Lögberg - 07.11.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.11.1957, Blaðsíða 1
••S.-41- AVAILABIE AT YOUR FAVORITE CROCERS **£o*** AVAILABIE AT YOUR FAVORITE CROCERS 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1957 NÚMER 45.' Eitt of mestu hafnarmannvirkjum landsins í smíðum ó Akranesi Viðlegupláss aukið um 450 metra á iveim árum. — Áætlaður kostnaður 20 milljónir króna. Mesti athafnabær landsins, að Reykjavík einni undanskil- inni, er án efa Akranes eins og sakir standa. Þær framkvæmdir, sem þar eru á döfinni eru ekki aðeins milljónaframkvæmdir, heldur tug- og hundruð milljóna framkvæmdir. — Langstærsti liðurinn er að sjálfsögðu sementsverksmiðjan en annað stórvirki er þar einnig í smíð- um, sem kostar fullgert tug- milljónir króna, en það er hafnargarð Akraneskaup- staðar. Mikil umskipti Enginn bær á landinu hefir sennilega ráðist í jafn dýrar hafnarframkvæmdir á jafn skömmum tíma sem Akranes- kaupstaður í fyrra og í sumar, en gert er ráð fyrir að þær kosti um 20 milljónir króna. Umskiptin við Akraneshöfn hafa líka orðið gífurleg á tveimur sumrum og þvílík bylting að höfnin er óþekkjan leg frá því sem hún var áður. Fyrir tveimur árum var Akraneshöfn einhver fegursta höfn á tslandi — eða réttara sagt hafnleysa — sléttir fjöru- sandar með undraverðri fjalla sýn og einum stuttum hafnar- garði þar sem bátar og smærri skip lögðust við. Sú höfn hafði þó þann mikla ókost, að þegar veður versnaði og helzt þurfti á höfn að halda, varð bátaflot- inn að flýja og sigla upp á líf og dauða út úr henni — venjulega til Reykjavíkur og leita skjóls þar. Munaði í sum- um tilfellum litlu — og það síðast í fyrravetur að slys hlytizt af. Hafnargerð knýjandi nauðsyn Nú er Akranes í röð mestu útgerðarbæja landsins, því auk 20—30 stórra þilbáta eru gerðir þar út tveir togarar og útflutningsverðmætin sem ár- lega berast á land gífurleg. Það var því brýn nauðsyn sem rak á eftir hafnargerð á Akranesi og nú er hún þar í fullum gangi og þeim áfanga hennar væntanlega lokið í haust sem á að duga fyrst um sinn. Og þegar komið er inn í Akraneshöfn þessa dagana verður öllum ljóst að þar er mikið aðhafzt og miklar fram kvæmdir á döfinni. Að eyrum manns berst heil hljómkviða af vélagný, hamarshöggum, drunum borvéla og öðrum álíka hljóðum, sem aldrei hafa einkennt þenna friðsæla fiski- bæ fyrr en nú. Framkvæmdir við Akranes höfn hófust 1930 og þeim á- fanga, sem byrjað var á þá lauk árið 1948. En í fyrra var byrjað á nýjum áfanga og er þá áætlað að viðlegupláss fyrir skip aukizt um meir en helming frá því sem það var áður eða úr 410 metrum í 850 metra- Vísir sendi nýlega frétta- mann á Akranes til þess að skoða hafnarmannvirki þau, sem nú er uhnið að. Daníel Ágústínusson bæjarstjóri sýndi Vísi ennfremur þá vin- semd að gefa blaðinu ýmsar upplýsingar varðandi mann- virki þetta, sem er ein hin veigamesta hafnargerð, sem sennilega hefir verið unnið að utan Reykjavíkur. Þrjár aðalíramkvæmdir Framkvæmdirnar eru þrenns konar. Það er í fyrsta lagi lenging á aðalhafnargarðinum með 62ja metra löngu stein- steypukeri, en hafnargarður- inn á í senn að vera brim- brjótur og viðlegupláss fyrst og fremst fyrir hin stærri skip. í öðru lagi lenging báta- bryggju inni í höfninni sjálfri. Verður hún lengd um ca. 50 metra en síðan kemur skáhalt framan við hana 62 metra langt ker til þess að rhynda skjól fyrir bátaflotann þegar hann er í höfn. Viðlegupláss á að myndast þar beggja megin bryggjunnar og munar það geysimiklu þann tíma, sem athafnalíf er sem blóm- legast við höfnina og gjör- breytir öllum uppskipunar- aðgerðum. í þriðja lagi er svokölluð sementsverksmiðjubryggja með tvöföldu viðleguplássi. Hún verður 140 metra löng og á hana eiga að koma uppi- stöður fyrir færibönd frá verksmiðjunni svo og vatns- og olíuleiðslur til verksmiðj- unnar, en að öllu þessu er hinn mesti vinnUsparnaður. Unnið fyrir þýzkt lánsfé Það hefir margoft verið tekið fram áður að Þjóðverjar leggja mikinn skerf til þessar- Framhald á bls. 8 VINSAMLEG ORÐSENDING til velunnara Lögbergs Jólablaö Lögbergs og sjötíu ára minningarútgája þess renna að þessu sinni, ef alt skeikar að sköpuðu, saman í eitt, og er til þess œtlast, að þessi atburða- samsteypa komi út með nœgum jyrirvara jyrir jólin. Síðan Columbia Press Limited flosnaði upp af Sargent Ave., og Lögberg sigldi í sama kjölfar, höfum við, sem undirskrifum þessar línur, annast að öllu