Lögberg - 21.11.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.11.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1957 7 Fréttir fró starfsemi S. Þ. Nóvember 1957 30 miljón smálesium fiskjar landað árlega í heiminum Ársskýrsla Matvæla- og landbúnaðarsiofnunarinnar Fiskaflinn í heiminum eykst stöðugt ár frá ári og er nú svo komið, að dregnar eru árlega úr sjó og vötnum tæplega 30 miljónir smálesta fiskjar- Frá þessu er sagt í nýútkominni skýrslu, sem matvæla- og land búnaðarstofun Sameinuðu 1938 1948 1954 1955 1956 þjóðanna — FAO — hefir 36,406 44,332 55,837 58,624 60,443 tekið saman. Hefir FAO und- anfarin ár birt fiskveiðiskýrsl- Vélknúin skip: F 2,727 3,158 9,925 10,872 12,387 ur frá öllum heiminum í fisk- veiði árbók sinni og er þar að Togarar: A 123,900 243,200 725,300 834,200 982,600 finna geisimikinn fróðleik um F 107 329 1,379 1,598 1,785 fiskveiðar, skipaeign ýmsra þjóða og raunar allt er að fisk- Dragnótaskip: A 62,500 88,000 362,400 451,800 549,300 veiðum lýtur. Bókin, sem gef- F 376 407 1,395 1,598 1,174 in er út á ensku, frönsku og A 18,900 29,200 175,800 194,200 225,700 spönsku nefnist á ensku “Yearbook of Fishery Sta- tistics” og kostar sem svarar $3.00, eða 15 shillingum. Fara Önnur fiskveiðiskip: F 2,224 A 42,500 2,422 126,000 7,151 187,100 7,757 188,200 8,878 207,600 hér á eftir í útdrætti nokkrar Ára- eða óvélknúin skip: upplýsingar úr skýrslum F 33,679 41,174 45,912 47,752 48,056 FAO: S 103,600 83,300 125,800 126,100 127,400 Árið 1956, sem er síðasta F—Fjöldi skipa A— -Afl véla S—Smáleslaf jöldi árið sem skýrslur þessar ná til, nam heildaraflinn í heim- inum 29,330,000 smálestum. Til samanburðar fer hér á eftir heildarafli nokkurra fyrri ára: 1938: 20,440,000 1948: 19,160,000 1953: 24,750,000 1954: 26,690,000 smálestir smálestir smálestir smálestir 1955: 27,940,000 smálestir. Áita þjóðir afla meira en 1 miljón smálesia árlega Átta þjóðir í heiminum öfl- uðu meira en 1 miljón smá- lestir fiskjar árið 1956. Ind- verjar náðu það ár miljón smálesta aflatakmarkinu í fyrsta skipti. Japanar eru lang mesta fiskveiðiþjóð heimsins. Milli hinna átta efstu fisk- veiðiþjóða skiptist aflinn þannig 1956: 1. Japan, heildarafli 4,762,- 600 smálestir eða 16,3% heims- aflans. 2. Bandaríki Norður-Amer- íku 2,935,9000 smálestir, eða 10% heimsáflans. 3. Kína (meginlandið), heild- arafli 2,640,0000 smál. eða 9%. 44. Sovétríkin, heildarafli 2,617,000 smálestir eða 8,9%. 5. Noregur, heildarafli 2,- 128,900 smálestir eða 7,3%. 6- Kanada {og Nýfundna- land), heildarafli 1,076,900 smálestir eða 3,7%. 7. Stóra-Bretland, heildar- afli 1,050,400 smál. eða 3,6%. 8. Indland, heildarafli 1,012,- 300 eða 3,4% af heimsaflanum. Á yfirliti heildarafla 34 fiskveiðiþjóða sést, að þær átta fyrstu hafa aflað á þessu ári samtals 62,1% heimsafl- ans, en hinar 26 þjóðirnar samtals 30,4% heildaraflans. Mikil aukning fiskveiðiflola Sovéiríkjanna 1 þessari fiskveiðaskýrslu FAO eru nú í fyrsta skipti birtar tölur um fiskveiðiflota Sovétríkjanna og afla hans. Er það einnig í fyrsta skipti, sem heildartölur eru birtar um þessi mál frá Sovétríkjunum. Má vera að marga fýsi að sjá