Lögberg - 10.10.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 10.10.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1957 7 Skógar dafna nú vel bæði ó íslandi og Jótlandi Góður geslur frá Heiðaíélaginu í heimsókn hér Drekkurðu te? Hér á landi hefir um hálfs- mánaðar skeið dvalið góður gestur, sem okkur hefir verið ánægja og mikill fengur að fá, sagði Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri, er hann kynnti Birger Steensstrup frá Viborg, forstjóra skógræktardeildar Heiðafélagsins danska, fyrir fréttamönnum s.l. þriðjudag. Steenstrup hefir dvalið hér og ferðast um landið í boði Skógræktar ríkisins og Skóg- ræktarfélags íslands. Hefir hann skoðað helztu skógrækt- arsvæðin á landinu og er nú á heimleið eftir „mjög á- nægjulega ferð,“ sagði hann við fréttamennina. „Ég kem hingað fyrst og fremst sem ferðamaður og ég hefi orðið fyrir miklum áhrif- um af íslenzku landslagi, jöklum, hverum, fjöllum og dölum, sem allt er svo ólíkt því, sem er í mínu heima- landi. Jafnvel jarðvegurinn er ólíkur því sem er . í Dan- mörku.“ Józka heiðin og ísland Það er skemmtilegt að rifja það upp að saga józku heiðar- innar, þessa óbygilegasta svæðið Danmerkur, og saga íslands eru tengdar hvor ann- ar. Það er fastmótað í minni hvers skólabarns að einu sinni var talað um að grípa til þeirra örþrifaráða að flytja Islendinga til búsetu á Jót- landsheiði. Slíkt þótti jafnvel hinum aumustu á íslandi sem að fara úr öskunni í eldinn, því Jótlandsheiðin var þá á- litin óbyggileg með öllu, nema hvað harðgerðir sauðfjár- bændur gátu haldið í sér líf- tórunni þar. „Sennilega“, sagði Steen- struP. „hefir aðstæðum svipað saman á Islandi og józku heði- unum áður en skógræktar- starfið hófst, en nú hefir orð- ið mikil breyting. Á þessum 90 árum, er búið að rækta 900 þúsund hektara, af því eru 700 þús. hektarar ræktað land, 200 þús. hektarar skóglendi og 100 þúsund eru enn lyngheiði. Á þessu svæði sem er um 1 milljón hektarar alls hafa verið reizt 20 þús. bændabýli." „Ég varð undrandi að sjá þann árangur, sem orðið hefir af skógrækt á Islandi og ég er sannfærður um að hér er hægt að rækta nytjaskóg í stórum stíl. Rétíar tegundir „Að mínu áliti hefir það haft serstaka þýðingu fyrir skógrækt á Islandi að finna hinar réttu trjátegundir, sem hæfa íslenzkri veðráttu og jarðvegi. Tel ég að Hákon Bjarnason hafi á þessu sviði unnið mjög merkilegt starf og nauðsyn beri til að halda á- fram á þessari braut. Mér fannst mjög mikið til um þann skógargróður, sem ræktaður hefir verið upp á seinni árum svo sem siberiskt lerki, sitka- greni og rauðgreni." Steen- strup tók það fram að þegar búið væri að fá svo rækilega sönnun fyrir því að auðvelt væri að rækta hér skóg yrði að hraða skógræktinní enn meir og fá sterkari þátttöku almennings og ekki sízt bænda. Áleit hann að skóg- ræktardeildirnar úti á landi hefðu mjög mikilsverðu hlut- verki að gegna í því að klæða landið skógi og væri núver- andi skipulag á skógræktar- málunum einmitt vel til þess fallið að skapa sem mesta þátt töku í skógrækt. „Við Danir lítum á land og ræktun þess sem verðmæti er hafi fast gildi, þess vegna er okkur annt um það og hlúum að því. Þar af leiðandi vakti það undrun mína að sjá stór svæði af grónu landi, sem er að blása upp. Það verður að koma í veg fyrir slíka land- eyðingu. Ég tel einmitt að friðun gömlu skóganna hafi verið fyrsta skrefið til að endurgræða skóg á íslandi og eitt hið mikilsverðasta til um að Islandsförin hafi orðið sér til mikillar ánægju og fróðleiks og að hann fari héð- an