Lögberg - 28.11.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.11.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1957 7 Helgi Valtýsson rithöfundur — ÁTTRÆÐUR — Eftir prófessor RICHARD BECK Helgi Valtýsson rithöfundur á Akureyri varð áttræður 25. október, og hefir þeirra merku tímaburða í atburðaríkri og athafnasamri ævi hans vafa- laust verið getið að verðleik- um heima á ættjörðinni, því að hann er þar löngu þjóð- kunnur og vinsæll að sama skapi. Löndum sínum hér vestan hafsins er hann einnig að góðu kunnur bæði af per- sónulegum kynnum og þá eigi síður fyrir ritstörf sín, enda á hann marga vini og velunn- ara í vorum hópi. Helgi hefir víða komið við sögu í íslenzkum félags- og menningarmálum, og má þar sérstaklega nefna brautryðj- endastarf hans í ungmenna- félögunum íslenzku, en þeirri félagshreyfingu hafði hann kynnzt í Noregi. Hann var einn af þremur stofnendum Ungmennafélags Reykjavíkur og fyrsti formaður þess. Enn- fremur einn af sjö stofnend- um Sambands Ungmennafé- laga íslands og annar forseti þess (1908—’ll). Hann stofn- aði einnig blaðið Skinfaxa, málgagn ungmennafélaganna, og var fyrsti ritstjóri þess. Hann vann mikið starf og merkilegt í þá átt að vekja íþróttaáhuga og íþróttaiðkan- ir á Islandi, endurvakti viki- vaka og söngleiki og stuðlaði að útbreiðslu þeirra. Má segja, að ofannefnd störf (og hefir þó hvergi nærri allt verið talið) hafi verið þáttur í, eða hliðstæð kenn- arastarfi hans, en það stund- aði hann árum saman víðs vegar á landinu; nfeðal annars var hann um fimm ára skeið kennari við Flensborgarskól- ann í Hafnarfirði, og naut þar, sem annars staðar í kennara- starfi sínu, mikilla vinsælda bæði af hálfu nemenda sinna og samkennara. Kunnastur er Helgi þó af ritstörfum sínum, sem bæði eru fjölþætt og harla um- fangsmikil. Tvítugur að aldri fór hann til Noregs til kenn- aranáms, gerðist þar jafn- framt brátt blaðamaður og rit- höfundur, og dvaldi þar lengi fram eftir árum. Sneri hann á nýnorsku íslenzkum sögum COPENHAGEN Heimsins bezta munntóbak og kvæðum, meðal annars ýmsum helztu kvæðum ým- issa öndvegisskálda vorra, og vann með því ágætt land- kynningarstarf. Auk Skinfaxa, eins og að ofan getur, var Helgi, eftir að heim kom, um hríð ritstjóri Skólablaðsins og síðar barna- og unglingablaðs- ins Unga íslands. Síðan hefir þann birt fjölda greina og rit- gerða í öðrum íslenzkum blöð- um og tímaritum. Honum fór ritstjórnin vel úr hendi, enda er hann snjall blaðamaður, gæddur næmri athyglisgáfu, og stíll hans kvikur og mynd- ríkur. Ungur að aldri fór Helgi að yrkja og kom fyrsta ljóðabók hans, Blýanismyndir, út fyrir réttum 50 árum (1907), ljóð- ræn kvæði, sem báru vitni ó- svikinni skáldæð, ekki sízt til- finningahitinn og litauðugar náttúrulýsingarnar. — Síðan hefir hann ort fjölda góð- kvæða, bæði á norsku og ís- lenzku, sem sverja sig í sömu ætt, en eru fastmótaðri um málfar og efnismeðferð og bera vitni auknum andans þroska. Yrði það fjölskrúðugt safn, ef kvæði hans kæmu út í heild sinni, og myndu þau ljóðavinum kærkominn lestur. Af skyldum toga spunninn og ljóð fielga, enda bæði í bundnu máli og óbundnu, er hinn gullfallegi ævintýra- sjónleikur hans, Jónsmessu- nóít (1951), og njóta skáldlegt hugarflug hans og ljóðrænn stíll sín þar ágætlega. Ást Helga á fögrum ljóðum, og þá ekki síður á íslenzkum alþýðukveðskap, lýsir sér eftir minnilega