Lögberg - 17.10.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.10.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. OKTÓBER 1957 Gíslason NNING — EYÞÓR ERLENDSSON: ÁRIÐ UM KRING Halldór — ÆFIMI Þann 7. ágúst s.1. lézt að heimili dóttur sinnar Mrs. Dóru Hampton í Winnipeg Halldór Gíslason frá Hofs- strönd í Borgarfirði eystra. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Benediktsson og Una Guðlaug Sigfúsdóttir frá Hamborg í Fljótsdal. Bjuggu þau hjón að Hofsströnd, og þar var Halldór fæddur 1873. Stóðu að Halldóri traustar og alkunnar austfirzkar ættir; faðir Halldórs var kominn af séra Halldóri á Desjarmýri, sem þótti merkur klerkur, og var hann albróðir Árna, sem var faðir þeirra Hafnar- bræðra, sem allir Islendingar kannast við af sögum og sögn- um. Móðurættin var aftur á móti hin alkunna Melaætt. Hairdóri kippti í kynið, hann var kjarkmaður og karlmenni, og útþrá mun honum hafa verið í blóð borin, því um tvítugt siglir hann til Kaup- mannahafnar að læra trésmíði, dvaldist hann þar við nám og störf í 10 ár, og eitthvað af þeim tíma í Þýzkalandi líka. 1 Danmörku giftist hann þar- lendri konu Rosemine Mikkel- sen að nafni. Árið 1904 flytja þau hjónin sig til Canada og settust að í Winnipeg, þar sem hann stundaði handverk sitt, en hann var ágætissmiður. Árið 1910 tóku þau sig^enn upp og fluttu til Leslie, Sask. Þar tók hann heimilisrétt á Iandi, frekar lélegu, því öll betri lönd voru upptekin. Fljótlega festi hann kaup í löndum sem að því lágu og komu þau hjónin sér upp myndarlegu heimili, eftir því sem þá gerðist. Var búskapur þeirra allumfangsmikill, bæði með akra og gripi; þar að auki keypti Halldór sér fljótlega þreskivél og þreskti mikið fyrir nágrannana og aðra, því að ákafinn og dugnaðurinn var með afbrigðum; voru þá elztu drengir hans líka farnir að hjálpa til, enda harðdug- legir. En því miður stóð þessi, að mörgu leyti álitlegi búskapur, ekki eins föstum fótum og skyldi. Svo þegar þurkaárin og kreppan herjuðu og prísar urðu svo lágir, að þeir borg- uðu ekki nærri framleíðslu- kostnaðinn, þá liðaðist bú- skapurinn að nokkru í sundur og rann út í sandinn. Það var óbætanlegt áfall fyrir Halldór, þegar kona hans dó frá þeirra stóra barna- hóp. Hún var mesta myndar- og dugnaðarkona, og þó þau hjónin væru allólík á ýmsum sviðum, þá voru þau samhent í dugnaði og risnu. Halldór seldi bú sitt 1938, og fluttist til Manitoba, og einnig var hann um tíma vestur á Kyrra- hafsströnd. — Einhvernveginn vann hann fyrir sér, þó fjörið og dugnaðurinn væri farið að dvína. Síðasta áratuginn eða svo var hann búsettur í Winni- peg, og munu börn hans, sem búsett eru þar, hafa litið til með honum, sérstaklega dóttir hans Mrs. Halldóra Hampton, og maður hennar. og á heimili þeirra hjóna fékk hann hvíld- ina, eftir langt og mikið dags- verk, sem fyrr er sagt. Halldór var vel gefinn mað- ur til sálar og líkama, var hið mesta snyrtimenni, og mun Hafnarveran haft áhrif þar; það var eins og einhver borg- arbragur í allri hans fram- komu. Hann var mjög félags- lyndur maður, og yfirleitt frjálslyndur í skoðunum; var nærri einkennilegt hvað Hall- dór gat verið samvinnuþýður á fundum og í félagsskap, því þar fyrir utan var hann all- þrætugjarn og varði þá skoð- anir sínar með oddi og egg, þó all-óbilgjarnar væru og óraunhæfar. — Bókhneigður maður var Halldór í mesta máta og las allt sem hann komst yfir. Stóð hann þar líka vel aS vígi, því að auk móður- málsins las hann og talaði ensku og dönsku, og þýzku líka, og bækur átti hann á öllum þeim málum. Halldór var listrænn og listelskur maður, enda smekkmaður á öllum sviðum. Mun Hafnar- vera hans hafa gefið þeim eiginleikum byr undir vængi. Hann kynntist þar ýmsum menntamönnum og stúdent- um og sótti eitthvað fundi þeirra og samkomur, og var honum tíðrætt um suma þeirra, eins og Einar mynd- höggvara frá Galtafelli o. fl., sem reyndust hafa verið per- sónulegir vinir hans- Sérstak- lega var Halldór gefinn fyrir söng og músik, vissi líka nokk- ur skil á undirstöðuatriðum þeirrar