Lögberg - 28.11.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.11.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1957 5 r /ililJG/iiHAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Beztu ár ævinnar lengjast Eftir PAUL DE KRUIF LÆGSTU FLUGGJÖLD TIL ÍSLANDS ÞÚ SPARAR ÞÉR 15S DOLLARA • Á einni nóttu til Reykjavikur. j RúmgóSir og þægilegir farþega- | klefar, 6 flugliðar, sem þjálfaSir hafa veriS S Bandarlkjunum, bjóSa j ySur velkomin um borS. • Fastar áætlunarflugferSir. Tvær j ágætar máltlSir, koníak, náttverSur, i allt án aukagreiðslu með IAL. Prá New York meS viSkomu á íSIjANDI til NOREGS, DANMERKUR, SVÍÞJÓÐAR, STÓRA- BRETLANDS, ÞÝZKALANDS. Upplýsingar I öllum ferSaskrifstofum n /~~\ n ICELANDICl ÁIttLINES 15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585 New York . Chicago . San Francisco Það er ekki tilætlun náttúr- unnar, að mennirnir lifi sín síðustu ár í dapurlegu iðju- leysi og vanmætti. Nýjustu rannsóknir á sviði næringar- efnafræði hafa nú náð þeim árangri, að allt bendir til þess, að einhverju sinni geti flest fólk lifað hamingjusömu og starfsfrjóu lífi jafnvel í hárri elli. Það er nú ljóst orðið að bar- áttan gegn ellihrörnuninni verður að hefjast löngu áður en fólk verður aldrað að ár- um. Ellihrörnunin byrjar að gera vart við sig strax, þegar fólk er um tvítugsaldur. „Við erum það, sem við borðum“, segir gamall málsháttur, og hafa læknisfræðilegar rann- sóknir staðfest þetta; hitt er aftur á móti nýr sannleikur, að það sem við borðum ekki getur verið orsök til þess að margir eldast inn tíma fram. Meira að segja alhliða fæði, sem kallað er, getur skort ýmis nauðsynleg næringar- efni, sem orsaka það að elli- hrörnun og sjúkdómar gera vart við sig löngu fyrr en eðli- legt getur talizt. Sem betur fer hefur efna- fræðin fært oss upp í hend- urnar næringarefni, sem geta stöðvað hina ótímabæru elli, það er að segja hin ýmsu víta- mín, og skal hér nefna nokkur dæmi um hin miklu áhrif og gildi vítamínanna. Auðugur verksmiðjueigandi einn fann sig, og var raunveru lega, miklu eldri orðinn en aldur hans gaf til kynna. Þján- ingarfullar, og að því er virt- ist, ólæknanlegar taugatrufl- anir gerðu honum lífið þung- bært, en eftir að hann hafði verið sprautaður B-vítamíni, thaimin, hvarf vanlíðanin og vinnugleðin og þrótturinn komu á ný. Miðaldra kona ein var í því ástandi, að leggja varð hana inn á geðveikra- hæli. Hún var látin hafa stórar sprautur af annarri tegund B- vítamíns, nikotinamid, og eft- ir stuttan tíma var hún orðin andlega heilbrigð á ný. — Pró- fessor einn í lyfjafræði, sem annars gætti þess að borða heilbrigt fæði, hlaut alvarleg- an augnsjúkdóm, svo að við lá, að hann missti sjónina. Þriðja B-vítamínið, riboflavin, réði niðurlögum sjúkdómsins og bjargaði sjón prófessorsins. Allir þessir sjúklingar héldu sér heilbrigðum á eftir með því að vítamínbæta fæðu sína eftir því sem við átti fyrir hvern um sig. En hvers vegna var það nauðsynlegt að víta- mínbæta hana? Jafnvel í alhliða og góðu fæði, sem talið er, getur nefni- lega skort viss vítamín, og sumt fólk hefur meiri víta- mínþörf en annað, vegna rangrar efnaskiptingar líkam- ans. Og eftir því, sem vér eld- umst þurfum vér fleiri víta- mín, vegna þess að líkaminn vinnur ekki jafnvel næring- arefnin úr fæðunni, sem áður. Þess vegna getur fæði, sem er fullkomlega nægilega auðugt að næringargildi fyrir einn, verið of vítamínsnautt fyrir annan. Það er þó sjaldgæft að þess- ir „efnaskortssjúkdómar,“ eins og þeir eru stundum kallaðir, orsakist af vöntun aðeins eins vítamíns. Amerískir. vísinda- menn, undir forystu Dr. Tom Spies, hafa um tuttugu ára skeið haldið uppi rannsóknum á þessu sviði, og hefur hún tekið til 5,700 einstaklinga í Birmingham í Alabama, og voru allir þessir sjúkJingac „langt niðri-“ 893 af sjúkling- unum voru svo heilsubilaðir, að flestir þeirra höfðu ekki getað unnið árum saman. Ná- kvæmar lækniskoðanir leiddu í ljós, að þeir voru hvorki haldnir berklaveiki, hjarta- sjúkdómum eða öðrum sýni- legum meinsemdum. Sjúk- dómseinkennin virtust eink- um benda til þess að þeir þjáð- ust af magakvillum og tauga- veiklun. 