hve gríðarlgea Sovétríkin Fjöldi skipa {allra tegunda): hafa aukið fiskveiðar sínar hin síðari ár. Tölurnar frá Sovétríkjun- sýna m. a., að Rússar eiga nú um 60,000 fiskveiðiskip. Þar af eru 1785 botnvörpungar. Eftirfarandi tafla sýnir aukningu fiskiskipaflota Sovét ríkjanna frá því 1938: Síld almennasti nytjafiskurinn Síld og sardínur eru algeng- asti nytjafiskurinn, sem veið- ist í heiminum og nemur síld- araflinn samtals 6,999,000 smá- lestum. Næst kemur alls kon- ar ótilgreindur fiskur, sem nemur 5,400,000 smálestum af heimsaflanum, þar næst þorsk-fiskur {þorskur, ýsa, upsi, langa o. s. frv.) samtals 3,070,000 smálestir. \ Rúmlega þriðjungur fisk- afla heimsins er dreginn á land af Asíubúum, eða samtals 11,830,000 smálestir. Evrópu- menn veiddu samtals 7,970,000 smálestir fiskjar 1956 og' í Norður-Ameríku varð aflinn þetta sama ár alls 4,180,000- Rússar einir tóku á þurt land 2,617,000 smálestir eins og fyrr segir. Um það bil helmingur af allri afla-aukningu í heimin- um síðan styrjöldinni lauk hefir orðið í Asíulöndum. Afla-aukningin nemur 10 miljón smálestum og hefir aukningin í Asíu á sama tíma numið 5 miljón smálestum, úr 6,580,000 smál. árið 1948 í 11,830,000 smál. 1956. Næstmesta afla-aukningin frá 1948—1956 varð í Evrópu þar sem samanlagður aflinn jókst úr 6,140,000 smálestum 1948 í 7,970,000 smál. 1956 — aukning, sem nemur rúml. 1,800,000 smálestum. 1 Rúss- landi jókst fiskaflinn um rúm- lega 1,000,000 smálestir á sama tíma. Eins og í fyrri fiskveiða árs- skýrslum FAO eru að þessu sinni birtar upplýsingar um skipastól fiskveiðiþjóðanna, gerð fiskiskipa, veiðarfæri og veiðiaðferðir. Þá er skýrt frá hagnýtingu aflans. Einnig er-u skýrslur um hvalveiðar í heiminum. Fljóltamannahjálp S. Þ. íær góðar gjafir Flóttamannaskrifstofa Sam- einuðu þjóðanna í Genf hefir nýlega hlotið góðar gjafir, sem munu koma sér vel fyrir starfsemi skrifstofunnar. Yfirborgarstjórinn í London hefir tilkynnt, að borgarráðið hafi ákveðið að hækka tillag sitt til flóttamannaskrifstof- unnar um, sem svarar til 2,4 miljónum íslenzkra króna. Áður hafði borgarráðið veitt 7 miljón krónúr til flótta- mannastarfsemi S. Þ. Ýms líknarfélög í Bretlandi með „The Oxford Cimmittee for Famine Relief“ í broddi fylkingar, hefir sent flótta- mannafulltrúa S. Þ. upphæð, er svarar til um 100,000 krón- um íslenzkum. Félag Sameinuðu þjóðanna í Bretlandi og á Irlandi hefir safnað og afhent Flóttamanna skrifstofunni upphæð er nem- ur 10 miljónum króna- Frá ríkisstjórn Nýja Sjá- lands hefir flóttamannafull- trúinn fengið 2,5 miljónir króna framlag. Auk þess hefir Nýja Sjáland tilkynnt, að það muni veita 950 flóttamönnum frá Ungverjalandi landvistar- og atvinnuleyfi. Verður séð fyrir flóttafólkinu á meðan það er að koma sér fyrir. ----0---- Barnsmeðlagagreiðslur milli landa Hans Engen, ambassador Noregs hjá S. Þ. hefir lagt fram fullnaðarsamþykki lands síns að alþjóðasamþykkt Sam eihuðu þjóðanna um meðlags- greiðslur milli landa. Þessi samþykkt, sem gekk í gildi 25. maí s.l. miðar að því að gera auðveldara fyrir mæð- ur að fá greidd meðlög með börnum sínum þótt faðirinn búi í öðru landi. íslenzku