fullviss um að skógrækt á Islandi eigi sér mikla framtíð. Gömul tengsl Hákon Bjarnason gat þess, að þótt Steenstrup hafi aldrei áður til Islands komið, hafi einn af frændum hans, þ. e. afabróðir hans ferðast um ís- land. Var sá náttúrufræðingur og ferðaðist með Jónasi Hall- grímssyni á sínum tíma um landið. Steenstrup þessi var mikill vinur Jónasar sagði Hákon, og veitti honum margs konar liðsinni á Danmerkur- árum Jónasar. Það eru tvímælalaust áhrif frá Heiðafélaginu að farið er að hugsa til skógræktar á ís- landi um aldamótin síðustu. — Þótt undarlegt kunni að virð- ast þá var það danskur skip- stjóri á skipum Sameinaða, sem var í raun og veru hvata- maður þess að hefjast handa um ræktun skóga á íslandi. Skipstjóri þessi, sem lét ís- lenzk málefni sig miklu varða, hét Ryder og var það fyrir til- verknað hans að prófessor Prutz byrjaði skóggræðslu hér á landi af talsverðum stórhug á mælikvarða þeirra tíma. Hann gróðursetti trjáplötur á Grund í Eyjafirði, að Vöglum og við Rauðavatn. Prutz réð svo hingað skóg- fræðinginn Flenzborg, en hann var raunverulega lánað- Talið er að Kínverjar hafi einna fyrstir notað teblaða- seyði til drykkjar- Hið vísinda lega nafn te-runnans er líka Thea eða Camellia sinensis. Heimkynnið er Suðaustur- Asía — í fjallaskógunum landamærahéruðum Indlands, Burma, Kína og Indókína. I heimkynnum sínum vex vilt teplanta ört og verður jafnvel að allt að 15 m. háu tré á nokkrum árum. En í ræktun er plantan klippt og þá rækt- uð sem runni. Frá fornu fari er talað um tvö afbrigði: — Kinate og Assam te. Eru flestir ræktaðir te-runnar kynblendingar þeirra af- brigða. Terunninn er fremur harðgerður og vaxtarsvæði hans mikið. Terunninn vex niður við sjó, en líka í allt að 2,500 m. hæð. Hann er rækt- aður allt norður á 42. breidd- argráðu (t. d. í Georgíu hinni rússnesku, heimkynni Stalíns sáluga) og suður um 27. breidd argráðu í Argentínu og Chile. Er fjarlægðin milli norður- og suðurtakmarka teræktarinnar þannig um 7,650 km! Forn-Kínverjar drukku te sér til heilsubótar. Síðar kom- ust þeir upp á lagið með að meðhöndla teblöðin á réttan hátt svo að teið varð bragð- góður og ilmandi drykkur — drukkinn til hressingar og á- nægju. Þegar á 8. öld, þ. e. fyrir íslandsbyggð, var te orð- in mikil verzlunarvara í Kína. Á landnámsöldinni var kínversku terunnafræi sáð í Japan og þar varð teið snemma þjóðardrykkur- — Talið er að Hollendingar hafi flutt te til Evrópu árið 1610. Nú er drukkið meira af te í veröldinni en nokkrum öðrum drykk. Fram undir miðja 19. öld kom mestallt te frá Kína. En laust fyrir 1830 var farið að rækta Assam terunna í Ind- landi og fleiri löndum við Indlandshaf. Nú er geysimikið af tei flutt út frá Norður-Ind- landi og Ceylon. Fyrrum var Ceylon frægt kaffiræktarland. En laust fyrir 1870 kom skæð sýki í kaffitrén og eyðilagði þau. Réðst ekki við neitt og tóku menn þá að rækta te í staðinn. Terunninn er aðaliega ræktaður á stöllum í fjalla- hlíðum, því að telaufið þaðan verður ilmmeira og betra en af hinum hraðvaxta láglendis ur af Heiðafélaginu. Flenz- borg er enn á lífi og var um langt skeið samstarfsmaður Birgers Steenstrups- Prutz leit björtum augum á framtíð skógræktar á íslandi og lagði ódeigur út í skóg- græðslu hér á sama tíma og hann hélt því fram að það borgaði sig ekki að rækta skóg á Jótlandsheiðum. Reynslan hefur sannað, að hann hafði rétt fyrir sér hvað ísland snerti, en honum skjátlaðist með Jótlandsheiði. —VISIR runnum. — Fjallagróðurinn er kjarnmikill' víðar en á ís- landi! Java er þriðja mesta tefram- leiðslulandið. Austur-Afríka er yngsta teræktarlandið. Te er og ræktað í Brazilíu, Tyrk- landi, Síam o. fl. löndum, auk hinna fyrrnefndu. Terunn- arnir þurfa nákvæma hirð- ingu. Farið er að tína af þeim blöð þirggja ára gömlum, en fullum krafti ná runnarnir 7 til 8 ára. Oft eru laufin tínd hvern 7.