1 fáum orðum sagt: þeir virtust útslitnir menn bæði á sál og líkama, enda þótt þeir væru enn á bezta aldri. Það kom í ljós, að eitt var sameiginlegt með þeim öll- um — hin daglega fæða þeirra innihélt ekki nægilega mikið af bætiefnum. Þetta sannaðist áþreifanlega, eftir að farið var að vítamínbæta fæðuna, og sjúkdómseinkennin h u r f u smám saman: Og nú ásettu vísindamennirnir sér að koma hverjum og einum af þessum 893 til fullrar heilsu á ný. Þeir sáu um að fæði þeirra væri auðugt af eggjahvítuefnum, vítamínum og salti, og öðrum nauðsynlegum næringarefn- um. Þetta var mikil eldraun fyrir efnafræðivísindin, og í fyrstu virtist það vonlaust verk, að unnt væri að koma til heilsu öllum þessum van- heilu mönnum. En það heppnaðist samt. Allir sjúklingarnir — en flest- ir þeirra voru stál- og námu- verkamenn, iðnaðarmenn og bændur — gátu innan lítils tíma horfið til starfa sinna á ný. Meiri hluta sjúklinganna hafði verið vísað til rannsókn- arstofunar dr. Spies, eftir að læknar þeirra höfðu gefizt UPP> °g töldu sig ekki geta meira fyrir þá gert. Afturbati þeirra gefur öðrum vonir og sannar raunar, að unnt er að berjast gegn hrörnunarsjúk- dómum og lengja það tímabil, sem vér köllum beztu ár æv- innar. En hvers vegna geta víta- míngjafir gert slík krafta- verk? Það er langt í frá að fullrannsökuð séu áhrif víta- mínanna, en allt bendir til þess að þau séu skilyrði fyrir að hinar einstöku sellur lík- amans þrífist. Einkanlega er það lifrin — sem segja má að sé eins konar efnaskiptastöð líkamans — er.krefst mikilla vítamína, og einkanlega er í því sambandi mikilsvert B- vítamínið Chaolin. Um 1930 gerði Dr. Charles Best — sá er ásamt Banting fann insulínið — tilraunir með fæði margra tilrauna- dýra, en í fæði þeirra skorti einungis þetta efni, það er að segja cholin. Lifur dýranna fylltist af fitu, sem hindraði efnaskiptinguna í lifrinni svo mikið, að eftir stuttan tíma fundust alvarleg sjúkdómsein- kenni á lifrinni og síðar einnig á nýrunum. En eftir að dýr- unum voru gefnir stórir skammtar af cholin hvarf fitu- myndunin aftur úr lifrinni, og væri dýrunum gefið þetta efni í tæka tíð urðu þau alheil- brigð. í sambandi við þetta hlýtur sú spurning að vakna: hvers vegna skyldu ekki allir bæta upp hið daglega fæði sitt með vítamínum? Læknar ráð- leggja, sem kunnugt er, að gefa börnum vítamín, og þess vegna eru börn nú langtum heilbrigðari en þau voru að- eins einni kynslóð fyrr. Hvers vegna álíta þá ýmsir að það sé óþarfi að gefa ungu fólki og miðaldra vítamín? Kannske kemur það af því, að við höfum óbilandi trú á hinu „eðlilega“ alhliða fæði- Margt fólk — og jafnvel sum- ir læknar líka — brosa góð- látlega að því fólki, sem álítur sig verða heilbrigðara á því að bæta sér upp fæðuna með vítamínum. Það er einungis ímyndun, er sagt. Lítið bara á margt af gamla fólkinu, sem er heilbrigt og fjörmikið, þótt það hafi aldrei bragðað eina pillu af vítamíni! En það ber að athuga, að þetta gamla fólk, sem þannig er ástatt um, eru þær undantekningar, sem gæddar eru svo heilbrigðri líf- færastarfsemi, að þau vinna að fullu öll næringarefni og vítamín fæðunnar. ímyndun? En hvers vegna vítamínbæta þá bændur fóðr- ið handa búpeningi sínum, kindum, svínum og