Lögberg - 21.11.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.11.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1957 Hjálmar Alberfr Krisfrjánsson F. 16. nóv., 1905 Miðvikudagurinn, hinn 10. júlí, 1957. Það var dagurinn — örlagastundin? — Dagurinn, sem hefir brent svipmynd sína í sál mína og konu minn- ar og hverfur þaðan ekki meðan við lifum, fremur en hrafninn hans Poe’s — „aldrei meir." Og þó var hann einn af hinum ylríku, broshýru, sólbjörtu sumardögum hér við hafið. Ég sat með bók við suður-gluggann, en konan var frammi í eldhúsinu, þegar ég heyrði bíl stansa fyrir framan húsið. Ég sá að Nanna, elzta dóttir okkar, og maður henn- ar, Leó Sigurðsson, koma út úr bílnum. Þau voru (og eru) vön að vitja okkar oft síðan við fórum að eldast. Ég gekk fagnandi á móti þeim eins og ég var vanur og bjóst til að ávarpa þau með einhverju gamanyrði. En þegar mér varð litið framan í dóttur mína varð mér strax hverft við og ég spurði hana: Hvað er að? Féll hún þá um háls mér og sagði mér lát sonar og bróður. Og við áttum eng- an annan son eða bróður. Enda vissu bæði faðir og móð- ir og systur að engum for- eldrum eða systrum hafði nokkru sinni hlotnast betri bróðir eða sonur. Hér skal þó ekki lengra gengið í þá átt að auglýsa fyrir almenningi „eigin hjartasviðann,“ eins og Stephan G. orðar það í einni af sínum munntömustu stök- um. En hitt er þess vert að minna sjálfan sig og aðra á, að vísdómur, sem manni er nauð- synlegt að læra, er fólginn í þessum ljóðlínum E i n a r s Benediktssonar: „Það er böl, sem allan aldur andann bezt til sjálfs síns leiðir.“ Þetta finnur maður þegar frá líður og maður fer aftur að greina áttirnar. Nú les maður Sonar- torrek Egils og Gests-kvæði Stephans G. með nýjum aug- um og fyllri skilningi. Og nú greiðist manni gatan gegnum myrkrahjúp þann sem um- vefur aðra, sem eins er ástatt fyrir. Því nú hefir samúðin verið hreinsuð og stælt í eldi eigin reynslu. Nú þarf hún ekki lengur að nota ófullkom- - D. 10. júlí, 1957 in orð, því handtakið og augna tillitið hefir nú öðlast nýjan mátt til að túlka það sem engin orð ná til. En minning góðra drengja á að geymast ekki aðeins í hjörtum saknandi ástvina, heldur einnig annara, því það er hverjum gott að kynnast góðum dreng. Hjálmar, sonur minn, var einn slíkra drengja, og því eru þessar línur letraðar. Hjálmar var fæddur á Gimli í Nýja-íslandi, 16. nóv- ember, 1905. Barna- og mið- skólanám stundaði hann í Lillesve og á Lundar í Mani- toba, og útskrifaðist ur mið- skóla á Lundar. Síðan stund- aði hann háskólanám við Jóns Bjarnasonarskóla og Univer- sity of Manitoba í tvö ár. Hafði hann um tíma hug á að leggja fyrir sig lögfræði, en úr því varð þó ekki, enda hvarf hann nú frá háskóla- náminu. Hygg ég að það hafi aðallega verið tvent, sem þar réði. Hann vildi ekki vera byrði fyrir fátæka foreldra sína, og vildi vera sjálfráður; engum háður. Ég veit engin dæmi þess að hann hafi nokk- urn tíma á æfinni látið hræða sig eða ginna til nokkurs þess, sem stríddi á móti hans eigin viti eða vilja. En til þess, að lifa lífi sínu á eigin ábyrgð verður maður líka að lifa því á eigin kostnað. Fór hann því að líta eftir atvinnu tækifær- um. Um þessar mundir þurfti stjórn Manitobafylkis á mönn- um að halda til eftirlits með rjómabúum víðsvegar um