um ritstjórnina og fjárhagslegan rekstur blaðsins líka, að því ógleymdu sem allir meðlimir framkvæmdar- nefndarinnar, og allmargir þar að auk, hafa veitt blaðinu fjárhagslegan stuðning úr eigin vasa; slíkan drengskap ber að meta og þakka, og hann er líka metinn og þakkaður af þeim óllum, sem unna íslenzkri tungu og öllu því fegursta, sem i íslenzkum þjóðar- arfi býr. Það er afar mikils um vert, að hvar, sem sporin liggja, tákni ÍSLENDINGUR og MAÐUR ávalt eitt og hið sama. Við, sem daglega að útgáfu Lögbergs vinnum, finnum að sjálfsógðu til þess, hve mikið við eigum að þakka Thor Viking, er vélsetur blaðið og býr það til prentunar í hverri viku með slíkum ágætum, að á betur verður ekki kosið. Okkur hjónunum er það persónulega Ijóst að við höfum af engu að stæra okkur, varðandi h.lutdeild okkar í íslenzkum þjóðræknismálum; það Uð, sem við kunnum að hafa veitt þeim, stafar af innri þörf. Okkur er Ijós staðreynd hins fornkveðna, að þegar hugsjónir deyja, deyr alt annað. Og hver er svo aumlega á sig kominn, að hann eigi kjósi hugsjónum sínum fremur langlífi en sjálfum sér? „Gjafir eru yður gefnar," stendur þar, og gjafir verða yður gefnar í aldir fram. — Jólagjafir hafa lengi verið gefnar og þær verða lengi gefnar enn; afmœlisgjafir hafa lengi verið gefnar 'óg þœr verða lengi gefnar enn. Lögberg þarf á stórauknum kaupendafjölda að halda og það þarf líka á sem flestum afmælisgjöfum að halda, þannig að stofna mætti einskonar líftrygg- ingarsjóð fyrir blaðið. íslenzk menningarmál mega ógjarna án Lógbergs vera, því svo hefir blaðið, að okkar hyggju, stutt þau meginmál, sem mestu hafa skipt í lífsstarfi okkar og sögu vestan hafs. Lögberg er sú tengitaug milli íslend- inga um hinar dreifðu bygðir hér vestra, sem ekki má undir neinum kringumstœðum slitna; og það vill halda áfram að vera um mörg ókomin ár tengitaug milli stofnþjóðarinnar og hinna vestrænu afkomenda hennar. Hreint ekki svo fáir Vestur-íslendingar senda vinum sínum á íslandi Lögberg árlega í jólagjöf, og það jafnvel fleira en eitt eintak, og greiða andvirði blaðsins hér; slíkt ber vitni fagurri ræktarsemi, sem vonandi er að styrkist í rót á komandi árum menn- mgarerfðum okkar til fulltingis. Þeir, er sinna vilja þessari málaleitun, sendi vin- samlegast tillög sín eða afmælisgjafir til The Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man., og mun skrifstofan annast um að kvitteringar verði sendar hlutaðeigendum í tæka tíð. Winnipeg, 4. nóvember 1957, EINAR P. JÓNSSON INGIBJÖRG JÓNSSON Verið að smíða 36 skip fyrir fslendinga hér og utan lands Um þessar mundir eru 36 skip í smíðum fyrir Islendinga hérlendis og erlendis. Eru þau samtals 10,372 rúmlestir — brúttó. Af þessum 36 skipum eru 17 í smíðum í Austur- Þýzkalandi. Frá þessu er skýrt í tilkynn- ingum þeim, sem skipaskoðun ríkisins gefur út, og eru töl- urnar miðaðar við 5. septem- ber s.l. Fer hér á eftir skrá yfir skipin, smíðastað, stærð og eigendur: Skip í smíðum hérlendis I Hafnarfirði er eitt 60 rúm- lesta skip í smíðum, eigandi er Skipasmíðastöðin Dröfn. Á ísafirði eru tvö 53 rúmlesta skip í smíðum og eru eigendur þeirra Helgi Björnsson o. fl., Hnífsdal og íshúsfélag Isfirð- inga, ísafirði- Á Akureyri er eitt 12 rúmlesta skip í smíð- um, eigandi KEA, Akureyri. 1 Neskaupstað eru tvö skip í smíðum, annað 60 rúmlestir, eigandi Dráttarbrautin h.f. í Neskaupstað, hitt er 35 rúm- lestir og er Dráttarbrautin h.f. eirnjig eigandi þess. I Vest- mannaeyjum er eitt 12 rúm- losta skip í smíðum og er eig- andi þess Gunnar M. Jónsson a. fl., Vestmannaeyjum. Sam- anlagður rúmlestafjöldi þeirra skipa, sem eru í smíðum innan lands, er samtals um 285 rúm- lestir — brúttó. , —Alþbl., 20. sept. Bezt fiskast í græn net STOKKHÓLMI, 27. ágúst- Græn net gefa langbezta raun þegar veitt er í vötnum, samkvæmt niðurstöðum rann- sókna, sem gerðar hafa verið að tilhlutan sænsku fiski- málastjórnarinnar. Voru þess- ar tilraunir gerðar í Lossen- vatni í Harjedal. Hafa sex menn verið þar í sumar og gert tilraunir með alls konar net í sex mismunandi litum. Kom þá í ljós, að mest fiskað- ist í grænu netin, en þar næst komu blá net. Hvít, brún, svört og rauð net voru ekki nærri eins fengsæl, og voru hvítu netin stórum verst. — Ætlunin er að halda tilraun- um þessum áfram að ári og reyna netin í fimm stöðu- vötnum víðsvegar um Sví- þjóð. —NTB.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.