Lögberg - 10.10.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.10.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1957 3 þing Sameinuðu þjóðanna skipaði 1951 til þess að kynna sér hvar horfnir stríðsfangar muni vera niðurkomnir, hefir nýlega komið saman til fund- ar í Genf. í nefndinni eiga sæti full- trúar frá þremur þjóðum: Svíþjóð (Estelle Bernadotte greifafrú, ekkja Folke Berna- dotte, sem myrtur var í Pale- stínu er hann var þar sátta- semjari S. Þ. í deilu ísraels- manna og Araba); Burma (Aung Khine hæstaréttar- dómari) og E1 Salvador (José Gustavo Guerrero dómari). Það vantar enn upplýsingar um allmarga stríðsfanga frá síðustu styrjöld og það er erfitt verk að fá upplýsingar um fangana. Stríðsfanganefnd S. Þ. hefir haldið sjö fundi og flesta þeirra fyrir lokuðum dyrUm. Nefndin gefur Dag Hammarskjöld aðalforstjóra skýrslu um störf sín. ----0---- Fréttir fró starfsemi S. Þ. September 1957 Fjárhagsáætlun Barnasjóðs S. Þ. 24 milljónir dollara BARNASJÓÐUR Sameinuðu, ■ þjóðanna (UNICEF) mun á þessu ári hafa yfir að ráða alls 24 miljónum dollara til þess að hjálpa tugmiljónum hungraðra og sjúkra barna í heiminum. Stjórn sjóðsins kom nýlega saman í New York til þess að ganga frá fjárveitingum ársins og sam- þykti að varið skyldi alls $24,146,761 til að framkvæma samtals 104 hjálparáætlanir til mæðra og barna. UNICEF, sem upphaflega var*stofnað til þess að hjálpa nauðstöddum börnum og mæðrum í Evrópulöndum eft- ir síðustu styrjöld, lætur nú aðallega til sín taka í löndum Asíu, Afríku og Suður-Ame- ríku, þar sem þörfin er mest. Um leið hefir dregið úr þörf- inni fyrir slíka starfsemi í Evrópu. Helztu fjárveitingar, sem stjórn UNICEF samþykti á dögunum voru þessar: Alls skal varið 6,827,900 dollurum til þess að veita hungruðum börnum og mæðr- um þeirra nauðsynlega fæðu og bætiefni. Til baráttu gegn malaríu var veitt $4,356,000. UNICEF og WO (Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin) vinna í sameiningu að útrým- ingu mararíu. Hefir talsverður árangur náðst og gera menn sér vonir um, að hægt verði að lokum að útrýma þessari plágu með öllu, en það mun taka langan tíma. Berklaveikin leggst enn þungt á menn víða í heimin- um og ákvað stjórn UNICEF að veita á þessu ári 473,547 dollara til þess að bólusetja börn gegn berklaveiki. 172,000 dollurum verður varið til þess að lækna hitabeltissjúk- dóminn Yaws og 200,500 dollurum til að lækna augn- veikina trachoma, sem leggst þungt á börn einkum í heitu löndunum. Til holdsveiki- lækninga verður varið 122,000 dollurum, en þá veiki má nú lækna að fullu og öllu í heima húsum, en ekki eru mörg ár síðan að holdsveikisjúklingar voru einangraðir frá umheim- inum og höfðu litla von um bata. Loks má geta þess að UNICEF mun veita 25,521 dollar til framleiðslu á penicil- lini. ----0---- S. Þ. nefnd íjallar um horfna stríðsfanga Nefnd sú, sem Allsherj"ar- Vörn gegn tannskemmdum — Enginn vafi á að fluor í neyzlu vatni gerir gagn Því hefir nú verið slegið föstu, að fluor í neyzluvatni dregur mjög úr tannskemmd- um hjá þeim, er vatnsins neyta. Sérfræðinganefnd á vegum WHO (Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin), sem nýlega kom saman í Genf til þess að bera saman bækur sínar um þessi mál, staðfesti það, sem margir höfðu haldið fram um fluor-neyzluvatn, að það drægi úr tannskemmdum. Sérfræðingarnir höfðu fyrir sér niðurstöður rannsókna í 17 löndum, þar sem það hefir sýnt sig að fluor í neyzluvatni gerir mikið gagn. Fleiri og fleiri þjóðir eru nú að athuga hvort ekki sé rétt að bæta fluor í neyzluvatn af heil- brigðisástæðum. I Bandaríkj- unum neyta nú 32 miljónir manna vatns með fluor. Meðal annara landa þar sem fluor er annaðhvort bætt í neyzluvatn- ið, eða það er í vatninu frá náttúrunnar hendi, eru t. d.: Bretland, Vestur-Þýzkaland, Holland, Belgía, Svíþjóð, Ástralía, Nýja-Sjáland, Can- ada, Brazilía, Chile, Colombia, E1 Salvador, Panama, Japan og Malaja. Noregur og Sviss- land eru að hugsa um að setja fluor í neyzluvatn í öllum borgum og bæjum. Niðurstöður nefndarinnar voru í aðalatriðum þessar: Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $ for subscription to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME ..................................... ADDRESS .................................. City.............................. Zone.. Árangur af fluor í neyzlu- vatni hefir reynzt furðanlega góður.' Skemmdir í fullorðins tönn- um unglinga, sem neyta fluor vatns eru 60% minni en hjá unglingum, sem ekki hafa fluor í neyzluvatninu. Skemmdir á barnatönnum 50 til 60% minni. Tennur þeirra, sem drukkið hafa að staðaldri fluorvatn frá barnæsku, eru sterkari og betur gerðar en hinna, sem ekki hafa neytt fluors. Einnig í fullorðnu fólki eru tannskemdir minni hjá þeim, sem hafa aðgang að fluorvatni en hinna, sem ekki hafa það. Rannsóknir