa veginn. Þeir eiga að sýna það með fordæmi sínu að kröfurnar til samfé- lagsins eru orðnar úr hóf? fram. Þeir eiga að verða fyrst- ir til að sýna þá hugarstefnu- breytingu í verki, sem við vit- um að nauðsynleg er. Ég efast um að t. d. kirkjan gæti nú sem stendur unnið þjóðinni þarfara verk með öðru móti en því að þjónar hennar, hefðu samtök um að afsala sér þeim launahækk- unum eða „kjarabótum“, sem opinberir embættismenn sýn- ast eiga kröfu til „samanborið við aðrar stéttir" eins og það er nú oftast orðað. Raunar kann einhver að segja sem svo að frekar ættu þeir að hefjast handa, sem meira bera úr bít- um af sameiginlegum sjóði landsmanna, og má það e. t. v. til sanns vegar færa. Hitt er þó meira um vert, að sú stofn- un hafi forgönguna, sem telur það skyldu sína að vera á verði gegn óhollum lífsvenj- um og benda á hætturnar þeg- ar hagur og velferð þjóðarinn- er er í veði. Satt er það, að eins og nú er komið í efnahagsmálum hefir slíkt ekki mikla þýðingu fjárhagslega fyrir heildina. En hér er ekki um það eitt að ræða, heldur miklu fremur hitt, að hér komi fram einhver aðili, sem sýni það í verki að hann vill ekki aðeins gera kröfu til annarra heldur fyrst og fremst til sjálfs sín. Og er þá komið aftur að því, sem ég gagði áðan að það sem hér um ræðir er ekki það að fá fram- gengt breytingu á því sem fyr- ir utan mann sjálfan er, held- ur hinu að breytast sjálfur og laga líf sitt til samræmis við það, sem hoílast og heillavæn- legast er. K J ÖR ALLRA landsins barna hafa á undanförnum áratugum tekið svo stórfelld- um breytingum til batnaðar að þar kemst enginn saman- burður að frá fyrri tíma. En það hefir líka sannast á okkur nú, að við höfum ekki frekar en aðrir nógu sterk bein til að þola hina góðu daga, kunnum okkur ekki hóf í velgengninni, ástundum ekki þá nægjusemi og sjálfsafneitun, sem ein leiðir manninn til farsældar og heilbrigðrar lífsnautnar. — Tómstundir, skemmtanir, lífs- þægindi og annað það sem er nauðsynlegt í fábreytni og önnum hversdagslífsins það leiðir okkur á glötunarveg og stofnar þjóðinni í voða, ef við kunnum ekki að takmarka það, rétt alveg á sama hátt og kryddið eyðileggur matinn ef það er notað í óhófi. — Með því að kunna sér ekki hóf í meðlæti þessara góðu daga sóar þjóðin ekki aðeins verð- mætum heldur einnig lífsgæfu sinni og ánægju því að sá einn sem iðkar dyggð, nægjusemi og hófstillingu verður aðnjót- andi hinnar hollu lífsgleði. Við, sem búum í íslenzkum sveitum, við eigum, eins og öll landsins börn, mikið að þakka Guði vors lands. Þegar við lít- um kringum okkur á björtum sumardegi eins og þessum, og sjáum fegurð landsins og tign þess, þá getum við með orð- um guðspjallsins í dag sagt eins og þar stendur: Allt hefir hann vel gert. Og við getum líka þakkað honum fyrir það, að það umhverfi, sem við lif- um í, sveitirnar íslenzku, þær veita okkur betra tækifæri heldur en mörgum öðrum landsins börnum til þess að iðka dyggð nægjuseminnar og hófseminnar og láta okkur stjórnast af anda ráðdeildar og aðgæzlu á þessari öld eyðsl- unnar óróans. Ég vil biðja þess að hinir mörgu, kyrru blíðudagar þessa sumars megi hafa fært okkur heilbrigða gleði og frið í hjarta, enda þótt við höfum ekki haft mikla möguleika til að stunda þær skemmtanir sem langt eru sóttar og dýru verði keyptar. Eftir því sem fleiri landsins börn öðlast slíka reynslu, þá mun fækka þeim skuggum, sem nú hvíla yfir sambúð fólksins í þessu landi heiðríkjunnar. , —TÍMINN, 15. sept. COPENHAGEN MtTUÍllUr Heimsins bezta munntóbak FjarlæSin, sem aðskilur vini er vissulega siutt FIRÐSÍMI Þér gelið í rauninni notið þriggja mínútna viðlals við vin svo að segja hvar, sem er í Manitoba fyrir kostnað INNAN við DOLLARI AUÐÆFI í VINÁTTU INNAN við DOLLARl mnniiQBn teiiEpnoiie síisteiii

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.