í hinu ánægjulega safni austfirzkra ljóða, Aldrei gleymisi Ausiurland (1949), er hann safnaði til, en á því fjöl- menna skáldaþingi mæta 73 höfundar af austfirzkum upp- runa, búsettir innan þess landsfjórðungs eða utan, og eigi allfáir hér vestan álanna. Safn þetta er einnig fagur vottur djúpstæðrar ræktar- semi safnandans til átthag- anna á Austurlandi, en hann er fæddur að Nesi í Loðmund- arfirði. En stórum umfangsmeiri heildur en rit Helga í stuðl- uðu máli eru bækur hans í lausu máli. Má þar fyrst geta safnfitsins Söguþátta land- póstanna, er út kom í tveim bindum 1942, og þriðja við- bótarbindi 1951, mjög mikið rit að vöxtum (yfir 1000 blað- síður) og jafnframt gagnfróð- legt; ei þó mest um það vert í því sambandi, að með söfnun efnisins í þetta yfirlitsrit var miklum sögulegum og mann- fræðilegum fróðleik bjargað frá glötun. Þá er bók Helga A hrein- dýraslóðum (1945) eigi síður merkileg og athyglisverð, en Júlíus Jóhannsson Sigurðsson FRÁ GRENIVÍK þar segir frá ferðum höfund- ar og félaga hans á bækistöðv- ar hreindýranna íslenzku á ör- æfum Austurlands, jafnframt því og rakin er saga hreindýr- anna á íslandi og gerðar til- lögur um verndun og aukn- ingu hreindýrastofnsins; en Helgi hefir manna mest barizt fyrir varðveizlu þeirra. Bók þessi er hvort tveggja í senn fræðandi og bráðskemmtileg, með miklum tilþrifum í nátt- úrulýsingum. Er þá komið að skáldritum Helga í óbundnu máli, en það eru smásagna- og þáttasöfnin Væringjar (1935), Á Dælu- mýrum og aðrar sögur (1947) og Þegar Kóngsbænadagurinn iýndisi og aðrar sögur (1954). í söfnum þessum; þar eru í sönfnum þessum; þar eru smásögur, endurminningar, ævintýri og riss, en allt ber þetta vitni gjörhygli höfund- arins, hugmyndauðlegð og til- finningahita; og allar þessar frásagnir hans svipmerkjast af lifandi og litbrigðaríkum stíl hans, er ósjaldan auðsætt, að þar heldur bæði ritsnjall blaðamaður og andríkt skáld á pennanum. Og það gerir sögur þessar eða aðrar frá- sagnir enn áhrifameiri, að þó að höfundur gefi hugarflugi sínu æði lausan tauminn, þá eiga þær þó djúpar rætur í renyslu hans og lífinu sjálfu. Fer hann um það þessum orð- um í eftirmála að sagnasafn- inu Á Dælamýrum: „Smásög- ur mínar vona ég þurfi engra skýringa við. Þar talar lífið sjálft, eins og það hefir komið mér fyrir sjónir, og hefi ég forðast „að gera því skóna.“ Enda er það sjálft hið skáld- legasta, sem mér hefir mætt á lífsleiðinni.“ 1 nýjasta smásagnasafni Helga, Þegar Kóngsbænadag- urinn lýndisi, er slegið á marga strengi, gáska, ádeilu og alvöru, og þar er brugðið upp fjölbreyttum myndum og minnisstæðum. Sérstaklega falleg og hrífandi er t. d. lýs- ingin á austfirzku alþýðu- konunni sögufróðu í frásögn- inni „Drottning örbirgðar og ævintýra." Og hún er jafn- framt táknmynd slíkra kvenna með íslenzku þjóðinni á liðn- um öldum. Þessi nýjasta bók Helga ber því órækan vott, að hann heldur andans fjöri sínu ó- skertu, þó kominn væri hátt á áttræðisaldur, er hún kom út, og síðustu blaðagreinar hans og tímarita bera hinu sama vitni. Enda hefir hann sjálfur svo að orði komizt: „Mannsævin er ekki svo löng, að manni endist hún til að verða gamall." Þeir, sem lifa í anda þeirrar speki, verða aldrei gamlir, hvað sem árafjöldanum líður, því að þeir glata hvorki hæfi- leikanum til þess að finna til með mönnum og málley.singj- um, né heldur sjón sinni á