Lögberg - 28.11.1957, Síða 1

Lögberg - 28.11.1957, Síða 1
/ 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1957 NÚMER 45 Hundrað og tveggja óra gömul korta látin Fréttabréf úr Húnavatnssýslu Tjörn á Vatnsnesi, 12. nóvember 1957 Á mánudaginn 25. nóv. lézt að heimili sínu, Theodora Apts. í Winnipeg, 102ja ára gömul kona, Vigdís Bjarna- dóttir Samson. Hún var fædd 17. ágúst 1855 að Hraunholti í Hnappadal í Snæfellsnessýslu; foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson og Guðrún Jónsdóttir. Ung að aldri giftist hún Birni Jónssyni, einnig ættuðum úr Hnappadalnum, og fluttust þau vestur um haf árið 1888. Björn lézt laust eftir aldamót- in. Mörgum árum seinna gift- ist Vigdís Samson Friðbjörns- syni Samson, og bjuggu þau lengi í Elfros, Sask., unz Samson dó. Mörg umliðin ár hefir þessi háaldraða kona dvalið á vegum önnu dóttur sinnar hér í borginni- Einnig á hún tvö börn önnur, Emilíu og Svein. Hún var yfirleitt mjög hraust til heilsu, og hélt öllum sálarkröftum fram und- ir hið síðasta. Á aldarafmæli sínu, lét hún svo um mælt: Ljúfi Jesú læknir lýða líknar sólin allra tíða. Þú mér veittir styrk að stríða, og studdir mig í hverri neyð, á minni liðnu ævileið. lÉg mun framar engu kvíða. — Elíf náð þín græðir, hjörtu vor, er hryggðin sárast mæðir. Útför Vigdísar var gerð frá Bardals Funeral Home á fimmtudaginn 28. nóv., dr. Valdimar J. Eylands flutti kveðjumálin. * Flokksþing í aðsigi Dagana 4. og 5. desember næstkomandi, halda Liberal- Progressive stjófnmálasam- tökin í Manitoba ársþing sitt í Fort Garry hótelinu hér í borginni, og má víst telja að þar verði mikill mannsöfnuð- ur saman kominn, því þetta verður síðasti ársfundurinn fyrir hinar almennu fylkis- kosningar, sem fram verða að fara fyrir lok næstkomandi júnímánaðar. — Ræðumenn verða margir, og má meðal annars nefna Campbell for- sætisráðherra og þá fyrrum sambandsráðherrana Paul Martin og Walter Harris. Líklegt þykir að af ræóu Mr- Campbells megi nokkuð ráða hvernig stefnuskrárat- riðum hans fyrir kosningarnar verði háttað; þá er þess og að vænta, að hinn þjóðkunni flugmálaráðherra sambands- stjórnar frá stríðsárunum, Senator Power, sæki flokks- þingið. Vigdís Bjarnadóllir Samson Sambandskosningar í apríl Nýlegar fregnir frá Ottawa láta þess getið, að nokkurn veginn sé nú almælt í höfuð- borginni, að sambandskosn- ingar verði haldnar þann 14. apríl næstkomandi; að vísu geta kosningar farið fram fyr, í því falli að þingið lýsi van- trausti á stjórnina, sem auð- veldlega gæti komið fyrir svo að segja hvenær sem væri, með því að stjórnin er veik í sessi og án meirihluta þing- fylgis. Liberalar gera alt, sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir vantraust á hendur stjórninni, með því að þeim er fyrst og fremst um- hugað um, að alt haldist með kyrrum kjörum til þess tíma, er þeir hafa valið sér flokks- foringja og hinum nýja for- ustumanni hafi veizt kostur á að kanna lið sitt og samræma undirbúning kosninganna svo sem framast megi verða. Reisa stöð til rannsókna á olíu Bretar ætla að koma upp olíurannsóknarstöð