Lögberg - 14.11.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.11.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1957 Athyglisverðar ályktanir fjórðungsþings Austfirðinga Aukin skógrækl — Bæii hlusiunarskilyrði — Seining , lýðveldissijórnarskrár — Slofnun Búnaðarbankaúti- bús — Endurbæiur á póslflulningi og símasambandi — Úivegun fjármagns iil siórvirkjana — Betri slrand- ferðir og áæilunarbílar — Vegamál Austurlands. PJÓRÐUNGÞING Austfirð- * inga var haldið á Egils- stöðum dagana 14. og 15. september s.l. og voru þar rædd ýmis mál, er snerta fjórðunginn — og þjóðina alla, og gerðar athyglisverðar á- lyktanir. Verður þeirra helztu getið hér á eftir: Aukin skógræki Það má nú telja fullsannað með tilraunum, sem Skógrækt ríkisins hefir gert á Hallorms- stað, að nytjaskógar barrviða geti vaxið upp hér á landi á 50 til 100 árum. Skógræktar- menn telja öruggast, að byrja ræktun nytjaskóga af barr- trjám með því að gróðursetja trén í skjóli þeirra birki- skóga, sem til eru í landinu. Þeir hafa og leitt að því gild rök, að önnur fjárfesting á landi hér sé vart arðvænlegri, þegar til lengdar lætur, en ræktun barrskóga. Gróðursetning barrskóga er nú framkvæmd í landinu að mestu leyti á vegum héraðs- skógræktarfélaga og má í sjálfu sér gott eitt um það segja. Hins vegar er ljóst, að eigi að stefna að því, að koma upp verulegum nytjaskógum á þessari og næstu öld, þarf að auka gróðursetningu barr- trjáa stórlega frá því sem nú er og þá fyrst og fremst á stór- um samfelldum svæðum og sérstaklega í það skóglendi, sem þegar er í eign hins opin- bera og kemur þar varla ann- ar aðili til greina en Skóg- rækt ríkisins, að vinna það verk. Á þessum forsendum skorar Fjórðungsþing Austfirðinga á Alþingi að auka svo fjárfram- lög til Skógræktar ríkisins, að henni verði kleift að gróður- setja árlega allt að einni milljón barrtrjáa í birkilendi í opinberri eigu. Telur þingið sjálfsagt, að samfelldir barrskógar verði þannig græddir upp í öllum landsfjórðungum, en vill þó sérstaklega benda á hina víð- lendu birskiskóga og kjörr á Fljótsdalshéraði, sem telja verður sérstaklega vel fallin til þess að fóstra nytjaskóga nálægrar framtíðar. Skorar þingið á alþingis- menn Austfirðinga, að leggja þessu stórmáli allt það lið er þeir mega. Óviðunandi hlusiunarskilyrði Fjórðungsþingið telur, að skilyrði til að hlusta á útvarp séu óviðunandi um mikinn hluta Austurlands og skorar á stjórn Ríkisútvarpsins, að bæta úr þessu á einhvern hátt, meðan útvarpsstöðin í Reykja vík hefir ekki verið efld nægi- lega- Telur fjórðungsþingið nauðsynlegt* að þegar verði komið upp endurvarpsstöðv- um á þeim stöðum, sem við verst hlustunarskilyrði búa. Sijórnarskrármálið 1 sambandi við umræður, sem hafnar eru í blöðum um breytingu á kjördæmaskipun í landinu, vill Fjórðungsþing Austfirðinga endurtaka fyrri kröfur sínar um að íslenzka ríkinu verði sem fyrst sett lýðveldisst j órnarskrá. Telur þingið, að í þeirri stjórnarskrá þurfi að tryggja því fólki, sem í dreifbýlinu býr og nú er minnihluti þjóð- arinnar, réttmæt áhrif á ráð- stöfun þjóðarteknanna og til stjórnar eigin mála. Því takmarki telur fjórð- ungsþingið verði náð með því, að stjórnarskráin skipti lands- byggðinni í fáar sterkar fé- lagsheildir, fjórðunga eða héruð, sem fái víðtækt vald til stjórnar eigin mála, réttan hlut þjóðarteknanna og þjóð- arfjármagnsins, og íhlutun um ráðstöfun þess gjaldeyris, sem skapaður er í hverjum fjórð- ungi. Útibú Búnaðarbankans á Austurlandi Fjórðungsþing Austfirðinga lítur svo á, að bændum á Austurlandi sé mikið óhag- ræði að því, að Búnaðarbanki íslands, sem stofnaður var einmitt til þess, að fullnægja lánaþörfum bændastéttarinn- ar, skuli enn eigi hafa fengizt til þess að setja upp útibú á Austurlandi þrátt fyrir áskor- anir fjórðungsþingsins og margra annarra samtaka þar á undanförnum árum. Bæði Landsbankinn og Útvegsbank- inn hafa útibú út um land, Landsbankinn 4 og Útvegs- bankinn 5. Búnaðarbankinn hefir hins vegar aðeins eitt útibú úti á landi, nefnilega á Akureyri. Það má því heita næsta eðlileg krafa, að Bún- aðarbankinn setji upp fleiri útibú og telur fjórðungs- þingið mest