Lögberg - 10.10.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.10.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1957 5 AHteAAtAL rVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Þar sem mannúðin skipar öndvegi Þegar maður heyrir um kynþáttahatrið, sem blossar oft upp með ægilegum ofsa víða í heiminum, nú síðast í Little Rock í Arkansasríki, vekur það hjá manni óhug og hryllingu, og þá er heilnæmt og gott fyrir sálina að hugsa til þeirra manna, sem helgað hafa líf sitt þeim hugsjónum að fræða og hlynna að þeim meðbræðrum sínum, sem hafa annan litrhátt en þeir sjálfir. Flestir kannast við mann- vininn Albert Schweitzer, sem fórnað hefir heimilis- og félagslífi, fé og frama til að inna af hendi mannúðarstarf sitt í þágu svertingja í Afríku. Hér vil ég minnast lítillega annars manns, sem er lítt kunnur, en hefir á líkan hátt unnið blessunarríkt starf í Burma. Þetta land er austan við Indland, við suðurlanda- mæri Kínverjalands. Fólkið er af Mongóla-kynþættinum og flest er Búddatrúar. Eins og í flestum Austurlöndum er þar fátækt mikil og fáfræði meðal almennings. — Á stríðsárunum var oft minnst í fréttum á „Burma- skurðlæknirinn“, sem væri að inna af hendi mikilvæg lækn- inga- og uppfræðslustörf í af- skekktu héraði í Burma. Það var Dr. Gordon S- Seagrave, medical missionery — trú boðslæknir. — En að stríðinu loknu vafðist þögnin á ný um nafn hans. Fréttaritari frá Saturday Post var nýlega staddur í Rangoon, höfuðborg Burma, og þar komst hann að því, að þótt fáir þar hafi séð Dr. Seagrave, hefir orðstír hans þar í landi farið vaxandi. Fréttaritarinn ákvað því að heimsækja Dr. Seagrave, þar sem hann rekur spítala og hjúkrunarkvennaskóla Namhkam nálægt landamær um Kína. Ég hefi dregið sam- an nokkra þætti úr grein fréttaritarans. Seagrave læknir er ættaður frá Bandarikjunum, en var fæddur í Burma, kominn af Baptista trúboðum í báðar ættir. Hann hlaut menntun sína í Bandaríkjunum og út- skrifaðist í læknisfræði frá John Hopkins háskólanum 1922 og fór þá til Burma, og gaf sig þá ekki lengur að pré- dikunarstarfi. „Ég vil lækna þúsundir sjúkra," sagði hann, „helzt með skurðlækningum.“ Þetta þótti róttæk breyting hjá Baptista trúboða, því að í þá daga var trúboð þeirra aðal- verkefni. En Seagrave var á undan samtíma sínum og nú er algengt að trúboðar séu jafnframt kennarar læknar akuryrkjufræðingar a. s. frv. Eftir mikið hugarstríð sagði Seagrave skilið við American Baptist Mission. „Lítur þú ekki á þig sem trúboða?“ spurði fréttaritar inn. „Ekki á formlegan hátt,“ svaraði hann. „Ég er þeirrar skoðunar að maður eigi að sýna fólkinu trú sína (í verki), og ef því fellur hún, gott og vel, ef ekki, þá verður svo að vera. Það má ekki þrýsta trúar brögðum að fólkinu, ekki nota spítala sem tæki til að þröngva sjúklingum til að hlusta á ákveðna trúarskoðun. Mín köllun er að lækna fólkið, sem býr í hæðunum umhverfis-“ „En þú heldur samt guð- rækslu- og bænarstundir á hverjum morgni?“ „Auðvitað,“ svaraði hann fljótt. „Ég trúi á guðrækni, en ég trúi ekki á barnaskap.“ „Trúir þú að guð sé þér ná- lægur í starfi þínu?