listar, var vel tónlæs og spilaði dálítið á orgel. Hann var söngmaður góður, hafði djúpa og sterka bassa- rödd og því ágætur liðsmaður í söngflokkum, sem hann til- heyrði, enda ótrauður að sækja söngæfingar, sem hann sagði að væru sínar ánægjulegustu stundir. Halldór skilur eftir sig stór- an afkomendahóp. Börn hans, sem upp komust, voru 14, ung- barn dó 4 mánaða gamalt, en 2 dóu á bezta aldri, bæði gift, svo 12 lifa föður sinn. Barna- börnin eru 35 og barna-barna- börnin eru orðin 22. Sýnist því að hann skili fóstru sinni, Canada, álitlegri arfleifð. — Auk þeirra handtaka, sem eft- ir hann liggja, en þau eru mörg og stór, því að ósérhlíf- inn var hann. Tveir bræður Halldórs lifa hann, Magnús, búsettur í Noregi, og Þórarinn, búsettur í Árborg. Halldór var jarðsettur frá Bardals útfararstofu. Dr. V. J. Eylands flutti kveðjumál við útförina, og frú Pearl Johnson söng: Góða nótt. —Þ. G. Ríki náttúrunnar er því lög- máli háð, að taka sífelldum breytingum frá ári til árs. Þessar breytingar birtast í ótal myndum og svipbrigðum einstakra árstíða og ræður veðurfar þar um mestu. Mætti um þetta rita langt mál. — Hér fara á eftir örfá brot og minningar, sem þar að lúta. VORIÐ „Nú andar suðrið sæla vind- um þýðum.“ Svo kvað Jónas Hallgrímsson. í huganum hef- ur hann séð, hvernig vorblær- inn kemur úr suðri, mildur og hlýr, og umvefur eyjuna hvítu í norðurhöfum, séð, hvernig sólarylurinn bræðir klakann og fannirnar af tindum hinna íslenzku fjalla. Einmitt þannig gætir fyrstu áhrifa vorsins. Veturinn, sem svo lengi hefur drottnað yfir landinu, verður smám saman að þoka fyrir á- hrifamætti sólarljóssins. — Snærinn á sér eigi friðland lengur að niðandi lækjum. Aðeins á jöklum uppi verður veldi hans eigi brotið niður til fulls, þar drottnar hann ávallt og eilíflega. Loks vaknar móðir náttúra til nýs lífs eftir vetrardval- ann. Fyrir sameiginleg áhrif regns og sólar, teygir lífs- meiðurinn mikli frjóanga sína hvarvetna upp úr jörðinni og fyllir hana dásamlegu lífi. Grös og jurtir verða til, ná smám saman fullum þroska og mynda prúðar fylkingar, hvert sem auganu er rennt. Er unaðslegt að sjá allt þetta líf umhverfis sig á sólríkum vordögum, alla þessa þöglu einstaklinga, sem í samein- ingu sveipa foldina hlýjum klæðum og breyta henni í frjósamt land. í skjóli gróðurs og moldar endurfæðist og þróast marg- víslegt líf. Ótölulegur grúi skordýra skríður þar úr fylgsn um sínum og fer á kreik. — Og einnig á annan hátt vinnur lífið stórfelldan sigur, því nú koma farfuglarnir „með fjaðrabliki háa vegaleysu“ yfir úthöfin bláu. „Vorboðinn ljúfi,“ þrösturinn, er jafan fyrstur í sumardalinn sinn. Og brátt syngur heiðlóan „dýrðin- dýrðin,“ og hvaðanæfa heyr- ast margraddaðir tónar þess- ara glaðværu gesta. Yfirgnæf- andi eru hinir vellandi tónar spóans og hið hneggjandi hljóð mýrasnípunnar, en þess á- milli heyrast aðrar hljóm- fagrar raddir-, sem hinir ýmsu fuglar láta til sín heyra. — Hér og þar dreifir fénaðurinn sér um græna hagana, og nú eru kálfar og kýr leystar út. Það er gleðibragur á öllum, bæði mönnum og dýrum, allir heilsa vorinu með takmarka- lausum fögnuði, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir, ríkir eða fátækir. Þegar vorið er þannig búið aðir og hættir að láta til sín að ná hámarki sínu, fer nátt- úran fyrst að verða töfrandi. Sólin hellir geislaflóði sínu yfir fjöll og fagrar grundir, fagurniðandi fjallalækir hoppa dansandi niður hlíð- arnar, alls staðar ómar loftið af unaðslegum fuglasöng og öll jörðin er skrýdd litfögrum blómum, sem fylla loftið in- dælum blómailm. Hin dásamlega fegurð vors- ins kemur þannig fram í marg víslegum myndum, sem falla saman í eina samræmda heild. Dauðamók vetrarnáttúrunnar og myrkur virðist árafjarri, því að albjartar nætur taka við af sólbjörtum dögum, svo að ætla mætti, að vald myrk- ursins sé þrotið fyrir fullt og allt. — Þessar björtu vornæt- ur eru ævintýraheimur út af fyrir sig í ríki íslenzkrar náttúru- TJr skauti þeirra eru runnar kynjasagnir um krafta grös og náttúrusteina margs