Lögberg - 21.11.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.11.1957, Blaðsíða 1
70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1957 NÚMER .44 ’ fsland rís af síðum óviðjafanlegt NDANFARIÐ hafa verið kynntar þrjár borgir í Þýzkalandi í sýningarglugga Orlofs við Austurstræti. Hefir þessi staðakynning verið með þeim hætti, að myndir frá borgunum eru festar upp og fylgja textar, sem geta þess helzta varðandi borgirnar. Þær þrjár borgir sem hér um ræðir, eru Celle í Hannover, Brunswick og Bad Driburg í Vestfalíu. Um staðakynningu þessar hefir frú Irme Weile Jónsson annazt. 1 þesum borgum hafa ís- lendingar jafan notið góðrar gestrisni og hópum manna, eins og knattspyrnuflokkum héðan hafa verið haldnar góðar veizlur. Þá skipar fs- land sérstakan sess í hugum fólksins í Bad Driburg, því að þar er einn ágætur rithöf- undur íslenzkur mikið lesinn, en sá maður var jafnframt einna mestur og beztur sendi- herra okkar hjá öðrum þjóð- um, meðan hann lifði- Nonni I Hér er átt við Jón Sveinsson (Nonna), en barnabækur hans eiga stöðugt miklum vinsæld- um að fagna í Evrópu. Þarna í Bad Driburg hefir einn kenn- arinn í bænum fengið yngstu börnunum bækur Nonna til lestrar í tæp tuttugu ár og komi íslendingur til bæjarins, gætir þess jafan í hlýjum.mót- tökum borgarbúa, að þarna sé komin ein ævintýrapersónan úr sögum Nonna. Vegna þessarar staðakynn- ingar hefði blaðið tal af frú Irme Jónsson. Hún dvaldi í nokkurn tíma nú fyrir skömmu í Bad Driburg. Segir hún, að náttúrufegurð sé mikil þarna, en staðurinn er í eigu Oeyenhausen-ættarinnar, sem er greifaætt. Þarna eru mikl- ar heilsulindir, sem urðu kunnar þegar á seytjándu öld. Árlega sækja tugþúsundir sjúklinga þangað til hvíldar og lækninga, ekki eingöngu vegna baðanna og lindanna, heldur einnig vegna hins fagra umhverfis þarna í jaðri Teutoburger-skógar. Minning hans lifir Frú Irme Jónsson hafði stillt eintaki af bókinni „Jón Sveins son (Nonni)“ út í gluggann á- samt myndunum frá Bad Driburg. Þegar hún er spurð að ástæðunni, segir hún, að á það samhengi hafi fyrstur bent sér dr. Georg Pape, yfir- læknir. Er hún leitaði sér lækninga til hans í ágúst 1956 Nonnabókanna sem ævintýraland og gat þess að hún byggi á íslandi, tókst læknirinn allur á loft og sagði eitthvað á þá leið, að þaðan væri „Nonni vinur minn.“ Síðan sagði hann frú Irme frá öllum þeim yndis stundum, sem haím hefði átt sem barn við lestur Nonna- bókanna. Sagðist hann enn 'ekki geta stillt sig um, þótt kominn væri á fertugs aldur, að líta öðru hverju í þessar bækur. Annan dag sat frú Irme inni í fjölsóttum veitingastað og kom þá gamall kaþólskur prestur, næstum blindur, inn í salinn leiddur ai eldri konu. Engin borð voru laus í saln- um og spurði hann frú Irme, hvort hann og systir hans mættu sitja við borð hennar. Hófust síðan samræður og allt í einu minnist frú Irme á ís- land. Þá verður gamla prest- inum eins við og dr. Pape að hann hrekkur upp og segir: Franska rithöfundinum Al- bert Camus voru í dag veitt bókmenntaverðlaun Nóbels. Segir í forsendum fyrir veit- ingunni, að Camus sé veitt verðlaunin fyrir mikilvægt rithöfundarstarf, þar sem hann með alvöruþrunginni skarpskyggni kryfur til mergj- ar samvizkuvandamál samtíð- arinnar. — Verðlaunin