fegurð lífsins og dásemdir þess- MINNING ARORÐ: andaðist á Almenna sjúkra- húsinu í Selkirk þann 12. nóv. s.l., eftir stutta legu þar. Um 50 ára skeið hafði hann verið bóndi við Riverton, Man. Um nærri tvö ár hafði hann dvalið á heimili Kristjáns Ingvars Sigurðssonar bróður síns í Selkirk og Lillie konu hans og notið ágáetrar umönnunar af þeirra hálfu. Júlíus var fæddur í Greni- vík í Höfðahverfi við Eyja- fjörð 9. júlí 1875. Foreldrar hans voru Jóhann smiður Sigurðsson, bóndi í Grenivík og Jóhanna kona hans, Jón- atansdóttir. Hann fluttist með foreldrum sínum og systkin- um vestur um haf 1878; eru nú öll eldri systkini hans látin, en af yngri systkinum hans eru tveir bræður á lífi, Mike, búsettur í Winnipeg, kvæntur, og Kristján Ingvar, fyrrnefnd- ur, kvæntur Lillie Evans, í Selkirk. Júlíus ólst upp með foreldr- um sínum á Gimli, í Winnipeg og Selkirk til 13 ára aldurs, en upp frá því, fór hann að stunda ýmsa vinnu, og brátt lá leið hans á Winnipegvatn til fiskiveiða og á flutninga- gufuskipum. Um hríð, er hann var ung- þroska maður, var hann for- maður á gufuskipi, sem sigldi milli íslendingafljóts og Sel- kirk. Hann nam snemma heimilisréttarland við River- ton og nefndi landnám sitt Grenivík, eftir óðali feðra sinni, Grenivík á Höfðaströnd við Eyjafjörð. Þann 9. júlí 1898 kvæntist hann Margréti Eiríksdóttur bónda á Odda við Islendinga- fljót Eymundssonar. Hún dó 16 okt-1903; þeim varð tveggja barna auðið. Sonur þeirra, Jóhann Eiríkur, fóstraðist upp með móðurforeldrum sínum og móðursystkinum sínum í Odda; hann drukknaði full- tíða maður. Einnig áttu þau dóttur, sem dó á bernskualdri, er hét Margrét Dóróthea Helga. Júlíus kvæntist á ný 4. ágúst 1917, og gekk að eiga Þórunni Björgu Pétursdóttur bónda Eyjólfssonar að Höfn, Camp Morton, frá Fossgerði við Eiðaþinghá og konu hans - Sigurbjargar Magnúsdóttur bónda í Álftavík Sæbjörns- sonar. Þeim Júlíusi og Þór- unni Björgu varð ekki barna auðið. Hún andaðist í apríl 1956, höfðu þau þá nokkru áður flutt af landi sínu við Riverton, og sezt að í' Höfn við Camp Morton, en þar bjó Þorsteinn bróðir Júlíusar, á- samt börnum sínum. Þeir Þorsteinn og Júlíus (að síðari giftingu) voru kvæntir systr- um, dætrum Péturs í Höfn og Sigurbjargar konu hans. — Dvöldu Júlíus og kona hans þar um hríð, þótt á eigin heimili væri. Eftir lát konu sinnar flutti Júlíus til bróður síns í Selkirk, sem fyrr er að vikið. — Júlíus, eins og Jóhann faðir hans, bræður hans og frænd- ur, var hagur maður, og léku mörg verk í höndum hans. Að upplagi til var hann gleði- maður, fullur af kankvísu fjöri, vinmargur og lífsglaður. Honum var gefið að laða að sér börn og ungmenni og á- vann sér hylli þeirra og hlý- hug. Hann var maður hjálp- fús og bóngóður og átti ítök í margra hugum, tryggur þar sem hann batt vináttubönd; hann átti mörg hin góðu ein- kenni hins íslenzka manns. Útför hans fór fram 16. nóv. frá útfararstofu Mr. Gilbarts í Selkirk, að allmörgu fólki viðstöddu. Hann var lagður til hinztu hvíldar í grafreit Gimli-safnaðar. Sá, er þessar línur ritar, flutti kveðjumál og jós moldu. S. ólafsson — íbúðin okkar er ágæt, en það er verst hvað hún er hljóð bær. Þeir, sem búa hinum megin geta heyrt allt sem við segjum. — Hvers vegna látið þið þá ekki setja einangrun á vegg- inn? | — Þá heyrum við ekki hvað þau segja.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.