Lögberg - 14.11.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 14.11.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1957 • 7 Hinn mikli styrkur sigrar meinin vönd Án innra afls er maðurinn enginn maður, strá sem berst með straumi, rekabútur, sem enginn veit hvert fer eða flækist. Erfðir hafa hér auð- vitað mikið að segja, um- hverfi einnig og uppeldi. Af öllu þessu mótast í aðaldrátt- um starfsval mannsins og lífs- hugsjón. Fleira kemur hér og úrvalsmönnum til góða, þ. e. óvenjulega náið og traust sam band við uppsprettu lífsins, við Guð. Það eru þeir, sem Guð útvelur sem sína menn, og höndlaðir verða af Kristi. Þeim verður allt auðvelt um eigin hag. Þeir eru bljúgir menn, en samhliða styrkar hetjur fyrir kraft Guðs, sem þá styrka gerir, til blessunar fyrir ótalda Islendinga. Oft leiddir með undursamlegum atvikum á nýjar brautir eða nýja staði, til þess að bera vitni almætti Guðs og óend- anlegum kærleika. Þessir menn verða oft reyndir á margvíslegan hátt. Hvort þeim sé trúandi, treystandi til þess að standa stöðugir, og bregð- ast hvorki sjálfum sér né mönnunum, sem Guð hefur útvalið þá til að leiðbeina, stækka og gera sterka, til þess að ganga beina braut lífsins, sjálfum sér til heilla, og sem flestum öðrum til blessunar. Einn Akurnesingur hefir orðið þeirrar náðar og giftu aðnjótandi, að verða trúverð- ugur ljósberi Guðs í þessari sveit, svo að fjöldi manns í fjarlægri heimsálfu efast ekki um einlægni hans, og náið samband við uppsprettu kraft- arins. Þessi maður er Sveinbjörn Sigurður Ólafsson frá Hala- koti á Akranesi. Hann er f- þar 24. nóv. 1897, og er því sextugur á þessu hausti. For- eldrar hans voru: Anna Svein- björnsdóttir frá Bygggarði, Guðmundssonar bónda á Hvít árvöllum, Sveinbjörnssonar, en Guðmundur þessi Svein- björnsson var hálfbróðir Þórðar háyfirdómara Svein- björnssonar, föður Svein- bjarnar tónskálds, er samdi hið fagra lag þjóðsönginn okkar. Faðir Sveinbjarnar Ólafssonar var hins vegar Jóns Ikaboðsson, ættaður úr Dölum vestur. I 9.—10. tbl. „Akraness“ 1949 hefi ég ritað nokkuð um síra Sveinbjörn og upphafs- mann Metodistakirkjunnar — John Wesley, en það verður ekki endurtekið hér. Það virðist eins og hann hafi verið leiddur út í prestsskapinn styrkum, öruggum skrefum, sem þó eiga djúpar, varan- legar rætur í fyrstu bernsku hans hér á Akranesi öllu öðru fremur. Bundnar órjúfanleg- um böndum minninga við ljósum prýdda kirkjuna hans, þar sem hann var ungur færð- ur Guði í skírninni. í Reykjavík var hann í kirkju hins landskunna pré- dikara, síra Ólafs fríkirkju- prests, en þaðan man hann lítið. Hann var í Jóns Bjarna- sonarskóla vestanhafs, og veldur sumt af verkefnunum þar honum glímuskjálfta til að byrja með. Þar er hann undir öruggri handleiðslu úr- valsmanns, dr. Rúnólfs Mar- teinssonar, þar sem gagn- kvæm vinátta og traust mynd- ast. Eftir þetta gekk hann í háskóla Metodista í Ameríku, þar sem honum fannst hann fá svar við mörgum vafa- spurningum, sem til þessa höfðu ónáðað hann og valdið honum nokkrum áhyggjum. Nokkru síðar gerðist Svein- björn prestur Metodista, og er það enn. Sveinbjörn á því láni að fagna, að vera vakandi maður í starfi og sívaxandi, virtur og viðurkenndur, enda vinnur hann af allri orku, er sífellt veitir meiri styrk og unað, um leið og það magnar aðra til manngildis og góðra verka. Presturinn og boðskapurinn, er honum allt, og þar af sprett- ur hið giftudrjúga starf, sem í söfnuði hans vekur ást og virðingu fyrir manngildi hans hans og fórnfúsu heilshugar starfi. Þannig er síra Svein- björn traustur verkamaður í víngarði Drottins, þar