Lögberg - 14.11.1957, Síða 1

Lögberg - 14.11.1957, Síða 1
70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1957 NÚMER 46 Frá Vancouyer, B.C — 6. NÓVEMBER, 1957 — Kæru vinir, Ingibjörg og Einar: Okkur hér vestra þætti vænt um, ef þið vilduð birta kvæðin og eftirfarandi í ykkar heiðraða blaði. Sextíu ára hjúskaparafmæli áttu þau 24. júlí síðastliðinn heiðurshjónin Halldóra Geir- finnsdóttir og Þórður Helga- son í Vancouver, B.C. Þenn^n mánaðardag 1897 voru þau gefin saman í hjónaband í Winnipeg af sr. Jóni Bjarna- syni. Fyrstu þrjú hjúskapar- árin bjuggu þau í Winnipeg, en síðan um mörg ár að Lauf- ási í Framnesbyggð; þaðan fluttu þau síðan til Vancouver og hafa átt hér heima í 17 ár. Fjórar dætur þeirra eru á lífi: Regina Erickson í Minne- apolis, Helga Johnson í Van- couver, Halldóra Bradley í Penticton og Ingirid Mc- Donald í Vancouver. Eru þessar dætur' þeirra fríðar og velgefnar og eins voru börnin, sem dáin eru- Sjálfur brúðkaupsdagurinn var haldinn hátíðlegur er dætur þeirra hjónanna, nán- asta skyldfólk og tengdafólk heimsóttu þau og færðu þeim fagrar gjafir. Svo var haldin mikil veizla þeim til heiðurs laugardags- kvöldið 28. júlí og fór veizlan fram í samkomusölum elli- heimilisins Höfn. Var þar margt manna samankomið, bæði yngra og eldra og mikið um dýrðir. Góðvinur Helga- sons-fjölskyldunnar, hr. Frank Friðriksson var veizlustjóri. Bauð hann gesti velkomna og ávarpaði brúðhjónin með nokkrum hlýjum ávarpsorð- um. Þá las hann upp heilla- skeyti, er þeim hjónum bár- ust, frá Hennar Hátign Elía- betu Englandsdrottningu, for- sætisráðherra Canada, hr. J. Diefenbaker, forsætisráðherra Brynjólfsson ávarpsorð og British Columbia hr. W. Ben- nett og fylkisstjóranum í B.C. Awarded a Scholarship Mr. Morley Stefanson, son of Mr. & Mrs. Helgi Stefanson of Riverton, has recently been awarded the International Nickel Company scholarship. Morley is in 2nd year Engineering at the University of Manitoba. hr. Frank M. Ross. Ennfremur barst heillaskeyti frá frú S. Árnason, er um þær mundir dvaldist í Ontario. Að loknum lestri heillaskeytanria afhenti hr. Friðriksson þeim hjónum ’heillaávarp undirritað af veizlugestum og peningagjöf. Voru þessar kveðjur þakkaðar af öllum viðstöddum. — Þá flutti ávarp til þeirra hjóna hr- Gunnlaugur Holm og minntist margs frá langri og góðri viðkynningu. Ennfrem- ur las hann prýðisfallegt kvæði, er Sveinn læknir Björnsson hafði ort til þeirra hjónanna í tilefni dagsins. — Var ávarp Gunnlaugs hið snjallasta og vel flutt. — Þá las Páll skáld Bjarnason af- mæliskvæði þar sem hann lýsir lífsstarfi Helgasons- hjónanna í blíðu og stríðu. — Ennfremur flutti sr. E. S. þakkaði góða viðkynningu og gestrisni þeirra hjóna hér í Vancouver. Sátu veizlugestir meðan þessu fór fram við fagurlega skreytt veizluborð. Veitingarnar, sem fram voru bornar, voru frábærlega höfð- inglegar og skreytti fögur af- mæliskaka veizluborðið. Sáu þær aðallega um veitingarnar Mrs. Bjarni Erickson, bróður- dóttir frú Halldóru, og systur- dætur hennar, Halldóra og Ragnheiður Sigurðsson. Er staðið var upp frá borð- um flutti Sr. Philip M. Péturs- son frá Winnipeg hamingju- óskir og sýndi fagra litkvik- mynd frá Islandi, og allir höfðu ánægju af því að sjá hana. Skemmti fólk sér við samræður fram eftir kvöldi. Bar þetta allt fagran vott um virðingu, ræktarsemi og hlý- hug. — Þakka þau Helgasons- hjónin innilega öllum, er gerðu þeim sextíu ára brúð- kaupsdaginn ógleymanlegan. Minningin um hann mun lifa lengi með birtu og yl. E. S. Brynjólfsson Awarded a Scholarship Miss Healher Sigurdson At a regular meeting of Jon Sigurdson Chapter, IODE, held at the home of Mrs- Paul Goodman, Friday Nov. lst, Miss Heather Alda Sigurdsön was the recipient of the Chapters Musical Scholarship in University of Manitoba School of Music. Mrs. E. W. Perry educa- tional secretary made the pre- sentation. She, on behalf of the Chapter, wished Miss Sigurdson