í stað þeirrar, sem er í Greenwich, og er áætlaður kostnaður 750,000 sterlingspund. Verður hún reist í Stevenage jg þegar hún er komin upp verður það starf, sem unnið hpfur verið í olíurannsóknar- stöðinni í Greenwich flutt til Stevenage- Auk þess, sem gerðar verða tilraunir með vinnslu ýmissa efna úr olíu o. fl., fær stofnunin önnur rannsóknahlutverk. —VÍSIR, 29. okt. ísland fer from á stórlón Reykjavík, 20. nóv. (Reulers) Ólafur Thors foringi Sjálf- stæðisflokks stjórnarandstöð- unnar, sagði í dag, að ísland hefði farið fram á lán hjá Norður-Atlantshafs bandalags þjóðunum í sameiningu, er nema skyldi frá $5,600,000 eða allt að $6,400,000 gegn því skil- yrði að Nato mætti framvegis hafa herstöðvar á íslandi. Síðan núverandi vinstri stjórn kom til valda í fyrra, hefir hún tjáðst því fylgjandi, að Natoherinn færi burt úr landinu. Blað kommúnista, Þjóð- viljinn, sem fylgir stjórninni að málum, telur það hauga- lygi, að stjórnin hafi leitað fjárstuðnings hjá Natoþjóðun- um. Frétt þessi birtist sam- dægurs í Winnipeg Tribune. Vinsælt kvæði Kvæði dr. Richards Beck “A Christmas Pilgrimage,” sem á sínum tíma birtist í Lög- bergi, var endurprentað í árs- fjórðungsritinu — Midwest Chaparral, og lætur nýútkom- ið sumarhefti ritsins þess getið, að umrætt kvæði hafi verið eitt af þeim, sem les- endur (með atkvæðagreiðslu) töldu meðal beztu kvæða al- menns efnis, er út komu í haust-vetrarhefti ritsins í fyrra. Ofannenfnt tímarit er mál- gagn Skáldafélags Mið-Vest- urlandsins (The Federation of Midwest Chaparral Poets), en dr. Beck var fyrir all-löngu síðan kosinn heiðursfélagi þess. Nýtt tímarit Hinn 1. þ. m., hóf göngu sína í Reykjavík tímarit, er Frímerki nefnist og ætlað er sérstaklega frímerkjasöfnur- um; þetta fyrsta hefti kostar 10 krónur og má panta það gegn eftirfarandi utanáskrift: Frímerki — Pósthólf 1264 — Reykjavík. Útgefendur eru Finnur Kolbeinsson, Magni R. Magnússon og Þórður Guð- johnsen ábyrgðarmaður. Tíma rit þetta er myndskreytt. Inni- haldið er á þessa leið: í gildi 02103, Jólamerki frá Akur- eyri, Motívsöfnun, Nýir verð- listar, Skoðanakönnun o. fl. Engum blöðum er um það að fletta, að tímaritið komi sér vel fyrir þá, er við söfnun frímerkja leggja rækt. Kæri Einar og lesendur Lögbergs: Satt er það, að þótt andinn sé reiðubúinn þá er holdið veikt. I þessu tilfelli á ég við það, að hafa ekki skrifað ykk- ur fyrr. En ég hefi góða af- sökun- Máðurirnir september og október fóru í fyrsta lagi í það að ég fór til Glasgow í Skotlandi til að vera við jarð- arför föður míns, og í öðru lagi við að flytja hingað í hið nýja og glæsilega prestsseturs hús að Tjörn og koma okkur fyrir hér á ýmsan hátt. Þá gerði slæmt veður og er það óvenjulegt svo snemma á haustin, og það tafði töluvert fyrir mörgu. Ég var í Skotlandi í rúmar tvær vikur. Faðir minn var jarðsunginn 21. september frá heimili hans. Hann andaðist nokkrum dögum áður á sjúkra húsi af heilablóðfalli. Veik- indi hans stóðu yfir í þrjá mánuði, með köstum og slög- um til skiptis. Einn daginn, þegar ég var í Glasgow, sá ég stórt