konar. Þótti jónsmessunótt bezt fallin til að leita slíkra dýrgripa. Þá nótt var og dögg- in talin vera svo heilnæm, að hver sá, sem velti sér í henni nakinn, varð alheill sjúkleika síns, hvers eðlis sem hann var. — Yfir slíkum töfrum hefur íslenzka vornóttin búið í vitund þjóðarinnar öldum saman. Og enda þótt þessi trú tilheyri nú fortíðinni einni, er þó vornóttin enn sem fyrr dáð og vegsömuð flestu öðru fremur, og mun svo verða jafnlengi og miðnætursól skín við yzta haf. SUMARIÐ 1 raun og veru er sumarið komið löngu fyrr en allar þær byltingar, sem getið er um hér að framan, eru um garð gengnar. En almenningur lítur þó venjulegast þannig á, að sumarið komi fyrst þegar sumarfegurðin hefur náð há- marki sínu, en allur sá tími, sem náttúran þarf til þess að umbreyta vetrinum í sumar, er venjulegast kallaður vor. Sumarið er því fyrst og fremst sá tími, þegar sumarfegurðin er í fullum blóma. — En kyrr- staða á sér naumast stað hér í heimi. Allt er á eilífri rás ár og aldir í gegn. Straumur tímans stöðvast ekki og hvað- eina á fyrir sér að hverfa í dauðans og gleymskunnar djúp. Þessu lögmáli verður einnig sérhvert sumar að lúta. Fyrr en varir tekur hin blóm- legasta fegurð þess að dvína og þögult rökkur svífur yfir foldina um kyrrlátar nætur. Þegar komið er fram yfir ágústmánaðarlok, er náttúran sýnilega búin að tapa hinni blómlegustu fegurð sinni. Gróður jarðar er sýnilega búinn að lifa sitt fegursta og hefur fengið á sig fölva og dauðamörk. Og sumarfugl- arnir eru næstum alveg þagn- heyra hina fögru og aðlaðandi tóna. Og þess verður ekki langt að bíða, að öll hin dá- samlega fegurð sumarsins verður horfin með öllu, blóm- in fölnuð, trjáblöðin bliknuð og sumarfuglarnir allir horfn- ir á braut. En þegar náttúran er búin að taka öllum þessum stakkaskiptum, segjum við, að sumarið sé liðið og komið haust. + Sumarnáttúran er litrík og töfrum blandin. Allir kannast við hina fögru liti regnbogans, sem svo oft má sjá á mildum regndögum, en á kyrrum sumarkvöldum um sólseturs- bil, nær litskrúð náttúrunnar mestum ljóma. Andspænis þeirri dýrð, sem þá getur að líta, finnur maðurinn ósjálf- rátt til smæðar sinnar og van- máttar til orða og athafna. Við sem dveljum að jafnaði fjarri hafinu, eigum þess sjaldan kost að sjá slík sól- setur- Þó hefur mér auðnast að sjá þau nokkrum sinnum, og er mér einkum eitt þeirra minnisstætt. — Það var í á- gústmánuði, fyrir allmörgum árum, að mér birtist sú ó- gleymanlega sýn. Ég var á ferð yfir hraunið norðaustan- til við Hafnarfjörð. Er mér ríkt í minni, hve umhevrfið þar var laðandi í kvöldkyrrð- inni. Voru þar víða fagrar kvosir, grasi- og kjarrivaxnar, með kynlega kletta umhverfis. — En athygli mín beindist brátt að öðrum og meiri dá- semdum. Sólin var nefnilega að kveðja við hafsbrún í vestri og vesturhimininn var því tekinn að sveipast undurfögr- um litskrúða, sem endurspegl- aðist þegar í haffletinum, svo að himinn og haf virtust fall- ast í faðma. Meginhluti vest- ursins varð þannig á skammri stund fagurrauður að lit. Og upp af þessari litfögru víðáttu teygðust hvarvetna samlitar slæður eða tungur upp í há- loftið, eins og dýrðlegar kór- ónur. Sólin sjálf, sem var mið- depill og orkugjafi alls þessa, sendi stöðugt frá sér ljómandi geislamagn, er sindraði út frá henni til allra hliða og mynd- aði síbreytileg blæbrigði víðs- vegar um haf og himin. — En þessi dýrð átti sér ekki langan aldur. Brátt hvarf sólin bak við hafsbrúnina og litskrúð lofts og lagar dvínaði eðlilega í samræmi við það. Slíkar minningar, sem þessi, eru í vitundinni, þótt sumarið kveðji. Þær eru fjársjóður, sem haustið og veturinn fá ekki grandað. ★ Allur síðasti hluti sumarsins er raunverulega tími hnign- unar í náttúrunnar ríki. Þró- unaröfl lífsins hafa lokið því hlutverki sínu, að skapa hin- um ýmsu tegundum jurta og dýra varnir og öryggi gegn komandi vetri. Smám saman sígur máttugur svefnhöfgi yfir náttúruna. Drungalegur svip- ur færist yfir landið og haust- ið svífur að.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.