Lögberg - 07.11.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.11.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1957 Fréttir frá storfsemi S. Þ. október 1957 Sameinuðu Þjóðirnar 12 ára — Dagsins minsl um víða veröld Þann 24. október voru 12 ár liðin frá því að stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna gekk í gildi. Er sá dagur síðan talinn af- mælisdagur alþjóðasamtak- anna. Er dagurinn ár hvert hátíðlegur haldinn um víða veröld, fyrst og fremst meðal hinna 82 þátttökuþjóða, en einnig víðar. Á Norðurlöndum var dags- ins minst á líkan hátt og fyr. Forystumenn héldu ræður, efnt var til fundahalda, hljóm leika, sérstakir útvarpsþættir samdir o. s. frv. Það eru fyrst og fremst félög sameinuðu 'þjóðanna, sem gangast fyrir hátíðahöldum í tilefni dagsins, en hans er einnig minst í skólum og sumstaðar á vinnu- stöðum. Víða var dagsins minst á sérkennilegan hátt. í Brazilíu hélt t. d. Fjallamannafélagið í Rio de Janeiro upp á daginn með því, að félagarnir klifu eitt af hæstu fjöllunum, sem umlykur borgina. Fóru þeir áður ókunna stigu upp fjallið og reistu fána Sameinuðu þjóðanna á fjallstoppnum. I sjónvarpinu var efnt til sam- keppni í spurninga og svara stíl, þar sem verðlaun voru geisihá, en spurningarnar all- ar frá starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Sveit flugvéla flaug í rökkurbyrjun yfir borgina og kastað var úr flugvélun- um upplýsingaritum um sam- tökin. í Bandaríkjunum höfðu 5000 borgarstjórar gefið út fyrirmæli um, að dagsins skyldi minst og voru skipaðar jafnmargar nefndir til þess að sjá um hátíðahöldin á hverj- um stað- 3,200 útvarsstöðvar víðsvegar um Bandaríkin fluttu einhverskonar efni um S. Þ. þennan dag og eins gerðu fjöldi sjónvarpsstöðva víðs vegar um Ameríku. Félag Sameinuðu þjóðanna í Banda- ríkjunum gaf út svonefnda „bókahillu S. Þ.“, en það er safn bóka um Sameinuðu þjóðirnar. Útvarpsstöðvar í Tyrklandi, Grikklandi og ísrael efndu til sérstakra útvarpsþátta í til- efni dagsins og var að lokum flutt bæn í dagskrárlok fyrir Sameinuðu þjóðunum og framtíð þeirra. I Chile söfnuðust saman 20,000 börn á einum stað til þess að hylla fána Sameinuðu þjóðanna. í Rangoon (Burma) var eftnt til alþjóðlegrar há- tíðar, þar sem sýndur var dans og hljómlist frá fjölda þátttökuríkja S. Þ. — í Egypta landi var ávarpi Dags Ham- marskjölds aðalforstjóra sami takanna útvarpað á ensku og frönsku, eins og hann hafði talað það, en síðan útvarpað í arabiskri þýðingu. -—0----- Norrænir sérfræðingar í þjónusiu S. Þ. Sænski hagfræðingurinn K. G. Brolin, sem er aðstoðar- forstjóri hagdeildar mennta- málaráðuneytisins sænska, er staddur í Teheran um þessar mundir, þar sem hann vinnur að því að skipuleggja skóla- hagskýrslur landsins. Það er UNESCO — Mennt-, vísinda- og menningarstofun Samein- uðu þjóðanna, sem gekkst fyrir að Brolin var ráðinn til þessa starfa. Norskur efnafræðikennari, K. A. Risan frá Kristiansand hefir verið ráðinn til að fara til Ceylon til þess að leggja á ráð um efnafræði og stærð- fræðikennslu í æðri skólum þar í landi. — Risan er einnig á vegum UNESCO. ----0--- ísrael siefnir Búlgaríu fyrir Alþjóðadómsiólinn — KrefsJ skaðabóia fyrir farþegaflug- vél, sem var skolin niður, en 58 manns fórust ísrael hefir kært Búlgaríu fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og krafist skaðabóta fyrir farþegaflugvél, sem skotin var niður yfir Búl- garíu- 58 manns, 51 farþegi og 7 manna áhöfn, fórust er flug- vélin var skotin niður þann 27. júlí 1955. ísrael heldur því fram, að s.l. tvö ár hafi verið gerðar tilraunir til þess að komast að friðsamlegu samkomulagi við stjórnarvöldin í Búlgaríu um greiðslu skaðabóta, en að þær málaleitanir hafi ekki borið neinn árangur. Fer Israel fram á, að Alþjóðadómstólí- inn skeri úr um það, að Búlgaría sé skaðabótaskyld og einnig er farið fram á, að dómstóllinn meti tjónið til skaðabóta. ísrael bendir á, að all- margir af farþegunum hafi ekki verir borgarar í Israel og að ættlönd þeirra muni gera sérstakar kröfur um skaðabætur á hendur Búlgör- um. Alþjóðadómstóllinn m u n bráðlega taka málið fyrir. ----0--- Endurskoðun stofnskrár S. Þ. frestað Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, er nú situr í New York, hefir ákveðið að- fresta umræðum um endurskoðun á Stofnskrá samtakanna, sem samin var og samþykkt í