rithöfundafélögin hafa stofnað Rithöfundasamband íslands Gils Guðmundsson kjörinn formaður sambandsins, en Guðmundur G. Hagalín varaformaður Rithöfundafélag Islands og Félag íslenzkra rithöfunda hafa nýskeð stofnað með sér samband, Rithöfundasamband Islands. Hafa lög sambandsins verið samþykkt á aðalfundi beggja félaganna og menn kosnir í stjórn þess. Stjórnina skipa fimm menn, skulu þrír kosnir af öðru félaginu og tveir af hinu til skiptis árlega. Stjórnina skipa nú, Gils Guðmundsson, Friðjón Stef- ánsson, Jón úr Vör og til vara Halldóra B. Björnsson, frá Rit- höfundafélagi íslands, og Guðmundur G. Hagalín, Ind- riði Indriðason og til vara Stefán Júlíusson frá Félagi íslenzkra rithöfunda. Sjórnin hefir haldið fyrsta fund sinn og var Gils Guðmundsson kos- inn formaður sambandsins, varaformaður Guðmundur G. Hagalín, ritari Indriði Ind- riðason og gjaldkeri Jón úr Vör. Sameiginlegur málsvari Aðaltilgangur þessa sam- bands er að standa vörð um málefni rithöfunda og vera málsvari þeirra sameiginlega á ýmsum vettvangi, svo sem með því að taka að sér al- menna samningsaðild um rit- höfundarétt, svo og aðild að samningum við Ríkisútvarpið um flutning á verkum ís- lenzkra rithöfunda- — Einnig- á sambandið að vera fulltrúi rithöfunda gagnvart stjórnar- völdum landsins og samtökum erlendra rithöfunda. Rúmlega 100 meðlimir Þá er og hlutverk sam- bandsins að vinna að kynn- ingu við erlenda rithöfunda. Þá mun sambandið efna til rithöfundaþinga er aðstæður leyfa og ástæða þykir til. Meðlimir sambandsins eru rúmlega hundrað. Rithöfundasambandið mun framvegis vera aðili að Banda lagi ísl. listamanna, en þá að- ild hefir Rithöfundafélag Is- lands haft. Þess er að vænta að þetta verði til aukins samstarfs í milli íslenzkra rithöfunda um hagsmunamál sín og betri og meiri kynningar á verkum þeirra erlendis. —TÍMINN, 29. okt. Syrus: „Að elska og vera jafnframt hygginn, er einu sinni ekki á færi guðs.“ Innköllunarmenn Lögbergs Einarson, Mr. M.........Arnes, Manitoba Fridfinnson, Mr. K. N. S. .Arborg, Manitoba Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Vidir, Manitoba Arnason, Mr. R. Box 94 .........Elfros, Saskatchewan Leslie, Saskatchewan Mozart, Saskatchewan Foam Lake, Sask. Wynyard, Sask. Gislason, G. F. ..............Churchbridge, Sask. Bredenbury, Sask. Magnússon, Einar .............Selkirk, Manitoba 401 Lake Ave. Thorsteinsson, Mrs. Kristín ..Gimli, Manitoba 74 — First Ave., Gimli, Man. Husavik, Manitoba “Betel,” Gimli, Man. Winnipeg Beach, Man. Anderson, Mr. Paul A. ........Glenboro, Manitoba Glenboro, Man. Baldur, Manitoba Cypress River, Man. Lindal, Mr. D. J.............Lundar, Manitoba ísfjörð, Mr. C. H. ...........Vancouver 15, B.C. 5790 Sherbrooke St. Vancouver, B.C. Middal, J. J.................Seattle, Wash., U.S.A. 6522 Dibble N.W. Seattle 7, Wash., U.S.A. Simonarson, Mr. A............Blaine, Washington Box 33 Bellingljam, Wash. R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. Finnbogason, Mrs. J..........Langruth, Manitoba Langruth, Man. Westbourne, Man. Grimson, H. B. ...............Mountain, N. Dakota

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.