—10. dag um vaxtar- tímann (á Ceylon allt árið). Venjulega eru tínd tvö yztu blöðin og einn blaðknappur á hverjum kvisti. — Það gefur bezta teið- Gömul blöð eru grófari og verri. Framleitt er aðallega svart te og grænt te, Svarta teið (laufið) hefur ver- ið látið gerja, en hið græna ekki. Við drekkum nær ein- göngu svart te. Kínverjar, Japanar, Bandaríkjamenn, Norður-Afríkumenn og Rúss- ar drekka mikið af grænu te. Annarsstaðar er aðallega drukkið svart te. Ekki er telaufið notað eins og það kemur fyrir við tínsl- una. Ef laufið er strax hrað- þurrkað við opinn eld eða í sérstökum þerriklefum, fæst hið græna te. Miklu meiri til- reiðslu þarf svarta teið. Te- laufið er þá fyrst hraðþurrk- að, síðan er það farið og press- aður út á því safi í sérstökum vélum — og svo látið valda því að telaufasafinn tekur í sig mikið súrefni úr loftinu. Laufið skiptir nú lit og verð- ur eirrautt og loks dökkbrúnt. Við þetta fær telaufið líka ilm sinn. Að lokum er laufið loft- þurrkað í ofnum og flokkað í stórblaðað te (leaf tea) og smátt (broken) te. — I tei er ekki teljandi næring. Áður var talið allmikið af sútunarsýrum í telaufi, en það hafa reynzt vera önnur efni (te-katerkiner). Hin hressandi áhrif tesins orsakast, auk ilms- ins og bragðefnanna, aðallega af koffeini sem í því er. Á te- laufið er, eins og kunnugt er, hellt sjóðandi vatni og sjóð- heitt teið látið „trekkja" í 5 mínútur. Talið er að 1 kg. af telaufi nægi í 400—500 bolla af góðu sterku tei. (I sumum löndum er tefölsun illræmd; þ. e. tetegundum er blandað saman og jafnvel öðrum jurta tegundum blandað í telaufið). Hér í álfu eru Englendingar og Rússar sérlega miklir te- drykkjumenn- — Stjórnmála- maðurinn Gladstone sagði: — „Ef þér er kalt vermir teið þig. Sé þér of heitt, kælir það þig. Ef þú ert dapur og niðurdreg- inn mun teið hressa og fjörga þig, og sértu æstur mun það róa þig.“ Svo mælti „Gláði-Steini“ og undanfarið hefur fólk horft á „Tehús ágústmánans“ og séð hve mikill þáttur tedrykkjan er í þjóðlífi Austurlandabúa. Já, og það sýður ekki tevathið æði oft á „samóvarnum“ í rússneskum sögum? Islendingar hafa frá fornu fari drukkið seyði eða „te“ af ýmsum innlendum jurtum, löngu áður en lauf terunnans var hér þekkt. Fjallagrasa-te var drukkið til heilsubótar við kvefi, hálskvillum o. fl. Brúðbergs-te sömuleiðis, en einnig sem daglegur drykkur, enda er það bragðgott og ilm- andi. Brúðbergið (blóðbergið) var til forna helgað Freyju og hefur e. t. v. verið brúðar- drykkur, (sbr. nafnið brúð- berg, sem enn er algengt í Eyjafirði og víðar). Te er einnig drukkið af vallhumli, ljónslöpp ,silfurmuru, gul- muru o. fl. jurtum. Voru ýms- ar slíkar te- og lækningajurtir helgaðar Freyju í heiðnum sið, en sumar síðan gefnar Maríu mey, er kristni kom á Norður- lönd. —TÍMINN, 10. sept. Eiginmaðurinn: — Ég færi þér hér einhverjar þær dá- samlegustu perlur sem völ er á. Konan: — Já, en elskan mín, þú varst búinn að lofa að gefa mér bíl- Maðurinn: — Já, en ég leit- aði alls staðar að óekta bíl, en hann var hvergi hægt að fá. Kaupið Lögberg VIÐLESN ASTA ISLENZKA BLAÐIÐ arri á ákveðnu skeiði sögunn- verndunar íslenzkum gróðri yfirleitt. Steenstrup gat þess að lok-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.