skip, sem var að undirbúa sig til ferðar yfir hafið til Canada með inn- flytjendur. Það var við Clyde ána, og ég hugsaði þá til sumra ykkar, sem siglduð það- an fyrir rúmlega 50 árum síðan. Þótt margt hafi breytzt síðan, get ég ímyndað mér að eitt væri að minsta kosti sam- eiginlegt með ykkur íslend- ingum, er þá fóru frá Glas- gow, og þessara “Immigranta,” sem ég horfði á í Queens Dock, en það var bjartsýni um fram- tíðina í Canada. Þetta voru allt saman Skotar og ekki voru þeir ólíkir íslendingum í útliti og framkomu. Ég flaug til Skotlands, en kom heim með Gullfossi. Við lentum í vondu veðri, og lítil var skemmtunin fyrir fólkið, því að flest lá sjóveikt. Sláturtíðinni var lokið, þegar ég kom heim, en nú smala menn á Vatnsnesi sam- an hrossum til slátrunar. Mikið er um hross hér um slóðir og sjálfsagt fara margir tilvonandi gæðingar í pottinn. Ekki hefi ég enn lært að borða hrossakjöt, en læknar segja að það sé auðmelt og gott kjöt. í morgun var hér 12 stiga frost og snjór er víðast hvar töluvert mikill, svo að tor- færur eru á vegum. — Hitti Jón Ólafsson frá Alberta í Reykjavík. Hann hyggst vera hér eitthvað áfram; leit hann vel út og var hinn hressasti. Ef ég má skrifa hér það sem mér dettur í hug, finnst mér það leiðinlegast af öllu að íslenzka sé ekki lengur pré- dikuð í kirkjum Nýja-lslands og víðar hjá ykkur. Maður veit, að það er torvelt að halda henni við sökum enskunnar- íslendingar eru, því miður, of fáir og smáir til að halda velli á móti áhrifum enskumælandi manna, en íslenzka eðlið má varðveita og halda í heiðri, þótt tungan hverfi. Þegar ég hugsa um sjálfan mig, held ég, að ég gleymi aldrei skozkunni, en börnin — ja, þau myndu, ef til vill, aldrei læra hana einu sinni. Það var sorg, sem færðist yfir þetta heimili, þegar við fréttum í gegnum Lögberg að frú Jónína Einarsson væri látin. Við komum oft heim til hennar og mannsins hennar, Sigurðar, á meðan við dvöld- um í Árborg. Hún var prýðis- kona, mild og ljúf í framkomu. Þegar ég kvaddi hana haustið 1955, þá sagðí hún mér það, að hún byggist ekki við að sjá okkur aftur. Og eins var með konu Magnúsar Gíslasonar og fleiri. — En í eilífðinni er enginn skilnaður Úr herberginu, þar sem ég skrifa þetta, sé ég hinu megin við Húnaflóa Strandafjöllin í tunglsljósinu. Einnig sé ég mörg ljós saman þjöppuð á einum stað, Þar er Drangsnes, sem fékk rafmagn fyrir til- tölulega stuttu síðan. Fyrir fyrra heimsstríðið voru fram- leidd hérlendis 22 milj. kw., nú eru, framleidd 550 milj. kw. Mér þótti sérstaklega vænt um að lesa ágæta grein Dr. Richard Becks um Sir William Craigie. Ég heimsótti gamla Skotann og við skrifuðumst á í nokkur ár. Hann var bæði stórmerkilegur og frægur maður. Hann var Há-Skoti frá Dundee, og ég man að heima hjá honum í Christmas Common skammt frá Oxford, átti ég yndislega stund. Séra Haraldur Sigmar gerir það ágætt við háskólann. Þau hjónin eru búin að koma sér vel fyrir. Kennsla hans fer að mestu leyti fram á ensku- Beztu kveðjur til kuningja og vina. —Roberl Jack

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.