kúm? Þeir gera það vegna þess, að reynsl an hefur sannað, að dýrin þríf- ast bðtur og skila meiri arði. Ef til vill er verðlagið á vítamínum það sem einkum hindrar það, að þeirra sé neytt, sem þörf væri á. Víta- mínin eru of dýr, segir marg- ur. En minnist þá hinna 893 sjúklinga, sem haldnir voru hrörnunarsjúkdómum í Birm- ingham og þúsunda annarra, sem síðan hafa hlotið fulla heilsu og vinnugetu á ný, vegna þess að þeir fengu víta- mín ásamt næringarríkri og heilbrigrðri fæðu. Hin dag- legu útgjöld á hvern sjúkling í Birmingham vegna vítamín- gjafarinnar, voru ekki nema sem svaraði andvirði hálfs sígarettupakka. „Dýrustu víta- mínin eru þau, sem maður fær ekki,“ segir dr. Spies, „því að þau eru venjuleg^ greidd með sjúkdómum og vanmætti til starfa.“ Fólk getur auðvitað ekki lifað á vítamínspillum einum saman, og vítamínin eru ekki fær um að verja menn öllum sjúkdómum. En vítamínin auka starfsemi vefjasellanna, svo að þær starfa hraðar og öflugar gegn flestum sjúk- dómum. Fyrir 17 árum ætlaði einn af kunningjum mínum, sem þá var fimmtugur að aldri, að líftryggja sig, en tryggingarfélagið neitaði hon- um um líftryggingu, vegna þess að hann var með of háan blóðþrýsting, óreglulegan hjartslátt og lifrarsjúkdóm. Læknir hans rannsakaði nær- ingarþörf hans og efnaskipt- ingu, gaf honum vítamín og læknaði lifrarmeinsemdina, og 1955, þegar hann var 65 ára að aldri fékk hann líftrygg- inguna umyrðalaust. Annað dæmi: 58 ára verka- maður var gersamlega þrótt- laus og óhæfur til allrar erf- iðisvinnu, eftir meiri háttar skurðaðgerð, sem gerð hafði verið á honum. Einnig hann var látinn hafa sérstakt mat- aræði, sem bætt var upp með vítamíngjöf. Hann er nú 69 ára gamall, vinnur átta klukku stundir á dag, og hann er jafn heilbrigður og lífsglaður og þegar hann var um fertugt. Margir læknar geta sagt frá svipuðum tilfellum. „Það eru engin ráð til gegn ellinni“, segir dr. Spies. „Að- eins þeir sem deyja ungir, Winnipeg Blue Bombers sigra Edmonton Eskimos Um þessar mundir hafa farið fram kappleikir víðs- vegar í Canada í fótboltaleik. Hafa Edmonton Eskimos gengið sigrandi af hólmi í leikjunum í Vestur-Canada síðastliðin fjögur ár og unnið Gráa bikarinn (Grey Cup). En nú skeði það undur á laugar- daginn; að Winnipeg Blue Bombers, sem hafa leikið fremur linlega á þessu tíma- bili, sóttu í sig veðrið og yfir- buguðu þessi ofurmenni vest- urlandsins — 17 gegn 2. Margt fólk hefir mikinn á- huga á þessum leikjum hér í Winnipeg sem annars staðar. Þessi óvænti sigur Winnipeg kappanna virtist trylla það; um tólf þúsund manns flykt- ust vestur á flugvöllinn til að fagna þeim á sunnudaginn, og svo mikið skrílsæði hljóp í fólkið, að lögreglan réði ekki við neitt. Það ruddi girðingum um koll, óð upp að flugvél- inni, undir hana og klifraði upp á hana, braut hljóðnem- ana og gerði ýms önnur spell- virki. Hin formlega móttaka fór út um þúfur, því að ekki heyrðist mannsins mál. Eitt barn slasaðist en ekki alvar- lega; sex konur féllu í yfirlið; er það talið mikil mildi að ekki urðu meiri slys. Blue Bombers fara austur og leika gegn Hamilton Tiger Cats á laugardaginn um keppi keflið — Gráa bikarinn- Hefir nú stjórn flugvallarins hér á- kveðið, að þar skuli engin móttaka fara fram framar fyrir fótboltaliðið; að flug- farið, sem kemur með þá til baka skuli lenda 3 mílur frá flugvellinum og bílar flytji hetjurnar til Winnipeg Sta- dium þar sem aðdáendur þeirra geti fagnað þeim, án þess að voði hljótist af. komast hjá því að eldast. En nú getum við ekki aðeins bætt árum við ævina, en einnig fyllt þau lífsgleði og ham- ingju.“ (Þýtt og endursagt) —Sunnudagsblaðið

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.