fylkið og fyrirskipaði nám- skeið til undirbúnings því starfi. Tók Hjálmar þetta námskeið og tók svo til starfa sem “cream grader“ og smjör- gerðarmaður. Ætlunin var, að nota þessa atvinnu til þess að afla sér fjár til framhalds- náms. En bráðlega skall á kreppan mikla, sem byrjaði um haustið 1929. Fóru þá margar framtíðaráætlanir út í veður og vind. Þóttist þá hver heppinn, sem hafði einhvers konar fast land undir fótum fjármunalega. Þannig atvik- aðist það að Hjálmar hélt á- Hjálmar Alberi Krisijánsson fram starfi sínu við rjóma- búin, þó launin væru ekki há. Hélst honum heldur ekki vel á þeim launum, sem hann fékk, því margir voru þá illa staddir, en hann lærði aldrei þá list að halda fé sínu fyrir þeim, sem gjörðust nauðleit- armenn hans. Af þessu leiddi svo eðlilega það, að undir- búningurinn undir hans eigin framtíð varð að sitja á hak- anum- Hans hagsmunir komu ætíð síðast. Þar sem Hjálmar hafði eftirlit lærðu menn brátt að skilja það, að engar tilraunir til að nota svik í viðskiptun- um borguðu sig, því ekkert slíkt lét hann fram hjá sér fara án viðeigandi aðgerða. E n gi n n rjómabúseigandi komst upp með að fella af vigt eða máli eða flokkun og engum bónda leyfðist heldur að svíkja inn í rjómabúin skemmda vöru. En þrátt fyrir þennan strangleika í eftirlit- inu, og þrátt fyrir það þó í hart slægi stundum við ein- staka mann, varð hann alls staðar vinsæll, því menn lærðu að meta sanngirni hans og óhlutdrægni. Eignaðist hann marga vini á þessum árum víðsvegar um fylkið og við lát hans var hans minnst í riti, sem búnaðardeild Mani- tobafylkis gefur út. Segir þar meðal annars, að hann hafi eignast marga vini meðal starfsbræðra sinna. Og frá for- manni deildarinnar bárust okkur þau ummæli, að betri mann en Hjálmar hafi hann aldrei haft í þjónustu sinni. Þegar síðara heimsstríðið skall á var hann enn starfandi við rjómabúin. Var hann þá kominn yfir herskyldualdur, enda var hans full þörf þar sem hann var. En þegar hann sá unga men'n allt í kringum sig tekna í herinn, fór sú spurning að leita á hann, hvort það væri rétt gert af sér að nota sér afstöðu sína og aldur til að hlífa sér við því, sem á aðra væri lagt. Var ekki ten- ingunum þegar kastað og út í stríð komið? Var nokkur önn- ur leið fær úr því sem komið var en sú, að halda stríðinu áfram þar til Hitler, Musso- líni og samherjar þeirra, og þar með ofbeldis- og kúgunar- stefna þeirra væri að fullu kveðin niður? Og var það þá ekki skylda hvers dugandi drengs að leggja allt sitt fram til þess að fullur sigur fengist? Var ekki líka í þessu fólgin eina vonin um að betri heimur risi upp úr rústunum að fengnum sigri? Svar hans við þessum spurningum varð svo það, að hann innritaðist sem sjálfboði í flugher Canada. Hann fór austur um haf árið 1942 og þjónaði þar í 3 ár, eða til stríðsloka. Hann særðist tvisvar; í hvorttyeggja skiptið á höfði (a fractured skull). í síðara skiptið féll hann í loft- fari niður í Irska sjóinn. Loft- farið sökk og fór hann niður með því, en á einhvern ó- skiljanlegan hátt komst hann út úr því og fleyttist upp á yfirborðið á einhverju braki úr loftfarinu. Þaðan var hann tekinn meðvitundarlaus og fluttur á spítala á írlandi. Lá hann þar meðvitundarlaus í Hjálmar Alberfr Krisfrjánsson — STUTT KVEÐJA — Mín skilnaðarkveðja er