eru í ár 208,628,82 sænskar krónur. Albert Camus fæddist 7. nóvember 1913 í bænum Mon- dovi í Algier og hlaut mennt- un sína að mestu þar. Er hann hafði hafið framhaldsnám, missti hann heilsuna, og varð ekki meira af námi hjá honum. Hann stundaði ýmis störf, áður en hann gerðist rithöf- undur, m. a. var hann blaða- maður við Cobat- NB skýrir frá því frá París, að það hafi verið undrandi og hamingjusamur Casmus, sem tók á móti fulltrúum heims- blaðanna í dag. Það var sænski sendiherrann í París, sem tilkynnti Camus ákvörð- un sænsku akademíunnar. Við blaðamennina kvað Camus þetta hafa komið sér á óvart og hefði hann mátt ráða hefði hann veitt verðlaunin André Malraux, sem hann kvaðst dást að. „Frelsið er mitt bók- menntalega takmark á tíma, sem ógnað er með þrældómi,“ sagði hann, „mér er það ljóst, „Island — föðúrland Nonna.“ Prestur þessi hét séra Franz Martin og var frá Köln. Síðar kom hann frú Irme í kynni við ungfrú Maríu Meisteremst, sem var kennari við barna- skólann í Bad Driburg til árs- ins 1956. Skýrði hún svo frá, að hún h^fði látið yngstu börn in 1< oækur Nonna í þau tæp tuttugu ár, sem hún hafði verið kennari. Þarf ekki að skýra það, að með lestri þess- ara barnabóka hafa þau feng- ið þá mynd af íslandi, sem ekki hefir fölnað, þótt árin liðu- Kennarinn fær oft bréf frá nemendum sínum eftir að þeir eru hættir námi, þar sem oft er minnzt Nonnabókanna. Ævintýraland Nonnabókanna Enn ganga börn í skóla í Bad Driburg og enn rís ísland af síðum Nonnabókanna fyrir augum barnanna, sem óvið- jafnanlegt ævintýraland, þar sem ekkert nema gott og fag- urt getur gerzt. —TÍMINN, 26. okt. að þar sem ég er fæddur í Algier vænta menn, að ég taki afstöðu til stjórnmála nú, ein- mitt þegar átök eiga sér stað í Constantine, en ég er lista- maður. Frelsið í víðtækustu merkingu er takmark mitt.“ Hann kvaðst mundu koma til Stokkhólms til að taka við verðlaununum, ef hann gæti komið því við. Hann kvað blaðamennskuna hafa m. a. hafa kennt sér að skrifa hratt og án vífiíengja. Hann kvað íþróttir, leiklist og stríðið hafa haft mesta þýðingu fyrir bókmenntastörf sín. Hann kvaðst hafa mest gaman af að vinna að leikritum, en nú hefði hann í smíðum langa skáldsögu, sem enn væri ekki búið að gefa nafn. Einn hinna fyrstu til að óska Camus til hamingju var Coty Frakklandsforseti. — Frönsku blöðin láta í ljós á- kafa ánægju yfir því, að Frakki skuli aftur hafa hlotið verðlaunin. Blaðið Combat, sem Camus starfaði við um skeið, segist ekki aðeins gleðj- ast yfir þeim heiðri, sem Frakklandi hafi hlotnazt, en einnig vegna þess, að sænska akademían hafi valið höfund, sem hefir til að bera hæfileika í jafnríkum mæli og hann hefir tilfinningar fyrir hinu mánnlega. —Alþbl., 18. okt. Franski rithöfundurinn Camus hlaut Nóbelsverðlaunin STOKKHÓLMI, fimmtudag, 17. október (NTB—TT) Sýning á íslenzkum handritum og fornum bókum í Edinborg Aðalhvatamaður henner er Sigursteinn Magnússon. aðal- raeðismaður. — Dr. Krisiinn Guðmundsson, sendiherra, opnar sýninguna í dag. 1 dag verður opnuð í Edin- borg sýning á íslenzkum hand- ritum og fornum bókum, á- samt eldri útgáfum af þýðing- um íslenzkra fornbókmennta á ensku. Sýninguna opnar sendiherra Islands í Bretlandi, dr. Kristinn Guðmundsson, en