“ „Sannarlega trúi ég því. Ég gerði uppskurð á þriðjudag- inn. Sjúklingurinn var kona annars æðsta manns í ríkis- stjórninni; hún þjáðist af hræðilegum krabba. I Banda- ríkjunum hefði ekki verið talið að hægt væri að skera meinið í burt. Annar spítali hér hafði vísað henni frá; þeir sögðu að þeir gætu ekkert gert fyrir hana. Ég vissi að nú myndi reyna á öll mín þolrif. Ég bað Rosabelle að biðjast fyrir í kapellunni þennan morgun; þegar vanda ber að höndum bið ég stúlku að fara með bænir.“ Sonur læknisins, Weston, sem var viðstaddur samtalið, bætti við: „Einhverja sem 4ýtur áheyrnar Drottins." „Það er alveg rétt,“ hélt læknirinn áfram, „ef ég vel stúlku, sem ekki er einlæg, þá misheppnast allt, en sjáðu nú til með Rosabelle; í bænum sínum minntist hún sérstak- lega á mig og sjúku konuna. Hún vissi ekki hvaða hjúkr- unarkonur ég myndi velja mér til aðstoðar, en hún nefndi í bænum sínum þær sem ég kaus, og ein þeirra var hún sjálf.“ Skurðaðgerðin heppnaðist og konan var á batavegi. Rosabelle er ein af hjúkr- unarnemum læknisins. Frá- bærir hæfileikar hans hafa komið Ijósast fram í að kenna óupplýstum stúlkum úr um- hverfinu hjúkrunarfræði og þjálfa þær þannig að þær hafa orðið afbragðs hjúkrunar- konur. Þegar hann kom til Namhkam 1922 var þar aðeins ein hjúkrunarkona er notið hafði eins árs kennslu. Dr. Seagrave ákvað þá að byggja upp sitt eigið aðstoðarlið. Fyrst var að velja stúlkur, sem ekki yrðu hrokafullar a£ aukinni menntun. Þær urðu að læra að skúra gólf; hreinsa saurpönnur, þvo föt sjúklinga og matreiða, — og þetta í landi þar sem jafnvel öreig- um og fáfróðum finnst ekki sæmandi að gera svo óvirðu- leg störf fyrir aðra. í stuttu máli Seagrave ætlaði sér að endurskapá andlega venju- legar Burma-stúlkur í sinni eigin mynd. Hin sterka guðs- trú hans veitir honum þann styrk, er venjulegt fólk hefir ekki yfir að ráða, en hvernig gat hann'innrætt nemendum sínum að helga sig líknar- starfinu af sál og líkama eins og hann gerir sjálfur- Á yfir- borðinu sýndist það ómögu- legt. En manngæskan virkar út frá sér og kemur undur- samlegum hlutum í fram- kvæmd. Það er ekki mögulegt að vera ópersónulegur gagnvart Seagrave; brjóstgæði hans umvefja þig en samtímis gerir hann kröfur til þín; hann ætlast til að þú sért betri en þú heldur að þú sért. Hann getur skipt skapi ef einhver bregst vonum hans, en hann reiðist aldrei hjúkrunarkon- um sínum, getur verið strang- ur við þær stundum en aldrei reiður. Þær kalla hann “Daddy”, og hann er við þær sem væru þær dætor hans. Eitt kveld í viku getur hver stúlka sem vill komið heim til hans, spilað á spil eða farið Framhald á bls. 8 ÞESSI VEÐBRÉF GETA BYGT UPP FRAMTIÐ önnur Pavlova eða Florence Nightingale— hvað verður hún er hún nær fullþroska? Canadisk spariveðbréf sem menn kaupa nú geta nægt til að borga fyrir æðri mentun ... fyrir undirbúning hennar að giftingu ... og til þess að stofna heimili. Alt það, sem tryggir raunverulega framtíð. Ef bráðan vanda ber að höndum má koma canadiskum spariveðbréfum samstundis í peninga ásamt vöxtum gegn fullvirði. Þér getið keypt veðbréfin í bönkum, hjá viður- kendum fésýslumönnum, ábyrgðar og lán- félögum eða gegn launafrádrætti, þar sem þér vinnið. Kaupið CANADA SPARI VEÐBRÉF Betri kjörkaup en áður — vextir fyrstu 2 árin 3x/\%, hin 11 árin 43k%

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.