aðkallandi, að bankinn komi á fót útibúi á Austurlandi, eða nánar tiltek- ið á Egilsstöðum. Beinir þingið eindregnum tilmælum sínum um þetta tilhæstvirts landbúnaðarráðherra og vænt ir þess, að honum þóknist að mæla svo fyrir við stjórn bankans, að hún komi útibús- stofnun þessari í framkvæmd án frekari tafar. Póstflutningar með flugvélum Fjórðungsþing Austfirðinga átelur, að kröfu fyrri þinga um flutning bögglapósts með flugvélum hefir ekki verið sinnt. Skorar fjórðungsþingið enn einu sinni á póststjórnina að taka slíka flutninga upp a. m. k. heimila mönnum gegn hærra gjaldi að senda böggla í flugpósti. Þingið lýsir einnig óánægju sinni yfir því, að blaðapóstur skuli ekki vera fluttur með flugvélum yfir sumartímann. Þótt daglegar ferðir séu til Austurlands, sjá menn í a. m. k. sumum byggðarlögum þar aldrei ný blöð. Blaðapóstur er einungis fluttur með áætlun- arbílum og er orðinn nokkurra daga gamall, þegar hann kem- ur í hendur viðtakenda í stað þess, að blöðin gætu borizt þeim á útgáfudegi eða degi síðar, væru þau send með flugvélum, en dagblöð eru mönnum því meira virði sem menn fá þau nýrri. Skorar þingið eindregið á póststjórn- ina að bæta úr þessu og hlut- ast til um að blöð séu send með flugvélum, þegar ætla má, að með því móti komi þau fyrr til skila- Símasamband við Reykjavík Fjórðungsþing Austfirðinga haldið að Egilsstöðum 14. og 15. september 1957, minnir símamálastjórnina og síma- málaráðherra á, að enn eru óefnd loforð um bætur á síma- sambandi Austfirðinga við Reykjavík. Verður ekki unað við, að endalaust sé látið nægja, að ráðgera bætt síma- samband, án þess að nokkur vottur sjáist þess, að fram- kvæma eigi þær ráðagerðir. Þá skorar fjórðungsþingið enn á símamálastjórnina að samræma á næsta ári gjald- skrá fyrir símtöl milli lands- hluta þannig, að sama gjald sé tekið fyrir símtöl milli landshluta hvar sem er á land- inu. Ef til vill væri það heppi- legast, að eitt og sama gjald væri fyrir öll símtöl, utan bæjar eða sveitasíma, eins og nú er um símskeyti. Atvinnutæki til fjórðungsins Fundurinn felur stjórn fj órðungsþingsins að fylgjast gaumgæfilega með tillögum þeim, er atvinnutækjanefnd ríkisins kann að gera um öfl- un nýrra atvinnutækja til Austurlands, og þeim tillög- um öðrum, er nefndin kann að gera og snerta fjórðunginn. Fjármagn og síórvirkjanir Fjórðungsþing Austfirðinga 1957 telur, að ekki megi drag- ast lengur að hafizt verði handa um, að auka fjölbreytni á útflutningsvörum lands- manna. Telur þingið óráðlegt, að byggja gjaldeyrisöflun lengur nær eingöngu á sjávar- útvegi. Aflabrestur og mark- aðssveiflur geta valdið þjóð- inni þungbærum erfiðleikum og yfirvofandi hætta er á, að ofveiði dragi svo úr aflamagni á fiskimiðum, sem Islendingar sækja, að sjávarútveginum verði um megn að afla þess gjaldeyris, sem þjóðin þarfn- ast. Ljóst er, að þjóðin hefir ekki til umráða nægilega mik- ið eigið fjármagn til þess að koma upp nýjum atvinnu- greinum til gjaldeyrisöflunar. Fjórðungsþingið skorar því á Alþingi að skipa nú þegar nefnd manna til að athuga, hvar og á hvern hátt megi afla fjármagns erlendis, til að gera stórvirkjanir á fallvötnum til raforkuframleiðslu og til að koma upp stóriðnaði við þau orkuver. Leggur þingið áherzlu á, að JUkynmnq MANITOBA FRAMLEIÐSLA FÆR FYRSTU VERÐLAUN FORT GARRY BREWERY FÆR VIÐUR- KENNINGU SAMVELDISÞJÓÐANNA Viðurkenning brezku samveldisþjóðanna var veitt Manitoba iðnaði, er Frontier, sem Fort Garry Brewery Ltd- framleiðir, fékk fyrstu verðlaun og heiðurspening úr silfri. Þessi at- burður gerðist í hinni árlegu samkepni, er bruggarar og skyldar iðngreinar héldu í London á Englandi. SÝNISHORN VÍÐA AÐ. Sýnishorn af brugg- unariðnaði innan samveldisþjóðanna og skyldra framleiðslutegunda bárust samkepninni. Og í flokki sinnar tegundar, hlaut Fort Garry Brewery Ltd., hæstu verðlaun innan brezku samveldisþj óðanna. MANITOBA í FREMSTU RÖÐ. The Fort Garry Brewery Ltd., er iðngrein, sem Manitobá á og starfrækir, og með silfurmedalíu viðurkenn- ingunni hefir fyrirtækið komist í fyrsta flokk framleiðslunnar í Manitoba. Fort Garry Brewery Limiteð

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.