success in her Musical Career, and hoped that her every step would be blessed on the road which she was already treading, the road of good Citizenship. This is the second year Miss Sigurdson has won the Scholarship. — She is the daughter of Mr. & Mrs. J. Sigurdson, 944 Garfield St. Úr borg og bygð — DÁNARFREGN — Frú Magný Helgason, 664 McMillan Ave., lézt á mánu- daginn á Grace spítalanum. Hún var 73 ára að aldri. Hún var útlærð hjúkrunarkona og lagði stund á hjúkrunarstörf fram að síðustu árum. Hún var meðlimur Fyrsta lúterska safnaðar. Hana lifa þrjár dætur: Violet, Mrs. George Scott og Mrs. Ralph Scott. — Útförin fer fram í dag (fimtu- dag) frá Fyrstu lútersku kirkju. Dr. V. J. Eylands flyt- ur kveðjumál. ☆ — DÁNARFREGN — Á fimmtudaginn í vikunni, sem leið, lézt að heimili sínu Suite 5, Pasadena Court hér í borginni Ágúst J. Vopni 91 árs að aldri, um langt skeið stór- bóndi í Swan River bygðinni, einn hinna mörgu og mikil- hæfu Vopna-systkina frá Falleg samkoma Samkoma „Fróns“ s.l. mánu dagskvöld var fjölsótt og tókst hið bezta á allan hátt. Forseti, Jón Jónsson, setti samkomuna með stuttri ræðu og lét samkomugesti minnast fallinna hermanna með þagn- arstund. Haraldur Bessason prófessor mælti þá nokkur inngangsorð og skýrði tilgang samkomunnar, sem var að minnast afmælis Jónasar Hallgrímssonar. Flutti þá dr. Richard Beck prófessor fróð- legt og skörulegt erindi um skáldið mikla, sem jafan mun talinn einn af vormönnum ís- lands. — Ungfrú Ingibjörg Bjarnason söng með mestu prýði lög, sem Sigvaldi Kalda- lóns hafði samið við nokkur af kvæðum skáldsins; en frú Hólmfríður Danielson las upp úr ljóðum hans. — Ungfrú Sigrid Bardal aðstoðaði við sönginn, og spilaði undir þjóð- söngvana í samkomulok-' — Margir munu minnast lista- skáldsins góða, en hvernig ber að skilja ráðgátuna í vísu Gríms um Jónas: Islands varstu óskabarn úr þess faðmi tekinn, og út á lífsins eyðihjarn örlagasvipum rekinn. Böðvarsdal í Vopnafirði; hann lætur eftir sig konu sína, Maríu, fjórar dætur, Mrs. J. Huppe, Mrs. Sigurlaug Sigurd- son, Mrs. Berthu Gillies og Mrs. A. Carmichael, einnig fjóra sonu, Walter, Arthur, Halldór og Ágúst; tvær systur lifa, bróður sinn, þær Mrs. Sigurjón Sigurdson og Mrs. Sigurbjörn Sigurdson, svo og tveir bræður, Carl og Sigfús- Útförin var gerð í Swan River undir umsjón Bardals. ☆ Herbergi vantar Einhleypur íslendingur óskar eftir björtu og hlýju herbergi með húsgögnum, helzt milli Kennedy og Sher- brook, suður af Ellice Ave. Símið WH. 3-4922 frá 6 til 6 e. h. ☆ Snjólaug Sigurdson will be heard in recital on Station C.B.W. on Tuesday 19th at 7.30 p.m- Her program will consist of works by Brahms and Liszt. Þórður og Halldóra Helgason A sextugasta giftingar-afmæli þeirra, 24. júlí, 1957 1 sögunnar dálkum er sigranna minst, Og sæmdin er eignuð þeim háu; En hrósið er minna, og færra þar finst Um fálátu risana lágu. Þótt foringjum beri sú vinsemd og völd, Sem veitast til lofs hinna fáu, í hljóði var starfað, við kjörbýti köld, Af köppunum mörgu og lágu. Og Þórður var einn af þeim óbreyttu hér, Sem auðunnar grettistök hófu; Sem öfluðu þekkingar sínum og sér Og samúðar-þræðina vófu. Hann ræktaði jörðina, reisti sér hús, Og ráðleg og mörg var hans iðja. Við sveitarmál öll var hann framtaka-fús Og fljótur hvert góðmál að styðja. En aleinn við starfið hann varla þó var, Því valið ’ann fékk hana Dóru, Sem oftlega þungann í baslinu bar Og bætti úr smáu og stóru. Um skólanám þeirra ég þarf ekki sögn, Því þau geymdu „Stephán“ í ranni; Og hver, sem að grúskar í Andvökum ögn, Er orðinn að hálærðum manni. Að leggja til grunninn að þjóðheill og þörf Mun þakkað að lokum, sem skyldi; Því eðlið að þjóna við þesskonar störf Var þörfin, svo byggingin tyldi. Um fimm árin tólf hefur samvinna sú í sögunni flekklaus nú staðið. Og langt verður þangað til — það er mín trú — Að þrykt skal á síðasta blaðið. —P. B.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.