San Francisco. Verður engin end- urskoðun framkvæmd fyr en í fyrsta lagi eftir tvö ár, eða á Allsherjarþinginu 1959. Ályktunin um, að fresta Jones þykir ekkert varið í kálhöf uð... Þó JONES þyki ekkert varið í kálhöfuð finnur hann ekki til neinna óþæginda yfir slíku. Enginn þröngvar honum til að neyta þeirra. „Enginn segir það gott fyrir þig að fá þér svolítinn bita “ Smith fellur ekki áfengi; þó er hann engan veginn sem ánægðastur. Félagar hans eru stöðugt að leggja að honum með að fá sér í staupinu. Þeir segja:„Fáðu þér einn gráan; falli þér ekki rúgur mun vera eitthvað til af Scotch á heimilinu; þeir sýnast líta þannig á, að taka ekki dropa sé móðgun við þá, sem fá sér hressingu; stundum er honum borið það á brýn, að hann skoði sig öðrum „betri og meiri.“ Finst yður ekki að Smith verðskuldi sömu nærgætnina og Joneses? Taki maður þá stefnu að neyta ekki áfengis, ber hlutaðeigendum að virða afstöðu hans í þeim efnum. Hafið hugfast, að það er óviðeigandi að þröngva mönnum með ólíkan smekk til að gera eitt og hið sama. Þetta er ein þeirra fræðslugreina, weni birt er almennina’i til gafins af MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATION Departmcnt of Education, Room 42, L«si>l«tivt Buiidins, Winnipts 1. 3-1-57 endurskoðun á Sáttmálanum, var lögð fram af sérstakri nefnd, sem skipuð var 1955 til þess að gera tillögur um breytingar á Stofnskránni, ef þær þættu æskilegar. Nefnd þessi ákvað á fundi sínum 1 sumar, að leggja til við Alls- herjarþingið, að Stofnskráin yrði höfð óbreytt enn um hríð. Á Allsherjarþinginu greiddu 54 þjóðir atkvæði með því að fresta endurskoðun, engin greiddi mótatkvæði, en 9 þjóðir sátu hjá, auk þeirra Sem fjarverandi voru. ----0---- Veðurfræðingar búa sig undir þrýsiiloftsöld farþegaflugsins Framkvæmdaráð Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar — (WMO) — kom nýlega saman til fundar í Genf til þess að ræða aðkallandi mál, en það er hvernig veðurfræðingar eigi að snúast gegn auknum kröfum, sem gerðar verða til þeirra þegar þrýstiloftsöld farþegaflugsins heldur inn- reið sína fyrir alvöru. Það er ekki svo ýkja langur tími til stefnu. Framkvæmdaráðið sam- þykkti að skipa nefnd sér- fræðinga til að taka málið til rækilegrar meðferðar og skila skýrslu um niðurstöður sínar fyrir næsta ársþing stofnun- arinnar, sem haldið verður að vori (1958). Það þykir vitað mál, að gerðar verði enn meiri kröfur til veðurþjónustunnar, en nú er gert, þegar farþega- flugvélar fara að þeysast gegn um geiminn með allt að því 1000—1200 km. hraða á klukku stund. Vafalaust þarf að taka í notkun nýjar vélar og breyta til um starfsaðferðir frá því sem nú tíðkast. Loks samþykkti fram- kvæmdaráð WMO að setja á stofn sérstaka deild innan skrifstofu stofnunarinnar í Genf, sem á að hafa það hlut- verk, að fylgjast með öllum nýjungum, sem fram kunna að koma á þessu sviði- ----0---- Fréllir írá S. Þ. í stuttu máli Fulltrúi Spánar var kjörinn níundi vara-forseti á Allsherj- ar þingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Varaforsetar voru áður 8, er þátttökuríkin voru aðeins 60. Austurríki hefir lánað hinni nýju Alþjóðakjornorkustofn- un 1 miljón dollara á meðan beðið er eftir tijlögum frá þátttökuríkjunum. Kjarnorku stofnunin hefir aðalaðsetur sitt í Vín. Chana hqfir gerst aðili að GATT (Tolla- og viðskipta- samkomulaginu). Sudan hefir gerzt aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og að Alþjóðabankanum. TBLmiOHE DlRECTOkY W/LL 8E kEADY NOV.202 Áskrifendur geta fengiö hina nýju símaskrá á næstu símastöS, aS UNDANTEKNUM ÞEIM STÖÐUM ÞAR SEM DIAL SKRIF- STOFURNAR ERU. Á slfkum stötSum má vitja simaskrárinnar á næsta pösthfls. COMMUNITY DIAL SKRIFSTOFUR ER AÐ FINNA Á EFTIRGREINDUM STÖÐUM: Anolo Fork River Medora Son Claro Arborg Goodlands Miniota Sf. Jeon Arden Hazelridge Minitonas Shilo Belmont Inglis New Sorum 6inclair Bculoh Inwood Oak Bank Starbuck Brokcnhead La Broquerie Ninette Tilston Churchill Lac du Bonnet Oakburn Vidir Cleor Lake Leteilicr Pctersfield Woldersee Cronberry Portoge Libou Pierson Waskoda Crondall Lockport Pine Falls Warren Crawford Park Lorette Pipestone Whitemouth Cromer Lundor Plcasant Valley Winnipegosis Erickson Lyleton Reston Woodlands Fisher Branch Marquette Riverton 4 MANITOBA TELEPHONE SYSTEM

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.