einn af aðalhvatamönnum hennar er Sigursteinn Magnús son, aðalræðismaður íslands í Skotlandi. Sýningin er haldin í tilefni af útgáfu fyrstu bókarinnar í hinum nýja flokki íslenzkra fornrita, sem forlagið Thomas Nelson and Sons 1 Edinborg hefir hafið, en ritstjórar þeirr- ar útgáfu eru þeir Sigurður Nordal og G. Turville-Petre, sem kennir íslenzku í Oxford- háskóla. Enska úlgáían Fyrsta sagan í þessum flokki er Gunnlaugs saga ormstungu. Er texti hennar prentaður ásamt athugasemd- um um handritamun og enskri þýðingu eftir Peter Foote og R. Quirk, háskóla- kennara. 1 undirbúningi eru Hervarar saga ásamt þýðingu Chr. Tolkien’s, Hrafns saga Sveinbjarnarsonar ‘í útgáfu Guðrúnar Helgadóttur og Leslie Rogers, Völsungasaga í útgáfu R. Finch’s, Ljósvetn- inga saga í útgáfu Ursulu Brown’s og Páls saga biskups og aðrar biskupasögur í út- gáfu Turville Petre’s. Handrit Á handrita- og bókasýning- unni verður handrit Gunn- laugs sögu úr Árnasafni, fyrsta prentun sögunnar, Khöfn 1775, Fornfélagsútgáf- an 1938, fyrsta enska þýðingin eftir Eirík Magnússon og William Powell 1875, amerísk þýðing eftir M. H. Scargill 1950 og loks hin nýja útgáfa eftir Peter Foote og R. Quirk, Edinborg 1957. Ljósprenlanir í annan stað verða sýndar ljósprentanir merkra íslenzkra handrita, svo sem Konungs- bókar, Wormsbókar, Frísbók- ar, Flateyjarbókar og Staðar- hólsbókar og íslenzk handrit úr Þjóðbókasafni Skotlands. Meðal þeirra handrita, sem eru um 100 að tölu, má nefna Jónsbókarhandrit, Orkney- inga sögu, Sæmundar Eddu, Snorra Eddu, Kormáks sögu og Sturlunga sögu. Loks verða sýnd 20 eintök af prentuðum ritum íslenzkum frá fyrstu tíð og fram á fyrstu ár 19. aldar og 17 rit prentuð í Bretlandi um íslenzk efni, aðallega bók- menntir og málfræði, og er hið elzta þeirra Rudimenta málfræðiágrip Runólfs Jóns- sonar (d. 1654), sem prentað var í Oxford 1689. Vönduð sýningarskrá hefir verið gefin út, ásamt fylgiriti um hina nýju útgáfu íslenzkra rita, og er framan á báðum mynd af bagli Páls byskups Jónssonar, sem fannst í stein- kistu byskups í grunni Skál- holtsdómkirkju fyrir nokkr- um árum. —TÍMINN, 24. okt. % Gyðingar í Rússlandi búa við kúgun og misrétti CHICAGO, 28. okt. — Stjórn- arnefnd í samtökum Gyðinga Bandaríkjunum gaf út yfir- lýsingu í dag, þar sem skýrt er frá kúgun, sem Gyðingar eigi við að búa í Sovétríkjun- um. Er því haldið fram, að Sovétstjórnin vinni kerfis- bundið að því, að útrýma þjóðerniskennd Gyðinga. — Þetta sé meðal annars gert með því, að umsóknum Gyð- inga um hærri skóla sé hafnað. Nefndin segist hafa þetta eftir áreiðanlegum heimildum og byggja á gögnum, sem aflað hafi verið nú fyrir skömmu. Gyðingar gefast ekki upp I skýrslunni segir, að Rúss- ar hafi manna mest fordæmt kynþáttaofsóknir og hvers konar misrétti byggt á hör- undslit eða menningu. Samt sem áður sé augljóst, að stjórnarvöldin standi á bak við þær tilraunir, sem stöðugt sé haldið áfram méð, að afmá sérkenni og samheldni Gyð- inga í Rússlandi og reyna að láta þá hverfa inn í rússneska þjóðhafið. En rússneskir Gyð- ingar veiti öflugt vibnám og samheldni þeirra og menn- ingarleg þjóðerniskennd hafi aldrei verið öflugri en einmitt nú. —TIMINN, 29. okt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.