sem hann laðar og leiðir yngri og eldri honum á hönd, svo að þeir öðlist frið hjartans, og gæfu og gengi á braut lífsins, sem aftur leiðir til víðtækari blessunar einstaklinga og kyn slóða. Þannig lætur einlægt heilshugar starf sig ekki án vitnisburðar. í því er falinn frjóvgunarkraftur og fyrir- heit, sem vinnur stóra sigra og veitir umbun bæði hér og annars heims. Fullreyndir menn fara venjulega fremstir, og þeim verður mest ágengt í lífinu. Þeir vinna stærsta og varan- legasta sigra hvort sem það er gert í fámennum söfnuði í frið sælum reit, eða í víðari verka hring, þar sem þrumuraust skekur heilar þjóðir og færir þeim frið ,og andlegt frelsi. Þegar síra Sveinbjörn var hér heima á sinni pílagríms- göngu 1949, sagði hann mér ýmislegt af starfi sínu »og starfstilhögun. Hann — og aðrir prestar Vestanhafs — haga því mjög á annan veg en hér heima. Hann er fyrst og fremst prestur — eingöngu prestur. — Það er ekki auka- starf eða eyðufyllir — einn dag í viku, — frá litlu eða engu prestlegu starfi hina sex daga vikunnar. Nei, sunnu- dagurinn er hámark starfsins yfir vikuna, undirstrikun þess, og oft glampi þess geisla, sem upp af því sex daga starfi hef- ir vaxið. Raunveruleg prédik- un og boðskapur, sem nær til hjarta safnaðarins, fyrst og fremst af því að hún er til orðin fyrir innsæi, það sem presturinn öðlast af beinni snertingu við fleiri eða færri í þjónustu hans á vegum safn- aðarins umliðna viku. Alla daga, vikur og ár, er góður prestur þannig að byggja með söfnuði sínum sameiginlegt heilagt starfshús, vígt virki- leikanum í lífi fólksins og starfi, af fingri Guðs sjálfs, sem hvorki lætur prestinn eða það, án vitnisburðar. Þetta sameiginlega hús er líf og starf fólksins, heimili þess, sorg þess og sæla, en það kemur svo saman ásamt prest- inum í kirkju sinni — sem er helgidómur hins sameiginlega húss — til að styrkjast í trúnni, og þakka Guði fyrir vernd og varðveizlu, og fyrir heilshugar starf góðs prests, sem aldrei ann sér hvíldar frá köllun sinni, vegna Guðs og mannanna. Upp af slíku starfi vex mikill meiður, sem mörg- um gróðri hlífir og markar mikil og djúptæk spor í lífi manna og þjóða á þessari jörð. Nokkru eftir að síra Svein- björn var hér á ferð, varð hann fyrir þeirri raun að missa sjón á öðru auga. Varð hann þá að taka sér hvíld um sinn, og hélt jafnvel' um tíma, að starfstíma sínum væri að fullu lokið á hinum prestslega vett- vangi. Söfnuði Sveinbjarnar varð þetta ef til vill enn þyngri raun en honum sjálf- um, ef svo ætti að fara. Hvað átti hann að gera? Hann hefur sjálfsagt ráðgast um þetta við Guð sinn. Þangað hefur hann sótt ráð og styrk, sem heldur lét hann ekki án vitnisburðar. Öðru auganu hélt hann. Þó er styrkur þess ekki meiri en svo, að hann getur helzt ekki lesið eða skrifað, a. m. k. ekki neinu sem nemur- Hann getur þó keyrt bíl sinn, og þetta gefur honum meira og betra tækifæri til að lifa í nánara samfélagi og snertingu við söfnuð sinn, sjúka menn og heilbrigða, börn og gamal- menni. Af þessum sökum hefur hann orðið að leggja alla skrifaða ræðumennsku á hilluna. Þrátt fyrir allt þetta, sem ýmsir prestar mundu hafa talið nægjanlegt áfall og af- sökun til þess að hætta starfi og komast á eftirlaun, eftir langt og vel unnið starf, hefur Sveinbjörn ekki farið þannig að. Hann heldur þvert á móti áfram prestsskap eins og ekk- ert hafi ískorizt. Hann vinnur öll störf sín í söfnuðinum eftir sem áður. í stað þess að skrifa ræður sínar áður, flytur hann þær nú blaðlaust. Þarna er manndómur á ferð, traust og trúnaður, bjargföst trú á föðurforsjón Guðs og handleiðslu. Maður, sem