hafa sýnt, að þar sem vatnið inniheldur 1 hluta fluor á móti einni miljón hlutum vatns hefir það góð áhrif á tennurnar. Það er sama hvort fluor er bætt í vatnið, eða það er í því frá náttúr- unnar hendi, það gerir sama gagn. ----0---- Hæiluleg efni í malarlil og bragðbæiandi Tvær sérstofnanir innan Sameinuðu þjóðanna, WHO (Alþ j óðaheilbrigðismála- stofnunin) og FAO (Matvæla- og landbúnaðarmálastofnun- in) hafa tekið að sér að rann- saka í sameiningu og á al- þjóðagrundvelli, hvort mikil brögð séu að því, að komið sé hættulegum efnum í matvæli þegar tilraunir eru gerðar til þess að þau líti betur út og séu bragðbetri, þ. e. a. s. þegar notaður er matarlitur og krydd. Þessar rannsóknir hafa staðið yfir í tvö ár hjá FAO og WHO og liggja nú fyrir niðurstöður sérfræðinga, sem fengnir voru til þess að rann- saka málið. Sérfræðingarnir voru sam- mála um, að oft væri komið skaðlegum efnum í matvæli með því að lita þau og bragð- bæta. Leggja þeir til, að það verði bannað með lögum að lita matvæli, sem seld eru til almennings, eða krydda þau, nema að slíkt bæti um leið næringargildi vörunnar. Þá leggja sérfræðingarnir áherzlu á, að þegar litarefni eða bragðbætandi eru notuð þá ætti að vera skylt að geta þess á áberandi hátt svo kaup- andinn viti að hverju hann gengur. Sérfræðingar FAO og WHO hafa samið reglur, sem þeir telja að fylgja beri við fram- leiðslu matvæla, þar sem not- aður er matarlitur og bragð- bætandi efni. ----0---- FRÉTTIR FRA S. Þ. í FÁUM ORÐUM . . . Bretland hefir staðfest Al- þjóðasamþykkt Sameinuðu þjóðanna um stöðu giftra kvenna í þjóðfélaginu. Áður hafði aðeins eitt ríki staðfest þessa samþykkt, en allmörg undirritað hana. 1 samþykkt þessari er m. a. mælt svo fyrir, Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forsetl: DR. RICHARD BECK 801 Llncoln Drlve, Grand Forks, North Dakota. Styrklð íélagið með því að gerast meðlimir. Arsgjald $2.00 — Tímarit félagsins frítt. Sendist til fjármálaritara: MR. GUÐMANN LEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appllance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARV ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890 PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker. Clive K. Tallin. Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th n. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-3561 Thorvaldson, Eggerison, Basiin & Siringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehall 2-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE. Managlng Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Kes.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 FRÁ VINI SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeinlngar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viö, heldur hita frá aö rjúka flt meö rdyknum.—Skriflö, símlö til kelly SVEINSSON 625 Wall St. Winnlpeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4431 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL.STAMPS NOTARY & CORPÖHATF SEALS N CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Si. Wínnipefl WHiteliall 2-4624 A. S. BARDAL LTD. funeral home 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um öt- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Stofnaö 1894 SPruce 4-7474 P. T. Guttormsson barrister, solicitor, notary public 474 Groin Exchonge Bldg. 167 Lombard Stroot Office WHitchall 2-4829 Residence 43-3864 SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Rooftng — Asphalt Shingles Insul-Brlc Slding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Muir's Drug Store Lld. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FO» 27 YEARS SPruce 4-4422 EUice St Home THE MODEL FUR CO. D. MINUK, PROP. Fur Coats Made To Order. Repairing, RemodelUng, Relining & Storing, and Sports Wear. Tel. WHitehaU 2-6619 Res. JUstice 6-1961 304 Kennedy St. Winnipeg, Man. að konur, sem giftast útlend- ingum, skuli við dauða manns síns eða ef til hjónaskilnaðar kemur, geta valið um borgara réttindi í sínu upphaflega fósturlandi, eða landi manns síns. Samþykkt þessi kemur til framkvæmda er sex ríki hafa staðfest hana. Saudi Arabia og Sudan hafa gerzt aðilar að Alþjóðabank- anum og Gjaldeyrissjóðnum. Eru þá þátttökuríki þessara stofnana samtals 63. S. A. Thorarinson Barrister and SoUcitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Res.: 40-6488 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants WHitehall 2-2468 100 Princess St. Winnipeg, Mul And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN The Busincss Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3548 Bookkeeping — Income Tax Insurance Dr. ROBERT BLACK Sérfræöingur I augna, eyrna, nef og háissjúkdömum. 401 MEDICAL AltTS BLDG. Graham and Kennedy St. Office WHitehall 2-3851 Res.: 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.