stirfin og stutt og stíluð sem hálfkveðið ljóð; þér var ekki að skapi að neitt fleipur sé flutt með fjálgleik og hjáróma óð. Við burtsigling lífsins í ómælisátt, um orsakir mannsandinn spyr. Við hálfnaða ævi er úrlausnar fátt hvað olli þeim hraðfara byr? í gróanda ævinnar gæfu þá hlaust, sem-göfugan árangur bar, og foreldra og ættmenna ástríkis naust svo útsýnið fegurra var. Móðirin veitti sinn kærleikans koss sínu kyni er í vöggunni svaf. Og drenglyndið varð þér hið dýrasta hnoss, sem Drottinn vor allsherjar gaf. Þó burtför þín, Hjálmar, sé syrgjendum sár, því saknaðskend minningin er. Oss kent er þeir góðu hin gránuðu hár greiði ekki í heiminum hér. Vér þekkjum að akurgrös öngUðu bezt, sem eggin um miðsumar skar. Þá sonar og bróður saknað er mest, er sönnun hver maður hann var. —G. St. fleiri daga. Eftir nokkurra vikna spítalavist komst hann þó til heilsu aftur og tók til síns fyrra starfs og hélt því til stríðsloka, en hann var L.A.C., I.C- Ekkert vissum við um þetta æfintýr hans og ekki einu sinni um spítalavist- ina fyr en nokkru eftir heim- komu hans. í einu af bréfum hans frá Irlandi komst hann svona að orði: „Jæja, pabbi, þá er ég nú loksins búinn að læra að synda.“ Þóttu mér þetta góðar fréttir, því ég hafði oft fært þetta í tal við hann, en aldrei orðið neitt úr framkvæmdum. En löngu eftir heimkomuna barst eitthvað í tal um sund- kunnáttu hans. Kom það þá upp að með orðunum, sem til- færð eru hér að ofan, hefði hann aðeins átt við það að honum hafði einhvernveginn heppnast að fleyta sér upp úr írska sjónum. Og á þennan hátt fengum við loksins að vita, hvað fyrir hann hafði komið. Þessi saga er sögð aðeins til að kasta nokkru ljósi á skap- höfn Hjálmars. Að auglýsa sjálfan sig var honum fjarri skapi og allt skjall og skrum var honum viðurstyggð. Hann vildi vera maður, og leit því smáum augum á allar tilraun- ir til að sýnast. Á leiðinni heim að loknu stríði fékk hann afarvont kvef, sem seinna snerist upp í lungnabólgu. Varð hann brátt að leggjast inn á spítaila og er það skemst frá að segja, að fyrstu tvö árin eftir heimkom- una var hann stöðugt undir læknishendi og lengri og skemmri tíma á sjúkrahúsum, ýmist í Winnipeg eða Van- couver. Hafði hann þá náð nokkurri heilsu, en læknarnir vöruðu hann við að reyna nokkra erfiðisvinnu. Ráð- lögðu þeir honum að leita fyrir sér um einhverja létta vinnu. Hugkvæmdist honum þá að taka námsskeið í “First Aid,” því það er lagaskylda í B.C. að við hverja námu eða sögunarmylnu, eða viðartöku- ver og fleiri slík framleiðslu- störf skuli vera hæfur “First Aid” maður. Verður hann að hafa staðist próf, sem sett eru af stjórnarvöldum, og enn- fremur verður hann að endur- taka þetta námskeið af og til í því skyni meðfram að fylgjast með öllum nýmælum í þess- ari grein. Að þessu námi loknu fékk Hjálmar svo atvinnu sem “First Aid man og Pay- master,” fyrst í viðartökuver- um (Logging Camps) og seinna við járnámur á Texada Island, skamt norður með ströndinni frá Vancouver- Þar vann hann seinustu fjögur til fimm árin og þar dó hann af hjartaslagi, hinn 10. júlí síðastliðinn. Við þessi störf, eins og önnur, sem hann hafði tekið að sér, reyndist hann hinn vandvirkasti og ábyggilegasti. Viðgerðir hans við sár og

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.