auð- sjáanlega telur sig kallaðan, til starfs og þjónustu við mennina, sem í fullreynd lífs- ins fær aukinn styrk til áhrifa ríkari þjónustu en nokkru sinni fyrr. Hann er einn af þeim, sem nægir náð Guðs, og fær umbun í ríkum mæli í samræmi við það, öðrum til trausts og halds, jafnframt því sem það fyllir sál hans sjálfs friði og fögnuði, yfir því að fá enn um stund að reka erindi hins hæsta, meðal þeirra, sem þess þurfa með. I aprílmánuði s.l. voru hér á ferð kona séra Sveinbjarnar og dóttir, á leið sinni til Ev- rópu. Þær máttu til að heim- sækja föðurland Sveinbjarn- ar, því að svo mikið hafði hann sagt þeim um þetta undra- land. „Þangað megið þið þó ekki koma, án þess að sjá Akranes“, sagði hann. Þær stóðu hér aðeins við tvo daga, þar af annan á Akranesi. Hann gaf þeim ýmsar leiðbeiningar í þessu sambandi og sérstaka forskrift um það, hvað þær ættu að skoða, og festa sér í minni á Akranesi. Allt þetta héldu þær dyggilega, sem þegar heim kemur, veitir hon- um mikla fróun og hugsvölun, því að helzt lítur út fyrir, að hér lifi hann til hálfs, þótt hann hrærist í annarri heims- álfu. Kona Sveinbjarnar er myndarkona, menntuð og geðug. Það er dóttir þeirra einnig, sem er nú útlærð hjúkrunarkona. Báðar vinna þær af alhug með síra Svein- birni að hinum ýmsu verk- efnum safnaðarins, sérstak- lega meðal hinna ungu, sem í Ameríku er lögð höfuð- áherzla á. Þar eru þeir um- fram allt á réttri leið, því að þar sem engin rækt er lögð við kristlegt uppeldi æsku- lýðsins, og heimilin eru af- skiptalaus um þá hlið undir- stöðuatriða góðs þjóðfélags, vex aldrei upp nema nafn- kristin þjóð. Þetta á að vera kveðja til síra Sveinbjarnar fyrir sendi- boða hans í heimsókn til Akra ness, sem hann ann svo mjög ásamt sínu föðurlandi- En um leið á það að vera heillaósk frá fæðingarbæ hans á sextugs afmæli hans á komandi hausti, með þökk fyrir dáðríkt ævi- starf, fæðingarbæ hans og landi til mikils sóma. Það er ekki ónýtt að eiga slíka sendi- herra með framandi þjóðum. Að eiga marga slíka fulltrúa, sem sá og uppskera undir merkjum Guðs, getur gert hinar minstu þjóðir að stór- veldi á hinum eina rétta vett- vangi, mennta og mannlegra dyggða. Þökk fyrir manndóm, dyggð og drengskap, kæri vinur. Ól. B. Björnsson —AKRANES VÉR BROSUM — Tveir prófessorar ræddu um verðbólguna. — Allt stígur upp úr öllu valdi. Þetta vex okkur allt yfir höfuð, áður en lýkur, sagði annar. — Ég er þér ekki sammála, sagði hinn. — Það vex ekki allt. Ekki vex virðing mín fyrir þér, og ekki vex virðing þín fyrir mér, og ekki vex virðing stúdentanna á okkur- —0— Öldruð kona ein hafði feng- ið peningaávísun frá frænda sínum, og fór nú með ávísun- ina í bankann, til þess að fá hana útborgaða. — Viljið þér vera svo vænar og skrifa á ávísunina, sagði gjaldkerinn. — Hvernig á ég að gera það? spurði konan. — Þér skulið bara skrifa nafnið yðar aftan á ávísunina. Skrifið þér bara alveg eins og þér gerið þegar þér skrifið undir bréf. Konan gekk að næsta borði og skrifaði hægt og vandlega aftan á ávísunina og fékk gjaldkeranum hana síðan. — og þar las hann eftirfarandi: „Með hjartans be^ztu kveðju, frá Agnesi frænku.“ — Konur geta verið mjög ósanngjarnar, sagði eiginmað- urinn angurvær. . — Nú, hvernig þá? spurði kunningi hans. — Fyrst sagði Elsa, að ég meðhöndlaði sig eins og hund — og svo beit hún mig. —0— — Ég vinn fyrir sex, sagði maðurinn, sem var að sækja um nýja atvinnu. — Nú held ég að þér gortið, svaraði forstjórinn. — Það er dagsatt, svaraði maðurinn. — Ég á konu og fimm börn. Dremys M.D. 388

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.